Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Blaðsíða 2
að halda áfram baráttunni vtð Þjóð-
verja. Áskorunin var ekki einungia
dæmi um föðurlandsást hans og hug-
rekki, heldur líka um spádómsgáfu
hans. Á einu örlagaríkasta andartaki
franskrar sögu sýndi hann fram á það
með ljósum rökuin, að Þýzkaland hlytl
að verða sigrað. Frakkland hefði verið
sigrað vegna yfirburða Þjóðverja í víg-
búnaði, flugflota og herstjórnarlist. En
þetta væri heimsstyrjöld. Þjóðver ar
hefðu enga von um sigur með iðnaðar-
veldi Bandaríkjanna á móti sér.
Þetta ávarp var kannski veigamesta
stund í aeviferli de Gaulles. Það fól í
sér uppreisn gegn löglegri stjórn Frakk-
lands (Fétain-stjórnin dæmdi hann til
dauða í júlí), og þar er að finna upp-
tök þeirrar spurningar, sem æ siðan
hefur ásótt de Gaulle, hvort hann hetði
löghelgaðan rétt til að tala fyrir munn
Frakkiands. Árið 1960 hélt hann því
jafnvel fram, að þennan rétt hefði hann
einnig haft á árunum 1946-1958, meðan
hann stóð að mestu utan við frönsk
stjórnmálaátök.
Það var táknrænt, að de Gaulle skýldi
verða fraegur á örlagastund með því að
útvarpa áskorun beint til frönsku þjóð-
arinnar, án allra ,,milliliða“. Það var
táknrænt um aðferðir og viðhorf for-
setans sem síðar varð. Áskorunin var
furðulegt dirfskubragð, byggt á rök-
rænni framsýni og órökrænni sannfær-
ingu um, að lágtsettur hershöfðingi gæti
talað fyrir munn Frakka.
Það var líka táknrænt, að megintil-
gangur de Gaulles með að halda Frökk-
um í stríðinu var ekki sá að sigra Þjóð-
verja, heldur „að bjarga þjóðinni og
rí’kinu“. Hættan, sem hann sá fram á,
stafaði frá bandamönnum fremur en
Þjóðverjum, sem hann var sannfærður
um að yrðu sigraðir. Herafli Frjálsra
Frakka var of veikburða til að valda
nokkru til eða frá um úrslit stríðsins.
Hlutverk hans var að tryggja aðild
Frakka að hinum væntanlega sigri,
þannig að hagsmunir Frakklands yrou
ekki fyrir borð bornir af Bretum og
Bandaríkjamönnum, þegar friður yrði
saminn.
lr etta grundvallarmarkmið var
leiðarstjarna de Gaúlles árin sem Frakk
land var hersetið. Tíður og alvarlegur
ágreiningur hans við Churchill og Roose
velt snerti lítið sem ekkert sjálfan stríðs
reksturinn. Hann var þrjózkur og djarf-
mæltur vegna þess að Fraklkland var
hersetið og vegna þess að hann óttað-
ist að „Engilsaxar“ mundu notfæra sér
þetta ástand „til að þvinga fram sína
eigin hagsmuni Frakklandi í óhag;“
Afstaða hans fór ekki milli mála. í
endurminningum sínum segir Winston
Churdhill: „Ég vissi að hann var enginn
vinur Englands. En ég fann ævinlega
hjá honum þann anda og það grund-
vallarsjónarmið, sem orðið „Frakkland“
mundi sífellt halda á loft á spjöldum
sögunnar. Ég skildi og dáðist að hrry-a-
fullri hegðun hans, þó mér gremdist
hún.“
Hroki og þrjózka de Gaulles styg-’ði
Roosevelt, og viðhorf Bandarík:-
manna sannfærði svo aftur de Gauhe
um að sjálfstæði Frakka í framtíðinni
stafaði hætta af Engilsöxum. Og hann
var þeim mun óbilgjarnari sem aðstaða
Framhald á bls. 6.
Fiamitv.stJ.: Slgfas Jönsson.
Rítstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson
Auglýsingar: Ami GarSar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstrætl S. Sími 224S0
Utgefandl: H.t. Arvakur Reykjavik
(harles de Gaulle hefur ekki
^ helgað líf sitt þjónustunni
við Frakka, heldur við sína eigin
hugsjón um Frakkland. Að hans
skilningi getur Frakkland ekki ver-
ið þekkt fyrir nafn sitt nema það
sé voldugt. í>að var skapað til „full-
komins ágætis eða fyrirmyndar-
ógæfu“. Ef Frakkland yrði meðal-
mennskunni að bráð, þá væri það
vegna „mistaka Frakka, en ekki eig-
inda föðurlandsins“. Hann trúir því,
að Frakklandi beri að vera í fremstu
fylkingu, og hefur unnið að því að
halda því þar.
Sjálfur hefur de Gaulle enga fasta-
mótaða hugsjón eða hugmyndafræði, og
tekur slíka hluti ekki mjög alvarlega
hjá öðrum. Það sem skiptir hann máli
er hagur þjóðarinnar. Varðveizla full-
veldis og sjálfstæðis hefur verið leiðar-
stjarna hans, og af þeim sökum hef-
ur hann varizt yfirgangi bæði óvina
Frakklands og bandamanna. Þar er
skýringin á fjandskap hans við hvers
konar evrópska einingu, sem fæli í sér
takmörkun á sjálfstæði Frakklands eða
aðild þess að evrópsku „yfirríki“. Og
þar sem landvarnir eru veigamikill þátt
ur í þjóðlegu sjálfstæði, hefur hann and-
æft fullkominni samhæfingu á vörnum
Atlantshafsbandalagsins og komið sér
upp eigin kjarnorkuvopnum.
I langri og linnulausri baráttu sinni
hefur de Gaulle' ekki auðnazt að gera
Frakkland jafningja „risaveldanna"
tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna. En þrjózka hans og yfirburða-
hæfileikar hafa gert hann að einum
atkvæðamesta manni í alþjóðamálum
samtímans og skapað bonum völd og
áhrif heima fyrir, sem eru með fádæm-
um.
CHARLES
T engsl de Gaulles við Frakkland
eru næstum dulræn. Ættarnafn hans er
ótrúlega vel við hæfi! En hann er langt
frá því að vera dæmigerður Frakki.
Líkamlega er hann a.m.k. höfðinu hærri
en flestir samlandar hans. Hann er ein-
rænn og stranglífur og hefur af ásettu
ráði sveipað um sig hjúpi hátíðleika og
„hirðsiða“ til að varðveita dulúðina,
sem hann telur hverjum þjóðarleið-
toga nauðsypjega. Hann á fylgismenn,
en fáa vini. Skop-kyn hans er kaldrana
legt og einatt grimmdarlegt. Hann er
óvenjufljótur að hugsa og minni hans
með ólíkindum. En hann er kuldalegur,
fjarrænn persónuleiki. Hann lítur ekki
á þjóð sína sem samsafn mennskra ein-
staklinga, heldur sem sögulega hugsjón.
Hlutverk sitt telur hann vera að þjóna
„æðri hagsmumim Frakklands“, og bend
ir á að þeir þurfi ekki endilega að fel-
ast í augnablikshagnaði Frakka.
Hin sterka tilfinning hans fyrir sam-
henginu í sögu Frakklands var rnótuð af
föður hans, Henri de Gaulle, sem
kenndi heimspeki, stærðfræði og b;k-
menntir v‘ð menntaskóla Jesúíta í Par-
ís. Charles var annar í röðinni þriggja
bræðra. Hann fæddist 22. nóvember 1890
í Lille í Norður-Frakklandi, skömrnu áð
ur en fjölskyldan fluttist til Parísar.
Þar gekk hann í kaþólska einikaskóla,
unz þar kom að hann var sendur í St.
Cyr-herskólann. Hann varð undirliðs-
foringi árið 1911, 'og fyrsti yfirmaður
hans var höfuðsmaðurinn Pétain, sem
síðar varð marskálkur.
De Gaulle særðist þrisvar í fyrri
heimsstyrjöld og var orðinn kafteinn,
þegar hann var tekinn til fanga árið
1916. Hann gerði fimm tilraunir til að
flýja, en tókst aldrei að leyna sínum
feiknalanga búk svo lengi, að hann næði
til frönsku víglinunnar. Loks var hann
fluttur í sérstakar fangabúðir fyrir ó-
forbetranlegá stuokufanga og var þar
ti. stríðsloka. Tímann drap hann með
því að lesa, íhuga og kenna samföng-
um sínum herstjórnarfræði.
D e Gaulle var snemma sjálfstæð-
ur í skoðunum, og meðan hann vann
fyrir franska herráðið eftir fyrri heims-
styrjöld myndaði hann sér ákveðnar
skoðanir um nútímalegan vélahernað
og hreyfanlegan herafla. Hann var sann
færður um, að hin nýju vopn, sem kom-
in voru til sögunnar, heíðu bundið enda
á kyrrstæðan skotgrafahernað heims-
styrjaldaráranna, og af þeim sökum
birti hann allmargar greinar og bækur
í því skyni að vekja frönsku ríkisstjórn-
ina og herstjórnina til vitundar um hætt
una og fá því áorkað, að Frakkar byggju
sig undir „Blitzkrieg" — skyndiárásir
skriðdreka og vélaherdeilda með hjálp
flugvéla, En viðleitni hans var árang-
urslaus.
De Gaulle vann stuðning Pauls R’iyn-
auds ,en það reyndist ekki nægilegt til
að veikja trú franska hersins á Magin-
ot-línunni. Þegar sókn Þjóðverja hcfst
í maí 1940, voru þeir skriðdrekar sem
Frakkar höf&u til umráða dreifðir yfir
víðáttumikið svæði meðfram víglínunni.
Þeir voru því svo til varnarlausir gegn
ofurmætti hins þýzka herbúnaðar.
De Gaulle höfuðsmaður, sem var fyr-
ir skriðdrekadeild í fim.mta hernum
franska, stjórnaði einni þeirra fáu gagn-
árása sem báru árangur, en hún reynd-
ist einungis vera staðbundin töf á fram
rás Þjóðverja. Nokkrum vikum síðar
varð de Gaulle, sem nú var orðinn hers-
höfðingi af lægstu gráðu, aðs'pðarher-
málaráðherra í ríkisstjórn Pauls Reyn-
auds.
Hann reyndi þegar í stað að telja
ríkisstjórnina á að halda styrjöldinni
áfram í Norður-Afrlku, en meðan hann
var að semja í Lundúnum u.m þrezka
aðstoð við að flytja leifar franska hers-
ins til Alsír, hafði Reynaud sagt af sér
og Pétain marskálkur tekið við stjórn-
artaumunum. De Gaulle hélt við svo
búið aftur til Lundúna.
Da-ginn eftir, 18. júni 1940, var út-
varpað ásikorun hans til Fraikka urn
DE GAULLE
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. tbl. 1965.