Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Side 2
Feisal konungur í Saúdí-Ara
bíu er eini þjóðhöfðingi
Arabaríkis við austanvert Miðjarð-
arhaf, sem stendur uppi í hárinu á
Nasser forseta í Egyptalandi. Hann
er íhaldsmaður sem hefur bægt frá
byltingu Nasser-sinna með því að
gangast fyrir umbótum í landi sinu.
Segja má að hann hafi tryggt ætt
sinni áframhaldandi völd í landmu
með því að ýta til hliðar hinum dug
litla háifbróður sínum, Saúd kou-
ungi, með byltingu án blóðsúthell-
inga í marz síðastliðnum, en fyrír
3 vikum tók hann að fullu við form
legum völdum í landinu.
Eins og stendur hefur Feisal alla
þræði ríkisins örugglega í sinni hendi.
Ekkert er gert í ríkinu án hans — hann
hefur hins vegar forgöngu um margs
konar framkvæmdir. Hann er búinn að
fá alræðisvald eða því sem næst án þess
að sækjast beinlínis eftir því. Hann
hefði mikfu fremur kosið að láta að
vilja föður síns, hins fræga og fram-
takssama Abd el Aziz Ibn Saúds, sem
lagði svo fyrir að eldjri sonurinn, Saud,
skyldi sitja í hásætinu og einkum fjalla
um innanlandsmál, en Feisal skyldi
vera fastur utanríkisráðherra og fjalla
um öll erlend málefni ríkisins.
Feisal tók ekki við völdum fyrr
en „fjölskyldan", þ.e.a.s. öldungaráð
Saúd-ættarinnar, ákvað í sameinin.gu
að hún væri búin að fá nóg aif óstjórn
Saúds ipnungs, bruðli hans og heilsu-
leysi. Feisal, sem var næstelztur og
langhæfastur bræðranna, varð óhjá-
kvæmilega fyrir valinu, þó honum væri
ekki fenginn konungstitillinn fyrr en
nú á dögunum.
f höfuðborginni, Ríjadh, hefur Feisal
til skamms tíma ekki búið í hinni miklu
bleikrauðu konungshöll, Nasríjah, sem
eyðir jafnmiklu rafmagni til loftkæl-
ingar eins og samanlögð borgin eyðir til
allra sinna þarfa. Þar hefur Saúd kon-
ungur hafzt við, en Feisal búið í minm
höll í nágrenninu.
Þar tók hann á móti gestum sínum
sitjandi í bakháum stól í móttökusaln-
um, en við hlið hans stóð auður stóll.
Undan þungum augnalokum virti hann
fyrir sér ráðgjafa sína og gesti sem sátu
á stólum meðfram öllum veggjum. Síðan
benti hann einum þeirra að setjast í auða
stólinn við hlið sér.
Hann hefur fyrir venju að hlusta með
gaumgæfni. Um varir hans leikur
gjarna dularfullt bros, en lyfti hann
hægri augabrún er vissara að vera við
öllu búinn, því þá er hann reiður. Það
gerist hins vegar sjaldan, því hann er í
eðli sínu ijúflyndur. Hann talar lítið og
er mjög lágróma.
Feisal er 60 ára gamall og smávaxinn.
Andlit hans minnir á örn, og handur
hans eru langar, horaðar og kræklóttar.
Yfir augum hans liggur móða, sem gefur
til kynna að hann sé heilsutæpur. Þegar
birtir yfir þeim, spegla þau viðbrögð
hans; hann hefur lúmskt gaman af slótt-
ugum erindrekum, er vingjarnlegur við
óframfærna gesti og nærgætinn við þá
sem biðja hann ásjár.
F eisal lifir óbrotnu lífi og beitir
sjálfan sig ströngum aga. Hann er með
magasár og lifir eingöngu á ofnsteiktu
kjöti, soðnu grænmeti, ávaxtamauki og
mjólkurbúðingi sem nefnist malxalabíja.
Hann fer á fætur klukkan átta á morgv.-
ana og vinnur fram til miðnættis. Fjöl-
skytda hans er ekki samvistum við hann
nema svo sem klukkutíma á dag: fyrir
kvöldverð og stundarkorn eftir mið-
nætti. Hann sefur lítið.
Feisal hefur jafnan haft fáar skemn.t-
anir sér til afþreyingar, og þeim hefur
fækkað eftir að hann varð þjóðhöfð-
ingi. Á liðnu ári hefur hann stundum
leitað sér afþreyingar meðal útlendra
sendimanna. Við slík tækifæri á þessi
stranglífi eyðimerkurkonungur, sem
venjulega talar við útlendinga með
túlki, það til að bregða sér yfir í ensku
eða frönsku, og þá kemur í ljós að hann
hefur ríka kimnigáfu. Ekki er það held-
ur ótítt að hann bregði á leik og taki
þátt í míní-golfi á setustofugólfi ein-
hvers sendiherrans. Fyrir kemur einnig,
að hann fari á fuglaveiðar ásamt elzta
syni sínum, Abdúllah.
I^-'kið, sðm Feisal stjórnar, er víð-
áttumixið meginland sem býr yfir mik-
illi fjölbreytni, auðlindum og möguleik-
um. Það er eins stórt og Bandaríkin
vestan Mississippi-fljóts, en íbúarnir eru
einungis 7 milljónir (samkvæmt opin-
berum skýrslum, en flestir erlendir sér-
fræðingar telja að íbúatalan sé nokkr-
um milljónum lægri). Stærsta svæði
landsins og mest einkennandi fyrir það
er Rub ’al Khalí eða „Öræfi“, sem tekur
yfir suðaustanverðan þriðjung landsins.
Þetta er ein af hinum miklu og raun-
verulegu eyðimörkum jarðarinnar, enda
eru til um hana býsnin öll af róman-
tískum ferðabókum.
Ríjadh, höfuðborgin, liggur í hjarta
Nejd, hinnar hrjóstrugu hásléttu fyrir
norðan eyðimörkina. Abd el Aziz Ibn
Saúd konungur klifraði ásamt 40 mönn-
um yfir leirveggi þessarar borgar og tók
hana herskildi í djörfu áhlaupi fyrir
62 árum — það var fyrsta skrefið í átt-
ina til einingar ríkisins sem nú nefnist
Saúdí-Arabía. Þá var borgin þyrping
moldarkofa. Nú standa þar nýtízkulegar
stjórnarbyggingar og íburðarmiklar
hallir við malbikuð breiðstræti.
Á vesturströnd Arabíu liggur Hejaz-
svæðið með hinum helgu borgum Mekku
Og Medínu. Á austurströndinni við
Persaflóa liggur A1 Hasa-hérað með hin-
um ævintýralega auðugu olíulindum.
Síðan 1950, þegar farið var að vinna
þessar oliulindir, hafa þær fært rikinu
4 milljarða dollara (172 milljarða ísl.
króna). Á síðastliðnu ári voru tekjur
ríkisins af olíu 400 milljón dollarar að
viðbættum 100 milljónum í aukagreiðsl-
ur.
F eisal er þess fullviss, að framtíð
Saúdí-Arabíu velti á þvi, að olíu-tekj-
unum verði varið til að nýta aðrar auð-
lindir landsins. Meðal verkefna, sem
hann hefur sérstakan áhuga á, er það
að ná neðanjarðarvatninu, sem jarð-
fræðingar telja að seytli gegnum mörg
hundruð kílómetra af kalki frá fjöllun-
um í vestri til vinjanna í austri. Þetta
vatn gæti gert landbúnað mjög arðvæn-
legan á hásléttunni.
Annað verkefni, sem Feisal hefur
áhuga á, er bygging lítils stáliðjuvers
nálægt Jidda, þar sem járngrýtið gefur
fjallshlíðunum litríka áferð. Vélar í
þessa verksmiðju hafa þegar verið pant-
aðar. Hann er einnig að semja við nokk-
ur japönsk fyrirtæki, sem munu senni-
lega setja upp efnaiðnað til að nytja
jarðgasið sem nú fer til spillis á olíu-
lindasvæðunum.
Fyrirmyndarborgin Dhahran, sem
byggð er að bandarískri fyrirmynd og
hýsir tæknifræðingana hjá „Arabian
American Oil Company“ (ARAMCO),
særvnilega gefáS þftgnum Feisala
itokkr* 4vugmy<»d wn «nýti*ku-4<fiMðar-
hætti: þar eru loftkæld *i«bý)Í9É«ús, falt-
■egir garðar og vetiiirt limgerði, .kkótar
og leikvellir. Lán og fjárstyrkir frá
ARA44GO h*fa átt sinn þátt í, að reist
hafa verið nýtízkuleg hús og skóiar, ag
að innlendir menn hafa -verið þjálfaðir
til að taka við störfum bandarískra
tæknifræðinga í hafnarborginni Damm-
am.
Ungir Bedúínar eru farnir að leita sér
atvinnu og nýrra lífshátta við olíu-
lindirnar og í borgunum. Þeir taka upp
margs konar atvinnu og eru á góðum
vegi með að mynda eins konar milli-
stétt í landinu sem vélfræðingar, bif-
vélavirkjar, hænsnaræktarmenn, verzl-
unar- og umboðsmenn, leigubílstjórar
o. s. frv. Eyðimerkurbúarnir vinna ekki
gjarna líkamlega erfiðisvinnu. Sam-
kvæmt aldagömlum venjum er slík
vinna í verkahring kvenna. En i borg-
unum eru það innflytjendurnir sem
gegna þessum störfum. Þúsundir þeirra
koma inn í landið árlega, annað hvort
í beinni atvinnuleit eða dulbúnir sem
pílagrimar til hinna helgu borga. Súdan-
búar verða þjónar, Jemenbúar vinna
erfiðisvinnu á hafnarbökkunum og við
olíulindirnar, Egyptar gerast handiðna-
menn.
E -lend áhrif og hin nýju auðæfi
SaÚQi-Arabíu eru að grafa undan göm'-
um hefðum, en samt eru enn sterk öfl
í landinu sem halda fast í fornar dygpl-
ir og hafa megnan ímugust á öllu n v-
móðins brölti. Meðal þeirra er hinn ö 1-
ugi Wahabi-trúflokkur, sem stofnað ir
var á 18. öld og setur svip á allt s;'i-
gæði í landinu. Enn má nefna „Hv' a
herinn“, sem nýlega hlaut nafnið „Þ; ' )-
vörðurinn", en það er hópur öfgafullra
trúmanna meðal hirðingja, sem faoir
Feisals skipulagði meðan hann var að
sameina landið. Þeir búa enn í svörtum
geitaskinns-tjöldum umkringdir hjörð-
um sínum og úlföldum, þó þeir séu bún-
ir nýtízku vopnum og séu nýlega farnir
að ganga í einkennisbúningum. Það var
„Hvíti herinn" sem studdi Feisal í átök-
unum við bróður sinn. Og ekki er vert
að gleyma Mútawaín, t rúarlegu lög-
reglunni, sem heldur uppi siðgæði í
landinu oig lýtur stjórn hins áttræða
blinda Stórmúfta af Ríjadh. Þessi lög-
regla gengur um með bambusstafi, rek-
ur fólk til bæna og reynir að hamla
gegn neyzlu áfengis og tóbaks, ge;n
myndum og tónlist, en allt er þetta for-
boðið samkvæmt gömlum trúarreglum.
Fyrir nokkrum árum var ekki óalgengc
að drengir væru hýddir opinberlega
fyrir að blístra á götunni, og á skrifstof-
um flugfélaga voru myndir af flugfreyj-
um gerðar upptækar.
Allt er þetta að sjálfsögðu að hverfa
smátt og smátt, en það geragur mjög
hægt, og Feisal leitast við að Láta
breytinguna gerast án árekstra. Bannið
við áfengi er strangt, en auðmennirnir
drekka heima fyrir. Reykingar eru orðn-
ar algengar, dagblöðin eru farin að birta
myndir, og Feisal hefur lofað að lög-
leiða kvikmyndasýningar. Hann er jafn-
vel að láta gera sjónvarpsstöð sem kann
að taka til starfa í vetur.
Framhald á bls. 14
Utgeíandl: il.l. Arvaltur. ReyKjavUt.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vicur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 22480.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
35 tbl. 1964