Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Side 14
SVIPMYND
Framhald aif bls. 2.
Haft er fyrir satt að A'bd el Aziz
Ibn Saúd konungur hafi eitt sinn sagt:
„Ég vildi að ' Feisal væri tvíburar og
að Saúd hefði aldrei fæðzt“. Samt sem
áður fékk gamli kóngurinn syni sína til
að sverja sér, að þeir mundu gera
Saúd að eftirmanni hans. Hann gerði það
vegna þess að meðal Araba tíðkast ekki
frumburðarréttur. Hjá þeim er það siður
að hver ætt kjósi hæfasta og öflugasta
meðlim sinn að leiðtoga.
Gamli kóngurinn reyni að stappa stáli
í syni sína með því að senda þá til að
berjast við uppreisnargjarna ættflokka.
Upp úr tvitugu barðist Feisal með glæsi-
legum árangri við Jemenbúa. En gamli
maðurinn sendi Feisal líka til annarra
landa, til Vestur-Evrópu, Sovétríkjanna,
annarra Arabalanda og til Bandaríkj-
anna. Á ferðalögum sínum lærði hann
að fást við útlendinga og heim nú-
tímans.
Á öllum stjórnmálaferli sínum hefur
Feisal verið tvílráður í afstöðu sinni
til Bandaríkjamanna og Egypta. Banda-
ríkjamenn áttu ítökin í olíulindum
landsins og voru því sterkasta erlenda
aflið þar. Árið 1948 var gerður aðsúgur
að Feisal í New York, vegna stefnu
Araba gagnvart ísrael. Þá hét hann að
koma aldrei framar til Ameríku, en
samt kom hann þangað aftur 1957 og
gekk undir meiriháttar uppskurð.
Þá fékk hann nýjan skilning á
Bandaríkjunum, oig síðan hafa yngri syn-
ir hans að mestu hlotið menntun sína
vestan hafs.
En í Kaíró fann Feisal menningarlega
þungamiðju hins arabíska heims. Hann
varð góðvinur Farúks og gat ekki að sér
gert að dást að Nasser, þó honum væri
ljóst að hann var leiðtogi þeirra afla sem
vildu leggja ætt hans og ríki í rúst.
Feisal hefur reynt að halda sáttum við
Nasser eftir því sem hægt var, en veita
viðnám þegar Nasser gerðist of nær-
göngull. Snemma á síðasta áratug var
Feisal talinn andvígur Bandaríkjunum
og vinur Nassers. Hann keypti miklar
eignir í Kaíró og varði þjóðnýtingu -
Nassers á Súez-skurðinum. En þegar
Nasser sendi her sinn til Jemens 1982
ti! að styðja uppreisn þar, og ætlaði sér
greinilega að nota Jemen sem stökk-
bretti inn í Saúdí-Arabíu, þá svaraði
Feisal fyrir sig. Hann vopnaði ættflokk-
ana i Jemen, sem voru hollir Imam
Móliammed al-Badr, og fékk stöðvað
framsókn herja Nassers.
F eisal er í mun að ætt hans verði
áfram við völd, og það er megindrif-
fjöður hans. Margir hafa efazt um að
það verði hægt, en Feisal hefur komið
iþeim á óvart með framsækinni stefnu
sinni. Hann hefur reynt að siðbæta
sjálfa konungsættina, stórlega dregið úr
bruðli ættingja sinna heima og erlendis.
Árið 1962 hófst hann handa um marg-
víslegar aðrar umbætur. Hann útrýmdi
þrælahaldi, sem var að hverfa. Hann
takmarkaði áhrif trúariegu lögreglunnar
með því að minnka fjárframlög til henn-
ar. Hann hét nýrri stjórnarskrá sem
mundi takmarka vald konungsættarinn-
ar og smám saman koma á einhverri
mynd þingræðis.' Hann lofaði efnahags-
legri þróun og stóð við það loforð: fjár-
hagur rikisins er með b.óma vegna sparn
aðarráðstafana Feisals, og nú er farið
að veita fé til vegagerðar, landbúnaðar,
léttaiðnaðar og jafnvel þungaiðnaðar í
smáum stíl.
Feisal er hvorki draumóramaður né
byltingarmaður. Hann er raunsær og
fer varlega í sakirnar. í átökunum við
hálfbróður sinn naut hann stuðnings
hinna frjálslyndari afla í landinu. Þó
margir hinna yngri manna væru áhang-
endur Nassers, höfðu þeir óbeit á fram-
ferði hans í Jemen og hótunum hans um
að gera loftárásir á hallir Saúd-ættar-
innar. Þessi frjálslyndu öfl fyrirlitu hinn
veikgeðja, reikula og eyðslusama Saúd,
en virtu hörku Feisals. Hins vegar fór
hann of hægt í sakirnar, að áliti hinna
ungu ákafamanna. Niðurstaðan varð sú,
að í fyrsta sinn í sögu rikisins hefur
þjóðhöfðinginn fyrirskipað víðtækar
handtökur. Hundruð ungra frjálslyndra
manna, sem að dómi Feisals hefðu getað
orðið verkfæri Nassers eða kommúnista,
eru í fangelsum.
M
ITJlargir vimr Fexsals ottast, að nú
fari veikleikar hans að koma í ljós, en
helztur þeirra er sá, að hann vill gera
allt sjálfur og á mjög bágt með að
treysta öðrum. Hann á erfitt með að
hrinda hlutunum í framkvæmd, erfitt
með að láta athöfn fylgja ákvörðun.
Gegn honum standa hinir mörgu synir
Saúds, sem enn hafa morð fjár og mikil
áhrif. Sumir þeirra hafa bætt sér upp
skertar opinberar tekjur með því að
leggja fyrir sig smygl í stórum stíl. Þeir
eru nú að reyna að fylkja gegn Feisal
öfgaöflunum í landinu, annars vegar hin-
um íhaldssömu trúarleið'Ugum sem
studdu hann gegn Saúd en sjá nú sér til
skelfingar að hann er umbótasinnaður,
hins vegar háskólastúdentum, liðsforingj
um í hernum og kaupmannasonum sem
trúa að framtíð landsins eigi að vera í
þeirra höndum.
Feisal á fyrir höndum- erfiða tíma.
Hann • hefur þegar sýnt, að honum er
treystandi til að fá þeim vilja sínum
framgengt að koma á umbótum án mik-
illa árekstra við hin sundurleitu öfl í
landinu — hann er án alls efa einasti
maður ættar sinnar sem það getur. Hvoi’t
önnur öfl setja honum stólinn fyrir dyrn-
ar, er hin brýna spurning í Saúdí-
Arabíu nú.
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 6.
snerta skugga hans með sínum eigin
skugga, en hann hvarf mjúkt og hljóð-
laust inn í myrkrið og var ekki lengur
til. í glugga hins vegar við garðinn
kviknaði ljós, sem leiftursnöggt lagði
hvítan veg yfir freðna grasflötina.
Stúlka heyrðist hlæja, — hlæja sífellt
hærra og hærra, unz hláturinn varð
óbærilega ertandi.
Hún stóð upp og dró glugigatjöldin
fyrir í skyndi, en dvaldi augnablik og
horfði út gegnum rifuna. Hún só stúlk-
una í glugganum, og frammi fyrir
henni stóð Ottó, sem átti heima niðri í
þorpinu, og benti með bjánalegum fífla-
látum beint inn í þennan veltandi hlát-
ur. Hún fann reiðina blossa upp. Hana
langáði til að biðja manninn að fara
yfir um og segja þeim að hafa hljótt, og
hún snaraðist frá glugganum, en stanz-
aði jafnskjótt stirnuð og tóm. Og það
var því líkast sem þetta tóm í sál
hennar fylltist af hlátri og bendandi
fingri. sem stækkaði og varð svo stór,
að hún kenndi eymsla í varnarlausum
lík;manum. Og hún æpti:
— Heyrðir þú ekki hláturinn!
— Jú, sagði hann með ótta í augun-
um. Hvað er athugavert við þennan
hlátur?
—Hefur hann ekki smogið inn í'þig?
Hann svaraði ekki, en fann allt í
einu inni fyrir, þar sem hann lagðist á
eitt með skjálftanum, svo að hann gat
ekki lengur setið kyrr. Hann reis á
fætur, fór höndum yfir hilluna, yfir
bókakilina. snerti við þessum kunnug-
legu öskjum og smávösum og gekk síð-
an rólega fram með fjölskyldumyndun-
xxm, er störðu á hann stirðnuðu augna-
ráði. Andartak dvaldi hann við þessi
andlit, eins og hann væri að reyna að
ná sambandi við tilveru veruleikans, en
þau stirðnuðu bara ennþá meira í römm
unum og hömuðu og xxrðu að pappir og
tré og gráleitu, þokukenndu tini.
— En þú . . ., sagði hann, og honum
fannst hann gegnlýstur og hjálparlaus
og útskúfaður frá þessum gömlu minn-
ingum. en þú — ég á bégt með að
skiíja. . ,
— Hvers vegna ég lét Davfð . . . ?
greip liún fram í hvort tveggja í senn,
þvermóðskuleg og þreytt.
Hann spennti greipar, og það var skrýt
ið fannst honum, hvernig hann fyllti nú
allt í einu út í skelina sína og varð ör
og blóðheitur, þegar hún nefndi nafn
Davíðs.
I huga sínum tíndi hann fram minn-
ingarnar um Davíð. Hann gerði það með
andúð, en líka af fúsum vilja, sem
ekki var laus við ástrfðu. þótt hann
reyndi að láta ekki á þvi bera, svo að
hún veitti því ekki athygli.
Og með Davíð fylgdu aðrir menn, og
honum fannst að einu sinni hefði hann
stjórnað þessum mönnum og ráðið stefnu
mótum þeirra við ýmsar konur og vxð
konu hans einnig, — stjórnað hreyfing-
um þeirra oig hvílzt með þeim hjá þess-
um konum — og hjá eiginkonu hans. . .
— Hvers vegna? hélt hún áfram og
var nú bara þreytt. Hvers vegna ég gerði
það? Ég vildi það varla í raun og veru,
þegar það skeði, — og það skeði heldur
varla í raun og veru. Það. . .
— Skeði varla? sagði hann. Skeði
varla? Og allt í einu fannst honum hann
hafa verið svikinn um eitthvað, og svo
missti hann alla stjórn á sér og æpti:
Það skeði víst! Það skeði víst! Og sú
huigsun hringsnerist eimhvers staðar
fyrir utan hann. að hefði það ekki skeð,
þá hefði yfirleitt ekkert skeð í tilver-
unni, — og síðan kom hann til baka
í sjálfan sig — til baka í sjálfan sig . . .
Víst skeði það! æpti hann, og hún starði
bara á hann, og hann jafnaði sig með
mikilli áreynslu og sagðj:
— Okkur hefur báðum skjátlazt, en
við skulum ekki reyna að látast betri en
við erum. Þú ert að reyna að taka allt
til baka aftur, sagði hann og beitti sig
valdi til þess að æpa ekki á ný. Þú
réynir. . . .
— Það er því líkast sem þú óttist það
mest, að ég sé að ljúga þessu öllu á
mig. sagði hún, og honum fannst hann
dragast út úr sjálúim sér og í áttina til
hennar. . . En ég er ekki að reyna að
taka það aftur, sagði hún. Ég stend við
það, sem ég hef gert og okkur hefur
báðum skjátlazt, eins og þú segir. E.n —
og hún virtist hugsa til baka gegnum
árin, og það var eins og hún glímdi við
eitthvað, sem hún gæti ekki skilið —
en það er skrýtið, — ég hef bara aldrei
grunað þig. Ég hélt. — ég trúði ekki . . .
H ann gekk til hennar, en vissi
ekki í augnablikinu, hvort hann langaði
meira til að slá hana í gólfið og trampa
á henni eða taka hana í faðminn, þiýsta
henni að sér og elska hana heitar en
honum hafði nokkru sinni áður verið
mögulegt. Og hann snart hana og fann
arm hennar lítinn og grannan, áður en
hún diú hann að sér, og hún hopaði
undan, og hann fylgdi á eftir. en hann
fann ekki lengur neina þörf hjá sér að
.snerta hiana. Snertimgin við litinn og
grannan arm hennar sat í fimgurigóm-
unum og breiddist út um líkama hans,
og hann varð a’ð gömlum, snuðrandi
hundi, sem leitar sig áfram meðal hús-
gagnaima að bælinu sínu við ylinn af
snarkandi arineldinum, — gömlum tann
lausum hundi, er komizt hefur yfir
stærðarbein, sem hann ræður ekkeit
við, en gæti samt látið sig dreyma um í
hlýja skotinu sínu, að hann væri að
naga og tyggja og brjóta, unz hann næði
í merginn . . . En skyndilega hélt hann
sig fkynja hana á leið til dyra, og
hann varð gripinn nagandi ótta og hljóp
til og rétti. fram hendurnar, eins og
hann ætlaði áð stöðva hana.
—Hvað ætlarðu að gera? sagði hann.
■— Ætla að gera?
— Ætlarðu að fara?
— Fara?
Hann starði á hana, og andlit hennar
var nakið. og hann sá hrukkurnar og
vanann og aldurinn, — en ekkert þrek
til að fara. Og hann sagði:
— Við drögum strik yfir þetta allt.
Það skeði líka fyrir svo lönigu síöan.
Við dröguim strik yfir þetta. Viltu það
ekki?
— Hvers vegna fórstu heldur til
stelpnanna en mín? sagði hún, en það
var því líkast sem hún beindi spurning-
unni til sjálfrar sín og væii svo of þreytt
ti! að svara, og hún lét fallast niður í
hægindastóil og bjó höndunum hvxlu í
kjöitu sinni.
— Við drögum strik yfir þetta, sagði
hann. Við eigum heldur ekki annars
kost. Ails engan. Hvers vegna ættum við
líka að vera að rifja þetta upp. Ég skil
ekki. . . .
— Er ekki, sagði hún þreytt, — er
ekki eitthvað til. sem kallast þriðja
stigið? Likingin er kannski heimskuleg,
en ég meina aðeins, að verði einhver
reglulega þreyttur, lætur hann sér á
sama standa, hvað hann segir, jafnvel
þótt það steypi honum í glötun.
— Er þáð þá svona slæmt? sagði hann
og litaðist um í stofunni. eins og hann
byggist við að finna svarið þar. — Er
það þá svona slæmt?
— Ef til vill ekki. . . , sagði hún. En
— það er kannske það versta, að það
skuli ekki lengur vera svo slæmt.
H ann kinkaði kolli, af því að hon-
urn fannst, að hann yrtii að svara henni
einhverju. En hann hugsaði: Þú mundir
ekki trúa mér, — þú mundir alls ekki
trúá mér, ef ég rifjaði það upp. hversu
oft þú hefur verið mér ótrú með Davíð
og ýmsum öðrum. Ég trúi ekki einu
sinni sjálfum mér, hugsaði hann, — ekki
einu sinni sjálfum mér. Með Davíð. . .
Og hann leit á hana og hugsaði: Segðu
söguna um Davfð! Og hann rak hugs-
anir sínar á burt með valdi, en þær
komu jafnóðum til baka aftur og gerðu
hann heitan og öran, og hann óttaðist,
að þessi þögula konia — konan hans,
mundi heyra í þögninni í stofunni: Segðu
söguna um Davíð! Segðu söguna um
Davíð!
— Þú virðist taka þessu alvarlegar en
ég, sagði hún og horfði á svitadropana á
enni hans. Þegar þú sagðir þáð fyrst,
fannst mér í svipinn það vera hræði-
legt, en nú finnst mér það næstum
ekkert. Næstum ekkert. . . Er það kann-
ske óskiljanlegt, — kannske ömurlegt?
Það var eins og hún spyrði sjálfa sig.
Um mitt eigið . . ., sagði hún.
Segðu söguna! hugsaði hann. '
— Um mitt eigið. . . . , sagði hún.
er ekki margt áð segja, en ég gat ekki
að því gert, að ég hef alltaf skellt allri
skuldinni á þig, — en nú hef ég ekki
iengur þrek til þess heldur.
Hún þagnaði, og hann beið. Glóðin
hafði kulnað út, en enginn kveikti ljós-
ið. Það varð dimmt og hljótt. og hann
sat inni í svartri þögninni og hugsaði:
Nú segir hún ekkert meir. Hún segir
ekki söguna um Davið. Og allt í einu
kveikti hún ljósið, og stofan spratt fram
í stirnaða vígstöðu, sem mýktist siðan
sróám saman umhverfis þau.
—Það er laugardagskvöld, sagði hún.
Mig mundi langa til að finna einhvern
mun á laugardagskvöldi og öðrum kvöld
um. . . Geturðu ekki að minnsta kosti
tekið mig með í leikhúsið einhvern tím-
ann?
— Jú, — jú, áreiðanlega, sagði hann.
Og það fór hrollur um hann. þegar hann
hugsaði: að minnsta kosti í leikhúsiöI
14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
35 tbl. 1964