Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Síða 5
Réttarhðldin Eosif Brodsky DÓM.: Vitnið Lognnov! LOGUNOV: (aðstoðarmaður_ forstjór- ans við Eremitage-safnið). Ég þekki ekki Brodsky persónulega. Hitti hann í fyrsta sinn hér í réttarsalnum. Að lifa eins og hann hefur gert leyfist ekki lengur. Ég mundi ekki öfunda for- eldra af svona syni. Ég bef unnið með ritlhöfundum og ég hef umgengizt þá. Ég ber Brodsky helzt saman við Oleg Shestinsky. Oleg hefur verið með áróð- urshópi, hann hefur lokið námi við há- skcfana í Leningrad og Sofia. Og Oleg hefur líka unnið í námu. Ég vildi koma hér fram til þess að leggja áherzlu á þá staðreynd, að menn verða að vinna mikið og gefa frá sér allar menningar- •venjur sínar. f>á yrðu ljóðin, sem ,Brod- sky yrkir, almennileg ljóð. Brodsky verður að byrja nýtt líf. VERJ.: Mér finnst, að það ætti að láta vitnin halda sér að efninu. En þau DóM.: Þér getið lagt mat á framburð vitnanna siðar. Vitnið Denisov! DENISOV: Ég þekki ekki Brodsky persónulega. Aðeins af því, sem hefur staðið í blöðunum. Ég kem hér aðeins sem borgari og ful'Itrúi samfélags okk- ar. Ég var móðgaður af verkum Brod- skys. Mig_ langaði að kynna mér bæk- U ' hans. Ég fór í bókasöfnin. Þau höfðu ekki bækurnar hans. Ég spurði kunn- ingja, hvort þeir þekktu þennan rnann. Nei, þeir þekktu hann ekki. Ég er verkamaður. Hef ekki skipt um vinnu nema tvisvar á ævinni. En Brodsky? Ég er ekki trúaður á þann framburð hans, að hann kunni margar sérgrein- ar. Það er ekki hægt að læra eina sér- grein á svona stuttum tíma. Það er sagh að Brodsky gefi sig út fyrir ein- hfverskonar skáld. Hversvegna var hann ekki félagi í einu einasta félagi? Hall- ast hann ekki að díalektiskri efnis- hyggju? Þið vitið, að Engels heldur því íram, að vinnan hafi skapað manninn. En það er Brodsky ekki ánægður með. Hann er á öðru máli. Hann kann að vera mjög gáfaður, en hversvegna vinn ur hann sér þá ekki frægð á okkar bókmenntasviði? Hversvegna vinnur hann ekki? Ég vil taka það fram, að sem verkamaður er ég ekki ánægður með starfsemi hans. DÚM.: Vitnið Nikolaév: NIKOLAÉV: (eftirlaunamaður). Ég þekki ekki Brodsky persónulega. En ég vil taka það fram, að ég hef þekkt til hans í þrjú ár og svo til hinna skaðlegiu ábrifa, sem hann hefur haft á jaifnaldra sím. Ég er faðir. Ég veit af reynslu hve erfitt það er að eiga son, sem vinn- ur ekki. Oftar en einu sinni hef ég séð kvæði Brodskys í höndunum á syni min um. „Kvæði í 42 köflum“ (svo!) og önnur einstök kvæði. Ég þekki Brod- sky frá Umansky-málinu. Það er mál- tæki, sem segir: „Segðu mér, hvern þú umgengst... “ Ég þekkti Umansky persónulega. Hann var brjálaður and- sovétmaður. Af að hlusta á Brodsky þekkti ég son minn aftur. Sonur minn SIÐARI HLUTI segist líka vera snillingur. Og eins og Brodsky nennir hann ekki að vinna. Menn eins og Brodsky og Umansky hafa ill áhrif á jafnaldra sína. Ég er alveg gáttaður á fore'.drum Brodskys. Það er rétt eins og þau hafi alið á honum. Þau hafa fylgt honum í öllu. Eftir form inu á kvæðum Brodskys að dæma, virð- ist hann geta komið saman vísu. En þessi skáldskapur hans hefur bara ekki gert nema illt eitt. Brodsky er ekki ein- ungis snikjudýr. Hann er herskátt sníkjudýr! Fólk eins og hann má ekki eitt vísuorð. DÓM.: Ég leyfi engar tilvitnanir. BRO.: En ég vil vita, hvaða kvæði hann er að tala um. Það er eins vel til, að þau séu alls ekki eftir mig. NIK.: Hefði ég vitað, að ég átti eftir að mæta fyrir rétti, hefði ég látið taka mynd af þeim og tekið hana með mér. DÓM.: Vitnið Romasjova! ROM.: (kennari í marxisma og len- inisma í Mukhinaskólanum) Ég þekki Brodsky ekki persónulega. En ég er kunnug svokallaðri starfsemi hans. Pusjkin hefur sagt, að skáldskapargáf- an sé fyrst og fremst vinna. (Vandleg leit í verkum Pusjkins hefur ekki getað leitt í ljós að hann hafi nolckurntíma sagt þetta). En Brodsky? Virmur hann? Vinnur hann kvæði sín þannig, að fólk geti skilið þau? Ég furða mig á þvi að koilegar minir skuli hafa getað skapað þennan geisla- baug kringum hann. Það skeður ekki nema í Sovétríkjunum, að réttur tali svona vingjamlega við skáld og Táð- leggi honum svona bróðurlega að læra betur. Sem ritari Flokksins í Mukhina- skólanum get ég borið um það, að hann hefur ill áhrif á æskuna. VERJ. Hafið þér nokkurntíma séð taka neinum vettlingatökum. (Fagnað- arlæti). 7'JAGLY meðdómandi: Finnst yður ljóð ..Brodskys hafi haft áhrif á son yð- ar? NIK.: Já. DÓM.: Og haft áhrif til hins verra? NIK.: Já. VERJ.: Hvernig vissuð þér að þau voru eftir Brodsky? NIK.: Það var þama mappa og á henni stóð: „Iosif Brodsky". VERJ.: Þekkti sonur yðar Umansky? NIK.: Já. VERJ.: Af hverju ráðið þér það, að Brodsky en ekki Umansky, hafi haft þessi illu áhrif á son yðar? NIK.: 3rodsky líka. Kvæðin hans eru ósiðieg og andsovézk. BRO: Nefnið þér einhver andsovézk kvæði eftir mig. Þó ekki væri nema Brodsky? ROM.: Áldrei. En þessi svokallaða starfsemi hans gefur mér rétt til að dæma hann. DÓM.: En getið þér bent á nokkrar staðneyndir þessu máli viðkomandi? ROM.: Sem kennari unglinga >veit ég hvað þeir liafa um skáldskap Brodskys að segja. VERJ.: En þekkið þér sjálf ljóðin hans? ROM.: Hvort ég þekki þau! Þau eru við-bjóðsJeg! DÓM.: Vitnið Admóní. Lofið mér að sjá vegabréfið yðar, af því að ættar- nafnið yðar er dálítið óvenjulegt. ADM: (prófessor við Herzen-stofnun- ina, máifræðingur, bókmenntafræðing- ur. þýðandi). Þegar ég komst að því, að verið væri að draga Iosif Brodsky fyrir dóm, sakaðan um iðjuleysi, taldi ég mér skylt að !áta í Ijós skoðun mina fyrir réttinum. Og ég tel mig hafa rétt til þess, þar eð ég hef í 30 ár unnið með ungu fólki, sem kennari við háskóla- námskeið, og eins vegna hins, að ég hef lengi fengizt við þýðingar. Ég get varla sagt, að ég þekki Brod- sky. Við rétt heilsumst, en ég held ekki, að við höfum nokkumtíma skipzt á orð- um. Samt hef ég nú í hér um bil eitt ár tóa rúmlega það fylgzt náltvæmlega með þýðingarstarfsemi hans, bæði á þýðendakvöldum (þar sem þýðendurnir lesa upp verk sín) og einnig með því sem komið hefur á pi-ent. Þar eð þess- ar þýðingar eru snilldarlegar, og þar sem ég þekki þýðingamar á Galchinsky, Fernandes og fleirum, get ég lýst því yf ir á fullkomlega ábyrgari hátt, að þær hafa útheimt geysilega vinnu af þýð- andenum. Og þær bera vott mikilli sniild og háu menningarstigi hans. Og undur gerast ekki. Hvorki snilld né menning kemur af sjádfu sér, en út- heimtir stöðuga og þrautseiga vinnu. Jafnvel þótt þýðandinn vinni eft- ir' orðréttri útleggingu, verður hann, til þess að þýðingin verði að gagr.i, að skapa sér einhverja mynd af málinu, sem hann þýðir úr. Hann ,verð- ur að fá byggingu málsins á tilfinning- una og hann verður að þekkja lifnað- arháttu og menningu þjóðarinnar, o.s. frv. Og auk alls þessa lærði Iosif Brod- sky tungumálin sjálf. Þessvegna liggur það mér í augum uppi, að hann vinn- ur c-g það með dugnaði og þrautseigju. Og þegar ég komst að því í dag — já, ekki fyrr en í dag — að hann hefúr ekki gengið gegnum nema sjö bama- skólabekki, varð mér ljóst, að hann hefur orðið að leggja afekaplega mikið á sig til þess að ná þessari sniéld og því menningarsiigi, sem hann ræður yf- ir. Það sem Majakovski sagði um vinnu skáldsins, á jafnt við ljóðaþýðandann: „Hanr. þarf að róta gegnum þúsundir tonna af orðagrjóti til þess að finna eitt einasta orð.“ Tilskipunin, sem hefur orðið til þess, að 3rodsky var dreginn fyrir rétt, á við þá, sem vinna oflítið, en ekki hina sen'. fá oflítið í aðra hönd. Sníkjudýr eru þeir, sem vinna oflítið. Þes l/egna er það eins og hver önnur vitleysa, að Brodsky sé sníkjudýr. Það kemur ekki til mála að beina slíkri ákæru gegn manni, sem vinnur eins og 3rodsky gerir, sem þrælar án þess að vera að hugsa um mikið endurgjald, Og er reiðubúinn að láta sér nægja það al ra nauðsynlegasta til þess að geta fullkomnað sig í list sinni og skapað listaverk, sem einhvers em virði. DÓM.: Hvað voruð þér að tala um að dæma menn fyrir að vinna sér ekki nóg ion? ADM.: Ég sagði, að kjarni tilskipunar innar væri nauðsynin á að dæma þá, sem ekki vinna ncg, en ekki hina, sem vinna sér ekki nóg inn. DÓM.: Hvað eigið þér við með því? Hafið þér lesið tilskipunina frá 4. maí? Koromúnisminn verður ekki byggður upp nema milljónimar leggist á eitt. ADM.: Allri vinnu, sem er þjóðfélag- inu gagnlog, ber virðing. TJAGLI meðdómandi: Hvar las Brod- sky þýðingarnar sínar og á hvaða máli? ADM.: (brosir) Hann las á rússnesku. Hann þýðir úr erlendum málum og á rússnesku. DÓM.: Þegar einhver spyr yður spurn ingar, ættuð þér að útskýra málið í stað þess að brosa. ADM.: Ég er nú að útskýra, að hann þýðir úr serbnesku og polsku yfir á rússnesku. DÓM.: Gjörið svo vel að tala við rétt- inn, en ekki áheyrenduma! ADM.: Ég biðst afsökunar. Þetta er komíð upp í vana hjá mér að snúa mér að áheyrendum mínum. Framhald á bls. 6 80. tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.