Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Page 6
Mata Han hafði verið gift skozk-hillenz kum liðsforingja, Budolph MacLeod, og
eru þau.hér á brúðkaupsmyndinni.
BÓKMENNTIR
Framhald af bls. 5.
Matthías Johannessen og ég. Hann
kemst svo að orði um okkur, að við
þurfum ,,ekki að hafa fyrir því að út-
skýra snilli Jóns Kára framar. Þeir full-
yrtu svo rækilega á sínum tíma, hvað
ljóðin í „Þokum“ yrðu að teljast virð-
ingarverður cig persónulegur skáldskap
ur, þó að hrekkjalómarnir væru búnir
að játa á sig spottið og spéið, að harðara
verður ekki fram gengið í bardaga.“
Mér vitanlega hefur Matthías Johann-
essen aldrei saigt stakt orð um ágæti
„Jóns Kára“ opinberlegia, hvað siem hann
kann að hafa tjáð Helga Sæmundssýni
undir fjögur augu. Og ekki rekur mig
heldur minni til að hafa látið þau orð
falla neins staðar, hvórki munnlega né
á prenti, að „sum Ijóðin í „Þokum“
yrðu að teljast virðingarverður og per-
sónUegur skáldskapur“. Er kamnski
bíræfið að mælast til þess, að formaður
Menntamálaráðs færi sönnur á þessar
staðhæfingar sínar? Komi hann ekki
fram með þær, er hann hér með lýstur
ótíndur lygalaupur og smánarblettur á
Menntamálaráði íslands.
M
a eg svo að endingu taka það
fram Helga Sæmundssyni til nokkurrar
huiggunar, að ég hafði hann ekki í huga,
þegar ég minntist á þessar „8 eða 10
kellingar", enda hafði ég ekki gert mér
fulla grein fyrir gróusöguburði hans,
þegar ég skrifaði títtnefnt rabb, en nú
skal ég fúslega bæta honum í hópinn,
með þeim fyrirvara þó, að hann er ekki
ein þeirra sem ekki séu sendibréfs-
færar á islenzku. En þó svo hann sé
miklum mun pennafærari en flestar aðr-
ar kellingar islenzkra bókmennta, hef
ég ekki hugsað mér að f ara í læri til h ans
um notkun íslenzkrar tungu, þannig að
hann getur sparað sér upphrópunar-
merkin í næsta skrifi sínu, þó hann
sjái orð eða setningar í'þessu greinar-
korni, sem fara í bág við þær tillærðu
barnaskólaformúlur sem opinberir
menningarforkólfar virðast sjaldan geta
vaxið upp úr.
Um rabb Haraldar J. Hamars hér í
Lesbókinni á sunnudaginn hef ég t>að
eitt að segja, að braskið með mannslífin,
sem hann segir að stundað sé fyrir
austan Berlínarmúrinn, getur aldrei
orðið afsökun á annars konar braski
hérna megin múrsins — fyrir nú utan
það að hvers konar brask með heiður
og eignir og mannorð og vegtyllur og
bitlinga og völd er þegar öll kurl koma
til grafar brask með mannslíf. Það er
hægt að kála mönnum með fleira móti en
því að senda byssukúlu í bakið á þeim —
og eitt sinn sagði kunnur maður: Óttizt
ekki þá sem líkamann deyða, heldur þá
sem sálinni farga. Það eru tímabær varn-
aðarorð á íslandi nú.
Sigurður A. Magnússon.
MATA HARI
Fr9,m.hald af b'js. 1.
E ftir ástarævintýri með skóla-
stjóra kvennaskólans og eftir að faðir
hennar hafði tapað öllum eignum sin-
um, var skilinn frá konunni og börnin
— Margaretha átti þrjá bræður — voru
farin á tvístring, hjálpaði hún sjálf ör-
lögunum til — og ,það varð upphafið að
tortímingu hennar — með því að svara
hjúskaparauglýsingu, sem hollenzkur
liðsforingi af skozkum uppruna. Rud-
olph MacLeod setti í höilenzkt blað —
eða réttara sagt, gerði það einn vinur
hans af hrekk. Hann var þá 38 ára að
aldri — tuttugu árum eldri en Margar-
etha — en þrátt fyrir miklar efasemdir
foreldra beggja aðila, giftust þau, og
fóru svo saman til Austurlanda, eftir
að frumburðurinn — sonur — var í
heiminn borinn.
Á hinum nýju bækistöðvum Mae-
Leods urðu þau fljóUega fyrir ýmsu
mótlæti — sonurinn dó og hjónabandið
fór út um þúfur, en eftirtektarvert er
það, að samkvæmt framburði fólks, sem
þekkti til þeirra á þessum nýlenduárum,
gerði Margaretha allt sem hún gat til
að vera trú og ástrík eiginkona, en
maðurinn var hinsvegar ráðríkur og
hrottalegur, og honum — sem kvæntist
tvisvar eftir þetta — var mest um að
kenna, að Margaretha varð Mata Hari,
og hélt ekki áfram að vera umhyggju-
söm húsmóðir, heldur lauk ævi sinni við
aftökustólpann.
I bókinni eru tekin upp þrenn um-
mæli MacLeods við þrenn mikilvæg
tímamót í lífi hennar eftir að þau skildu
að samvistum. Þau lýsa eins og í svip-
leiftri, að nokkru, lífi hennar, en þó
aðallega hans.
Þegar hann frétti af velgengni hennar
í Evrópu sem „austræn dansmær“ —
eða á nútímaimáli sem fyrsta fatafækk-
unarkonan — sem hreif tónskáldið
Puccini, ýmsa konunga og keisara og
hlaut einróma lof blaðanna — sagði
hann: „Hún hefur ilsig og getur ekki
dansað“. Þegar hún síðar, 38 ára að
a'dri, kom fram í hollenzka bænum,
þar sem hann átti þá heima, neitaði
hann að fara og horfa á hana, og færði
þessi rök fyrir því: „Ég er búinn að siá
hana frá öllum hugsanlegum sjónar-
hornum, og þarf ekki að gera það meira
er. orðið er“. En þegar hún hafði látið
lífið á aftökustaðnum, var það einnig
hann, sem sagði síðasta orðið: „Hvað
sem hún kann að hafa gert lífi sínu og
í því, átti hún ekki þetta skilið".
eðal margs hins eftirtektar-
verða, sem finna má í bók Waagenaars,
er sú vitneskja, að það voru Bretar, eða
gcgnnjósnadeildin í Scotland Yard, sem
fékk fyrst grun á Mata Hari og létu
hann ganga boðleið til Frakka.
Það var engin gild ástæða til þessa
grunar — höfundurinn hefur endur-
rannsakað öll gögn þar að lútandi — en
sem átylla voru notaðar hinar mörgu
ferðir dansmeyjarinnar til höfuðborga
Evrópu, óvefengjanlegur áhugi hennar
á herforingjum (sem var annars algjör-
lega persónulegur) og hinar ævintýra-
legu — en mjög gagnsæju — lýsingar
hennar á uppruna sínum, fortíð o. s. frv.
Á þessum grundvelli beindi yfirmað-
ur gagnnjósna Frakka, Ladoux, áskorun
tii hennar um að þjóna Frakklandi, sem
hún gekk að, en að því er virtist hafði
hún enga tilhneigingu til að fram-
kvæma, eftir að hið svimháa kaup var
fsllið 1 gjalddaga. Þegar Frakkar
reyndu að ráða Mata Hari sem njósn-
ara, voru þeir sýnilega sannfærðir um,
að hún væri að vinna fyrir Þjóðverja,
og höfðu áhuga á því einu að leggja
gildru fyrir hana. Það tókst líka — og
það auðveldlega, sökum hennar eigin
barnaskapar.
Dularfullan hátt, sem er ekki heldur
opinberaður í þessari bók, áttu tvö þýzk
dulmálsskeyti frá Spáni, sem loftskeyta
stöðin í Eiffelturninum gat náð í. Þar
kom við sögu þýzkur njósnari „H 21“,
sem Frakkar héldu fram, að væri Mata
Hari, án þess þó að það yrði nokkurn
tíma sannað. Það er svo sem heldur ekki
‘sannað að skeýtin væru þýzk — eða
hafi nokkurn tima verið til.
E n gildran lokaðist um hina ringl-
uðu — og óþarflega málóðu Mata Hari.
Hún var þegar dæmd, áður en hún var
tekin föst, 13. febrúar 1817 í Elys.ée-
Palace-gistihúsinu. Vörn hennar Mjóð-
aði stutt og laggott þannig:
— Ég elska herforingja. Ég hef elskað
þá ailla ævi. Ég vil heldur vera ástimær
fátæks herforingja en ríks bankaeig-
anda.-Ég sver ykkur, að það samband,
sem ég hef haft við þessa herforingja,
sem þið nefnið, stafar eingöngu af ást
minni á þeim og viðkvæmni gagnvart
þeim. Og ef út í það er farið, voru það
þessir herrar, sem leituðu til mín, en ég
ekki til þeirra. Ég játaði þeim af öllu
hjarta....“
Þetta var sannleikurinn í málinu, en
bara svo ótrúlegur, að hann var ekki
tekinn góður og gildur. Þessvegna var,
eins og Waagemaiar orðiair það, Mata Hari
myrt, og hann ræðst öndverður gegn
öllum njósnaákærum gegn henni.
Þó að kaSi
heitur hver
Fátt er eins umdeiit og eiignarétlur
sumra íslenzkra vísna, og úr fáum
vanda er eins erfitt að greiða og sanna
faðerni þeirra.
í 19. tölublaði Lesbókar Morgunblaðs
ins er birt kvæðið Vetrarkvíði eftir Sig-
urð ólaifsson frá Katadal. í athugasiamd
við kvæðið er tekið fram, að tvö erindi
kvæðisins (24. og 25.) séu stundum
ranglegia eignuð Vatnsenda-Rósu.
Fyrra erindið er:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökul‘1 ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Hið síðara er:
Verði sjórinn vallandi,
víða foldin talandi,
heólubjörgin hrynjandi,
hugsa eg til þín stynjandi.
Ekki er skýrt nániar frá því í Lesbók-
inni, hvers vegna vísurnar séu rang'iega
eignaðar Rósu og athugasemdin nafn-
laus.
í formála að hinum fróðlegu og grein
argóðu Sagnaþáttum úr Húnaþingi eftir
Theódór Arnbjörnsson eru vísurnar í
kvæðinu Vetrarkvíði og þar tekið fram
að kvæðið sé til í heild, og einnig er
þar vitnað í ummæli merkra kvenna og
niðja Siguiðar, sem mundu þessar vís
ur í kvæðinu. Er þarna vissulega um
athygiisverða heimild að ræða.
En það mælir á móti þeirri skoðun,
að Sigurður hafi ort vísurnar, að í
Landsbókasafni er Vetrgrkvíði Sigurðar
skráður í að minnsta kosti fimm hand-
ritum. Þau eru: Lbs. 1646, 4-tó, sem
skráð er á 18.-19. öld, Lbs. 1982, 4-tó,
skráð 1888-99, Lbs. 994, 8-tó, seim
talið er skráð á 19. öld, Lbs. 1405, 8-tó,
skráð 1895-1900, og Lbs. 1458, 8-tó, en
það er ritað um 1860-70. Hvorug þessara
vísna er í þessum fimm hanidritum,
Erfitt er að skýra hvers vegna ritar-
arnir, sem varðveita vildu þetta góða
kvæði, slepptu úr einmitt þessum ágætu
vísum, sem flestum mun þykja bera af
öðrum vísum kvæðisins, hafi þær verið
þar í upphiafi. Þetta er m.a. ástæðam
fyrir því, að ég eigma Rósu vísurnar í
bók minni Skáldkonum fyrri aldra, II,
bls. 156, en tek þó fram, að eignaréttur
vísnanna sé vafasamur. í athugasemd
við vísurnar sikýri ég frá því, sem hér
heifur verið rakið, og get þess einnig,
að þær séu eignaðar Rósu í Natans sögu
Brynjólfs Jónssonar á Minna-Núpi, en
vísurnair voru mjög aímennt eignaðar
Rósu í Húnaþingi, löngu áður en bók
Brynjólfs kom út. Einnig er tekið fram
í athugasemd minni, að í ritdómi Kon-
ráðs Vilhjálmssonar um Natans sögu í
Sunnanfara (12. árg. 1913, 29.-31. bls.)
séu vísurmar eignaðar Árna Eyjafjarðar
skáldi Jónssyni.
Á meðan meiri sannanir og skýrari rök
komia ekki fram í þessu máli, vil ég
leyfa Vatnsenda-Rósu að halda eigna-
rétti sínum yfir þessum ágætu vísum,
en beygi mig hins vegar fúslega fyrir
því, ef nýjar staðreyndir koma í ljós.
Guðrún P. Helgadóttir.
Hagalagöar
„Og farið að sjá“
Jón Þorsteinsson landlæknir bjó fyrst
í Nesi við Seltjörn. Þegar honum fædd-
ist fyrsta barnið, komu ýmsir heldri
menn úr Reykjavík að óska til lukku.
Þar á meðal var hefðarmær ein. Hún
virti barnið lengi og undrandi fyrir sér
og segir svo: „Dæmalaust er barnið
fallegt og efnilegt — og farið að sjá“.
R LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
37. tbl. 1964.