Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Blaðsíða 15
14. að var á þessum fundi að amer- ískur blaðamaður sneri sér til Luthulis og sagði, yfirlætislega og með þjósti: Hvernig stendur á því að þér, sem kváðuð vera kristinn maður, eigið sam- Btarf við kommúnista? Luthuli svarar spurningunni í ævi- sögu sinni á þessa leið: „Líklegt er að eitthvað hafi verið af kommúnistum í rnannsöfnuðinum á Frelsistorgi í Soffíu- borg þennan dag, því að ýmsir spurðu mig hins sama. Sjálfur er ég ekki kommúnisti. Mér virðist kommúnismi vera fölsk þjóðfélagskenning og fölsk trúórbrögð. Mín trú er hin kristna. Ég hef ekki guði, er geri þá kröfu til mín, að ég dýrki ríkið, (líkt og á sér stað í Rússlandi og að vissu leyti einnig í Suð- ur-Afríku hvitra manna), eða dýrki manninn (líkt og gert var í Þýzkalandi fyrir stríð og gert er að vissu marki, en máske óafvitandi í Suður-Afríku). Þegar Jóhannes Strijdom forsætisráð- herra var jarðsettur, hafði einn af prestum hol'lenzk-reformertu kirkjunn- ar valið sér texta úr fyrsta kap. Jóhann- esar-guðspjalls svohljóðandi: „Maður kom fram sendur af Guði. Hann hét Jóhannes“. Á slíku hef ég megna and- Styggð. í stjórnmálaskoðunum hallast ég nán- fest að brezka Verkamannaflokiknum, en er honum þó ósammála um margt. í Afríska þjóðþingsflokknuim eru kommúnistar, hve fjölmennir veit ég ekki. En nokkra þekki ég og hef við þá samvinnu. Markmið þjóðþingsflokks- ins er frelsi. Við látum ekki blekkjast af hugsjónum, sem brjóta í bága við það. Við leggjum til hliðar stjórnmála- skoðanir þar til er dagur frelsisins upp- rennur .... Sjálfur er ég í þjóðþings- flokknum af því að ég er kristinn. Ég aðhyllist ekki kommúnisma. En komm- únistar eru menn og teljast til náunga minna. Ég vil ekki líta á þá sem neitt minna en það“. 15. itt af því, sem mikla gremju vakti hjá blökkumönnum, var þrælk- unarvinna fanga hjá hvítum bændum. í austurhluta Transvals er fátt um sérsvæði blökkumanna. I>ví er þar mi’k- ill skortur á vinnuafli. Kartöfluræktin er þar aðalatvinnuvegur mangra. Yfir- völdin gengu að því með gleði að leigja bændum svarta gæzlufanga gegn vægu gjaldi, til vinnu að kartöfluupptöku. Af nógu var að taka. Á öðru ári braut hálf millj. manna vegabréfalötgin. Nú var með hægu móti mögulegt að rýma til í yfirfullum fangageymslum og hafa tekjur í stað útgjalda af föngum. Hjá bændum var viðurgerningur miðaður við að fangarnir tórðu og gætu unnið. Vegna þessarar ósvinntu skipulagði þjóðþingsflokkurinn verkföll hjá verka- mönnum, er unnu að kartöfluræktun fyrir hvíta bsendur um land allt. Verk- fallið stóð í tvo mánuði og olli miklu tjóni, eins og til var ætlazt. Sem enn eitt dæmi af mörgum um alvarlega árekstra rnilli andspyrnu- hreyfingarinnar og stjórnarvaldanna, skal nefnd krc'tfugangan mikla í Sharpeville í marzmánuði 1960. Hún var gerð til þess að mótmæla vega- bréfslögunum. Tuttugu þús. manna söfnuðust fyrir utan lögreglustöðina, allir án vegabréfa. Kröfu um algert af- nám vegaibréfa var svarað með vélbyssu- skothríð, skriðdrekum og þrýstilofts- flugvélum. Mannfjöldinn dreifðist. En eftir lágu á torginu 71 dauður og 150 særðir. Fregnir a£ þessu flugu um a’llan heim. Luthuli fer ekiki mörgum orðum um ofsóknir og þar af leiðandi þjáningar, sem hann hefur búið við síðan 1936, að hann fór að gefa sig að stjórnmálum. Margoft hefur hann verið dæmdur í stofuifanigelsi og sviptur ferðafrelsi, en oftast haft leyfi til að taka á móti heimsóknum. Oft !hefur hann verið dæmdur í fengelsi bæði lengri og skemmri tíma. Fyrir nokkrum árum var honum stefnt fyrir landráð. Hann hefur í tilefni af því verið yfirheyrður ótal sinnum. Málið er vist ekki enn útkljáð. jafnvel nú hafa kristniboðar haft forustu um að knýja fram þjóðfélagslegar um- bætur, sem vér höfum smám saman fengið, — ekki vegna aðgerða ríkisstjórn- arinnar, heldur þrátt fyrir þær. Útlit er fyrir að kirkjan í Suður- Afríku vakni til fyllri skilnings á þjón- ustuhlutverki sínu, þótt seint sé. Kirkj- unnar menn fara nú að skilja alvöru þeirra orða stofnanda kirkjunnar, ei hann sagði: „Ég er kominn til þess að þeir hafi líf og gnægtir“. Þetta er kall kirkjunnar í Suður-Afríku til að stuðla að alhliða þróun mannsins hér í tíman- um, og ekki aðeins fyrir annað líf. Ég hef með þakklæti og gleði orðið þessa skilnings var hjá Alkirkjuráðinu". * egar Albert Luthuli voru afhent friðarverðlaun Nobels í hátíðasal Óslóar- háskóla 11. des. 1961, hélt hann stór- merka ræðu. f upphafi hennar fórust honum orð á þessa leið: „Hver einasti landshluti Afríku, sem hvítir menn hafa eitt sinn lagt undir sig, hefur á einn eða annan hátt beðið tjón af því.... Það, sem dregur úr myrkri liðinna tíma, eru ljósgeislar hins kristna trúboðs. Þeim ljósgeislum eigum vér byrjunarmenntun vora að þakka. Ríkisstjómir þeirra tíma gerðu sama og ekkert til þess að ráða bót á þeim ægilegu þjáningum, sem blökkumenn urðu að þola vegna þrælaveiða. Menn eins og David Livingstone og John Philip, og aðrir dásamlegir þjónar Drottins, börðust fyrir þjóðfélagslegu réttlæti gegn geigvænlegum meirihluta. Arfurinn frá þeim er ekki enn úr sér genginn.... Rétt er að þess sé getið, að I 17 Xjuthuli veit ekki fyrír vist hvort heldur hann er fæddur 1898 eða 1899. Saimkvæmt því er hann 66 eða 65 áira gamall. Aldurs vegna getur hann átt margt óuranið enn, þjóð sinni til björg- unar frá ánauð. Von er um að hann fái að minrasta kosti að sjá votta fyrir að rætast muni óskin, sem felst í titli sjálfs ævisögu hans: „Leyf fóki mínu að fara“, það er að segja heim til framtíðarríkis réttlætis, frelsis og farsældar í Suður Afríku. í áðurnefndri skýrsilu Russells lávairð- ar til brezku stjórnarinnar, eftir ferða- lag hans um Suðuir-Afríku, segir hanin um Luthuli: „Hann var sannarlega þess maklegur að fá friðarverðlaun Nobels . . . Stjóm Suður-Afríku hefur með fávizku sinni gert hann að píslarvotti og andleguim leiðtoga, sem áunnið hefur kynflokki sínum mikla samúð í mörgum lönduin heims”. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15 22. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.