Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Blaðsíða 6
ihafa oft verið ærin tilefni til að
Ls.enzkir listamenn væru trúir því
menningarlega forustuhlutverki sem
þeir eiga eðli sínu samkvæmt að gegna
ásamt listsköpuninni, sem vitanlega
verður ævinlega að sitja í fyrirrúmi.
L istahátíðin væri að mínu viti
kjörið tilefni til að þjappa íslenzkum
listamönnum saman og brýna þá til
meiri átaka í menningarbaráttunni. Það
hefur því miður í þetta sinn verið látið
undir höfuð leggjast að mestu, og enn
sem komið er hefur enginn nema Hall-
dór Laxness hreyft við þeim efnum,
sem vissulega ætti að taka til ræki-
legrar umræðu á Listahátið ásamt með
listkynningtmni. Mér virðist til dæmis
alls ekki fjarstætt, að Ríkisútvarpið
hefði varið einu eða tveimur kvöldum,
meðan Listahátíðin stendur yfir, til um-
ræðna listamanna um menningarmál
þjóðarinnar. Með því móti hefði kannski
verið hægt að marka einhverjar megin-
línur í baráttunni sem þessi kynslóð á
fyrir höndum.
Eins og nú horfir verða íslenzkir lista-
menn áfram sundruð hjörð án innri
tengsla og án þeirra áhrifa í þjóðlífinu,
sem samstaða í veigamiklum menning-
armálum mundi skapa þeim.
Enginn skilji þessi orð svo, að ég sé
að mæla með einstefnuakstri eða páfa-
dómi í menningarmálum. Þvert á móti,
við þurfum meira af hispurslausum
umræðum, sjálfstæðu mati og ein-
dreginni afstöðu íslenzkra listamanna
til þeirra menningarmála, sem eru efst
á baugi hverju sinni. Umfram alit ber
að forðast hið sljóa samþykki þagn-
arinnar og þá hættulegu áráttu að láta
„aðra“ um að ræða málin og marka
stefnuna. Sofandi listamenn gera þjóð-
ina syfjaða. Hvemig væri nú að hverfa
frá geispunum og gera svolitið hark í
þjóðlifinu?
SVIPMYND
Framhald af bls. 2
hann afhenti hinum fræga sigurvegara
frá Alamein hátíðlega. Monty varð fjúk-
andi vondur þegar skipið nötraði af
hlátursrokum: Marskálkur í fullum
skrúða með kúluhatt á hafi úti! Jafnvel
Bernhard prins hefði ekki getað fundið
upp á_ slíku prakkarastriki.
A síðustu árum hafa það einkum
verið tvö verkefni, sem hafa átt hug
Bernhards prins. Hann hefur um langt
skeið verið formaður Menningarsjóðs
Evrópu, sem hefur að meginmarkmiði
að safna fé til að stuðla að auknum
menningarsamskiptum Evrópuríkjanna,
svo menningarlegt samstarf dragist ekki
aftur úr hinu efnahaglega og pólitíska
samstarfi. Það er' ekki sízt prinsinum
og samlöndum hans í Hollandi að þakka,
að sjóðurinn leggur árlega fram upphæð
sem nemur tugum milljóna króna til
menningarmála. Verkefnin eru mörg, en
menningarlega þenkjandi auðmenn fáir.
Sagan mun líklega sanna, að veiga-
mesta framlag Bernhards prins til al-
þjóðmála hafi verið innan vébanda
lauslegra samtaka, sem venjulega ganga
undir nafninu „Bilderberg-hópurinn“
eftir fyrsta fundarstaðnum, Hotel de
Bilderberg í Hollandi. Vegna stöðu sinn-
ar getur prinsinn strangt tekið ekki
átt hlutdeild í pólitískri starfsemi, en
hinir raunsæju Hollendingar virðast
vera ásáttir með að hann geri það, séu
þau pólitísku mál, sem hann hefur af-
skipti af, nægilega stór í sniðum. Hug-
myndin að „Bilderberg-hópnum" kom
ekki frá Bernhard sjálfum, heldur frá
ríkisfangslausum Pólverja sem nú er
látinn, Joseph H. Retinger, sem helgaði
síðustu 15 æviár sín ósleitilegri baráttu
fyrir meiri samskiptum og auknum
skilningi milli vestrænna ríkja.
Árið 1954, þegar margvíslegur mis-
skilningur hafði skapað kuldalegt, næst
um fjandsamlegt andrúmsloft í sambúð
Ameríku og Vestur-Evrópu, vann Ret-
inger þeirri hugmynd marga en efa-
gjarna áhangendur, að kveðja bæri sam-
an álitlegt úrval menntamanna, stjórn-
málamanna, fjármálamanna og iðnrek-
enda frá vestrænum ríkjum til opin-
skárrar umræðu um vandamálin. Þessi
umræða skyldi vera algert trúnaðarmál,
en allir urðu að koma til fundar og
tala í nafni sjálfs sín, en ekki neinna
stofnana eða opinberra aðila. Þetta er
skýringin á þvi, að fundir „Bilderberg-
hópsins" eru haldnir fyrir luktum dyr-
um, og þaðan kemur aðeins yfirlýsing
um umræðuefnið, en engar upplýsingar
um þau sjónarmið sem fram hafa komið.
S em stjórnandi þessara funda
hefur Bernhard prins sýnt sig að vera
bæði lipur og röggsamur fundarstjóri.
Sennilega er hann eini núlifandi mað-
urinn, sem hefur getað fengið banda-
rískan öldungadeildarþingmann til að
takmarka ræðutíma sinn við fimm
mínútur. Það er furðulegt hve mikið er
hægt að segja á fimm mínútum, þegar
allt skraut mælskulistarinnar er misk-
unnarlaust sniðið burt og ræðumaður
hefur það eitt í huga sem honum raun-
verulega liggur á hjarta. Röksemdirnar
eru lagðar fram stuttar og hnitmiðaðar,
og umræðurnar verða harðar og um-
búðalausar, áp. þess að nokkurn tíma
komi til persónulegs skætings eða rifr-
ildis. Eftir tveggja til þriggja'daga um-
ræður og samveru við matborðið hafa
vandamálin verið krufin og skoðuð frá
öllum hugsanlegum hliðum. Jafnvel þó
menn fallist ekki á sjónarmið andstæð-
ingsins, hefur oft skapazt ríkari skiln-
ingur á forsendum þeirra, og það út af
fyrir sig ryður burt margvíslegri og
ástæðulausri beiskju.
Bilderberg-ráðstefnurnar hafa ekki
það hlutverk að leggja fram ákveðnar
pólitískar tillögur eða stefnumið — það
er hlutverk annarra. Bandaríski aðstoð-
arutanríkisráðherrann George McGhee,
sem hefur sótt þessa fundi frá byrjun,
hefur látið svo ummælt, að Rómarsátt-
málinn, sem er undirstaða Efnahags-
bandalagsins, eigi upptok sín í umræð-
unum á Bilderberg-ráðstefnunum.
Hann hefði að vísu komið fram hvort
eð var, en það er hafið yfir allan vafa,
að margir bandarískir og evrópskir leið
togar hafa fengið innblástur á þessum
fundum.
Bernhard prins er nú 53 ára gamall
og á sennilega mikið dagsverk óunnið,
en hann hefur vissulega gegnt merki-
legu hlutverki í þróun mála í Evrópu
síðustu árin, þó hljótt hafi farið. Hann
sýndi mikla framsýni, þegar hann setti
það skilyrði fyrir giftingunni- árið 1937,
að hann mætti helga krafta sína fleiri
málum en húsbóndaskyldum við vænt-
anlega drottningu.
Á SVIFBÁTI
Framhald af bls. 4
taki sjóveiki, og er það í sjálfu sér ekk-
ert óvenjulegt, enda þarf oft lítið til þess,
að menn verði sjóveikir. Samt fannst
mér þessix kippir það óútreiknanlegir,
að líkaminn fær varla næði að búa sig
undir uppköst — og þegar maður
svo þykist vera viðbúinn, hætta kipp-
imir eins óútreiknanlega og er hættan
þá venjulega liðin hja. Vitanlega
getur sjórinn orðið osléttari en 1
þetta sinn og því betra útlit fyrir
veikina, geri ég ráð fyrir. — Annars
fannst mér fjöldi staupa, sem farþegar
veittu sér, ekki standa í neinu sam-
bandi við þessa rykki.
Tl|
illeðan á ferðinni stóð, hafði ég
samtal við skipstjórann, herra Enzio
Ekström, sem á heima á Álandi eins og
áhö.fnin öll. Gaf hann mér þessar upp-
lýsingar: „Sirena“ var byggð árið 1959
í Messína á Sikiley, enda er þessi gerð
skipa víst ítölsk uppfinning. SkipiS
kostaði rúmlega 3 milljónir sænskar kr.
Var það flutt á þiljum flutningaskips
t;1 hafnar í Antwerpen, en vorið 1960
sótli núverandi skipstjóri svifbátinn um
Norðursjó, Kílarskurðinn og Eystrasalt
til Stokkhólms, og gekk ferðin vel.
Ekki þarf neina sérstaka skipstjóra-
menntun til að stjórna svifbátnum, —
en nokkrar vitleysur gerði ég þó fyrstu
mánuðina, bætti herra Ekström við, því
að ekkert kemur í stað eigin raunveru-
legrar reynslu. Skipið hefur ratsjá auk
nútímasiglingatækja, björgunarbáta og
sex gúmmbjörgunarbáta af nýjustu
gerð, og tekur hver þeirra 20 manns.
Auk hans starfar svo stýrimaður, vél-
stjóri, 2 smyrjarar og 2 bátsmenn. Úr
brúniii er stigi beint niður í vélarrými.
Þar er hávaðinn það mikill, að vélstjóri
er búinn heyrnartólum til að geta talað
við brúna. Hitinn þar niðri er nær óþol-
anlegur, og það var ekki fyrr en 2 tím-
um eftir komuna til Mariehamn' að vél-
stjórinn þorði að leiða mig niður að
vélum skipsins. — Svifbátar af þessari
gerð eru einnig í notkun í Bergen í
Noregi, í förum milli Jótlands og Vest-
ur-Sviþjóðar, á ferjuleið milli Kaup-
mannahafar og Málmeyjar og vafalaust
víðar í löndum. — Væri fróðlegt að
athuga, hvort ekki mætti nota svif-
báta þessa til mannflutninga milli
Reykjavíkur og Akraness og eins milli
Reykjavíkur og Keflavikur, en báðar
leiðir mundu svifbátar geta farið á 40
mínútum. Jafnvel ferðir til Vestmanna-
eyja mundu geta komið til greina, og
væri farartími þá h. u. b. 2Vz klst.
Höfuðstaður Álandseyja, Mariehamn,
er lítil borg með um 750Q íbúa. Borgin
er ung, var stofnuð árið 1861 og nefnd
eítir Rússlandskeisaraynju Maríu Alex-
androvnu. Ég dáðist að hinu aldar-
gamla hagsýna oig látlausa skipulagi
bcrgarinnar — kortið líkist taflborði,
göturnar eru þráðbeinar og breiðar.
Stingur þetta mjög í stúf við hindur-
vitni og duttlunga ýmissa nútímaskipu-
leggjara borga, sem stundum virðast
leika sér að þvi, að láta byggja hvass-
hyrr.d gatnamót, kræklóttar, bugðóttar
og umfram allt alltof mjóar götur. —
Þegar skipið nálgaðist borgina, fannst
mér ekki annað sýnna en að víða
væru íslenzkir fánar við hún. En þetta
reyndist síðar vera þjóðfánar Álend-
ingo: gulrauður kross á bláum feldi,
raunverulega sængkur fáni með rauðum
krossi felldum inn í þann gula. Má vel
taka þennan fána sem tákn hugarfars
eyjarskeggja: hjörtu flestra þeirra virð-
ast slá frekar fyrir Svía en fyrir Finna,
sem þeir þó tilheyra. Mér til undr-
unar komst ég einnig fljótt að
því, að eingöngu sænska er töluð á göt-
um, á heimilum, í búðum, bönkum og
veitingahúsum. Götuheiti og blöð eru
einnig á sænsku. En gera verður ráð
fyrir, að a. m. k. embættismennirnir
kunni og verði að kunna finnsku. Svo
er Álandsfáninn einungis sýndur inn-
anlands, en sá finnski á öllum skipum.
E n það eru ríkar ástæður fyrir
því, að Álendingar eru í hjarta sínu
meira sænsk- en finnsksinnaðir. Öld-
um saman hefur eyjaklasinn verið að-
altengiliður milli Svíaríkis og Svía-
byggða í Vestur- og Suður-Finnlandi.
Það var ekki fyrr en eftir að Svíar urðu
undir 1 stríðinu við-Rússa árið 1809, að
Álandseyjar ásamt Finnlandi öllu
komust undir stjórn Rússa. Mér er ekki
kunnugt, hvort sönnum Finnum þykir
sárara í sögu lands síns: hin aldagömlu
yfirráð Svía ellegar nýlendustjórn
Rússa, sem þá tók við. Víst er hinsveg-
ar, að hlutdeild Finna í samstarfi Norð-
uriandanna fimm á rætur sínar að rekja
til gamalla sænskra menningaráhrifa
aða'lega. Mætti þannig að orði komast,
að samstaða Norðurlanda, sem okk-
ur finnst ekki alltaf nógu styrk, sé í
reyndinni meginstoðin undir sjálfstæði
Finnlands með sérstöku tilliti til þess,
að þetta austasta norræna land þarf að
treysta góða sambúð við hin voldugu
Sovétríki jafnframt.
Samt hef ég svo seint sem árið 1937
orðið var kala Finna í garð Svía, kala
sem nálgaðist að vera hatur. Það sumar
fór ég yfir landamærin við Torni-fljót.
Borgin Svíþjóðarmegin heitir Happar-
anda, en þar sem víðast í Norður-Sví-
þjóð er töluð jafnt sænska sem finnska.
En þegar ég var kominn yfir brúna f
finnsku borgina Tornio og hugðist gera
innkaup, virtist ekki einn einasti maður
skilja sænsku. Fór ég búð úr búð
og fannst mér þetta kyndugt mjög,
botnaði ekkert í þessu. Hmn stirði svip-
ur afgreiðslufólks og almennings hýrn-
aði lítið eitt, er ég fór að tala ensku,
en varð mjög vingjarnlegur þegar ég
loks reyndi að bera fram óskir mínar á
þýzku, og fékk hina beztu afgreiðslu.
Undraðist ég yfir því, að fólk á þessum
það virtist ekki kunna orð í sænsku.
norðlægu slóðum skyldi skilja þýzku
sæmilega og víða vel, á sama tíma sem
Þegar ég færði þessa reynslu mína 1
tal við liðsforingja úr finnska hernum
á leið minni með áætlunarbíl til
Petsamo við Norðut-íshafið, hló hann
bara góðlátlega við og sagði: Þeir hérna
nyrðra hata Svíana, líta á þá sem fyrr-
vergndi nýlendukúgara sína. — En
þetta var tveimiur árum áður en Finnar,
að sumra sögn fyrir áeggjan Þjóðverja,
lentu í fyrsta sirrni í stríði við Sovétrík-
in. Tel ég líklegt, að hugur Norður-
Finna til Svía hafi hlýnað síðan.
En Álendingar hafa á árunum
1917 til 1921, þegar Finnland öðlaðist
sjájfstæði í kjölfar byltingarinnar i
Rússlandi, reynt að sameinast sæmska
„heimalandinu" aftur. Leiðtogar þeirra
eru enn í dag ódulbúið álitnir þjóð-
heijur, barátta þeirra í heiðri höfð, og
sumum þeirra hafa verið reist minnis-
merki. Um tima fékk þessi hreyfing
einnig stoð hjá þjóð og stjórn Svíþjóð-
ar. En lítið sem ekkert er minnzt á þessa
stefnu nú. Þegar ég talaði um þetta við
einn sænskan kunningja minn, sagði
hann með uppgjafarsvip: Svíar rífast
aldrei við neinn.
Saga Álendinga, sem er margbrotin,
verður ekki rakin hér. Vitanlega gera
eyjarskeggjar mikið til að laða ferða-
menn til landsins, og er margt forvitni-
legt fyrir þá. Fundizt hafa grafir frá
stem- og bronsöld, en einnig hafa vík-
ingar verið dysjaðir þar, þótt ég muni
í svipinn ekki, að í Islendingasögunum
sé rætt um eyjar þessar. Ekki er skort-
ur á gömlum kirkjum og listaverkum
frá fornri tíð, og safnhús er til fyrir
þá, sem áhuga hafa á sögu landsins.
Mariehamn yfirgnæfir risastórt fjögurra
mastra seglskip, sem þó má kalla nýtt
— það var byggt árið 1903 í Glasgow.
Skrokkurinn er úr stáli, innbúið allt án
nokkurs listbragðs og kuldalegt, og
fannst mér ekkert í varið, þegar um
borð var komið. En báknið, sem er
„hluti“ sjávarsögusafnsins, er nú einu
sinni orðið kennimerki Mariehamn-
borgar.
U m kvöldið var mjög hlýtt og
skýjað og fór ég niður að ströndinni.
Þar er kallað Lilla Holmen, aðalbað-
strönd borgarbúa, en einkennilegastur og
markverðastur sýndist mér fuglagarður-
inn litli, þar á eynni, og er séð vel um
hann. Þar er að finna hjónin „Kalle**
og „Maja“ að svokölluðu Humboldt-
pengvínkyni, en það er minni tegund
mörgæsa. Þau virtust ekki geta séð
hvort af öðru, gengu mjög lítið á landi.
en teinrétt og mjög svo virðulega, eina
og mörgæsum ber. En sá virðuleiki
hverfur allur, og þegar þau leggjast til
sunds, svamla þau léttilega áfram endi-
löng og liggjandi hálft á hlið og nota
annan vængstúfinn sem einskonar
stýri, en vængir þeirra eru fyrir löngu
________________Fram/hald á bls. 12
6 LESBOK morgunblaðsins
22. tölublað 1964