Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Blaðsíða 4
Xruinan var heiðraður af Johnson forseta á afmælisdaginn Fyrstu áttat'iu árin min í’ramhald af bls. 1 vafi á því, að hershöfðinginn átti sér sína aðdáendur, eins og mér líka varð ljóst við fráfall hans í aprílmánuði síðastliðnujm. Ég fékk mörg hundruð bréí; sum voru brjálæðisleg og sökuðu mig um að reka hann ofan í gröfina um aldur fram (84 ára). Svo fékk ég líka önnur bréf,_ eins og þetta frá manni í New York: „Ég minnist yðar í kvöld. Það þurfti mikið hugrekki til þess, sem þér gerðuð, að leysa MacArth'Ur hers- höfðingja frá störfum, en það var ekki nema skylda yðar“. V itanlega var það skylda min. Ég vis.-i, að heimkcnma hershöfðingjans — eftir 14 ára þjónustu að heiman — myndi koma af stað mikilli tilfinn- ingaöldu og takmarkalausu málæði. En það var skylda mín, samkvæmt stjórn- arskránni, að halda uppi borgaralegri yfirstjórn Bandarikjanna. MacArthur hershöfðingi hafði boðið þessari yfir- stjórn byrgin; hann hafði gerzt svo djarfur að æt!a að fara að ráða stjórn- arstefnu ríkisins með því að auka ófrið- in i í Asíu. _ Ég gerði það sem ég taldi rétt vera. Ég varð ekkert hissa þó að Joe Martin þingmaður og nokkrir fleiri vildu taka af mér ráðin. Ég vildi, að þeir hofðu gert það, því að þá hefði ég farið inn í öldungadeildina og skammað þá í klessu. E n þegar ég lít um öxl á MacArt ur-málið, tel ég, að ég hefði átt að setja hann af tveim árum fyrr en ég gerði. Þá haiði hann samþykkt ályktun japanska þingsins, sem var í hreinni andstöðu við þá stefnu, sem tekin hafði verið í Wa9h- ington. Royall hermálaráðherra varð að skipa MacArthur að afturkalla sam- þykktina og það urðu almenn leiðindi út af þessu atviki. Royall kom til mín, sagði mér frá því, sem gerzi hafði, og spurði, hvort hann hefði farið rétt að. Ég sagði Royall, að það hefði hann, og etf MacArt hur vildi ekki hlýða, myndi ég lækka haim niður í liðþjálfa. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi MacArthurs hershöfðingja, og talið hann eitt af stórmennum amerískrar hersögu og jafnast við menn eins og Robert E. Lee, Stonewall Jackson cig G-eorge Wash ingion. Ég hafði bvað eftir annað skorað á hann að koma heim til Bandaríkjanna til viðræðna við mig og til þess að með- taka þann heiður, sem hann hafði til unn ið. En MacArthur fann sér alltaf eitt- hvað til afsökunar. MacArthur hefði átt að korna heim og kynna sér álit manna heima fyrir, en ég held, að hann hafi ekki komið sér að því að gera það eftir 14 ára dvöl í Austur- löndum og ég vildi ekki skipa honum það í miðju Kóreustríðinu. Ég setti hon- um því mót í október 1950 á W ake-eyj - unní í Kyrrahafinu. Ég þuxrfti hvort sem va." að flytja ræðu í San Francisco, þann 17. s.m. -A. Wake-eyjunni festi ég heiðurs- merki á MacArthur, eins og mig hafði lengj langað til að gera — fjórða eikar- laufaskúfinn á heiðurspening hans fyrir ágæta þjónustu — og hlustaði milliliða- laust á attouiganir hans á Kóreustríðinu. Hann sagði, að Kóreumenn væru sigr- aðir, sem þeir og voru, eftir hina glæsi- legu landgöngu MacArthurs við Inchon mánuði áður. Hann sagði einnig, að Kín- verjar mundu ekki blanda sér í Kóreu- stríðið, og það verður .í hernaðarsögunni talinn einhver fráleitasti spádóimur, sem um getur. Hann sagði, að ef Kínverjar yrðu svo heimskir að ráðast inn í Kóreu, myndu flugvéiar hans stráfella þá. Og svo liðu ekki nema nokkrar vikur áður en Kínverjar komu æðandi í tugþúsunda tali yfir Jaiúfljótið og hröktu her Sam- einuðu þjóðanna niður etftir öllum Kóreu skaga. Eftir það vildi MacArthur láta varpa kjamcxrkusprengjum ytfir Mantsjúríu, en það hefði vel getað komið af stað þriðju heimsstyrjöldinni. Hann vildi einnig flyíjr. hersveitir frá Formósu til Kóreu, og það hefði getað breitt styrj- eidina út. Og loks óhlýðnað- ist hann skipunum með því að getfa opinberlega út yfirlýsingar í and- stöðu við það, sem hann vissi, að var stefna mín. Slík óhlýðni varð ekki þoluð ef ríkinu skyldi stjórnað frá Washington en ekki frá vígvellinum. Eftir slíkar ög- ranir í sex mánuði, leysti ég MacArthur herítoöfðingja frá embætti. í apríl s.l. var það haft etftir MacArth- ur dauðum, að liann hefði verið svik- inn af bjánum í Was’hinigton. Hafi hann nekkurntíma sagt þetta, hefir hann sjálf sagt talið mig höfuðglópinn í þeim hópi. Ég hef aldrei sagt neitt MacArthur til niðrúnar og ætla heidur ekki að gera. En aldrei eitt augnablik hetfur mig iðrað þees, sem ég gerði. Aðeins varð ég of seint á ferðinni með það. Eger demókrati að anfi og sann- færingu. Allir forfeður mínir voru hlynntir Suð'urríkjasambandimu, og ég ólst upp í andrúmslofti þar sem það kom ekki til mála fyrir slíkan mann að vera repú- blikani. Þegar ég var ungur í heima- ivarnarliðinu, heimsótti ég ömmu mína, frú Young, og var þá í nýja, bláa ein- kennisbúningnum mínum, með rauðum leggingum niður eftir buxnaskálmunum. Amma gamla mundi eftir því þegar sam- bandssinnar komu frá Kansas og drápu fyrir henni 400 svín í Þrælastríðinu, skáru atf þeim lærin, fleygðu þeim upp í hnakkinn og fóru síðan leiðar sinn ar . Hún sagði við mig: „Sýndu þig ekki oftai í mínum húsum í þessum einkenn isbúningi“. Fyrsta stjórmála-endurminning mín er fra 1892, þegar Grover Cleveland var kosinn í annað sinn. Ég var átta ára þá og ég man vel, hve glaður pabbi var yfir þessum sigri demókrata. Hann reið grá- um hesti í blystförinni og skreytti vind hanann hjá okkur með fána og rauð- hvít-bláum flaggdúk. Þegar ég var 16 ára var ég hlaupa- svoinn við flokksþing demókrata í Kans as City. Ég minnist hinnar hvellu radd- ar William Jennings Bryans, því að að- ra eins rödd hef ég ekki heyrt síðan. Við hverjar kosningar frá því ég var 22 ára Og þangað til ég fór í fyrri heimsstyrjöld ina var ég skrifari hjá demókrötum í Washington og ég hafði verið póstmeist- ari í Grandview, Mo. En ég komst samt fekici út í stjórnmálin fyrir alvöru fyrr en 1922, þá 38 ára gamall, þegar ég var kosinn héraðsdómari — sem er stjómun- ar- en ekki dcimaraieimbætti — í Jackson County. Og auðvitað fylgdi ég demékrataflokknum. Og sannfæringin hjá mér er fullt svo d.emókratisk sem erfðirnar. Nýlega va.: ég spurður: „Hversvegna ertu í dem ókrata£lokknum“? Og ég svaraði tafar- laust: „Af því að hann er flokkur alls al- mennings, en repúblíkanaiflokkurinn er flokkur forréttindamanna“. Þetta þýðir auðvitað ekki, að séríl/er demókrati sé frjálslyndur og sérhver repúblikani í- haldssamur — og það er ekkert á móti því, að nokkur vixlfrjóvgun eigi sér stað milli flokkanna, en það sem mestu skiptir er hötfuðstetfna hvors um sig. Min samúð hefur alltaf verið með „litla manninum", manninum, sem eng- ra forréttinda nýtur, og þannig hafa ein mict þeir menn alltaf verið, sem hafa sklpað .sér í flokk með Harry Truman, stjórnmálamanninum roeð því nafni. Mér er meiniila við að horfa upp á vaxandi snobb hér í landinu. Enginn ætti að þykjast náunga sínum fremri fynr það eitt að hann er ríkari eða á stærra hús. Við erum allir af einu bergi brotnir. Við komum hingað allir frá evTópskum löndum og settumst að á ýmsurn stöðum í landinu. Sumir okkar vcru toeppnari og áttu heima í stærri húsum. En enginn maður skyldi skamm ast sín fyrir starf sitt, hvað svo sem það er kallað, sé það á annað borð nyt samt og heiðarlegt. Fyrirlítum aldrei manninn, sem vinnur fyrir sér hörðum höndum. Frá 22 til 23 ára aldurs vann ég á bói/dabæ og vann mikið. Ég plægði, mjólkaði beljurnar og gaf */ínunum. Ég vann í heyi. Ég kynntist vinnumönn unum, sem komu úr litlu bætjunum þarna í kring og unnu hjá okkur. Venjulega kaupið var 10 sent á klukku stund eða 1.20 dalur fyrir tólf tíma vinr.udag. Pabbi og við bræðurnir hækkuðum alltaf kaupið við þá, þegar þeir unnu hjá okkur, og gáfum þeim $1.50 — 2.00, auk fæðis. Þetta voru duglegir og heiðarlegir menn og góðir borgarar. Flestum þeirra tókst að koma sér áfram, ala upp krakkana sína, og strndum gátu þeir látið syni sína læra. Þexr voru fátækir, en enginn skyldi líta niður á menn sem þvssa. Ég er hreykinn að geta sagt, að flestir þeirra voru demókratar. E in ástæðan til þess, að demókröt um hefur orðið betur ágengt en repú- blíkönum er afstaða þeirra til forseta- embættisins. Síðan Lincoln leið hafa ekki verið nema fjórir sterkir forsetar: Cleveland, Theodore Roosevelt, Wood- row Wilson og Franklin Rooseve'.t. Þrír þeirra voru demókratar og sá fjórði — Th. Roosevelt — var svo frábrugðinn sínum flokki, að hann varð hneykslunar hella sínum eigin flokksmönnum. Repú blíkanar vilja heldur láta völdin vera hjá sérhagsmunaflokkum en í Fh íta liúsinu hjá þeim, sem þar er húsbóndi — eða að hann eins og Eisenhower haf- ist ekki að. Eí forsetinn er ekki sterkur, verður stjómin veik og stundum getur allt far ið í handaskolum — og því spáði de Toqueville fyrir Bandaríkjunum, af því að hann sagði, að forsetaembættið hlyti alltaf að vera veikt og í vasa þingsins. Stjórnarskrá Bandaríkjanna áskilur slynglega nákvæmt jafnvægi milli hinna þriggja greina stjórnar- inuEr, og hver þeirra verður að vaka yfir sínum eigin sérréttindum. Þegar ég var öldungadeildarþingmaður, hrfði ég vandlega auga með því, að ekki væri vaðið inn á valdsvið þingsins, og hefði ég verið dómari, hefði ég á- lika vandlega gætt réttinda dómsmála- stjórnarinnar. Það gleður mig að geta sagt, S þessu ári, að demókratarnir munu eiga sér frambjóðanda, sem hefur sannað, á fá um, stuttum mánuðum, að hann er sterkur forseti. Ég hef þekkt Lyndon Johnson í meira en aldarfjórðung, en samt er ég bæði undrandi og lirifinn af íramkvæmdum hans í Hvíta húsinu. Hann er fróðasti og reyndasti stjóru málamaður, sem setzt toefur í fbrseta- stól, allar götur frá McKinley. FERÐALAG MEÐ LADY BIRD .1 marzmánuði síðasitliðnum bað Johnson forseti mig að vera ásamt frú Johnson fulltrúi sinn við jarðarför PáL Grikkjakonungs. _ Þetta var vinar- bragð af hálfu forsetans, af því að hann veit, að Grikkir muna stuðning minn við hjálpina, sem bjargaði þeim frá komm- Framhald á bls. 13 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.