Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Side 3
Kötturinn hans Lása Eftir Valdimar Kristinsson E, l g er að mestu leyti svört, en ícS nokkru leyti hvít, og heiti Signý. Ann- ars kalla mig flestir köttinn hans Lása. Þið kannizt við hann Lósa, — Lása hérna í smiðjunni út með ströndinni. Við erum alls sex á heimilinu núna. Ég, Lási, Guðrún hans Lása og krakk- arnir þrír. Við vorurn sjö, en hún Helga, tengdamóðir hans Lása, dó í fyrra, eins og þið munið. Það var fjölmenn og á- nægjuleg ... nei, ég meina eftirminnileg jarðarför. Helga var svo vel kynnt og hvers manns hugljúfi. Maðurinn hennar hafði verið bakari. Okkur kt:m svo vel saman, enda báðar gamlar. Annars er yfirleitt ágætt samkomulag meðal allra á heimilinu hjá Lása. Ég held nú samt mest upp á börnin, eftir að gamla kon- an dó. Smiðjan hans Lása er ekki steinsnar frá kotinu, en það er oft mikill aur á stígnum í vætutíð, enda eiga margir leið hér hjá. Þetta kemur sér stunduim illa og ergir Guðrúnu, einkum upp á siíð- kastið, því að ég er víst ekki eins natin við að þrífa mig og áður, og vil þá spora út nýskúruð gólfin. Enda fer ég miklu oftar út í smiðju en hér fyrr meir. Þar er svo hlýtt og notalegt. Á miðju moldargólfinu í smiðjunni stendur steðji á járngirtri rótarhnyðju. Aflinn er J>arna rétt hjá og er hlaðinn úr grá- grýti, en fýsibelgurinn er tengdur við holu í botninum á honum. Þaðan gustar stundum dálítið á mig, því þarna í skot- inu á ég bæli, en hlýindin bregðast þar þó ekki. Og oft er ævintýralegt, þegar eldglæringarnar fylla loftið og sindrið flýgur í allar áttir. Hávaðinn frá högg- unum við steðjann baga mig ekki leng- ur, eftir að heyrnin fór að dofna, en mér þóttu þau oft ógnarleg hér í gamla daga. I sögu eins og hún gengur. Gömul kona við rúmið er ekki eins mikils metin og sú, sem etr síprjónandi. Og sami mun- ur er sjálfsagt á kisu veiðikló og ketti með sleni og jafnvel ódöngun. Gömlu árunum fylgja nýjar hliðar á lífinu. En þó er ég sannarlega ekki að kvarta. Á hinn bóginn finn ég, að ég hefi gerzt heimspekilega þenkjandi með árunum. Spakari að viti og spakari í framkomu, þó ég segi sjálf frá. Gallinn er bara sá, að hið fyrra skildi fólk ekkr, skildi eikki málið, sem ég talaði, og hið síðara kunni það eikki að meta. Vildi frekar fyrri veiðimennsku mína en rósemi og íihuigun. En ég tók öllu þessu með jafnaðargeði. Þ þá daga var ég reyndar ekki sVo mikið í smiðjunni. Þá var ég á sífelld- um músaveiðum og leiðöngrum um ná- grennið. Eða þá í leik með krökkun- um, og hvíldi mig svo stundum hjá gömlu konunni. Á meðan hún prjónaði, malaði ég, og reyndar prjónaði hún miklu oftar en ég malaði. Það sýndi sig á öllu, sem hún seldi á basarnum, og fékk nokkrar krónur fyrir, auk alls þess, sem börnin fengu. Þar voru ótald- ir allir vettlingarnir, sokkarnir ,húf- urnar, peysumar og treflamir. En einn góðan veðurdag varð Helga að mestu leyti að hætta að prjóna og var mikið við rúmið upp frá þvi. Þetta var eitt- hvert innanmein, sagði fólkið. Mr að var ekki löngu seinna, sem slen fór að færast yfir mig. Þá hélt ég imig löngum við rúmið hennar Helgu Og malaði mikið. Ekki var það þó alltaf af tómri vellíðan, heldur líka til að gleðja gömlu konuna. Hún átti það svo 6annariega skilið, blessunin, svo oft haíði hún verið mér vingjarnleg og góð, Annars var ég ekki ein um góðvildina í garð Helgu gömlu. Aðrir á heimilinu voru henni líka umhyggjusamir. Þó jókst önuglyndið eitthvað við veikind- in. Innanmeinið hafði áhrif á skap gömlu konunnar, eins og gengur. Slíkt emitar frá sér, eins og við þekkjum öll, og þá gat komið fyrir að einhver þyrfti jafnvel að hefna sin á mér, — kettinum. Ekki sízt Guðrún. En þetta var nú í svo litlum mæli, að næstum er skömm að nefna það. Þó er rétt að segja hverja að var ekki löngu eftir að Helga dó, að ég heyrði á tal Guðrúnar og Lása. Hún sagði, að nú þyrfti hann að fara að fara með mig, eins og þau væru búin að tala um. En Lási vildi slá öllu á frest og bar við annríki. Það á nú að heita svo, að ég skilji mannamál, en ég skil ekki alltaf hvað fólkið meinar, og býst ég við, að þið getið sagt hið sama um ykkar vini. Að fara eittJhvað með mig. Það hlaut að vera til læiknis. Þeim hefur fundizt þau vera búin að missa nógu mikið, þó að ég dæi nú ekki líka. En ég hefi ekki svo mikla trú á læknum og var ekkert spennt að fara. Þá fór Guðrún að minnast á þetta aft- ur og aftur og suða í Lása. Sagði hann þá einlhverju sinni, er honum fór að leiðast nuddið, að hann skyldi fara með mig á morgun. Nú rann þessi morgundagur upp. Lási k/om með poka og setti mig í hann. Hafði ég ekikert við það að athuga, þar sem ég hafði varla heilsu til að ganga langan veg. Ég varð þess vör, að Lási fór inn með ströndinni, en í þeirri átt var einmitt lækni að finna. Hann þræddi sjávarmálið, en það var hann oft vanur að gera á góðviðrisdögum, eins og var þennan dag. Þegar komið var að klettinum við Sjávarborg skeði hræðilegt og ótrúlegt slys. Ég veit þið trúið þessu varla, en Lási missti pokann og mig í sjóinn. Ég veit ekki nákvæm- lega hvað skeði á næstu augnablikum, en mikið fát mun hafa gripið Lása og hann hlaupið í burt til að sækja hjálp. ij em betur fer var pokinn þéttur og mikið loft í honum og flaut hann því sæmilega til að byrja með. Ég rak upp angistarmjálm og hrópaði á hjálp. Mér fannst líða heil eilífð, en sjálfsagt hafa það ekki verið nema fáein augna- blik, þangað til nokkrir strákar voru komnir niður í fjöruna. Sá stærsti þeirxa og kjarkmesti óð út í sjóinn og rétt sem pokinn var að sökkva gat strákurinn Framhald á bls. 12. Orð Eftir Sigurð Jónsson frá Brún Orðin græta og orðin hlægja Hvert orð er starf og að verki verður. og orðin kjassa og meiða. Það vinnur sæmd eða smánar. Eitt lítið nei eða já eða jaeja Það sýnir höfund, hve hann er gerður er jafnt við mein eða greiða. og heill eða kvahr lánar. Og orðaröðin og orðablærinn Og kviður storma og kliður fossa er á við sólskin og nepju er kveðandi — ljóð og bragur — happ og þrif sem við heyskap þurrkur undursamlegur, máttkur, mildur, og hráslagablaut, h'k krepju. mannbætandi og fagur. Orð eru leikföng heilbrigðs hugar „Öldumar vaka“, var áður kveðið. og hjálpartæki í starfi. Öldurnar vaka og syngja. Oft er eitt skýrlegt orð það sem dugar Þær halda bragliðum, hita geðið og aflinu meiri þarfi. og hugann styrkja og yngja. Og leiknin að haga eigin orðum Úr þrílið ólaga upp við ströndu er íþrótt fegurst og dýrust er orðin fyrirmynd ljóða. að láta þau syngja, leiftra, braga, Og hafi svo reglur hver heilvita maður í lokin sterkust og skýrust. og haldi skipun til góða. 12. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.