Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1964, Síða 6
Þessi mynd er ekki frá Westport, heldur Cornish, New Hampshire. Hundur Sal- ing-ers horfir tortryggnum augum und- ir skíðgarðinn, sem umlykur landar- eignina hefst, og les bréf frá elzta lifandi bróður sánum, Buddy, sem er sögumað- ur. Bréfið hafði Buddy skrifað 4 árum áður, er Bessie bað hann hjálpar við að fá Zooey til að Ijúka háskólanámi, svo að hann hefði bakhjarl, ef gengi hans á leiklistarbrautinni brygðist. Zooey er nú frægur sjónvarpsleikari, en sannur perfektionisti með þjáning- areinkennum fjölskyldunnar. Andi elzta bróðurins, Seymours, dýr- lings Glass fjölskyldunnar, sem framdi sjálfsmorð mörgum árum áður, svífur alltaf yfir hinum eftirlifandi. Enda til- tekur Buddy tvær ástæður, sem valdið hafi bréfskriftinni fremur en áskoranir Bessie: Hann kvaðst hafa hitt fjögurra ára telpu í verzlun. Hún starði á Buddy, vegna þess hve hann var órakaður. „Ég sagði henni, að hún væri með fal- legustu litlu stelpum, sem ég hefði séð þennan dag. Henni fannst það eðlilegt og kinnkaði kolli. Ég sagðist vera viss um að hún ætti marga kærasta. Hún kinnkaði kolli eins og áður. Ég spurði hana, hve marga kærasta hún ætti. Hún rétti upp tvo fingur. Tvo, sagði ég, það er heilmikið af kærustum. — Hvað heita þeir, elskan? Þá sagði hún hvellri röddu: Bobby og Dorothy." .... „Seymour sagði eitt sinn við mig, að allur sannur trúarlærdómur hljóti að leiða til þess að leysa sig undan ímynd- uðum mismun á drengjum og stúlkum, degi og nóttu, hita og kulda." Þess vegna, segir Buddy, að hann og Sey- mour hafi í lengstu lög reynt að halda hinum fróðleiksfúsu yngri systkynum sínum frá of miklum veraldlegum lær- dómi, t.d. lestri klassiskra bókmennta í bernsku. í staðinn sögðu þeir þeim einfaldar dæmisögur úr austurlenzkn speki. Hina ástæðuna kveður Buddy v-era Ijóð í japönskum stíl, sem hann fann á borði í hótelherberginu, þar sem Seymour skaut sig: „Litla stúlkan í fiugvélinni, / sem sneri höfðinu á brúð- unni sinni við / til að horfa á mig.“ í bréfi sínu fer Buddy ekki að beiðni Bessie heldur hvetur Zooey til að leika og leika af öllum mætti. „Ef þú gerir eitthvað fallegt á sviðinu, eitthvað ólýs- anlegt og skemmtilegt, eitthvað æðra venjulegri leikhústækni, þá skulum við Seymour báðir leigja okkur smoking- föt og pípuhatta og koma hátíðlegir að bakdjrrunum með risastóran blómvönd.“ Eftir lestur bréfsins kemur langt samtal milli Zooey og móður hans, sem komið hefur inn. Hún er klædd sloppi, með djúpum vösum, þar sem hún geym- ir sitt af hverju, svo 9em 2—3 pakka af sígarettum, nokkra eldspýtustokka, tappatogara, klaufhamar, safn af nögl- um, skrúfum, krókum o. fl. Bessie hef- ur reynt öll húsráð til ð lækna Franny, sem liggur i dagstofunni í dvala og biðst fyrir, þ. e. a. s. margoft boðið henni kjúklingasúpu. Bessie situr á sal- ernissetunni og ræðir raunir fjölskyld- unnar, en Zooey í baðkerinu með hengið dregið fyrir og reynir í sífellu að reka hana út með elskulegri ósvífni. Er Zooey hefur klætt sig og árangurs- laust reynt að telja Franny hughvarf, fer hann inn í gamla herbergi Sey- mours og Buddys. Þangað hefur eng- inn stigið fæti síðan Seymour dó, en þó er þar ennþá einkasími, skráður á nafn Seymours. Hann hringir í „næsta'* síma, spyr eftir Franny og þykist vera Buddy. Eftir nokkum tíma kemst Franny þó að því við hvem hún er að tala, en bróðir hennar er ekki af baki dottinn. Hann er frábærasti orðsnilling- ur fjölskyldunnar, að sögn Buddys. Franny getur ekki þolað prófessorana sína og hefur jafnvel hætt að leika, vegna þess að hún þolir ekki sjálfa sig sem leikkonu, þótt hún viti eins vel og aðrir, að eigi hún nokkursstaðar heima, þá er það á leiksviði. Zooey segir: „Þegar þú komst heim, kveinaðir þú alltaf og kvartaðir um heimsku áhorfendanna. Fíflalega hláturinn á 5. bekk. Það er að visu rétt og Guð veit að það er leiðinlegt, en þér kemur það ekki við, Franny. Það eina, sem lista- maðurinn á að hugsa um, er að keppa að fullkomnun, og eftir sínu eigin höfði, ekki einhvers annars. Þú hefur ekkert leyfi til að hugsa um þessa hluti, það sver ég. Ekki í raun og veru, að minnsta kosti. Veiztu, hvað ég meina?“ Iregar þau taka að bera saman bækur sínar, kemur upp úr kafinu, að Seymour hafði, er þau voru börn í spumingaþættinum, sagt þeim báðum að bursta skóna sína og vera skemmti- leg fyrir „feitu konuna“. Hann gaf eng- ar frekari skýringar, en þau höfðu gert sér líkar hugmyndir um feitu kon- una. A.m.k. hafði hún áreiðanlega út- varpið alltaf skrúfað eins hátt og hægt var allan daginn. „Mér er sama hvar leikarinn leikur, segir Zooey. Það má vera í sumarleik- húsi, í útvarpi, sjónvarpi, jafnvel í ein- hverju fjandans Broadway-leikhúsi, fullkomnu með fínasta, saddasta og sól- brenndasta áhorfendahópi, sem hægt er að ímynda sér. En ég skal segja þér hræðilegt leyndarmál. Ertu að hlusta á mig? Þaö er enginn þarna úti í salnum, Póstkassi Salingers. í hann koma mörg bréf, en fáum þeirra er svarað. sem er ekki feita konan hans Seymours. Og prófesor Tupper, er meðtalinn, vin- kona. Og allir frændur hans upp til hópa. Það er enginn þarna, sem er ekki feita konan hans Seymours. Veiztu það ekki? Veiztu ekki þetta fjandans leynd- armál ennþá? Og veiztu ekki-hlustaðu á mig núna — veiztu ekki, hver þessi feita kona er í raun og veru? .... Æ, elskan mín, það er Kristur sjálfur. — Kristur sjálfur, elskan mín.“ Franny hlustar, brosir og sofnar hljóð- látlega. að er ekki aðeins í Zooey, sem Salinger hefur stýrt penna Buddys GLass. Buddy skrifar einnig „Raise High the Roof Beam, Carpenters“, fyndna og myndríka frásögn af brúðkaupsdegi Seymours, og „Seymour, an Introduc- tion“, þax sem Buddy lýsir bróður sín- um. Það ©r aðeins í „A Perfect Day for Bananafish“ (skrifuð 1948), sem Sey- mour er sjálfur viðstaddur, en þar er lýst sjálfsmorði hans. Hann syndir í sjónum á Florida með lítilli telpu, og yfirkominn af sakleysi hennar fer hann upp í herbergi sitt, þar sem kona hans hefur verið að blaðra við móður sína í símann, og hleypir kúlu í gegnum höf- uðið á sér. Nokkra skýringu á sjálfs- morði Seymours er að finna í „Raise High .... “ sem birtist löngu síðar. „Seymour, an Introduction“ er tví- mælalaust sérkennilegasta verk Sal- ingers. Eftir það er lesandinn ekki leng- ur í vafa um, að Seymour er dýrling- ur og það sem einkennilegra er mikil- hæft skáld. Einkum er það skrítið, þegar haft er í huga, að eina Ijððið, sem Buddy færir því til sönnunar, orti skáldið, þegar það var 8 ára og hljóðar svo: „John Keats,/ John Keats,/ John,/ Please put your scarf on.“ Það sem gerir söguna ólíka öðrum verkum Salingers, er þó fyrst og fremst persónu- legur stíll Buddys. Hann beinir hverri útskýringunni, jafnvel afsökunninni, á fætur annarri til lesandans. Honum er greinilega mikið niðri fyrir. Minning Seymours virðist vaxa, eftir því sem lengra líður frá dauða hans, og það k.emur niður á öllum meðlimum Glass- fjölskyldunnar. Salinger kýs að láta Buddy skrifa á þennan hátt sennilega vegna þess, að „Seymour, an Introduction“ er ritgerð, fremur en samfelld frásögn. O—★—O I„Raise High the Roof Beam, Carpenters“ segir Seymour, 17 ára, 10 mánaða gamalli systur sinni, Franny gamla, kínverska sögu af manni, sem var slíkur kunnáttumaður um hesta, að hann lét sig engu skipta lit þeirra eða kyn, þar sem við honum blasti sjálfur kjarnirin. Buddy líkir Seymour við þennan kínverska hrossasmala: — „Síðan hann hvarf af sjónarsviðinu, er enginn sem ég vildi senda út að gá til hrossa í hans stað.“ Það má vera, að engin ein bók Sal- ingers nægi honum til að skipa sæti i efstu röð meistara heimsbókmenntanna, en það er víst, að engan rithöfund er hægt að senda út að gá til hrossa í haa.s stað. Örnólfur Ámason SMÁSAGAN Fiamhald af bls. 4 niður í bátinn og hvarf áður en hægt væri að hafa hendur í hóri hans. Um leið þögnuðu ófétis hrópin.“ M J-j.B. enn rifjuðu upp fyrir sér ýmsar gamlar sögusagnir, þungir í skapi, þeg- ar þeir ráfuðu meðfram höfninni eða eftir aðalgötum bæjarins í sudda og dimmviðri. Eins var mikið um þetta slcrafað á heimilunum, þegar kvölda tók, í hálfum hljóðum, eins og einhver yfir- náttúrleg öfl væru þar viðstödd og hlustuðu á. Fá skip þorðu nú orðið að fara á veiðar. Og brottför þeirra fáu sem fóru fylgdu fyllirí, langdregnar kveðjur og kveinstafir kvenna og ætt- ingja sem heirna sátu. Og skipin fóru ekki á hin vanalegu mið í norðurátt, heldur stefndu til Vestmannaeyja og síðan til Færeyja. Þeir sem fóru sögðu: „Með einhverju móti verðum við að sjá konu og börnum farboða, og þessi vinna aflar okkur þó lífsviðurværis.“ Þeir sem urðu eftir svöruðu um hæl: „En þetta er hreint brjálæði. Það er ómögulegt að vita hvað er þarna á seyði. Það borgar sig að bíða og sjá hvað setur, og vera ekki að hætta lifi og limum fyrir aurana.“ Það fóru að ganga ýmsar sögur í Reykjavík runnar undan rifjum útgerð- arfélaganna, sem vora farin að hafa áhyggjur út af gangi málanna. Fiskur- inn var mikið til horfinn af miðunum. Orðrómurinn var á þann veg, að frá- sögn Björns væri tilbúningur iygara eða fáráðlings, sem vildi spila sig hetju, með hið ömurlega skipbrot Hallgerðar lang- brókar að bakgrunni. Þessar sögusagnir, sem drógu í efa sannleiksgildi frásagn- ar Björns, hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar einn togarinn kom aftur með sex menn sem höfðu farizt þegar vírarnir slitnuðu. Með draugslegum hvin höfðu þeir sópað dekkið og drepið samstundis mennina sem voru þar að gera að fiski. Þá var loks kveðið upp úr með orðið, sem f-rá upphafi hafði verið forðazt, alltaf verið þaggað niður, á síðkvöldum þegar vindurinn tók að kveina. Þetta orð var dregið fram í dagsljósið innst úr hugskotum fólksins, og það sveiflað- ist eins og sigurglaður sjóræningjafáni. Þá var loks kveðið upp úr með þetta orð sem ekki mátti segjast: Formæling. Það var brátt á allra vörum, gekk frá manni til manns, fjötraði hu-gi allra eins og kónguló sem spinnur vef sinn. Formæling, formæling. Og sem kóngulóin spann þetta orð vef sinn út á yztu nes, hinn grófgerða vef risakóngulóarinnar, gjörólíkan hinum fíngerða vefi daggardropanna í morgun sárið. Þessi vefur var óno-talegur, íþyngj- andi o-g ásækinn. Brátt var allt heltekið af þessu orði, sem g-ekk manna á milli, á götunum, á kaffihúsum; það smau-g inn um allt; það lá í loftinu. Formælingin. Formælingin. FORMÆLINGIN. ÞAÐ HVÍLIR FORMÆLING YFIR HAFINUí kipin höfðu legið bundin við bryggj Ur í Reykjavíkurhöfn nokkrar vikur. Engum til gagns dönsuðu þau á smáöldunum sem skutust inn í höfn- ina til þeirra, kitluðu þau og storkuðu þeim til að sn-úa aftur til hafs. Sjómenn- irnir nctuðu inniveruna til að snyrta skipin tdl, þrífa þau í hólf og gólf, hreinsa ryð og mál-a hér og þar, skipta um kaðla í blökkunum, reyna vörptma og vírana, bæta rifin net, gera við borð og kojur, allt var tekið í gegn. Reynt var að fæla burt slorlyktina, er sat sem fastast. Hægt hefði verið að í- mynda sér að verið væri að undirbúa brottför á Nýfundnalandsmið, en hvorki vatn né vistir vora flu-ttar um borð, því enginn þorði len,gur að sigl-a. Útgerðarfélögin voru í upplausn og komin á heljarþrömina. Ríkisstjórnin hafði sagt að hún mundi gera sínar ráð- stafanir, og þagar karlm-ennirnir komu heim á kvöldin, tóku konurnar að barma sér. Það vora engir peningar til leng- ur, eða þá í mesta lagi til nokkurra Framhald á bls. 3 Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.