Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Page 1
20. tbl. 31. ir. í 1964 — 39. árg. ^________________________ James B. Donovan: HROSSAKAUPIN Á BRÚNNI «>-----*---------'----------í> Frásögn af dirfskulegri sendiför. Sendi- maður fékk skipun um oð hafa hrossa- kaup á sovétnjósnaranum Abel og flug- manninum Powers, en lagði miklu meira undir — og vann — —--------- Þribjudagur 11. janúar S|L_t beiSni riHssti6r„„ Bandaríkjanna, kom ég á fund í Wasih- ington, og fékk að vita, að samþykkt hefði verið „á hæstu stöðum“, að það væri þjóðinni gagnlegt að koma í kring kaupum á Powers og Abel. „Bf þér eruð fús til þess, vildum við biöja yður að takast á hendur sendi- för til Austur-Þýzkalands, til að koma þessum kaupum í kring“, vár sagt við mig. Ég sendi frá Washington bréf til „Frú Helen Abel“ í Leipzig, en þar hafði verið heimili hennar undanfarin þrjú ár. Ég sagði þar, að „mikilvæg breyt- ing“ h.efði orðið á málinu, sem gerði það ómaksins vert, að við hittumst. Ég lauk máli mínu þannig: „Ég legg til, að við hittumst í sovézka sendiráðinu í Austur-Berlín, á laugardaginn kemur, 3. febrúar, kl. 12 á hádiegi. Það er áríð- andi, að ek'kert verði látið berast út um þennan fund okkar, Ef þér sam- þykkið þessa tillögu, viljið þér þá senda mér skeyti í lögifræðiskrifstofu mína svo hljóðandi: „Gleðilegt nýár“. Ég taldi mér nauðsynlegt að hafa með tferðis stjórnarvaldabréf, sem gæti sann- fæirt Rússa uim, að j3andaríkjastjóm etæði að baki tilboði mínu um að láta Abel lausan. Síðdegis sama diag.fékk ég slikt bréf, sem ég fann að væri svo var- lega orðað, að það væri tvírætt. En því tfékkst ekki breytt og þetta bréf var eina sönnunargagnið um trúnaðarstöðu mina, sem ég hafði meðferðis til Aust- ur-Þýzkalands. Það var skrifað á bréfS- efni Dómsmálaráðuneytisins og hlóðaði þannig: Kæti hr. Donovan; Samkvæmf nýafstöðnu viðtali við yð- ur um umfooð til að náða skjólstæðing yðar, fullvissa ég yður um, að jafn- skjótt sem umtöluðum skiilyrðum er full ... .-.v Powers flugmaður Donovan með bel njósnara nægt, er ástæðan til neitunar um náðun, sem um getur í bréfi yðar til eiginkonu hans, niður fallin. Yðar eiml. Reed Cozart forstj. Náðunardeildar. Fimmtudagur 25. janúar b Mr a um morguninn kl. 10 fékk ég símskeyti í skrifstofu mína í New York. Það var frá Berlír. og hiljóðaði þannig: GLEÐILEGT NÝÁR og undir- ritað HELEN. Fundurinn í Austur-Ber- lín var þar með ákveðinn. Laugardagur 27. januar E I g tók leigubíl til Harvardklúbbs ins, til að hitta þar mann frá Wash- ington og taka við formiegu umboði mínu. Ég gaf honurn nákvæma ferða- áaetlun mína, og hann skýrði mér frá því, hvenær ég gæti vænzt þess að fá embættisleg fyrirmæli í London. Hann sagði mér og, að Austur-Þjóð* verjar hefðu í haldi ungan Yale-stúd- ent frá Michigan, að nafni Frederic L. Pryor, og hann væri undir réttarrann- sókn fyrir njósnir. Áður en Berlínar- múrinn var reistur hefði Pryor verið við rannsóknir í Austur-Berlín, vegna doktorsritgerðar, sem hann hafði í smíð um um verzlun austan járntjalds. En hann hefði kafað of djúpt og náð í efni, sem talið var vera leyndarmál, og nú hefðu Austur-Þjóðverjar í hyggju réttar höld í áróðursskyni. Ákærandinn hefði lýst því yfir opinberlega, að hann myndi krefjast dauðadóms yfir Ameríkumann- inum unga. Það var talið, að altt þetta mál væri auglýst svona freklega í þeim tilgangi að vekja almenningsálit vin- veitt Pryor, vestan hafs, og pina þannig út einhverskonar viðurkenningu á a.ust- ur-þýzku stjórninni af Bandaríkjanna hálfu. Annar Bandaríkjastúdent, Marvin Makinen úr Pennsylvaníuháskóla, hafði einnig verið tekinn fastur fyrir njósnir, sakaður uin að hafa tekið ólöglega mynd Framhald á bls. 12 Einn júnímorgun 1957 handtók FBI mann, kallaðan „Rudolf Ivano- vich Abél ofursta“, í gistiherbergi hans á Manhattan. í málaravinnu- stofu hans í Brooklyn fundu menn útvarpstœki, leyniletursskrár og uppdrcetti — yfirleitt allt venjulegt fylgifé njósnara. Aldrei varö raun- verulegt nafn Abels uppvíst, en hann var dœmdur í 30 ára fangelsi. Samkvœmt meömœlum frá málflutn ingsmannafélaqinu % Brooklyn haföi hann fengiö fyrir verjanda \ James Britt Donovan, sem var þekktur lögfrœöingur, og haföi ver- iö aöstoöar-ákœrandi í Niirnberg- réttarhöldunum. Lengst af tímans, sem um var aö ræöa, hafði Abel veriö leyft aö eiga bréfaskipti viö skyldmenni sín handan járntjalds, undir eftirliti Bandaríkjamanna, en grunur lék á, aö þessi ,,skyldmenni“ væri raun- verulegur hópur frá K.G.B. — sov- ésku leynilögreglunni. (Þessi „skyld menni“ greiddu þóknunina til Dono- vans — 10.000 dali, sem hann aftur gaf Fordham, Harvard og Colum- bia-háskólunum). En svo gerist þaö í maímánuði 1960, aö Francis Gary Powers, flug- maöur í þjónustu CIA, starfandi aö Ijósmyndun úr lofti, hrapaði til jaröar í flugvél sinni á rúss- nesku yfirráöasvœði, skammt frá Sverdlovsk. Bráölega var fariö aö tala um aö hafa kaup á flugmanni vorum og sovézka njósnameistaran- um. Ári síöar skrifaöi „hr. Abel“ Donovan og stakk upp á einmitt slíkum skiptunT og þaö sannaöi aö sovézk yfirvöld höfðu einnig áhuga á þessu sama. En í millitíöinni haföi Francis Powers veriö dœmdur í þriggja ára fangelsi í Rússlandi, auk sjö ára í fangábúöum. Mundi Kennedy forseti gefa út þá náöun, sem til þess þyrfti, aö Abel yröi sleppt? Sjö mánuöum eftir aö Don- ovan fékk bréfiö frá Abel, tóku amerísk yfirvöld ákvörðun sína. Hér á eftir segir Donovan söguna, eins og hún geröist, og styöst þar viö dagbœkur sínar og trúnaöar- skýrslur. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi dramatíska saga kemur öll á prent.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.