Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 4
Ævarsstaöir og Ævarsskarö Það hefur verið nokkuð um- deilt, hvar Ævarsskarð hafi verið. Sumir hafa látið sér detta í 'hug að Litlavatnsskarð sé hið foma Ævarsskarð. Svo er t.d. um Hannes Þorsteinsson þjóðskjala- vörð og Margeir Jónsson. Hannes gizkar á að Ævarsskarð hafi breytzt í Vatnsskarð. Slíkt er afar ólík- legt, framburðurinn er svo gjörólíkur enda telur dr. Finnur Jónsson það hrein- ustu fjarstaeðu. Mest byggir þó Hannes á því, að til eru tóftir í Litlavatnsskarði, sem kall- aðar eru Evarstóftir, eða Evarðstóftir. Mið undrar nú ekki svo mikið, þó að Hannes sem hér var ókunnugur stað- háttum, haldi fram þessari fjarstæðu, að Ævarsskarð sé Litlavatnsskarð, hitt undrar mig meira að Margeir Jóns- son, sem hér var nákunnugur skuji fallast á þessa skoðun Hannesar. f Árbók Fornleifafélagsins frá 1925, reynir Margeir að renna stoðum undir þessa skoðun Hannesar Þorsteinssonar, og byggir þar fyrst og fremst á þessu, að þessar seltóftir í Litlavatnsskarði eru kallaðar Evarstóftir, og það sé auðvit- að sama og Ævarstóftir. En þó að þetta sé líkt í skrifi, er það gjörólíkt í fram- burði, og þessar tóftir hafa aldrei ver- ið kallaðar Ævarstóftir. Væru þessar tóftir af bæ Ævars, væru þær ekki kall aðar Evarstóftir heldur Ævarsstaðir, samanber Karlastaðir í Langadal, þar sem bær Karla stóð, þær eru ekki kall- aðar Karlatóftir. Þar sem tóftir þessar eru í Litla- vstnsskarði er skarðið mjög þröngt, ekk ert undirlendi og varla rúm fyrir stóran bæ, enda tóftir þessar litlar og sýnilega seJtóftir, en ekki af stórum bæ. Þarna er engjalaust og veiðilaust, nema ef nokkrir silungstittir hafa verið í lækn- um, sem rennur úr tjörninni í skarðinu. ö annanir eru fyrir því að allt Vatnsskarð að norðanverðu var langt fram eftir öllum öldum heimaland frá Móbergi, og eftir að bærinn Litlavatns- skarð byggðist var hann framan af tal- inn Vs hluti úr Móbergi. Hefur þó Vé- fröður numið þvert yfir Laxárdalinn, og allt Litlavatnsskarð ajð norðanverðu, enda stendur Móbergssel austast í skarð iru, sem alltaf hefur verið kallað svo. Þegar ég var unglingur heyrði ég Erlend Guðmundsson frá Mörk segfja föður mínum að þessar tóftir í Vatns- skarðinu drægju nafn af því að þar hefði orðið úti kaupmaður frá Hofsós er hét Evard. Hefði hann ætlað vestur í Höfðakaupstað, en fékk blindhríð og helfraus þar. Ekki man ég hvort Erlend ur tiltók árið, sem þetta skeði, en hitt man ég að hann sagði að fylgdarmað- ur hans hefði verið Jón sá er fórst með Reynistaðabræðrum (Jón Austmann) en hann náði til byggða. Reynistaðabræður urðu úti 1780, svo þetta hefur verið fyrir þann tíma. uðmundur faðir Erlendar bjó í Mörk, sem er næsti bær fyrir sunnan skarðið, hefur hann því verið nákunn- ugur örnefnum í Vatnsskarði. Sagði Erlendur að þessar tóftir væru síðan kallaðar Evars eða Evardstóftir. Svona atburðir — að menn verða úti — gleym ast ekki svo fljótt, og ekki hafa verið liðin 100 ár frá þessum atburði, og þar til Guðmundur kom að Mörk, því hann bjó þar á seinni hluta 19. aldar, þurfti því þessi sögn ekki að ganaa margra á miJli. Guðmundur Jósafatsson frá Aust- ui’hlíð hefur sagt mér að Guðmundur sem lengi bjó að Hvammi í Svartárdal hafi líka sagt sér þessa sömu sögu, að þarna í Litlavatnsskarði hafi kaupmað- ur frá Hofsós orðið úti, Evard að nafni, og þar heiti síðan Evardstóftir. Aðeins her þar á milli að Guðmundur í Hvammi telur að kaupmaðurinn hafi ætlað til Borðeyrar, en mig minnir að Erlendur á Mörk segði að hann hafi ætlað til Höfðakaupstaðar á Skagaströnd, en vel gat hann hafa ætlað á báða staðina. Til þess að víkka dálitið landnám Ævars í Litlavatnsskarði, og til þess að láta það falla betur að orðalagi Landnámu Langadalsfjallið (þ.e. Laxárdalur). Eng inn kallar annað eins fjall og Langa- dalsfjallið háls, slíkt nær engri átt og er gagnstætt allri málvenju. Það er tal- ið sjálfsagit að þessum jörðum í Langa- dal fylgi allt fjalllendið, fjallið og Lax- árdalurinn. Nei, fyrir norðan háls, er auðvitað hálsinn sunnan við Bólstaðarhlíð senni- lega suður að Gilslæk, sem ef til vill er sami lækurinn og kallaður er Grind- arlækur í Landnámu. Fyrir norðan háls er viðbót við hitt landnámið (Langadalinn). Fyrir ofan Botnastaði og fram að Gilslæk er háls. Líklegast er að Ævar hafi numið allt að Arnarvatnslæk og Vatnsihlíðarland með Bólstaðarhlíð og þó sérstaklega Melabókar, gizkar Hannes Þorsteinsson á að Ævar hafi numið löndin út Laxárdalinn, Refstaða, Vesturáar, Sneisar, Kirkjuskarðs og jafnvel Núpsaxlar lönd, en slíkt er hrein fjarstæða. Holti á Holtastöðum nam Vesturáar, Sneisar og Kirkjuskarðs lönd. Þegar Holti hafði fargað af land- námi sínu, þá á hann eftir landið frá Skarðsskarði og fram í Hvammsskarð og þvert yfir Laxárdalinn frá Kirkju- skarði, og fram í Vesturáarskarð, og Vesturáar og Sneisarlönd eru lengi fram eftir í máldögum talin eign Holtastaða. sr ó að í Landnámu sé síðar sagt, frá landnámi Holta en Ævars, má telja líklegt að Holti hafi verið búinn að nema Langadal neðan verðan og fram að Móbergsbrekkum, og máske gefa þeim nafn. í Landnámu segir svo: „Æv- ar (son Ketils Helluflaga) kom skipi sínu í Blönduós, þá vóru numin lönd vestan 31öndu. Ævar fór upp með Blöndu, að leita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekk- ur, setti hann niður stnög háva og kveðst þar taka Vefröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan, og svo þar fyrir norðan háls, þar skifti hann löndum með skipverj- um sínum. Ævar bjó í Ævarsskaröi.“ Hvað nær Langidalur langt fram? Oftast er Bólstaðarhlíð talin í Langadal, tnda er Langadalsfjallið áframhaldandi fram að Hlíðará, þó að skörðin liggi í gegnum það. Ævar hefur því numið Langadal allt fram að Hlíðará, og svo fyrir norðan háls. Margeir Jónsson tel- ur að fyrir norðan háls sé fyrir norðan og af því sé Vatnshlíð í Húnavatnssýslu. En snemma hefur sú jörð þó skilizt frá Eólstaðarhlíð, ef hún hefur fylgt henni upphaflega. Ævar skiftir löndum með skipverjum sínum og.býr í Ævarsskarði. Allt bendir til þess að Ævarsskarð hafi verið kallað frá Ármótum Svartár og Elöndu fram að Hlíðará, enda má vel kalla það skarð. í því skarði bjó Ævar. Rétt fyrir sunnan hólana í skarði þessu eru miklar tóftir sem vel gætu verið Ævarsstaðir. Annars talar Landnáma ekki um Ævarsstaði, og gæti því Ævar strax hafa byggt í Bólstaðarhlíð, eða látið bæ sinn heita það, þó að hann hefði byggt fyrst fyrir sunnan hólana. Þarna fyrir sunnan hólana er ágætt skjól. Grundir að Svartá, sem nú eru að vestanverðu við ána (Tungueyrar). Gnægð af laxi ög silungi í Svartá. Það er ekki ólíkt bæjarstæði og hjá Ingi- mundi gamla á Hofi í Vatnsdal. Væri ástæða til þess að rannsaka hvaða bygg ingar hafi verið þarna fyrir sunnan hólana. Mætti þá ef til vill ganga úr skugga um hvort Ævar hefur byggt þarna ellegar strax í Bólstaðarhlíð. Æ. Ivar skiptir löndum með skipt- verjum sínum þannig að þeir búa mjög þétt, því að tveir bæir eru taldir milli Gunnsteinsstaða og Auðólfsstaða þ.e. Karlastaðir og Mikilsstaðir. Vita menn glöggt hvar Karlastaðir voru, þar sér fyrir túngaýði; þar heitir ennþá Karlastaðamýri. Um Mikilsstaði er ó- víst hvar voru. 4 LESBOK morgunblaðsins Frá Auðólfsstaðaá og að Bólstaðaft'hlíð er enginn tilnefndur sem landnámsmað- ur, nema Ævar sjálfur. Ef hann hefði numið upp í Litlavatnsskarði, þá hefði þessi partur af Langadal verið ónuminn, og er hann um 6—7 km af um 15 km sem talið er að hann hafi numið, sem er frá Hvammsá við Móbergsbrekkur og að Bólstaðarhlíð (Hlíðará). Allir ættu að geta skilið að Landnáma meinar að hann sjálfur hafi numið af Langadal frá Auðólfstaðaá að Hlíðará, því þar er enginn annar nefndur sem landnáms maður, og þess utart nemur hann fyrir norðan háls. Bólstaðarhlíð er landnámsjörð, það sýna hin víðáttu miklu lönd er henni fylgja og hafa fylgt frá fyrstu tíð, syo sem Skyttudalur, Kálfardalur, Selhagi, Meingrund, Hlíðarsel, Þverfell (sbr. jarðabók 1861), og svo Botnastaðir sem fylgt hafa fram á síðustu tíma. Öll þessi Jönd munu hafa verið numin með Jt'ólstaðarhlíð, og eru þau öll nema Botnastaðir fyrir norðan háls. f Bólstaðarhlíð hefur verið þingstað- ur, þar er dómhringur í túninu, enda hefur Ævar og hans afkomendur verið goðorðsmenn og var það kallað Æveli- ingagoðorð. Ekki hefi ég heyrt um hvar þar hafi hof staðið, en vafalaust hafa þeir haft þ^r hof. Ekki er að marka, þó að ekki séu taldir goðar í Bólstaðar- hlíð. Á þingum fóru oft þeir göfugustu í ættinni með goðorðin. Þannig fór Þór- arinn spaki á Lækjamóti með Langr dælingagoðorð þó að sennilega hafi þá búið á Holtastöðum, einhver bróðir hans eða náfrændi. Eins fór Hafliði Más- son með Ævellingagoðorð, þó líklegt sé að frændur hans hafi búið í Bólstað- arhlíð. Þegar lcristni kom hér voru það oftast goðarnir sem létu gera kirkjur á jörð- um sínum. í Bólstaðarhlíð hefur snemma komið kirkja og var jafnan bændaeign. Allt þetta bendir á að Bólstaðarhlíð hefur snemma orðið bær Ævars og ætt- menna hans. Eftir Jónatan J. Lindal ]VÍ argeir Jónsson leggur töluvert upp úr því, að sag/t er í Landnámu, þá Vé'fröður kom út og lenti í Gönguskarðs árósi „gekk hann að norðan til föður síns.“ Þá mun hann hafa farið Göngu- skörð og Víðidal til Vatnsskarðs. Vel gat Véfröður farið þessa leið, en öllu líklegra er þó að hann hafi farið fram í Sæmundarhlíð að hitta Sætnund, og ef hann hefur þá búið að Geirmundar- stöðum eða þar í grennd, er beinasta leið að fara Reykjaskarð og Kálfárdal, og svo niður gilið hjá Bólstaðarhlíð. Sú leið er stutt og greiðfær. Annars virðist nærri hlægile'g/t — fyrir þá sem kunn- ugir eru — að deila um það hvort Æv- ar muni frekar hafa byggt uppi í Litla- vatnsskarði eða í Bólstaðarhlíð. Ból- staðarhlíð er eitt af glæsilegustu höf- uðbólum þessa lands, en það eina kot sem byggt hefur verið í Litlavatnsskarði — Móbergssel — var jafnan með aum- ustu býlum, og stóð þó á betri stað en Evardstóftir. Ég sé ekki ástæðu að ræða þetta frek- ar því auðséð er — eins og ég hefi áð- ur tekið fram — úr því Ævar nam Langadal allan upp frá Móbergsbrekk- um, þá hlaut dalurinn frá Auðólfsstaða- skarði að Bólstaðarhlíð að vera han» landnám úr því enyum öðrum er sá partur úthlutaður. Strax frá barnæsku hetfi ég heyrt að skarðið upp í Svartárdalinn héti Ævars- skarð, og mun svo vera um fleiri, sér- staklega í Bólstaðarhlíðarhreppi. Enda segir Hannes Þorsteinsson þjóð- skjalavörður að í ættartölusafni úr Húna vatnssýslu er hann eigi ritaða um 1880 Framhald á bls. 6 20. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.