Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Síða 8
Var IJlflfétur lögsögumaður
heygður í Torfnesi við
Kaldárhöfða ?
— i—i i —\* Eftir Svein Benedikfsson ■ , ■
Oft hefur því verið viðbrugðið, hversu
fallegt væri við Þingvallavatn og eins
við Sogið, sem úr því fellur.
Kfsti hluti Sogsins rann áður effir
gljú.frunum milli Þingvallavatns og Úlf-
ljótsvatns, sem í seinni tíð eru stundum
nefnd Þrengslin. Þar var Arnarhylur
efst, en Aðhald miðja vegu milli vatn-
anna í bugnum við þjóðveginn. Drangi,
nefndur Skjálfandi, skrýddur fögrum
gróðri að ofan, var í miðjum streng
neðarlega.
Þessi hluti Sogsins var nefndur Efra-
Sog. Það var straumhart mjög, enda
hæðarmunur vatnanna mikill, þ.e. um
22 metrar á tæpum 1100 metra spöl,
sem var öll lengd Efra-Sogs.
f gljúfrunum dunaði vatnsflaumurinn
hreinn og tær, sem rann þetta skeið óð-
fluga á móti tregöldum í urðum og á
flúðum. Litbrigði straumsins voru ótrú-
lega fögur, græn, döklkgræn, Ijósgræn,
blá, fjólublá, ljósblá og hvít.
í Ijósaskiptunum var vatnsúðinn oft
með öllum regnbogans litum yfir gjálp-
andi grunnföllum og hvítfyssandi iðu-
köstum fljótsins. Hin fögru síbreytilegu
perluglit árflaumsins gerðu þá gljúfrin
sjáLf að unduirfögrum álfheimum.
Víða hefi ég farið, en hvergi séð fal-
legra litskrúð en í Efra-Sogi.
Nú er þessi ævintýraljómi úr sög-
unni fyrir fullt og allt. Efra-Sog er
horfið ú,r farvegi sínum.
★ ★ ★
í sambandi við virkjun Efra-Sogs var
gerð stífla efst í Soginu við Þingvalla-
vatn og 370 metra löng jarðgöng, er
skyldu flytja allt að 150 rúmmetra vatns
á sekúndu gegnum Dráttarhlíð niður að
Úlfljótsvatni.
Aður en gengið væri að fullu frá jarð-
göngunum braut Sogið sér leið gegnum
þau, hinn 17. júní 1959. Olli ílóðið mjög
miklum skemmdum, m.a. á rafmagns-
8 LESBÖK MORGUNBLAÐSIJN S
stöðinni, sem þá var verið að reísa sunn
an undir Dráttarhlíð, þar sem Sogið áð-
ur breiddi úr sér í Straumnum neðan við
gljúfrin á leið sinni út í Úlfljótsvatn.
Sagt var í glettni, að tröllkonunni
Skinnhúfu, sem bjó í Skinnhúfuhelli í
bakkanum, sem við hana er kenndur,
skammt norðan við svelg jarðgangn-
anna, hafi mislíkað umrótið og valdið
þessum ósköpum, þar sem verðmæti, er
námu milljónum króna, fóru forgörðum
og miklar tafir urðu á framkvæmd verks
ins.
Sogið er mjög vatnsmikið. Meðalvatns
rennsli Efra-Sogs var talið nema um
114 rúmmetrum á sekúndu og afl Stein-
grímsstöðvar, sem vígð var 6. águst
1960, er talið 27.000 Kw.
Vegna virkjunarinnar er ihinn gamli far
vegur Efra-Sogs nú oftast nærri þurr.
Að vísu eru í honum nokkrar smáupp-
sprettur og Kaldá fellur í hann niður
við Kerið, en vatnsmagnið er hverfandi
lítið, á móti því sem áður var.
í greinaflokknum: „Þekkirðu landið
þitt?“ var greinarkorn um Efra-Sog er
birtist í Morgunblaðinu hinn 12. þ.m.
Aðalatriði greinarinnar er hárrétt, svo
langt sem það nær. Þar segir: „Gljúfur
þessi hafa löngum þótt undra fögur“.
Um önnur atriði gætir slíks misskiln-
ings í greinarkorni þessu, að ég tel rétt
að rita aðra frásögn og fyllri um Efrá-
Sog.
★ ★ ★
Nokkiru fyrir sunnan Hrafnabjörg,
austurundir Kálfstindum, eru miklir
gígar er kallast Eldborgir.
Eru Eldborgir þessar sunnarlega á
mikilli gossprungu, sem hefur stefnu frá
útsuðri til landnorðurs. Gossprungan er
á milli fjallgarða tveggja, er hafa sömu
stefnu. Eystri fjallgarðurinn, Reyðar-
barmur, Kálfstindar og Skefilsfjall
innst, er samfelldur og um 20 km. lang-
ur. Hinn vestari fjallgarður, Hrafna-
björg, Tröl'latindur og Tindaskagi mnst,
er alls um 14 km. langur, en ekki sam-
felldur. Nær hinn síðarnefndi miklu
skemmra til útsuðurs, en nokkru lengra
til norðurs.
Fjallgarðarnir eru samsíða og beinir,
Er bilið milli þeirra því nokkurn veginn
jafnt um 2 km, sbr. uppdrætti Geodetia
Institute, Copenhagen 1945 og 1948, nr,
36, 37 og 46. Það er því ekki rétt, sem
segir i Árbók Ferðafélags íslands 1961
------------------— 35 tbl. 1964
V