Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Blaðsíða 14
Mr að var varla orðið ratljóst um morguninn, þegar hópur þessara for- ingja afhenti MacKenzie þetta skjal. Hann las það gaumgæfilega og reis síðan úr sæti sínu og sagði: „Herrar mínir, ég er samþykkur tillögum yðar, en ábyrgð- in hvílir á mér einum“. Skipherrann fór fram að vopnabúrint og tilkynnti hæglátlega hinum hlekkj- uðu föngum, að þeim væri ekki líf hug- að lengur en eina klukkustund. Enginn skipsprestur var meðal áhafn- arinnar, svo skipherrann, eftir guð- rækni þeirra tíma, bauðst til þess að lesa bænir með hinum dauðadæmdu mönnum. Spencer tók þessum boðskap með slíkri léttúð, að skipherrann varð gáttaður, og velti því fyrir sér, hvort hann væri í rauninni með öllum mjalla. Hinir tveir báru sig aumlega. í viðurvist hinna hlekkjuðu manna, fór hinn óhugnanlegi undirbúnin.gur fram að afstöku þeirra, í skímu rísandi sólar, þarna suður í hitabeltinu. Þrjár snörur voru festar yfir eina rá aftursigl- unnar. Ráðherrasonurinn fékk sinn einkaaftökustað á hinum enda rárinnar, sökum ættgöfgi og eðlilegrar stéttaskipt ingar. Foringjarnir í fullum skrúða og með sverð við hlið, söfnuðust hljóðlega saman á afturþilfarinu, og allan tím- ann heyrðist lágróma rödd skipherr- ans, þar sem hann kraup við hiið þeirra manna, sem nú áttu að deyja. Næstum því á nærgætinn hátt, eins og eitt vitni síðar bar, losaði vopna- vörður skipsins fangana úr hlekkjunum og fylgdi þeim undir vörzlu yfirskot- mannsins með brugðnu sverði, undir dinglandi snörur. Að lokum spurði Mackenzie fangana þeirrar spurningar, hvort þeir hefðu ein hver skilaboð að senda ættingjum sínum og vinum, en enginn þeirra svaraði. Fangarnir voru berhöfðaðir, og snör- unum var brugðið um háls þeirra. Hend ur þeirra voru bundnar fyrir aftan bak. Slakinn var tekinn af snörunum, og síð- an svifu þessir þrir menn upp frá þil- farinu og upp undir rána, þar sem þeir báru við aftureldinguna, sem hefir skæra og dásamlega liti á þessum breidd argráðum. Svo virtist sem þeir væru fljótir að kveðja heiminn. Allan daginn fram að sólarlagi dingl- uðu þessir þrir fangar í snörunum, eft- ir þv ísem skipið ruggaði. Þ-á voru þeir teknir niður og sjórinn luktist u.m þá. ★ mt rem vikum síðar kom skipið til flotahafnarinnar í Brooklyn. Skipherr- ann gaf opinbera skýrslu um framan- skráða atburði. Á sömu stundu skall of- viðrið á. Það var lítið veður gert út af heng- ingu hinna óbreyttu dáta, en aftaka son ar sjálfs hermálaráðherrans vakti reiði- öldu um gervalt landið. Meðal flestra yfirmanna flotans hlaut Mackenzie stuðning fyrir aðgerðir sín- ar, en margir stjórnmálamenn og all- mörg stórblaðanna stimpluðu hann sem blóðþyrstan harðstjóra, sem hrakið hefði sæmilega menn út í villu og for- dæmingu. Um eins árs skeið eða svo, var Mac- kenzie, ef til vill, sá hataðisti maður í Bandaríkjunum, en biturleikinn í hans garð dvínaði smátt og smátt, og þjón- ustu sína í flotanum endaði hann með fullri sæmd og völdum. í dag skipa af- komendur hans margar virðingarstöður í amerísku þjóðlífi. (Framanskráð grein, sem hér birtist í þýðingu, er rituð af brezka blaða- manninum George Minto). K.S. MÁLA-DAVÍÐ Framhald af bls. 4. NEÐANSJÁVARÖLDUR hefur síðan slangrað meðal félaga sinna og annarra, safnað um sig áhugasömum áheyrendum á verzlun- arlóðinni, mælt fullum hálsi og hvergi dregið úr meinyrðum. Hlaðið glóðum elds að höfði sér. Leið fram á kvöld, sumarnótt færist yfir fjöll og fjörð, og lestamenn tínast til náða. En Þórður Thorlacius er enn á ferli og fer ekki einn, í fylgd voru 10 eða 11 skipverjar af norskri fiski- skútu, sem lá á vognum. Þeir fóru harkandi og stefndu til reisutjalda Öræfinganna. Davíð sagði svo frá komu þessara legáta sýslumanns: —„Hvörjir með byssum og pistólum yfirféllu mig strax á plássinu, og jafnvel þó ég væri lagstur til hvildar, og án þess ég sýndi hina minnstu mótvöm, (heldur lét ég þá breyta sem þeir vildu.“ Hugurinn hvorki hló né grét, hóf er beztur mátinn, Djúpavogs 'þá Loftui' lét leiða mig í bátinn. Davíð var færður út á skútuna við spott og spé, hafður þar í haldi um nóttina, en færður í land að morgni. í réttinum var honum hót- að dómi og flutningi í jámum til Reyðarfjarðar. Þegar hann reynir að opna munn, er honum sagt að þegja, enda ekki eins liðugt um mál- bein og tunguspaða eins og daginn áður. Verður honum helzt fyrir í þessum þrengingum að snúa sér til réttarvitna og óska af þeim hollráða. Jón hreppstjóri Árnason á Bjargi í Papey taldi fram lausnargjald er nam 22 rdl. 48 sk. „virkilega kauti- on til málsloka." Davíð gaf loforð að standa honum skil á tryggingar- fénu og mátti frjáls fara að sinni. Hann bað um réttarakt og lagði í réttinn edna danska krónu í skrifara laun. Tók sýslumaður peninginn og og lofaði senda afskriftina. Um haustið barst Davíð bréf fró Thorlacius, sem sagðist hafa sótt til norðuramtsins um forlíkun. Fallisf amtið á niðurfall málsins. Sýslumað- ur kveðst hafa gert þetta fyrir bón Davíðs, sem nú hafi enga þörf fyrir actbeskrifelse; sendir jafnframt and- virði krónunnar dönsku i courant skildingamynt. Það er eitthvað annað en Davíð fagni þessari framtakssemi, er hann telur runna undan rifjum kammer- assessorsins og verði sér mála- spillir. Ákærur allar segir hann ó- sannar, en nefnir aldrei af hverju deilan reis,“ býst við síðar að bevísa, lofi minn guð.“ Davíð heimtar, að sýslumaður greiði Jóni í Papey tryggingarféð. Þórður Thorlacius svarar, að Davíð megi vel við una að betala þá sekt fyrir unnin spjöll, verðskuldi að tiu sinnum verr væri með hann. farið. Þetta mátti vera kokhreysti. Varla telur valdsmaðurinn engu hætt, ef skuldheimtumál hans yrðu skoðuð niður í kjöl. Jón Árnason í Papey kallar af Davíð lausnargjaldið, forgefins þó, í öngum sínum ber hann fram kvart- anir á æðri stöðum. Réttilega er bent á, að Davíð geti sem dánumað- ur ekki neitað að greiða Jóni fram- Iágt fé. En Davíð heldur sig við það, að Papeyjarpeningarnir, sem eigi að endurgreiðast, séu hjá sýslu- manninum, Theodorusi Tlhorlacius. Y firborð úthafanna hýlur mianga vísindalega leyndardóma. Einn þeirra sem menn eru nýlega famir að gera sér grein fyrir, er eðli neðansjávar-ald- anna. Þessar öldur koma helzt fyrir á hita breytisvæðum, þ.e. þeim svæðum þar sem mikill munur er á hitastigi vatns ins undir og vatnsins ofan á. Enda þótt það vekti litla eftirtekt þá, tóku menn að verða þessa varir fyrir heilli öld, þegar það uppgötvað- ist, að byligjuhreyfing getur átt sér stað mil’ii tveggja laga í vökva. Þessi lög urðu að hafa mismunandi þétt- leik, en hitinn er einn þáttur í þétt- leika vatns. En þessi tilgáta vakti þá enga teljandi eftirteikt, eins og þegar er sagt. En eftirtekt vísindamanna óx þó nokkuð, þegar skrúfuskip lentu í svo- kölluðum „dauðum sjó“ í fjörðum Norð urheimskautsiandanna. Hraði skipsins féll niður í næstum ekki neitt, enda þótt vélarnar gengju eðlilega. Rann- sókn leiddi í ljós, að í þessum fjörðum var mikið um hitabreytisjó. Og þegar hitaskidn v/oru um það bil í hæð við skipskjölinn, fór mikið af afli skrúfunn ar í súginn, til þess að framleiða neð ansjávaröldur. Þegar kafbátaleit hófst, jókst eiftir- tekt manna á þessu fyrirbæri. Starfs- menn kafbátaleitanna notuðu bergmáls tæki til að endiurkasta bylgjum frá bátnum, sem leitað var að, og gátu þannig staðsett hann. En stundum gerð ist það, að bergmáiið frá skrokk kaf- bátsins gaf skakkar bendingar, eða sem verra var, hættu algjörlega, rétt eins og kafbáturinn væri sinögglega horfinn. Dr. Eugene C. LaFond, forstöðu- maður hafrannsóknadeildar bandaríska flotans í San Diego, Kalifomíu, segir: „Það sem raunverulega gerðist var það, að hljóðbylgjurnar lentu í hita- breytisvæði. Það beygði hljóðbylgjurn- ar svo mjög, að þær annaðhvort hættu að endurkastast frá kafbátnum eða náðu alls ekki aftur til hljóðnemans.“ Rannsóknir á hitabreyti leiddu eðli- lega af sér nannsókn á neðansjávaröld- um. Orsök aldna þessara hefur enn ekki fundizt, en alfmiklar upplýsingar hafa fengizt um þær og fást enn. Ein uppgötvunin varð til þess að hjálpa til að útskýra eðli vissra bletta af sléttum sjó innan um ókyrrari svæði, en þeir blettir eru stundum kallaðir „lygnur“. Þessir sléttu blettir eða rás- ir, sem hreyfast í áttina til lands, eru vel sýnilegar úr rnokkurri fjarlægð, en eiu ekki að sama skapi auðséðar af stuttu færi. Haffræðingum virtist sem vatnið í þessum lygnum væri á lóðréttri hreyf- ingu niður. Hugsanlegt var, að þær stæðu í einhverju sambandi við neðan- sjávaröldiuir. Kannsókn var gerð á öldum á svæðum þar sem mikið var um lygnur. Þetta var gert með því að sökkva mörg um hitamælum á mismunandi dýpi, á þungum keðjum, sem héldust lóð- réttar í sjónum. Með því að athuga hið háttbundna stig og fall jafnhitalín- anna gátu haffræðingarnir staðsett neðansjávaröldur, um lieið og þeir fóru framihjá þessari föstu röð af hitamæl- um. Það kom í ljós, að flestar lygnumar voru þar sem neðansjávaraldan tók að falla. Frekari athuganir leiddu í Ijós, að einstakar vatnseiningar verða fyrir tvennskonar og ólíkri veltihreyfingu í öldunum. Á öldutoppunum er veltan aftur á bak, en í öldudölu»um er hún áfram. Þannig verður niðurstefna beggja veltnanna samtímis. (Þetta er eins og ef maður heidur örmtmum fram fyrir sig og snýr svo öðruim rétt- sælis en hinum rangsælis, þá sér hann, að niðurhreyfing beggja arma verður samtimis). Hraðaaukning vatnsins á niðurleið eftir öldunni virtist nægja sem skýring á lóðréttu hreyfingunini í lygnunium, sem menn höfðu þegar tekið eftir. Vísindamennirnir hjá dr. LaFont hafa komizt að því, að í tiltölulega grunnum sjó eru neðansjávaröldurnar venjuiega innan við 10 fet á þykkt, koma fyrir á um það bil fimm mínútna fresti og fara íeð meðalhraða 0.3 hnúta. Hinsvegar fundu þeir í djúpum sjó bylgjur á margvíslegri tíðni og hvert lagið ofan á öðru. Hátíðniöldur höfðu tiltölulega minni þykkt. Hinar, með lægri tíðni, voru miklu dýpri, stund- Um náðu þær mörg hundruð feta þykkt. Enda þótt dr. LaFond sé enn ekki viss um uppruna þessara aidna, trúir hann því, að orsakirnar geti verið margar, því að „það er auðvelt að koma af -tað ölduhreyfingu eftir skarpt af- mörkuðum fleti“. Hann gizkar á mikiar breytingar á loftþrýstingi, sjávarfalla hreyfingu, yfirborðsvindum og snöggar breytingar á lándslagi sjávarbotnsins — að allt þetta geti hugsanlega verið or- sakirnar til hins háttfasta öldtUtgangs á hitabreytisvæðinu. Hvað snertir landslagsbreytingar nar, þá hafa visindamenn Bandaríkja- fiotans þeg-ar komizt að því, að ein „oddhvöss" eyja gerir röst í sjóinn und ir yfirborði hans, þegar neðansjávar- ötldumar fara fram hjá henni. Stand- berg á einni hillu á meginlandinu veld- ur einskonar flossi á hitabreytisvæðinu. Og neðansjávarfjall veldur aukinni tíðni á neðansjávarölduim, en öldurnar að baki því hafa hinsvegar lægri tíðni. LEIÐRÉTTING f greininni um byggingu Hótel fs- lands í síðustu Lesbok á bls. 14 hefur í skýringum á mynd efst á siíðunni fall- ið niður nafn frú Önnu Jörgensen konu Gunnars Þorbjörnssonar kaupmanns. Er hún fjórða. Konan talið frá vinstri (sú sem horfir í áttina að veitingatjaldinu). Vísan um Sæfinn vatnsibera mun rétt ari þannig: Sæfinnur með sextán skó sækir vatn og ber heim mó Aldrei rær hann út á sjó af því hann er gamalt hró. HAGALAGÐAR Jafn við tröllin í Minnisblöðum sínum seigir Finn- ur á Kjörseyri frá því er hann flutt- ist norður í Hrútfjörð með Ragnhildi systur sinni og Sverrisetn sýsiluimanni mági sínum. Þau gistu í Forna- hvammi að Einars bónda Gíslasonar. „Einar fyligi okfcur norður á Holta- vörðuheiði, þar á leiðinni var tölu- vert af stóði og trypparusli. Sr. Þor- valdur í Hvammi striddi Einari með þvi að hann brúkaði stóðið og sneri þessu erindi upp á Einar: „Einar brúkar síðhempuna á sjóinn“ og hafði það svona: Einar brúkar ótemjur á fjöllin, á þeim ber hann heyið sitt á völlinn. Messum hafnar maurum safnar mör í kaifnar telst því jafn við tröllin.“ 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 12. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.