Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Qupperneq 11
-£. , A erlendum bókamarkaði Bókmenntir Whcn the Lion Feeds. Wilbur A. Smith. Heinemann, 1964. 30s. „Þegar ljónið hefur satt sig er einhver nýdauður og þeir sem fylgja slóð þess fá leifarnar". f þessari skáldsögu er Sean ljónið. Hann og tvíburabróðir hans Garrick alast upp á búgarði föð- ur þeirra í Nátal I S-Afríku. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um uppvöxt Seans, hann ætlar sér að verða bóndi og stríðsmað- ur eins og faðir hans. Svo hefj- ast Zulu-stríðin. Þá hlýtur Sean eldskírnina. Höfundi tekst ágæt- lega að lýsa gangi stríðsins. Blóð- baðið við Isandhlwana og vörnin við Rorkes-hæðir verða minnis- stæðar. Annar hluti bókarinnar er inn gullæðið og þann ofsa- gróða sem Sean áskotnast. Hann kynnist Duff Charleywood og Candy og þau njóta alls þess sem Jóhannesarborg býður upp á. Höfundi tekst vel að lýsa and- rúmsloftinu í þessum gullgraf- arabæ, drykkjuskapnum, hóru- húsunum og glæpunum. Sean og Duff tapa öllu og hverfa burt úr bænum á vit nýrra ævintýra og gulls. Duff deyr og Sean kynnist Katrinu. Að lokum virðist gæfan blasa við Sean, en þá dynja ósköpin yfir, hann er aftur einn og verður að byrja að nýju. Þessi skáldsaga hefir undan- farnar vikur verið ein af met- sölubókunum .á enskum bóka- markaði. Bókin er skemmtileg, atburðarásin hröð og þótt hún sé um 450 blaðsíður vildi maður helzt lesa hana á einu kvöldi. Naked Came I. David . Weiss. Heinemann. 1964. 30s. Enginn myndhöggvari aUt frá Michelangeló hefur orðið eins frægur og viðurkenndur sem Rodin. Hann vann sér ekki frægðina á einni nóttu, fyrst I stað voru verk hans hædd og svívirt. í þessari skáldsögu birtist listamaðurinn sjálfráður og sér- sinna, sem öllu fórnar fyrir list- ina, sem þýðir: hann veit hvað hann vill og verk hans verða honum allt, hitt hefur enga þýð- ingu og skiptir ekki rnáli. Hann var uppreisnarmaður, en það hljóta allir frumlegir listamenn að vera. Hann var hinn mikli elskhugi, sem hneykslaði samtíð'- ina með nektarmyndum. Camille Claudel var ástmey hans og fyrir- sæta í „Kossinn“. Fyrsta fyrir- sæta hans var Rose Beuret, með henni eignaðist hann son. Vinir hans og samstai-fsmenn koma hér við sögu, Degas, Monet og Renoir, Hugo og Zola og síðari ár hans, Rilke, sem var skrifari hans um tíma. Shaw sat fyrir hjá honum. Auk þessara ótal fleiri. Höfundi hefur tekizt að draga upp mynd af listamannin- um, sem var einbeittur og stolt- ur, gefinn íyrir munað og nautn- ir og hirti alls ekkert um það, sem ekki snerti hann sjálfan per- sónulega eða list hans. Þrek hans virtist öðrum furðulegt. Kraftur, einbeitni og vilji voru aðalein- kenni hans. Shakespeare’s Plutarch. Edited by T. J. B. Spencer. Penguin Books (Peregrine). 1964. 12/6. Hér er eitt þeirra rita, sem út eru gefin af tilefni 400 ára afmælis Shakespeares. Skáldið notaði sem heimild að sumum leikritum sín- um þýðingu Norths á Ævum eftir Plutark. Það rit kom fyrst út 1579 og var endurprentað nokkrum. sinnum Heimilda- notkun Shakespeares hefur alltaf verið viðfangsefni fræðimanna, og einkanlega hafa fræðimenn rannsakað notkun Shakespeares á þýðingu Norths. Spencer ber saman í þessu riti þýðinguna og þá kafla úr leikritum Shake- speares, þar sem hann notar þýð- inguna sem heimild. Ævir Plutarks hafa verið Og eru reyndar ennþá skemmtilegt lestr- arefni, þá var minna um bækur en nú og þær mun dýrari og tor- fengnari. Jóhann Hannesson: ÞANKARUNIR •» egar heimsveldasmiðir hafa mann fram af manni unnið að því að leggja undir sig þjóðir með báli og brandi, þá koma nokkur merkileg fyrirbæri fram í menningunni, oft og einatt samhliða. Menn fara að spyrja um varanlegan friS (pax) og valdhafarnir leggja sig fram um að varðveita friðinn, þótt einatt verði æði mikill kúgunarkeimur að sumum aðgerðunum, ef ein- hversstaðar fer að sjóða í þjóðahafi því, sem á yfirborðinu er ein heild, en undir niðri margir vellandi smágígar. Flestir sögu- menn kannast við hugtakið Pax Romana — hinn rómverski friður, sem var að vísu til, en um löng tímabil var aðeins nafn og eimur. Ýmsir heimsveldasmiðir hafa viljað styrkja innviði ríkis- ins með einum allsherjar átrúnaði — eða tilbúnum átrúnaði, svo sem keisaradýrkun, er bætt skyldi inn í þann átrúnað, sem fyrir var. Snillingar hafa boðið fram hjálp sína, og hafa margir orðið frægir, enda hafa verið um þá skrifaðar bækur. Mörg samsteyputrúarbrögð hafa orðið til á vorum tímum, en sumar fornfrægar gerðir átrúnaðar hafa breiðzt út um víða veröld. Veltur á ýmsu um hinn synkretíska átrúnað; ýmist eflist hann og breiðist út eða líður undir lok eftir fáein ár, eða snýst upp í pólitík. Synkretismus nefnist það fyrirbæri í vísindunum að vilja gera úrval úr ýmsum gerðum trúarbragða og búa til ný, eða „endurbæta“ sinn eigin átrúnað eða annarra með lántökum úr framandi trúarbrögðum. L er að ræða nöfn á fyrirbærum^ allra „ríkja“ hins sýnil. heims, svo sem jurta-, dýra og efnaheimsins, en einnig hugsjónaheims- ins innan hinnar vestrænu menningar. Þó leynir sér ekki hinn mikli fjöldi grískra orða, sem tekinn hefur verið upp í latínuna, en þekkist ekki við fyrstu sýn sökum stafagerðarinnar.. Spurn- ingin um allsherjar tungumál snertir ekki aðeins hagsmuni lið- andi stundar, heldur einnig að verulegu leyti lífshamingju manna og friðinn í heiminum. Þótt undarlegt megi virðast, þá hefir innan hinna stóru heimsvelda, einkum á mótunar- og upplausnarskeiðum þeirra, borið allmikið á allsherjar lausung (promiscuity), lauslæti og upplausn fjölskyldulífs. Þetta átti við um hinn grisk-rómverska heim, og á einnig við um vora tíma. Áttatiu ára stríðinu gegn heimili og fjölskyldu er hvergi nærri lokið enn, það er í fullum gangi í listum, skemmtanalífi og iðnaði og að nokkru leyti í sósialpólitík þjóðanna. i •■nnan heimsveldanna kemur einnig fram sterk tilhneiging til að taka upp eitt allsherjar tungumál flingua franca), sem allir sæmilega siðaðir menn verða að kunna. Stundum er til þessa beitt lögum og valdboði, eins og á vorum tímum, þar sem framandi tungur eru víða skyldunámsgreinar. í fornöld bar nauðsyn til að læra tungumál valdhafanna, grískuna, mál Alexanders, og latínuna, mál keisaranna, og síðar meir arabísku, mál hins mikla átrúnaðarhöfundar, Múhameðs. Kirkjan og #s- indin hafa svo gert latínuna að allsherjar vísindamáli þegar um hinum miklu heimsveldum, einkum í Asíu, hefur einnig komið fram sterk tilhneiging til þess að láta alla hugsa eins um völd og stjórnskipan. Oss kann að finnast þetta furðulegt, en það stafar a£ einhliða kynnum vorum af sögu Vesturlanda, einkum af sögu þess skaga, sem nefnist Evrópa, og aldrei hefur getað sameinazt í stórt ríki. Kínversk saga sýnir oss inn í allt annan heim, og sömuleiðis japönsk saga. Spor í þá átt að láta alla hugsa eins er hin almenna skólaskylda með námsbókum, sem eru eins fyrir alla menn fram eftir aldri. — Gegn þessari einhugsunarhyggju rísa listamenn, einkum rithöfundar, heim- spekingar og sumir trúarleiðtogar. Vér könnumst betur við aðra einingarhyggju, sem vér höf- um að erfðum þegið frá kristindómi og stóuspeki og öld eftir öld hefur verið ávöxtuð í vorri menningu, það er að allir menn skuli njóta sömu réttinda, hin almenna mannréttindahugsjón. Á sviði stjórnmálanna er árið í ár tvöfalt afmælisár í þessum efnum (150 ár frá stjórnarskránni á Eiðsvelli, 175 ár frá hinni frönsku yfirlýsingu). En hugsjónirnar eru miklu eldri. Og í því sambandi erum vér á kunnum slóðum, því daglega njótum vér mannréttinda. — En hinar hugmyndirnar, sem hér hafa verið rissaðar á blað, eru þar fyrir ekki lítilvægar. Samtíð vor fæst við þær, börn vor og unglingar munu þurfa að fást við þær, og því meir munu þær knýja á sem veröldin verður minni miðuð við ferðatíma á vorri jörð. Og það er ekki óskynsamlegt að ræða við unglingana um þessi mál — hverju skuli halda og hverju hafna og hvaða leiðir sé þörf á að rata. ☆ SIGGI SIXPENSARI t>'V6R 'AVE T CERTAINLV r A ORINK Vr-r- DEPARTMENT?) — MAOAM’Ö LOOKING FOR A WINE ? ^ 'NO, MAOAM S LOOKIN' FOR ’ER PUPPIN1 I^USBANO/^* •— Hafið þiS vfnstúku 1 verzlunirwú? — Auðvitað, frú! — Þér leitið aðvíni? — Nei — ég leita að karlinum mínum! LESBOK MORGUNBLAÐSINS H 30. tbl. 1064

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.