Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Síða 14
Skömmu fyrir jólin ræddi fréttamaður blaðsins í síma við Þórunni Jóhannsdóttur og spurði hana hvar hún, eiginmaður hennar Vladimir Askhenazy og böm þeirra tvö, Vladimir og Nadia, myndu dveljast um hátíðarnar. — Þórunn átti sín fyrstu bemskujól hér á íslandi, en síðan hefur hún dvalizt á jólum í tveimur heims- borgum, London og Moskvu. „Ég geri ráð fyrir, að við verðum mik- ið heima hjá pabba og mömmu hér í London um jólin“, sagði Þórunn. „Við búum ekki nema spölkorn frá þeim, það e'r um fimm mínútna gangur á milli. Við erurn ekki búin að koma okkur al- mennilega fyrir hérna ennþá, því að þegar við vorum nýbúin að taka íbúðina á leigu, fór ég í sjúkrahús til þess að eiga Nödju. Þegar ég kom heim, ætluð- um við að hefjast handa, en þá komumst við að raun um, að íbúðin er ekki hent- ug fyrir okkur og hófum leit að annarri íbúð eða húsi. Okkur hefur ekik- ert orðið ágengt ennþá, og þó við finn- um eitthvað hentugt húsnæði fyrir jól,' verðum við ekki búin að koma okkur fyrir, þegar hátíðin gengur í garð. Við eyðum því jólunum með foreldrum mán- um og fjölskyldu, en það hef ég alltaf gert nema þessi tvö jól, sem við hjónin dvöldumst í Moskvu.“ „Hvemig er jólahald á heimili for- eldra þinna?“ „I>ú hefur þá ekki verið um jól á ís- flandi frá því að þú varst 5 ára.“ „Nei, en í fyrra munaði litlu. Ég kom til Islands með manninum mínum um miðjan desember, en hann var þá á tónleikaferð. Hann fór til Bandaríkj- anna um haustið og þaðan til Englands. Þegar hann hafði dvalizt nokkrar vikur í Bandaríkjunum fór ég til hans. Son- ur okkar varð eftir í Moskvu. Okkur langaði mikið til þess að vera um jólin hjá foreldrum mínum í London, en við áttum ekki pantað flugfar til Englands tfyrir jól. Við vorum á biðlista og á að- fangadag var okkur tilkynnt, að við gæt um komizt til Londion fyrir kvöldið, og á aðfangadagskvöld borðuðum við með fjölskyldu minni.“ „ En hvenig er jólahald í Moskvu?" „Rússar halda engin jól, ekki nema einstaka gamalt fólk, sem gerir sér eitt- hvað til hátíðabrigða." „Fannst þér þá ekki tómlegt á jólun- um þar?“ „Nei, nei. Fjölskylda mannsins míns hefur aldrei 'haldið jól, en þegar ég kom, vildi ég ekki leggja niður jólahald. Ég stóð fyrir þvi, að ýmislegt væri gert til hátíðabrigða og fjölskyldan tók þátt í því með mér.“ „Hvað gerðirðu til tilbreytingar?“ „Ég eldaði góðan mat á jóladag, fjöl- skyldan kom saman og við skiptumst á gjöfum. Á aðfangadag fórum við hjón- in í íslenzka sendiráðið í Moskvu, en þar er alltaf jólaveizla fyrir íslendinga sem dveljast í borginni. Þar eru rifjað- ar upp endurminningar frá jólum á ís- landi og sungin íslenzk jólalög.** „Þau hafa alltaf haldið íslenzk jól. Aðallhátíðin er á aðfangadagskvöld, þá borðum við góðan mat, skiptumst á gjöf um og göngum kringum jólatré eins og við gerðum heima á íslandi.“ „En Englendingar hafa annan sið?“ „Já. Aðfangadagur er ekki hátíðisdag- ur hja þeim. Hann er oftast notaður til þess að ljúka jólaundirbúninginum og fólk fer snemma að sofa til þess að vera úthvilt, þegar hátíðarhöldin hefj- ast á jóladag. — Þá eru jólagjafirn- ar afhentar og snæddur íburðarmikill matur.“ „Hvað gerið þið á jóladag?“ „Við erum bara heima, en gerum ýmis Þórunn með yngra barn þeirra hjóna, Nödíu, tveggja mánaða gamla. legt til hátíðabrigða, syngjum, spilum, förum í leiki og göngum kringum jóla- tréð. Við erum líka heima á annan jóla- dag, en þá fara flestir Englendingar, sem vettlingi geta valdið, út að sikemmta sér, og oft er rnjög glatt á hjalla. Þegar við vorúm heima á íslandi var venja að fjölskyldan kæmi saman annan jóladag og þannig höfum við það ennþá.“ „ Hvað hefur þú átt mörg jófl í London?“ „Eg- var 6 ára fyrstu jólin, sem við vorum í London og nú er ég 24 ára. Ég hef því verið hér sextán jófl, en tvö jól var ég í Moskvu.“ I LONDON OG MOSKVU sem möskvar veiðigams, það fer í gegnum hjartað sem grátur misþyrmds barns. Ég geng niður að höfninni, — hál er hlein sem gler. Kalt er, sjór, að hugsa til að samlagast þér. Skyldu vera marhnútar á botninum hér? Ríki, ég er morðingi. Tennur bítur frost. Ríki, ég er morðingi. Rottan nagar ost. Ríki — jafnvel rottan — taktu mig í kost! Þetta kvæði Kambans, 9em á að tákna þjóðfélagslegt misrétti manna, er sann- arlega hrollvekjandi jólasálmur. Nú höfum við yfirfarið kvæði og kvæðabrot, sem nokkur af þekkt- ustu skáldum okkar hafa ort um jólin eða í tilefni þeirra. Því væri ekki úr vegi að víkja að óbundnu máli, svipaðs uppruna. „Klettafjallaskáldið" Stephan G. Stephansson skrifar vini sínum, Jó- hanni Magnúsi Bjarnasyni, rithöfundi, bréf, dagsett á aðfangadag 1897. Bréfið er alllangt, og birti ég hér úr því örfá- ar línur, sem snerta jólin og „jólasög- una“. Stephan G. Stephansson fór aldrei leynt með það, eftir að hann komst á fullorðinsár, að hann væri trúleysingi í kirkjulegri merkingu þess orðs. Þó er ljóst af bréfinu, að hann telur jóla- söguna a. m. k. hafa visst gildi. Stephan segir: „Og nú er „Lögberg“ (Vestur-íslenzka blaðið. S. K.) með jóla kvæði eftir „Manaskál“. Það byrjar á „stjörnunni“ margkveðnu. Siggi (höfundur jóla- kvæðisins, sem nefnir sig „Manaskál", S. K.) segir, að hana sé að „líta“ á himninum „stærri“ og „skærri“ en aðr- ar, eða svo mun það eiga að skiljast, þó hann nefni hana „blys“. Hann segir hún „boði“ fæðing frelsarans. Þetta höfum við þúsund sinnum heyrt, oft í betra rími, sem ekki afbakar söguna, því samkvæmt henni „boðaði“ stjarnan það, sem fyrir löngu á að vera skeð. Þá segir hann, að þetta blys eða stjama (sem er að „líta“, þ. e. sést í fyrsta erindinu), sjáist ekki af „holdlegum augum“, né „beri þeim birtu“, sem ekki trúa á „fórnargildi frelsarans“. Hvað er nú þetta Sigurðar-blys? Stjarnan gamla er það nú ekki, 9einna erindið skákar því, því öll er sagan byggð á því, að holdleg og heiðin augu sáu hana, augu vitringanna. Kristur sjálfur er það ekki, fyrst og fremst skín hann ekki á himninum, ekki einu sinni fyrir trúuðum, og svo getur hann ekki „boðað fæðing“ sjálfs sín. Jóla- sagan er skemmd, í staðinn fáum við á bragðdaufu pokapresta-máli í rími það, sem líklega á að vera líking — symbol — en endar í botnleysu.“ Þar sem Stephan talar um, að jóla- sagan sé skemmd, þá má af því ráða, að hann kunni að meta jólin nokkurs, því naumast er hægt að skemma hana, ef hún hefur ekkert gildi. Því virðist líka stundum þannig farið með skáld- in sem og aðra menn, að þótt þeir séu lítt trúaðir og geri ekkert til að leyna því, þá fá þeir ekki varizt þeim kennd- um, sem jólin vekja með þeim og eru greinilega guðstrúarlegs uppruna. K annske maður skoði að lokum nokkrar línur i verkum tveggja höfuð- skálda okkar á óbundið mál: Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness, þar sem þeir víkja að jólum og jólaundir- búningi. Með jólalýsingum sínum bregða þeir upp einföldum og raunsönnum þjóðl ífsmy ndum. Uggi Greipsson (Gunnar Gunnarsson) segir svo frá í „Fjallkirkjunni": Ég veit ekki fyrr en ég er kominn í ný föt úr grænu flaueli og stend úti á miðju gólfi, svo fínn, að enginn má koma við mig, ekki einu sinni nærri mér. Og þar sem ég veit af reynslu, að sá sem ekki vill láta koma á sig bletti verður að halda kyrru fyrir, þá þori ég ekki heldur að hreyfa mig. Eini líkamshlutinn, sem ekki hefur lát- ið af embætti, er höfuðið á mér: ég reyni að snúa því eftir getu til að fá útsýn yfir mína eigin dýrð úr öllum áttum. Klukkan sex á að kveikja ljósin, klukkan sex á að setjast að borðum — og klukkan sex er einmitt sá tími, þegar svefninn fer á mig. í kvöld hefi ég ákveðið, að þetta hvorki megi né skuli verða; en veit allt of vel, við hvem ég á, og hjarta mitt er dapurt, Móðir mín er að sýsla við Betu litlu, sem á líka að verða fín eins og við hin, og þótt hún eigi annríkt lítur hún til mín við og við. Vertu ekki hnugginn, Uggi minn, segir hún allt í einu blíðlega. Þessi jól skaltu að minsta kosti sjá kveikt á kertunum, áður en þú sofnar. Og Hallbera gamla 1 „Sjálfstæðu fólki“ Halldórs Laxness vill láta Ástu Sóllilju þvo sig, þó ekki væri nema þetta eina kvöld. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 34. tölublað 1963.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.