Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Blaðsíða 3
STEINHOGGVARINN Eftir Jóhörmu Brynjólfsdóttur Eftir steinlagðri götunni gengur ungur maður léttur í spori, hann er vel klæddur og heldur á hattinum í hendinni. Það er sumar, sólskin og heið- ríkja, og í hugarheimi hans er líka sól- skin og gleði, sigurgleði. Hs nn hafði verið að ljú'ra skáldsögu, sem hann vænti mikils af, og hafði stungið seinustu skrifuðu örkunum í urns'ag, sem hann hafði í brjóstvasa sínum, oig ætlaði að ganga út úr bænum í blíðviðrinu og lesa þær. Oft hafði hann sem drengur farið þessa leið, nú var byggt víðast hvar og £áir blettir óhreyfðir af gömlu mýrinni. Hann hvarf aftur í tímann og sér fyrir sér fífubreiðurnar í mýrinni á stórum svæðum eins og hvítar mjúkar flaueisábreiður og minnist hrafna- lclukknanna ljósbláu og hvítu, sem spruttu á bökkum mýrárpollanna, bogi minninganna leikur á strengi löngu lið- inna bernskudaga og lengi gengur hann áfram sæll, fanginn þessum Ijúfu tón- um, þar til allri byggð hefur löngu sleppt, þá tyllir hann sér á stein og tek- ur upp umslagið og rennir augunum yfir þéttskrifuð blöðin, harn brosir, já fegurðina hafði hann alltaf elskað og trúað á, vissulega var hún sterkasti þátt urinn í skáídskap hans. Loks stendur hann upp og heldur áfram, sér grasi gróna brekku í fjarska, þangað ætlar hann að ganga, og heldur áfram upp hrjóstruga hlíð, sem er þó víða vaxin hinum fegursta gróðri. Þá heýrir hann löng jöfn högg kveða við í kyrrðinni og áttar sig ekki á hvað- an þau koma og heldur áfram. Heiðlóa kvakar ámátlega yfir hon- umum, og hann veit að hreiðrið muni vera á næstu grösum og beygir upp fyrir stóra kletta; ennþá heyrir hann höggin allveg við hlið sér, snarar sér upp á háan klett, en sér þá mann í eins og mannhæðarhæð fyrir neð'an sig, sem er að höggva grjót; honum fannsit maðurinn vera sprottinn fram úr klettunium umhverfis hann; svo sterk var öll bygging hans sem högigmyndar með hamarinn er skall á berginu í sterkri greipinni og flysjaði úr því grjót ið. Föt hans, sem voru lúð og upplituð í sólinni, voru samilit berginu, Allt í einu leit hann upp, svipurinn var hreinn og sterkur. „Góðan daginn, gott er blessað veðrið“, röddin er hljóm- mikil og sterk, og hann heldur áfram að höggva grjótið. Ungi maðurinn tekur dræmt undir, honum kom gamli steinhöiggvarinn svo á óvart, friðurinn í avip hans gagntók hann, látleysið í öllu fari hans, hvað honum var eðlilegt að höggva grjótið, eins og sólinni sem sendi geisila sína á gljáandi klappirnar. Þá snýr steinhöggvarinn sér aftur að honum og heldur áfram: „Mikil er dýrð himinsins“. Þetta kom svo óvænt að ungi maður- inn starði undrandi á hann. Þekkti þessi hrjúfi erfiðismaður eitthvað til dýrðar himinsins? Stemhöggvarinn Var brosandi, brosið var mi'it eins oig barnsbros. „Ekkert jafn ast á við dýrð himinsms", heldur hann enn áfram, ,,sú dýrð svíkur engan, .þeir sem binda sig geislum sólarinnar geta gengið inn í himininn“. Þá sneri hann sér að berginu aftur og tók að höggva grjótið. E n ungi maðurinn settist á syllu í berginu. Niður við fætur hans hafði regnvatnið ekki þornað í stórri skál í berginu, og hann horfði á skýin svífa á skyggðum fletinum, þar sem sólargeisl- arnir giitruðu eins og gimsteinar, þann- ig birtist fegurð himinsins í hrjúfum klettunum, og hann starði á þennan Ijómandi spegil, þangað til hann fékk glýju fyrir augun, þá leit hann loks á gamla steinhöggvarann, þar sem hann stéð og hjó bergið og horfði upp í heiðríkan himininn. Þannig var það, hugsaði hann, gamli maðurinn gleymdi a drei himninum í hrjúfu starfi sínu. Þá snýr steinhöggvarinn sér enn að honum, svipurinn er bjartur og augun Ijóma. „Jarðlífið er aðeins draumur", segir hann „en dýrð himinsins er hinn eini veruleiki“. „En dýrð himinsins er aðeins draum ur“, svarar ungi maðurinn lágt. „Dýrð himinsins er hinn eini veruleiiki, þvi að hann er einasta þráin, og því hinn eini veruleiki", svaraði steinhögg- varinn. Ungi maðurinn sá að steinhöggvarinn hafði lokið máli sínu, hann sá s(fip hans hverfa inn í dýrð himinsins — og ham- arinn klauf bergið. Ungi maðurinn fann að eitthvað óum- ræðilegt haifði gerzt innra með honum, eitthvað stórt og máttugt, eittlhvað sem aldrei myndi hverfa, eitthvað sem hann hafði aldrei fundið fyrr en myndi breyta öllu. Hann var gagntekinn undarleigum friði, þeigar hann hélt niður b’áðina heim á leið. Hann sem tilbeðið hafði svo fegurð- ina sá hana nú birtast í svo hrjúfri mynd, því aldrei skín hún skærar en þegar hún birtist í hinni óbrotnustu mvnd, laus við alit ytra þrjál og fordild og skartar í skrúði einfaldleikans. Alis staðar iðaði lífið fyrir fótum Framhald á bls. 13. In Thorsmörk Eftir Laurence Lerner I wake; il is not light. Pull up my sleeping bag, and. remake night. Nothir.g is stirring in this clear And unselfconscious hour. Ducks, ravens, horses, men Await the sun, Await the stir of íood, as I will wait. I sleep and it is light. Two ravens ride above and state Their coarse and airv grievance. Proletarian ducks Skid tn a noisy stondstill on the lake, Whose cold grip waits to crush My fingers when I wash. 1 let sieep lap against me, and submit. Hewalking mile on obstinate mile On last night’s mountains till I feel The soft scree cisobey my feet, and sink Through sand, th’-ough water, to the brink Of that warm lake of dream and down Whose waters sing roe as I drown The lies sleep loves to tell. Laurence Lerner Meðfylgjandi ljóð er eftir uingit ljóð- skáld frá Suður-Afriku, sem var hér á ferg seinni part sumars og ferðaðist víða um landið. Hér verður ekki gerð tilraun til að þýða það á bundið ís- lenzkt mál, en í lausu máli mundi merk- inig þess vera eitthvað á þessa leið: Ég vaki, það er ekki bjart. Loka svefnpokanum, og endurskapa nóttina. Ekkert bnerist á þessari tæru og ófeímnu sturid. Endur, hrafnar, hestar, menn bíða sólar, bíða matarhiæringa, eins og ég skal bíða. Eg sef; cg það er bjart. Tveir hrafnar fijúga yfir og tjá sín hrjúfu háloítsmein. Öreigaendur renna sér hávært til hvíldar á vatninu, sem köld greip þess bíður eftir að kreista fingur mína þegar ég þvæ mér. Ég læt svefninn sveipast um mig, og læt undan. Ég geng mílu eftir þráláta mílu um fjöll liSim.ar nætur þar til ég finn mjúkan svorðinn óhlýðnast fótum mínum, og sekk gegnum sand, gegnum vatn, niður að brún hins varma stöðuvatns af draumi og dúni sem vötn þess syngja mér á meðan ég drekki lygunum sem svefninn helzt vill tjá. 90. t»>l- 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.