Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 15
Um jólin dvelst Azhkenazyfjölskyldan á heimili foreldra Þórunnar. í aftari röð frá vinstri: Vladimir Azhkenazy, Jóhann Tryggvason, Þórunn, Vladimir yngri og Stefán hróðir Þórunnar, sem er 16 ára. í fremri röð frá vinstri: Sigrún 11 ára, systir Þórunnar, Klara móðir hennar sem heldur á Nödíu, og Kolbrún systir Þórunnar, sem er 8 ára. „Höfðuð þið ekki jólatré í Moskvu?" „Jú, jú, það hafa flestir Moskvubúar jólatré. Þeir setja þau ekki upp fyrr en síðustu dagana í desember og kalla þau nýárstré, en þau eru í engu frábrugðin jólatrjánum, sem við eigum að venjast.“ „En gefa Moskvubúar gjafir í tilefni komu nýja ársins?“ „Nei, ekki aimennt, en sumir gefa yngstu börnunum smágjafir og á gaml- érskvöld eru haldnar fjölskylduveizlur °g nýja árinu fagnað.“ Við þökkuim nú Þórunni samtalið og kveðjum hana með ósk um gleðileg jól. Sólrún Jensdóttir. Það kvöld þegar gamla konan hættir að prjóna um miðaftansbil og segir við Astu Sóllilju: Svona garmurinn, þér er óhætt að fara að þvo þig — þá eru jólin komin. Hún heldur nefnilega að Asta Sóllilja þvoi sig aldrei nema þetta kvöld, og að hún mundi ekki heldur þvo sig í kvöld, ef henni væri ekki skipað það. Sjálf þvæ>r hún sér ekki lengur, hún er orðin of gömul, auk þess er ekki haldið saman keytunni lengur, hvorki ti.1 eins né neins. Eru þá þetta öll jólin? Nei, gamla konan tekur einnig fram handlínuna sína þetta kvöld. Hún leysir af sér gömlu slitnu Bjalduluna og bindur handlinunni yfir höfuð sér. Það er svartur silkiklútur, hann er frá einokunartímunum, hann hefur gengið í arf frá ömmu til ömmu, miðbikið í honum er ennþá heilt, öldum saman hefur hann verið umleikinn af Binaberum höndum, líkt og brotabrot af auðlegð heimsins, eða þó að minnsta kosti sönnun þess að hún sé til ...... í þetta skifti hafði Bjartur skipað eð láta sjóða heilan ærhupp, svo er eerhuppurinn soðinn, og bóndinn virð- ir hann fyrir sér í troginu, feitan og éngandi, og þá getur hann ekki orða bundist um aðdáun sina, þrátt fyrir allt sem á undan er geingið, og segir: ., Ja, þetta eru nú meiri heljarjólin. Sveinn Kristinsson. Vladimir Azhkenazy yngri slær nótur á píanóinu og foreldrar hans fylgjast með'. Hagalagöar Rausn síra Hannesar í ævisögu sr. Hannesar Stephensen á Ytra-Hólmi eftir Sighvat Grímsson, 1 Borgfirðing, er sagt frá eftirfarandi | atviki: | „Það var eitt sinn um vetur í bjarg- arskorti miklum, að fátækur bóndi einn þar í nágrenninu, kom og gerði I boð fyrir prófast og bað hann hjálpa sér um einn málsverð af korni, því hann ætti enga lífsbjörg á heimili sínu. Hafði prófastur þá undanfarna daga útbýtt á tvær hendur matbjörg snauðum mönnum. Svaraði prófastur þá: „Ég veit nú ekki, hvort það er orðið hægt“. Fór hann þegar upp á i loft, þar sem kornforði heimilisins var geymdur, og var þá ekkert til nema sem svara mundi tveim skeffum af rúgi. Spyr hann þá, hvort búið sé að mala til morgundagsins, og hafði það verið gjört, en skeffa var möluð á' degi hverjum. Sagði prófastur þá við manninn .... að hann skyldi hafa 1 helming þess, sem til væri (aðra skefíuna). „Það gæfi víst suður á morgun“, og varð það sem hann gat til. Lét hann þá sækja sexæringsfarm af kornmat til Reykjavíkur, sem sagt var, að ekki hefði staðið lengi við“. Sighv. Gr., Borgfirðingur. Himinninn með parruk Eitt sinn kom Hannes biskup að\ Húsafelli og var þar við messu. Hann hafði heyrt ýmsar kynjasögur af Snorra presti og forneskju hans. Veð- ur var bjart um daginn með sólskini. Eftir messu hittust þeir biskup og prestur úti. Biskup mælti: „Mikið furðar mig á því, hvað hér er dimmt uppi yfir, fram til jöklanna“. Prestur svaraði: „Orsökina til þess get ég sagt yður, herra, ef þér vitið hana ekki sjálfur". Biskup kvaðst vilja heyra. „Það er af því að himinninn brúkar parruk“, mælti prestur, en biskup roðnaði við og þótti honum til sín sveigt, því að hann gekk með hvítt parruk á höfði og var sjálfur hvítur fyrir hærum. Ekki er þó þess getið, að þetta hafi orðið að óvildarefni með þeim biskupi og Snorra presti. Sighv. Gr., Borgfirð'ingur. Fyrir 150 árum i Vetur var víðast um land góður frá \ nýári fram á þorra, síðan umhleyp- ingasamur og harður. Vorið gott fyrir utan kuldakast um hvítasunnu. Sum- arið gott og grasár hið bezta. Hey- fengur víðast í betra lagi, en nýting syðra sumsstaðar slæm vegna rign- inga. Haust og vetur fram að nýári var tíð mjög óstöðug, skiptust þá á regnhryðjur og bleytuhríðar. Var þó harðast um norð-austur land og þar jarðleysur tíðar. fs kom eigi þetta ár. (Aunáll 19. aldar — 1913) Samspil þriggja fiólína Fyrsta janúar 1863 gerði Markús Magnússon stiptprófastur í Görðum messugerðina hátíðlegri en venjulega með samspili þriggja fiólína og telur Magnús Stephensen, er hafði áhuga á söng eins og öðrum framförum þjóð- ar vorrar, þennan menntasmekk hans heiðursverðan, enda hafði konsellíið eftir tillögu Magnúsar nýlega gert þá fyrirspurn til stiptamtmanns og bisk- ups, hvort eigi væri nauðsynlegt þá þegar að fá orgel í Reykjavíkurdóm- kirkju. 34. tðlublað 1903. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.