Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 9
Leikið sér í ljósum sandi með skuggsæl pálmatré til annarrar handar og volg- an sjó með hvítfreyðandi öldum hinum megiu. ©g sér húsfreyjan þá um fæði handa gestunum. í þetta sinn voru gestirnir í einum slíkum skála, tveir Bandaríkja- menn og ein amerísk stúlka, frönsk gystkini, Svii og íslendingur, þ.e.a.s. undirrituð. Eftir næturlangt ferðalag frá París í troðf ullri aukalest fyrir skiða fólk og áætlunarvagni gegnum fallegt ekarð, vorum við komin til Lech. Það er rétt eins og að vera kominn inn í jólakort, keypt í Pennanum. Ynd- isleg dalkvos umkringd Iháum fjöllum, —- allt þakið glitrandi hvítri snjóbreiðu nema á nokkrum stöðum standa upp há, græn „jólatré", tákn vonarinnar um að senn muni birta aftur og grænka. í dalbotninum lítið þorp með snoturri kirkju, húsum úr timbri með máluð- um gluggahlerum og fallegum burstum og 3—4 stórum fjallahótelum, sem ekki er þó leyft að stinga í stúf við stíl þessa fjallaþorps. Skíðakennarar kenna viðvaningum íieðst í brekkunum, en heimakrakkarn- ir sveifla sér í svigi niður af hæstu tindum, og þjóta eins og flugur eftir bröttuni hlíðunum, læra sennilega fyrr eð renna sér á skíðum en ganga. Skíða- lyftur ganga upp á fjallatinda, bæði strenglyftur og svokállaðar T-slár, þ.e.a.s. tréslár í laginu eins og staf- urinn T, sem hanga á gormum niður úr Btrengjum. Hver slík slá dregur tvo á skíðunum 10—15 mín. leið upp fjalls- Jolakortin skrifud heim á Þorláksmessu hlíðina. Það var ekki fyrr en ég stóð í hópi fólks uppi á einu sliku fjalli, að mér datt í hug að ég pyríti líka að komast þar niður. — íslendingurinn fyrst! sögðu allir. Sá sem býr á ísa- köldu landi, hlýtur að vera mikill skíða- m Jól hjá íslenzkri f jölskyldu í hitabeltinu maður. Ég leit niður í dalinn og. sá að það mundi koma í nákv.æmlega sama stað niður hvort ég færi fyrst eða síðust niður þetta fjall. Ég lokaði því augunum og brunaði af stað, en datt auðvitað áður en langt um leið, og valt úr því með jöfnum millibilum niður fjallið. Þetta er sú mesta dáð sem ég hefi drýgt fyrir heiður Islands í útlöndum (ætti eiginlega að geymast í 75 ára afmælisgreinina) — allir héldu að þarna hefði íslendingurinn orðið fyrir einstakri óheppnL Það var þó bót í máli, að er niður var komið, mátti renna sér upp að bar- borði, sem hlaðið hafði verið úr ís og snjó utan við stærsta hótelið og fá sér svaladrykk eftir hrakningana. Hótelin hafa sérstakt lag á að skapa notalegt aiidrúmsloft fyrir ferðafólkið. Um þetta leyti árs dimmir snemma. í ljosaskipt- unum hressir skíðafólkið sig því eftir útiveruna á tesopa eða heitu romm- toddýi í einhverjum veitingasalnum og fær sér kannski snúning á skíðaskón- um, til að liðka sig aftur. Við „sveita- fólkið" áttum svo fyrir höndum góða gönguferð til hýbýla okkar, þar sem við skiptum um föt og borðuðum og vorum þá tilbúin til að fá okkur af tur snúning með kátu fólki í jólafríi eða sitja í notalegu horni í einhverjum barnum og rabba við fólk úr fjarlæg- um heimshornum. Þarna voru öll skilyrði til að skapa jólablæ á aðfangadagskvöld. Notaleg máltíð við kertaljós í vinahópi í látlaus- um skíðaskála og skipst á smágjöfum. Síðan ökuferð til miðnætturmessu nið- ur snævi þakta hlíðina á sleða með hesti fyrir. Yfir hvelfist dimmblár him- inn með tunglskini og tindrandi stjörn- um og bjölluhljómur frá aktygjuan hestsins gerir ökuferðina enn hátíðlegrL Litla kirkjan var troðfull. Við stóðum úti við dyr en höfðum samt hálfgert samvizkubit af því að vita af sveita- fólki, sem komið var langar leiðir til jólamessunnar, standandi úiti í kuldan- um. Þó ég skildi lítið í messunni, sem fram fór á viðeigandi austurrískri mállýzku, fannst mér athöfnin ákaflega hátíðleg. Skærar raddir drengjanna, sem stóðu þarna vatnskembdir í rikki- líni, náðu eyrum allra. Og að lokum sungu söfnuðurinn og gestir víðsvegar að úr heiminum „Heims um ból," hver á sinni tungu, íslenzku orðin „helg eru jól...." voru að vísu lítt heyranleg, en þau blönduðust samt í þennan alþjóð- lega jólasöng. Eftir messu hélt sveitafólkið heim og gestir til hótelanna, þar sem útbúnar höfðu verið sérstaklega gómsætar næt- urmáltíðir og salir skreyttir. Ekki gátu gestir þó látið vera að fá sér snúning á eftir, þó jólanótt væri. Þegar við undir morgun gengum heim upp glitr- andi fjallshlíðiná, hafði jólablærinn samt sem áður ekki yfirgefið okkur. Að vísu var þessi gönguferð yfir gler- hált hjarnið mesta þraut fyrir þá sem ekki höfðu verið svo forsjálir að fara í skíðaskó og hafa jólaskóna í poka, áður en lagt var upp í sleðaferðina. Þeim gekk illa að fóta sig og loks gafst annar Bandaríkjamaðurinn upp og hljóp síð- ustu brekkuna á sokkaleistunum. Jóladagana nutum við lífsins uppi í hvítum fjöllum, prýddum jólalegum grenitrjám, ekki þó svo þétt að skíða- fólk ætti á hættu að lenda tveim meg- in við trjástofn. Og við áttum kátt gamlárskvöld með ítölum, Frökkum, Englendingum, Norðmönnum og yfir- leitt allra þjóða fólki, sem dansaði og söng og hoppaði úti á hjarninu.á milli, rétt eins og allir væru orðnir börn aftur. Ef ég ætti semsagt að velja mér „jólaleg" jól, þá mundi ég kjósa að halda þau í köldu loftslagi, á stað þökt- um hvítum snjó — og helzt á fslandi. Elín Pálmadóttir. JÓL I Bridge EFTIRFARANDI spil er gott dæmi um hve nauðsynlegt er fyrir sagnhafa að telja slagina og gera ávallt ráð fyr- ir því versta: A DG64 V 10862 + K3 * ÁKD ? 98752 K9 G10 9 5 G7 4 — V ÁDG5 ^ 8764 * 10 9 5 43 A ÁK103 V 743 ^ ÁD2 * 862 Suður var sagnhafi í 4 spöðum og vestur lét út tígulgosa. Þegar spil þetta var spilað, þá drap sagnhafi með kónginum í borði, tók síðan einn trompslag og kom þá í ljós að vestur átti 5 tromp. Sagnhafi at- hugaði nú spilin og áleit að hann þyrfti að fá 3 slagi á tígul og 3 slagi á lauf til að vinna spilið. Tók hann því ás og drottningu í tígli og kastaði hjarta í úr borði. Næst lét hann út lauf og spilaði því þrisvar í þeirri von, að vestur ætti einnig að minnsta kosti 3 lauf. Þar sem vestur átti aðeins 2 lauf trompaði hann þriðja laufið, lét út hjarta og spilið tapaðist. Suður getur auðveldlega unnið spil- ið, ef hann athugar nánar alla mögu- leika. Hann á vísa 4 slagi á tromp og þarf til að fá 6 slagi til viðbótar. Skiptir ekki máli hvort þeir fást allir á lauf og tígul eða með því að trompa, því sagnhafi á öll hæstu trompin. Suður á að spila þannig: Hann drep- ur tígul-útspilið með kóngi og tekur einn trompslag. Kemiir þá í ljós ójöfn skipting trompanna. Nú á sagnhafi að taka tvo slagi á lauf (ef vestur á að- eins eitt lauf þá vinnst spilið aldrei). Síðan lætur hann út tígul úr borði og drepur með ás og næst kemur tígul- drottningin og nú á hann að kasta í laufi úr borði. Ekki skiptir máli þótt hér sé um að ræða hæsta lauf. Nú lætur sagnhafi út lauf að heiman og trompar í borði. Þannig fær hann 5 slagi á tromp, 3 á tígul og 2 á lauf Og spilið vinnst alltaf. a MYRKUR Heimurinn er blindur. Ég bað þig, Drottinn, að sýna mér ljósið. Og þú sýndir mér ljósið í fylgd með skugga. En þá vissi ég ekki, bvort ég skyldi velja. Mild birtan gerði myrkrið heillandi. Mér var aldrei neitt fast í hendi með ljósið. Þorgeir Sveinbjarnarson. | 34. tölublað 1963, — LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.