Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Side 13
Hvab vilja Kinverjar nú? Framhald af bls. 1. ar og Kínverjar voru undir stórkeisur- um Mongóla. Stórthertogarnir í Moskvu urðu að láta sér lynda að meðtaka völd sín af hinum mikla Khan Mongólanna og viðurkenna hann svo sem yfirmann sinn. Helena, móðir Ivans grimma, lét ihlaða steinmúr kringum Kitai Gorod árið 1535. Það var Sófia drottning Ivans, sem hvatti mann sinn til upp- reisnar gegn Momgólaveldinu yfir Rúss landi. En þá höfðu Mongólíumenn þeg- ar misst öli völd yfir Kína fyrir meir en hálfri annarri öld. Portúgalar og Rússar voru fyrstir vestrætnna manna til þess að reyna að fá sendinefndir sínar viðurkenndar af Kínakeisara. Hinir fyrrnefndu komu fyrst til Kína árið 1516. Pyrsti portúg- alski sendiherrann komst til Peking í jan. 1521, en var handjárnaður og end- ursendur og dó í famgelsi í Kamton ário 1523. Fleiri tilraunir voru gerðar, en mistókust. Tilraun Rússa var gerð árið 1567, en mistókst einnig. Þeir sem kom- ust til hirðarinnar í Peking og nutu þar virðingar lengi vel, voru kristniboðar Jesúingja. Einn þeirra, Matteo Ricci, eniliigáfaður maður, kenndi Kínverjum m.a. stjörnufræði og nákvaeman útreikn ing almanaksins, og var lengi talinn mesti lærdómsmaður Vesturlanda af Kínverjum. Hið blómlega kristniboð Jesúinganna fór út um þúfur af því að deilur risu innan kaþólsku kirkjunn- ar um aðlögun að kínverskum siðum, og af því að keisarinn gat ekki þolað að honum væri ætlað minna vald innan kirkjunmar en páfanum. Rússneskir _ kappar tóku að legigja lamd austan Úralfjalla undir Rússaveldi þegar frá árinu 1581. Jerrmak hét mað- ur, sem verið haifði stigamaður en gerðist landvinningamaður, tók með sér ævin- týramenn og hófst handa um að undir- oka skrælingja. í Ob-dallnum tók hann á sitt vald borgina Sibir, en þar réði ríkjum mongólahöfðimgi. Jermak setti borgarnafnið á það svæði, sem hann hafði lagt undir sig, og hefir það haldizt síðan á miklum hluta af því landi, sem Rússar ráða í Asíu. Fimmtíu og fimm árum síðar var veldi Rússa komið aust- ur að Kyrrahafi. Sama ár sem Manchu- menn réðust á Peking, 1644, komust Rússar inn í Amúr-dalinn. Klrabaroff, rússneskur kappi, stofnaði þar nokkrar nýlendur, frá 1650 að telja, en í daln- um voru þeigar fyrir þegnar Kínakeis- ara, sem á þeim tíma var Manchúætt- ar. Sjö árum síðar byggði Khabaroff vigi á tungunni milli Amúr og Ussuri, og stendur þar nú borg, sem ber nafn hans, Khabarovsk. En i þá daga lentu Rússar í skærum við Kímverja, fengu litla hjálp að heiman og hröktust úr dalnum, en urðu að láta sér lynda að norður-vatnaskil dálsins skiptu mörk- um milli rússneskra og kínverskra svæða. Var þetta tekið fram í sáttmál- anum í Nerchinsk árið 1689, og héldu Rússar hann vel og lengi. Með smábreyt inigum var sáttmálinn í gildi fram til Tientsin-sáttmálans 1858. Þessi sáttmáli er merkur fyrir þá sök að með honum viðurkenndu Kínverj- ar í fyrsta sinn að til væri sjáifstæð þjóð, jafnrétthá þeim sjálfum. Ýmis merkileg ákvæði eru í sáttmálanum. Eitt af stórmennum rússneskrar sógu er Muravieff. í Krímstríðinu var hann sendur austur til þess að koma í veg fyrir að .Bretar og Frakkar tækju Kamt chatka-skaga. Tókst honum með sam - komulagi við Kínverja að nota Amur fljót til siglinga með hermenn og vopn og vistir. Þá var Taiping uppreisnin í Kína, og menn höfðu nóg að hugsa í Feking. Síðan knúðu Bretar og Frakk- ar fast að Kínverjum, svo sem kunnugt er. Með gætni og stjómvizku tókst Mura vieff að fá Kínverja til að láta af hendi Amúrdalinn norðan ár og strandfylkin fyrir austan Ússuri. Þar með fékk Rússa keisari völd yfir Vladivostok, en allt þetta mikla svæði var unnið án vopna- viðskipta. Um landvinninga Rússa í Mið-Asíu hefir fyrir skömmu verið ritað í blöð hér á landi og skal það ekki endurtekið. Rússar tóku Kuldja 1871, en skiluðu aft ur tíu árum síðar. Árið 1896 söimdu löndin um járnbrautir. Styrjöldin við Japan dró talsvert úr rússneskum áhrif um frá 1904 að telja, og misstu þá Rúss- ar ýmis réttindi í Manchúríu í hendur Japana. Árið 1911, þegar lýð/eldisbylt- ingin var í Kína, lýsti Ytri-Mongólía yfir sjálfstæði sínu. Kínverjar viður- kenndu hina rússnesku Ráðstjóm 1924 og opnuðu landið fyrir kbmmúnísk ■ um áhrifum, enda urðu þau brátt mik- il. Þrem árum síðar spilltist sambúðin milli landanna stórlega. En breytingar urðu ekki á landamærum. Landamæri Persíu og Kína náðu fyrr- um saman. Afghanistan og soldáninn í Aden greiddu Kínakeisurum skatt, a.m. k. um nokkurt skeið. Bretar höfðu á sítiu valdi svæði, sem Kínverjar töldu sjö skattlönd, en Frakkar tilsvar- andi fjcgur. Útþensluabferdir og þarfir Kínverja Heimsvaldastefna befir verið með margvíslegu móti: Verzlumarveldi, en það leiddi til þess að stofnaðar voru litlar nýlendur með ströndum fram, líkt og Portúgalar hafa víða gert. Pen- ingaveldi leiðir til þess að stofnað er rnikið af bönkum og Jjármagni dælt inn í önnur lönd, án þess að um póli- tísk yfirráð sé að ræða á yfirborðinu. ■ Sem dæmi hér um má nefna Bandarík- in. Þá eru hin rniklu landaveldi, svo sem veldi Frakka og Breta var og veldi Rússa er enn. Síðast, en ekki sízt ber að nefna þá aðferð að senda þjóðir inn í nágrannalönd til landnáms. Sem dæmi má nefna Kanada, Ástralíu, Nýja Sjá- land og Manchúríu. Að Kínverjar rnisstu ekki Manchúriu í hendur Rússa og ekki heldur nema um stund í hend- ur Japana, kom til af því að þeir sendu svo litið bax á þrjátíu til fjörutíu millj- ónir manna inn í Manchuríu á þessari öld. Sakir mikils innflutnings Kínverja hafa þeir mikil völd bæði í Indónesíu, Síam og Vietnam. Nú er ekki aðeihs mikil mannfjölg- un, heldur er beinlínis ,,mannfjölda- sprenging" í sumum löndum, „befolkn- ingsexplosjon". Það er ekki nema fjögra daga verk fyrir kinverskar konur 'að ala jafn mörg börn og allir íslendingar eru. Mönnum er e.t.v. í minni hvað indverski biskupinn Mannikam sagði hér í leikhúsinu um fjölgun Ind f 'ja. Mið-Asía hefir öldum saman ve V að þorna og skrælna, sennilega í nokkur þúsund ár. Vera má að með aðstoð tækn innar megi þar vinna aftur töpuð lönd. Þar sem nú er Ordos-eyðimörkin, voru eitt sinn blómlegar byggðir. Sömuleið- is meðfram Silkiveginum sunnanverð- um. Mörg vötn eru nú leirflög og sáit- sléttur þar sem áður var líf og gróð- ur. Við blasir annaðhvort ræktun eyð'i- marka, styrjaldir eða hungursneyð. Ekki eru öll frjósöm lönd full af fólki ennþá. Það er þess vegna freistandi fyrir Kínverja að senda fólk inn í þau lönd, sem lítt eru setin og hreinlega fýila þau. En hin leiðin er líka hugsan- leg: Að reyna að vinna aftur töpuð yfirráðasvæði og rækta þau. Heims- valdastefna Kínverja hefir fyrst og fremst verið fólgin í ræktun og upp- fyllingu jarðarinnar af lifandi fólki af sinni þjóð, hvað sem síðar kann að verða. Boara-uppreisnin árið 1900 var bæld ntður af japönskum, evrópskum og ame- rískum herjuir.. út um þúfur. 35 tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.