Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Blaðsíða 14
Skömmu fyrir jólín ræddi fréttamaður blaðsins í síma við Þórunni Jóhannsdóttur og spurði hana hvar hún, eiginmaður hennar Vladimir Askhenazy og börn þeirra tvö, Vladimir og Nadia, myndu dveljast um hátíðarnar. — Þórunn átti sín fyrstu bernskujól hér á íslandi, en síðan hefur hún dvalizt á jólum í tveimur heims- borgum, London og Moskvu. „Ég geri ráð fyrir, að við verðum mik- ið heima hjá pabba og möimmu hér í London um jólin", sagði Þórunn. „Við búum elckí nema spölkorn frá þeim, það e'r um fimm mínútna gangur á milli.' Við erum ekki búin að koma okkur al- mennilega fyrir hérna ennþá, því að þega'r við vorum nýbúin að taka íbúðina á leigu, fór ég í sjúkrahús til þess að eiga Nödju. í>egar ég kom heim, æöuð- um við að hefjast handa, en þá komumst við að raun um, að íbúðin er ekki hent- ug fyrir okkur og hófum leit að annarri íbúð eða húsi. Okkur hefur ekk- ert orðið ágengt enmþá, og bó við finn- um eitthvað hentugt húsnæði fyrir jói,' verðum við ekki búin að koma okkuir fyrir, þegar hátíðin gengur í garð. Við eyðum því jólunurn með foreldruim miín- um og f jölskyldu, en það hef ég alltaf gert nema þessi tvö jól, setm við hjónin dvöldumist í Moskvu." „Hvernig er jólahald á heimili for- eldre þinna?" „Þau hafa alltaf haldið ísilenzk jól. Aðallhátíðin er á aðfangadagskvöld, þá borðum við góðan mat, skiptumst á gjöf um og göngum kringutm jólatré eins og við gerðuim heima á íslandi." „En Englendingar hafa annan sið?" „Já. Aðfangadagur er ekki bátíðisdag- ur hja þeim. Hann er oftast notaður til þess að ljúka jólaundirbúninginum og fólk fer snemma að sofa til þess að vera úthvílt, þegar hátíðarhöldin hefj- ast á jóladag. — Þá eru jólagjafirn- ar afhentar og snæddur íburðarmikill matur." „Hvað gerið þið á jóladag?" „Við erum bara heima, en gerum ýmis Þórunn með yngra barn þeirra hjóna, Nödíu, tveggja mánaða gamla. legt til hátíðabrigða, syngjutm, spiluim, förum í leiki og göngum kringum jóla- tréð. Við eruim líka heima á annan jóla- dag, en þá fara flastir Englendingar, sem vettlingi geta valdið, út að sikemmta sér, og oft er mjög glatt á hjalla. Þegar við vorúm heima á íslandi var venja að fjölskyldan kæmi saman annan jóiadag og þannig höfum við það ennþá." „ íivað hefur þú átt mörg jól í Londion?" „Ég var 6 ára fyrsfcu jólin, sem við vorum í London og nú er ég 24 ára. Ég hef því verið hér sextán jól, en tvö jól var ég í Moskvu." í LONDON OSKVU „Þú hefur þá ekki verið nm jól á ís- landi frá því að þú varst 5 ára." „Nei, en í fyrra munaði litlu. Ég kom til íslands með manninum mínum umn miðjan desember, en hann var þá á tónleikaferð. Hann fór til Bandaríkj- •anna um haustið og þaðan til Englands. Þegar toann hafði dvalizt nokkrar vikur í Bandaríkjunum fór ég til hans. Son- ur okkar varð eftir í Moskvu. Okkur langaði mikið til þess að vera um jólin hjiá -f oreldrum mínum í London, en við áttuim ekki pantað flugfar til Englands fyrir jól. Við vorum á biðiista og á að- fangadag var okfeur tilkynnt, að við gæt um komizt til London fyrir kvöldið, og á aðfangadagskvöld borðuðum við með f jölskyldiu minni." „ Jun hvenig er jólahaiid í Moskvu?" „Rússar halda engin jól, ekki nema einstaka gamalt fólk, sem gerir sér eitt- hvað til hátíðabrigða." „Fannst þér þá ekki tómlegt á jólun- um þar?" „Nei, nei. Fjölskylda mannsins míns hefur aldrei 'haldið jól, en þegar ég kom, vildi ég ekki leggja niður jólahald. Ég stóð fyrir því, að ýmislegt væri gert til hátíðabrigða og fjöliskyldan tok þátt í því með mér." „Hvað gerðirðu til tilbreytingar?" „Ég eldaði góðan mat á jóladag, fjöl- skyldan kom saman og við skiptumst á gjöfum. Á aðfangadag fórum við hjón- in í íslenzka sendiráðið í Moskvu, en þar er alltaf jólaveizla fyrir ísiendinga sem dveljast í borginni. Þar eru rifjað- ar upp endurminningar frá jólum á ís- landi og sumgin ísienzk jólalög." sem möskvar veiðigarns, það fer í gegnum hjartað sem grátur misþyrmds barns. Ég geng niður að höfninni, — hál er hlein sem gler. Kalt er, sjór, að hugsa til að samlagast þér. Skyldu vera marhnútar á botninum hér? Ríki, ég er morðingi. Tennur bítur frost. Ríki, ég er morðingi. Rottan nagiar ost. Riki — jafnvel rottan — taktu mig í kost! Þetta kvæði Kambans, sem á að tákna þjóðfélagslegt misrétti manna, er sann- arleg«. hrollvekjandi jólasálmur. Ni lú höfum við yfirfarið kvæði og kvæðabrot, sem nokkur af þekkt- ustu skáldum okkar hafa ort um jólin eða í tilefni þeirra. Því væri ekki úr vegi að víkja að óbundnu máli, svipaðs uppruna. „Klettafjallaskáldið" Stephan G. Stephansson skrifar vini sínum, Jó- hanni Magnúsi Bjarnasyni, rithöfundi, bréf, dagsett á aðfangadag 1897. Bréfið er alllangt, og birti ég hér úr þvi örfá- ar línur, sem snerta jólin og „jólasög- una". Stephan G. Stephansson fór aldrei leynt með það, eftir að hann komst á fullorðinsár, að hann væri trúleysingi í kirkjulegri merkingu þess orðs. Þó er ljóst af bréfinu, að hann telur jóla- söguna a. m. k. haía visst gildi. Stephan segir: „Og nú er „Lögberg" (Vestur-ísienzka biaðið. S. K.) með jóla kvæði eftir „Manaskál". Það byrjar á „stjörnunni" margkveðnu. Siggi (höfundur jóla- kvæðisins, sem nefnir sig „Manaskál", S. K.) segir, að hana sé að „líta" á himninum „stærri" og „skærri" en aðr- ar, eða svo mun það eiga að skiljast, þó hann nefni hana „blys". Hann segir hún „boði" fæðing frelsarans. Þetta höfum við þúsund sinnum heyrt, oft í betra rími, sem ekki afbakar söguna, því samkvæmt henni „boðaði" stjarnan það, sem fyrir löngu á að vera skeð. Þá segir hann, að þetta blys eða stjarna (sem er að „líta", þ. e. sést í fyrsta eiindinu), sjáist ekki af „holdlegum augum", né „beri þeim birtu", sem ekki trúa á „fóraargildi frelsarans". Hvað er nú þetta Sigurðar-blys? Stjarnan gamla er það nú ekki, seinna erindið skákar því, þvi öll er sagan byggð á því, að holdleg og heiðin augu sáu hana, augu vitringannia. Kristur sjálfur er það ekki, fyrst og fremst skín hann ekki á himninum, ekki eimu sinni fyrir trúuðum, og svo getur hann ekki „boðað fæðing" sjálfs sín. Jóla- sagan er skemmd, í staðimn fáum við á bragðdaufu pokapresta-máli í rími það, sem líklega á að vera líking — symbol — en endar í botnleysu." Þar sem Stephan talar um, að jóla- sagan sé skemmd, þá má af því ráða, að hamn kunni að meta jólin nokkurs, því naumast er hægt að skemma hana, ef hún hefur ekkert gildi. Því virðist líka stundum þannig farið með skáld- in 9em og aðra memn, að þótt þeir séu lítt trúaðir og geri ekkert til að .leyma því, þá fá þeir ekki varizt þeim kennd- um, sem jólin vekja með þeim og eru greinilega guðstrúarlegs uppruina. K , annske maður skoði að lokum nokkrar línur í verkum tveggja höfuð- skálda okkar á óbundið mál: Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness, þar sem þeir víkja að jólum og jólaundir- búningi. Með jólalýsingum sínum bregða þeir upp einföldvun og raunsömnum þjóðlífsmyndum. Uggi Greipsson (Gunnar Gunnarsson) segir svo frá í „Fjallkirkjunni": Ég veit ekki fyrr en ég er kominm í ný föt úr grænu flaueli og stend úti á miðju gólfi, svo fínn, að enginn má koma við mig, ekki einu simni nærri mér. Og þar sem ég veit af reymslu, að sá sem ekki vill láta koma á sig bletti verður að halda kyrru fyrir, þá þori ég ekki heldur að hreyfa mig. Eini líkamshlutirijn, sem ekki hefuír lát- ið af embætti, er höfuðið á mér: ég reyni að snúa því eftir getu til að fá útsýn yfir mína eigin dýrð úr öllum áttum. Klukkan sex á að kveikja ljósin, klukkan sex á að setjast að borðum — og klukkan sex er einmitt sá tími. þegar svefninn fer á mig. f kvöld hefi ég ákveðið, að þetta hvorki megi né skuli verða; en veit allt of vel, við hvern ég á, og hjarta mitt er dapurt. Móðir min er að sýsla við Betu litlu, sem á líka að verða fín eins og við hin, og þótt hún eigi annríkt lítur hún til mín við og við. Vertu ekki hnugginn, Uggi minn, segir hún allt í einu blíðlega. Þessi jól skaltu að minsta kostí sjá kveikt á kertunum, áður en þú sofnar. Og Hallbera gamla í „Sjálfstæðu fólki" Halldórs Laxness vill láta Astu Sóllilju þvo sig, þó ekki væri nema þetta eina kvöld. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 34. tölublað 1963.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.