Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Blaðsíða 5
I tilefni Lisfahátíðar Listahátíðin er langt gengin og hefur óneitanlega verið viðburður í fábreytilegu menning- arlífi höfuðborgarinnar, a. m. k. að því leyti sem hún hefur kvatt lista- menn þjóðarinnar til samstillts átaks og varpað þeirri samvizkuspumingu framan í almenna borgara, hvort íslenzk menningarviðleitni sé verð þeirrar fyrirhafnar sem í hana er lögð. Svörin við þeirri spumingu verða væntanlega margvísleg. Ýmsir munu harma að íslenzkir lista- menn hafa ekki alltaf erindi sem erfiði. Aðrir munu halda því fram, að íslenzk list standi með blóma og framtíðin blasi við rós- rauð og lokkandi. Sumar hátíðar- ræðumar vom í þeim dúr. Enn aðrir munu láta sér fátt finnast um bramboltið og vilja fá frið fyrir öll- um þjóðlegum áróðri, meðan þeir horfa á sitt ameríska sjónvarp sem hvorki kostar þá peninga né fyrir- höfn. S jónanmiðin eru sem sagt mörg og eundurleit, eins og lög gera ráð fyrir. Hátíðin vekur margar áleitnar spurn- ingar, sem vonandi verða ræddar og íhugaðar á næstu mánuðum og árum. Sumar þeirra komu fram í snjallri ræðu Halldórs Laxness við opnun hátíðarinn- ar, sem var satt að segja eimhver tíma- bærasta hugvekja sem hér hefur heyrzt í háa herrans tið. Hve oft hefur maður ekki óskað þess, að málin væru rædd af því hispursleysi og raunsæi sem ein- kenndi málflutning lárviðarskáldsins. Spumingin sem helzt knýr á nú varð- ar ástand og horfur íslenzkra bók- mennta á þessum síðustu tímum. Sú spurning verður enaþá miklu ásæknari fyrir þá sök, að myndlistarsýning hátíðarinnar tekur af öll tvímæli um furðulega grósku og ótvíræða yfirburði íslenzkrar myndlistar, meðan bóklistin virðist vera á undanhaldi. Halldór Laxness rakti í talsvert löngu máli ræktarleysi hins íslenzka peningaþjóð- félags við forna bókmenntafjársjóði þjóðarinnar, og voru það vissulega orð í tíma töluð, en hvað er þá að segja um viðhorf „bókmenntaþjóðarinnar“ við þeim bókmenntum sem nú er verið eð semja í landinu? Skiáldverk koma ekki fram samkvæmf pöntun, satt er það; og vitaskuld væri æskilegt að ris- ið á nútímabókmenntum íslendinga væri hærra en raun ber vitni. Það kann líka að vera rétt, að góðum skáldverk- um liggi ekkert á; þau bíði síns tíma og hann komi fyrr eða síðar. En hitt kynni þó einnig að vera þungt á metunum, að þjóð sem er hætt að lesa góðar bækur fái þegar frá líður ekki lengur góðar bækur. Ég hygg að margir höfundar séu þannig skapi farnir, að þeim sé fremur óljúft að eiga eilíft ein- tal við sjálfa sig, jafnvel þó þeim liggi alimikið á hjarta og kunni mæita- vel að koma orðuim að því. E g hef í þessu sambandi ekki fyrst og fremst í huga þau ungu skáld, sem hugdjörf þrseða einstigi eða eru að ryðja nýja vegi. Tími þeirra sumra á eftir að renna upp, þó það verði kannsiki ekki fyrr en með næstu eða þarnæstu kynslóð. Ég er með hugann við þá menn, einkum af eldri kynslóð, sem að meira eða minna leyti fara troðnar slóðir, en gera það með eftir- tektarverðum hætti. Einnig þeir eru hættir að ná hlustum þjóðarinnar. Það fer vart milli máia, að í nútíðar- bókmenntum Islendinga sé ljóðlistin frjóust og fjöibreytilegust. Samt blasir við sú óihugnanlega staðreynd að góðar ljóðabækur, jafnvel eftir gróna og löngu viðurkennda höfunda, eru svo til hættar að seljast. Þjóðin virðist ekki einasta vera að missa áhugann á elztu og lífvæniegustu grein bókmennt- anna, heldur er hún líka gersneydd þeirri sjálfsögðu forvitni um þróun og viðgang bókmenntanna, sem er ein- kenni heilbrigðs sálarlifs. Mönnium er orðið sama um það sem er að gerast; það snertir þá ekki, vekur þá hvorki til andmæla né samþykkis. íslendingar eru að verða bókmenntalegir lömunarsjúkl- ingar. efta stafar ekki af því, að þær bókmenntir sem nú eru samdar séu svo miklu síðri en eldri bókmenntir, þó við höfum að vísu ekki enn eignazt óumdeilanlega arftaka eldxi meistar- anna. Enn eiga sér stað óvæntir og æsilegir viðburðir í íslenzkum bók- menntum, en þorri íslendinga virðist hafa um annað brýnna að hugsa. Ekld verður samt sagt með fullum sanni, að íslendinga skorti með öllu áhuga á listuim. Leikhúsin eru sótt, þó feri'll Þjóðleikhússins í vetur hafi væg- ast sagt verið næsta bágborinn. Mynd- listarsýningar virðast líka draga til sín fólk og hljómleikar eru tiltölulega mjög vel sóttir. Eigi að síður hvarflaði það að mér í hálftómum salnum við opnun Lista- hátíðarinnar, þar sem nokkrir fremstu listamenn þjóðarinnar komu fram, hvort þjóðin væri að nálgast menningar- legt hengiflug sem hún mundi ganga fram af án umhugsunar. Þessar vangaveltur og aðrar áþekkgr eru kannski út í bláinn, því haft er fyrir satt, að vonlítið sé að vekja mann sem alls ekki vill vakna. Skyldi vera ómaksins vert að reyna það? s kJ vo er onnur spuming sem lista- mennimir sjálfir gerðu rétt í að íhuga alvarlega. Gæti ekki verið, að þeir sjálfir (án tillits til verkanna sem þeir hafa skapað) haö átt talsverðan þátt í að stdnga þjóðina svefnþomi. Ég hef einkum tvennt í huga í þessu sam- bandi. í fyrsta lagi hefur andrúmsloftið í heimi íslenzikra lista verið allt annað en heilnæmt. Það hetfur einkennzt af látlausum innbyrðis deilum listamanna, persónuniði, hnútuköstum og alls kyns illkvittni, sem er sízt til þess fall- ið að etfla virðingu eða áhuga almenn- ings á þeim mönnum sem fást við list- sköpun. Hér eiga vitaskuld ekki allir jafnan hlut að máli, og sem betur fer em margar heiðarlegar undantekning- ar, en heildarniðurstaðan verður sú, að íslenzkir listamenn séu ekki tiltakan- lega eindræg eða göfug hjörð. Áþreif- anlegust daami um þessa innri misklíð em flokkadrættimir meðal íithöfunda og myndlistarmanna. Hvor hópur um sig skiptist í tvö félög, sem lengi hafa átt í illdeilum sín á milli, og hefur náttúrlega pólitíkin, sem eitrar flesta hluti á íslandi, einnig komið þar nokk- uð við sögu. Það er mikill munur á hispurslausum og málefnalegum umræðum annars veg- ar og persónulegum skætingi og rógi hins vegar. Við höfum haft alltof mik- ið af því síðartalda að segja, en hörrnu- lega lítið af raunttiætfum og opinskáum uimræðum um listir. Þetta kynni að vera ein orsök þess, að almenningur er orðinn þreyttur á listamönnum, og er nokkur goðgá að ætla, að sú þreyta komi lika niður á verkum þessara manna? A f innbyrðis sundrung íslenzkra listamanna leiðir svo hitt, að þeir láta æ minna til sín taka í menningarbar- áttu og sjálfstæðisviðieitni þjóðar- innar. Þá skortir þann samhljóm sem geri kór þeirra að virku og knýjandi afli í þjóðlífinu. Þetta kemur berleg- ast fram þegar við berum listamenn nútímans saman við skáld og rithöf- unda síðustu aldar. Að vísu hafa allar aðstæður tekið gagngerum stakkaskipt- um og tónar hinnar þjóðlegu vakn- ingar orðið lágstemmdari eiftir að þjóðin hlaut sjálfstæði, en það er hættu- leg villa, að sjálfstæði þjóðar sé unnið í eitt skipti fyrir öll, og lagði Laxness ríka áherzlu á það í ræðu sinni. Hver kynslóð verður að heyja sína baráttu fyrir sjálfstæðri tilveru þjóðarinnar, og hefur það kannski sjaldan verið ljósara en síðustu misserin. í þessari baráttu taka íslenzkir listamenn óveru- legan þátt, og má það furðu gegna. Þeir hO'ki'a hver í sinu horni og skapa sína list, og er allt gott um það að segja, ef þeir létu til sin taka svo um mun- aði þegar brýn ástæða er til. Og vissu- Eftir Sigurð A. Magnússon 22. tölublað 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.