Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Page 11
Saga, landlýsingar. The Iberians. Ancient Peoples and Places. Antonio Arribas. Thames and Hudson. 1964. 30s. Forn-Grikkir álitu Hades vera vestan við vesturenda Miðjarðar hafsins. íbúarnir, sem byggðu hér uðin sem lágu að . Miðjarðarhafi, bjuggu á enda veraldar að því er grískir sæfarendur álitu. Þar fyr- ii- vestan var hið óþekkta, myrka og ógnvekjandi kaos. Og þarna var hinn drungalegi heimur dauðra, þar sem öllum leiddist hin dapurlega skuggatilvera. Á svæðinu frá Rhone að Njörva Sundi bjó þjóð til foma sem nefnd var íberar, stundum Tart- essar. Fornir höfundar nefna hana oft í sambandi við verzlunar staði Föníka á þessum slóðum. Þessi þjóð kemur mikið við sögu Rómverja síðar. Undanfarið hef- ur margt nýtt komið fram um fortíð þjóðanna, sem byggðu þessi landsvæði. Þessar þjóðir voru ágætar til hernaðar, góðir bændur, hestamenn miklir og með þeim blómgaðist hið fegursta handverk, vefnaður, leirkeragerð og málmsmíðar. Ljóðagerð og hljómlist var á háu stigi. Listiðnaður þeirra er hvað merkastur, vopnasmíði þaðan varð fræg til forna og skartmun- ir úr gulli og silfri. Hæst ber þá í höggmyndalist, einkanlega í suðurhéruðum þessa landsvæðis. Höfundurinn er kennari við Há- skólann í Barcelona og safnvörð- ur Fornminjasafnsins á sama Stað. Hann hefur stundað forn- minjarannsóknir og er meðal fremstu fræðimanna í þeirri grein á Spáni. Þessi bók er ein 1 bóka- flokki, sem íjallar um fornar þjóð ir og fornminjar .Út hafa kom- ið milli sextíu og sjötíu bækur 1 þessum bókaflokki, allflestar um þjóðir og staði, sem fábreytt- or eða engar skráðar heimildir eru til um. Bækurnar eru vel myndskreyttar og útgáfan hin snotrasta. Daily Life of the Etruscans. Jacques Heurgon. Weidenfeld & Nicolson. 1964. 42s. Höfundurinn Jacques Heurgon er fæddur f Farís. Var kennari í latínu og rómverskum bókmennt- um við Háskólann I Alsír og síðar 1 Lille, nú er hann við Sorbonne. Hann er einn fremsti fræðimaður um Etrúra. Etrúrar stóðu á hvað hæstu menningarstigi þein-a þjóða sem byggðu Ítalíu í fyrnsku. Þegar veldi þeirra var mest, réðu þeir einum þriðja skagans og konung- ar þeirra réðu ríkjum í Róm i rúmlega eitt hundrað og fimmtíu ár. Eftir að Rómverjar hrekja Tarkviníus hinn harðráða frá ríkjum á sjöttu öld fer veldi þeirra hnignandi. Etrúrar hafa löngum vakið forvitni allt frá dögum Heródótosar. Þeir töluðu mál, sem var mjög frábrugðið indó-evrópskum tungumálum. Trúarbrögð þeirra voru allt önn- ur en nágranna þeirra og venjur þeirra og hættir af öðrum toga. Þeir virðast hafa hugsað mikið um dauðann, meir en almennt var með öðrum þjóðum. Það hef- ur margt komið f ljós á síðustu árum við fornleifafundi og það hefur orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og nágranna þeirra. Ótal tilgátur hafa komið fram um hvaðan þessi þjóð væri kom- in til Ítalíu og hvaðan upprunn- in. Margt bendir til þess að hún hafi komið að austan, og ýmis- legt bendir til babýlónsks upp- runa. Hin blómlega menning þeirra hverfur í sínu upprunalega formi með valdatöku Rómverja, en hún lifir áfram í annarri mynd, blönduð öðrum þáttum. Áhrif þeirra á Rómverja voru geysimikil, einkanlega í verkleg- um efnum og trúarbrögðum. Fuglaspárnar voru runnar frá Etrúrum, svo og ýmiskonar hjátrú og hindurvitni, enda töldu kirkju feðurnir Etrúríu vera vöggu hjá- trúar og galdrakúnstar. Þótt Róm verjar lærðu margt af Etrúrum deildu þeir hart á þá fyrir ýmis- legt, sérlega þóttu þeim Elrúrar slappir í siðferði og miklir mun- aðarseggir. Höfundurinn gerir grein fyrir lifnaðarháttum, atvinnuvegum, trúarbrögðum og siðum þessarar löngu horfnu þjóðar. Þekking hans er samandregin viða að, einkanlega af fornminjum og einnig úr ritum Rómverja og Grikkja. 38 svart-hvítar myndir eru f bókinni. Þetta ér ákaflega fróðleg bók og mjög vandað til allra heimilda, bókaskrá fylgir og heimildaskrá. Libraire Hach- ette gefur nú út bókaflokk um dag legt líf þjóða og þjóðabrota á ýmsum tímum, þessi bók er ein þeirra. Bókin er þýdd úr frönsku af James Kirkup. The Norse Atlantic Saga. Gwyn Jones. Oxford University Press. 1964. 35s. Höfundurinn er merkur fræði- maður um norræna sögu og hefur skrifað og gefið út rit varðandi slík efni og þýtt íslenzkar forn- bókmenntir á ensku. Efni þessar ar bókar er frásaga um leit nor rænna manna að byggilegum lönd um í og við norðanvert Atlants- haf. Höfundur lýsir aðdraganda þessa. Byggingu á íslandi fyrir komu norrænna manna, byggð Papa hérlendis og greinir þær heimildir sem helzt er við að styðj ast. Síðan rekur hann byggingar sögu norrænna manna hérlendis, stofnun allsherjarríkis, bók- menntaiðju og lok sjálfstæðs rík- is hérlendis. Höfundurinn notar orðið „Norsemen" sem samheiti á víkingaskipum sem er ekki rétt mætt. Hlutur Norðmanna að vík- ingunni er þegar á heildina er litið einna síztur. Danir og Svíar eiga glæstari sögu á víkingaöld. Þótt talið sé að ísland hafi byggzt frá Noregi að mestu leyti þá' er uppruni landnemanna engan veg- inn endilega norskur, venjur land námsmanna og trúarsiðir eiga sumir hverjir meira skylt við danska siði en norska og auk þessa kom töluverður hluti land- námsmanna frá Bretlandseyjum. Þátturinn um Grænland er á- gætur. Byggingarsagan er rakin og síðan saga norrænnar byggð- ar í þvi landi þar til heimildir brestur. Endalok byggðar á Græn- landi eru óþekkt. Kenningarnar eru þessar: Byggðin eyðist vegna samgönguleysis við umheiminn, íólkið úrkynjast og deyr út. Önn ur er sú, að Grænlendingar hafi tekið upp hætti Eskimóa og bland azt þeim. Sú þriðja er, að Græn- lendingar hafi flutt til Kanada og eyjanna vestur og suður frá Grænlandi og blandazt þar Indí- ánum og Eskimóum. Höfundur hallast helzt að þvi að lands- menn hafi úrkynjazt og dáið út. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNiR ELSKA menn frið, eru menn andvígir stríði? Vilja sumir frið, aðrir ófrið? Eða vilja menn frið meðan hann gefur meiri gióða en strið? En hvað svo ef styrjöld gefur meiri gróðavon en friður? Hvað skyldi hún hugsa, konan sem sagði: „Blessað stríðið, sem gerði syni mína ríka“? Vera má að hún og hennar líkar vænti auðs handa barnabörnunum í næsta stríði. Og svo kann að fara að þau fái þann auð. Tvær heimsstyrjaldir hafa gengið yfir veröldina í tíð þeirrar eldri kynslóðar, sem enn lifir. Báðar gáfu íslandi gróða, hin fyrri fáeinum mönnum, hin síðari auðgaði marga. Það er ekki furða þótt sumir segi að styrjöld tákni framför. Hér urðu a.m.k. miklai framfarir á árum síðari heimsstyrjaldar. Sjálfur var ég barn að aldri meðan hin fyrri var háð, og vissi lítið úm stríðsaðgerðir þá, utan að einn maður skaut á annan, særði eða drap, að skipum var sökkt og skömmtunarseðlar voru gefn- ir út. Á undan hinni síðari heyrði ég menn tala um gróðavon- í væntanlegri styrjöld, því hún kom ekki að óvörum. Dag einn í febrúar 1933, þegar Christensen sögukennari kom í skólann, sagði hann: „Nú er Hitler kominn til valda; stríð verður háð eftir nokkur ár“. Og það varð svo. Síðari styrjöld kynntist ég vel af langri dvöl með þjáðu og þrautpíndu fólki. Stríðið byrjaði fyrr og endaði síðar í austri en vestri. Þar gaf að líta sigraða heri, sundursprengdar borgir, særða menn og sjúka, hungraða menn og magra, sturlaða menn og kaunum hlaðna. Vondaufir flóttamenn, allslausir og niður- brotnir, hrökkluðust undan hernaðaraðgerðunum jafnóðum og þær mjökuðust um landið. Ekkjur voru margar og munaðar- laus börn enn fleiri. Öreigar bjuggu um sig í rústum húsa, tötrum klæddir, og reyndu að draga fram lífið á alls konar ætum og óætum samtíningi. Illgresi óx á torgum og brautar- stöðvum sumra borga, því miðbæi þorðu menn ekki að reisa úr rústum af ótta við að allt yrði aftur jafnað við jörðu. Ef ég segi yður frá jarðneskum hlutum og þér trúið ekki, hversu munuð þér þá trúa ef ég segi yður frá himneskum? Þannig mælti Jesús við Nikódemus. Þessi sannindi koma þegar í ljós þegar talað er um stríð og frið. Þótt frásagnirnar frá hin- um jarðnesku hlutum séu ekki beint rengdar, þá er þeim ekki heldur trúað, bæði af því að vantrú er í tízku (vantrú á Guð, sál og mannleg verðmæti og vizku um lífið) og einnig af því að sannindi um styrjaldir eru túlkuð í svo samantvinnaðri lífslygi að kvein hinna hrjáðu nær ekki eyrum manna. Vér höfum ekki svo næma heyrn að vér heyrum blóð hrópa, en Guð heyrði aftur á móti blóð Abels hrópa frá jörðinni alla leið upp í sinn himin. Raunhæfur friðarboðskapur fær ekki við- festu hjá hinni uppvaxandi kynslóð, m.a. af því að henni er ekki kennd friðarfræði, heldur miklu fremur stríðsfræði í mynd sögu í skólunum. Eða hver veit nokkuð að ráði um þá persónuleika, er fengið hafa friðarverðlaun, þótt ekki sé lengra rakið en frá síðari heimsstyrjöld? En sú styrjöld er hins vegar skemmtanaefni í kvikmyndahúsunum. Neyð og harmkvæli milljónanna er vara, seld og keypt meðal vel alinna og vel búinna manna, sem eitthvað vilja græða á þvi stríði sem var, meðan aðrir bera þess sár um ævilöng ár. Vopnin eru ekki kvödd, heldur boðin velkomin í mynd barnaleikfanga, sem seljast um víða veröld. Verði lát á vopnasmíð vorra tíma, þá blusir við — að dómi sérfræðinga — atvinnuleysi milljóna verkamanna, og því munu þeir ekki fagna. Á skemmtistöðun- uni öskrar æskan í sama tón og jafnaldrar vorir meðal Hitler- jugend öskruðu á undan síðasta stríði. Hér þarf ekki að skipta um tór., aðeins um texta, svo úr verði stríðsöskur t— og til að semja slíka texta þarf enga snillinga. Þannig fyllir öskrið það tóm sem myndast með því að afrækja hinn fagra söng í skólum og félagslífi Það litla, sem talað er um frið, er oft í fölskum og smeðju- legum tón. Oft er talað um falsfrið, en ekki raunverulegart frið. Menn þykjast vilja frið um leið og þeir halda uppi smá- styrjöldum og árásum, sem sundur slíta hin heilögu sambönd milli mannanna og milli'Guðs og manna. Ef menn hafa enga sál og enga trú og líf þeirra engan tilgang og fallast á að þetta sé satt og rétt — hvers vegna má þá ekki stríðið koma þegar það vill? Ef maðurinn er res cogitans — hugsandi hlutur — en ekki homo cogitans — hugsandi maður — hvað er þá stríð annað en breyting á staðsetningu hluta á jörðinni, sem aðeins er einn hinna minnstu hnatta í geimnum? 35 tlbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.