Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Blaðsíða 6
að láta hann víkja fyrir Giraud hers-
höfðingja. Hann svaraði með því að
efna til fundar Frjálsra Frak'ka í Albert
Hall í Lundúnum og tryggja sér for-
ustu þeirra, eftir að hann hafði með fim
legum brögðum att saman bandamönn-
um og frönskum keppinautum sínum.
Hann varð leiðtogi frönsku bráðabirgða-
stjórnarinnar sem sett var á laggirnar
í Algeirsborg í maí 1944. Þremur mán-
uðum seinna kom hann til Parísar.
T vö meginmarkmið hans þegar
hér var komið voru þau að láta Frakka
taka eins mikinn þátt í styrjöldinni og
frekast vaeri unnt og að koma í veg fyr-
ir hugsanlegar tilraunir til valdatöku af
hálfu kommúnískra hópa innan and-
spyrnulhreyfingarinnar. Siðari vandann
leysti hann með því að gera tvo með-
limi hins volduga kommúnistaflokks að
ráðhermm og fljúga síðan til Moskvu
og gera sáttmála við Stalín.
Áframhaldandi stríðsrekstur var lát-
inn ganga fyrir viðleitninni við að bæta
hin bágu efnahagsikjör Frakka eftir
margra ára hernám. Hersveitir Frjélsra
Frakka ásamt deildum úr andspyrnu-
hreyfingunni og sjálfboðaliðum unnu
Elsass og héldu Strasborg (þó Eisen-
hower hershöfðingi gæfi skipun um að
hörfa til baka í bili) og komust inn í
Þýzkaland, þar sem de Gaule heimtaði
franskt hernámssvæði.
Um þetta leyti hefði ekki verið óhugs-
andi að de Gaulle reyndi að koma á
einræði í Frakklandi. En hann vildi
ekki taka þá áhættu að stofna til borg-
arastyrjaldar. í stað þess studdi hann
lýðræðislega stjórn með sterkum for-
seta. Eflaust bjóst hann við að setjast
sjálfur í forsetastólinn, en gerræðisfull
framkoma hans styggði stjórnmálaflokk
ana, og samskipti hans við franska
stjórnmálamenn urðu æ kuldalegri.
Hann kenndi flokksleiðftrgunum um
þetta og áleit að þeir hefðu aðeins hug
á að taka upp aftur skollaleikinn frá
því fyrir stríð, þegar flokkshaigsmunir
og hrossakaup voru látin sitja í fyrir-
rúmi fyrir hagsmunum Frakklands.
Skyndilega kvaddi de Gaulle ráðherra
sína til fundar 20. janúar 1946 og til-
kynnti þeim afsöign sína, én þess að
gefa þeim táma til að setjast niður. Or-
sakir þessarar ákvörðunar urðu aldrei
fyllilegar ljósar. Hann kann að hafa von
azt til, að þjóðin mundi kveðja hann til
forustu aftur og leyfa honum að stjórna
eftir sínu höfði. Hann virðist hafa ver-
ið sannfærður um, að þingræðisstjórn
væri óstarfhæf í hinu mikla efnahags-
öngþveiti eftir styrjöldina, og að tími
hans mundi renna upp fyrr eða síðar.
Hann kann að hafa runnið upp seinna
en hann bjóst við, en hann rann upp,
og í maí 1958 tó'k de Gaulle enn að sér
það hlutverk að „frelsa“ Frakkland.
A. árunum 1946-1958 skarst de
Gaulle öðru hverju í leikinn með því að
halda blaðamannafundi, og sömuleiðis
stofnaði hann hina svonefndu Frönsku
þjóðfylkingu (RPF), hreyfingu, en ekki
flo'kk, sem átti að berjast fyrir stjórnar-
skránni sem de Gaulle vildi fá. Eftir
kosningasigra í byrjun (hershöifðinginn
var aldrei í framboði sjálfur) rénuðu
vinsældir þessarar hreyfingar, og árið
1953 tilkynnti leiðtoginn opinberlega að
hún hefði verið leyst upp.
Það hefur aldrei fengizt endanlega
staðfest, hve mikinn þátt de Gaulle
sjálfur átti í viðburðunum sem leiddu
til byltingarinnar í Alsír í maí 1958, er
batt enda á fjórða lýðveldið. En fylgis-
menn hans á þingi gerðu sitt til að
hindra möguleikana á raunhæfri stjórn
fjórða lýðveldisins. Margir af fylgis-
mönnum de Gaulles áttu einnig beinan
þátt í samsærinu í Alsír.
De Gaulle tók aldrei afdráttarlausa
afstöðu sjálfur og komst til valda í ryk-
mekki hálfkveðinna yfirlýsinga og ó-
ákveðinna loforða. Hann neitaði að for-
dæma uppreisnarmennina, en krafðist
þess að vera settur í embætti forsætis-
Sibelius á unga aldri.
SVIPMYND
Framhald af bls. 2.
hans var veikari fi-á hernaðarlegu og
lagalegu sjónarmiði.
Hann fór mjög í taugarnar í banda-
mönnum, og samskipti hans við þá voru
orðin svlo uggvænleg, að ekki einasta
var fyrirhugaðri landgöngu í Norður-
Afríku haldið leyndri fyrir honum,
heldur voru einnig gerðar tilraunir til
Heimili Sibeliusar, sem nú er safnhús.
BÓKMENNTIR
Framhald af bls. 5.
á góðri leið með að fullkomnast.
Það, sem Strauss tókst að kþmast í tón-
dramanu, komst Sibelius í symfóníunni:
rómantíkin nær hámarki sínu; í fyrsta
skipti næst fullkomlega í symfóníunni
sú listræna tjáning, sem krefst persónu-
túlkunar og sálkönnunar. Og það
meira að segja á þeim tima, sem róman-
tíkin var á undanhaldi. Þessi uppbygg-
ing symfóníunnar, og þetta forrn henn-
ar, hefur haft mikla þýðingu fyrir tón-
skáld nútímans. Hámark hins listræna
takmarks þessa tíma, sem kemur fram
í fjórðu symfóníu Sibeliusar, en var
á mörkum þess að heyra fortíðinni til,
lauk þannig upp nýjum og furðulegum
heimum fyrir framtíðinni.
V erk Sibeliusar frá „alþjóðlega
tímabilinu11 eru nú fyrst að verða þekkt
smátt og smátt í Mið-Evrópu. Herbert
von Karajan hefur komizt að kjama
þeirra á bljómplötum sínum. Jafnframt
hefur hann gefið verkum Sibeliusar
sinn rétta stað í þróunarsögu symfón-
íunnar. Hann sýnir djúpan skilning á
persónuleika þeirra og frumleika.
Hinn aldni Sibelius, sem lifði í ein-
manaleika sínum í Ainola, er maður,
sem mikið hefur verið skrifað um, en
sem hefur samt verið lítt skilinn. Menn
'hugsa sér hann sem hinn stórbrotna
anda á bak við sjöundu symfóníuna,
hinn aldna sjáanda í bjálkahúsinu í
skóginum, sem gefur gætur að fyrstu
merkjum um hið komandi vor eða að
trönunum á suðurleið. En í elli hans
voru hlið við hlið hinn djúpstæði lífs-
skilningur og eilífð sjöundu symfóní-
unnar og sumir hinna bitru tóna sjálfs-
gagnrýni fjórðu symfóníunnar. Sú stað-
reynd, að allur tónlistarheimurinn bjóst
við áttundu symfóníunni, og hinar lang-
vinnu og árangurslausu tilraunir hans til
að semja ný verk gerðu hann bitran
í ellinni.
Hvers vegna lauk sköpunarstarfi
hans einmitt þegar hann var á hátindi
getu sinnar? Eif til vill var ástæðan hóf-
laus sjálfsgagnrýni. Ef til vill er skýr-
ingin sú, að honum hefur fundizt hann
vera í andstöðu við tíðarandann og list-
tjáningu hans.
Sibelius var ekki aðeins hinn ham-
ingjusami og kyrrláti andans jöfur sem
hann var álitinn vera. Sibelius lifði
mörgum árum lengur en sú kynslóð,
sem hann tilheyrði. En jafnvel eftir að
hann var hættur að semja tónlist sína
'hafði hann eitthvað nýtt fram að færa:
Sibelius var tónskáld, sem á róttækan
hátt hjálpaði ekki aðeins til við sköpun
tónlistar líðandi stundar heldur einnig
tónlistar framtíðarinnar.
ráðherra samkvæmt ákvæðum stjórnar-
skrárinnar. Þær vonir voru við hann
bundnar, að hann mundi halda Alsír
undir yfirráðum Frakka og jafnframt
binda enda á stríðið þar.
Það liðu nokkur ár þar til ljóst varð,
að hann mundi veita Alsír sjálfstæði
til að koma á friði. Á lokaskeiði Alsír-
striðsins sýndi hann hvað eiftir annað
hæfileika sinn til að hugsa skýrt á ör-
lagastundum, þegar samstarfsmenn hans
voru á nálum. Hann sýndi margoft bæði
likamleigt hugrekki og andlega
hörku.
Hann hefði getað bundið enda á stríð-
ið í Alsír fyrr en hann gerði, og eftir
á má halda því fram, að hann hefði
kannski getað fundið betri lausn. En
sannleikurinn er sá, að margir töldu
Alsír-vandamálið óleysanlegt. De Gau' e
fann lausn, en hún gat ekki orðið full-
komin. Hún fól í sér grimmdarlegt blóð-
bað leynisamtakanna OAS. Hún hafði
nálega steypt Frakklandi út í borgara-
styrjö'ld og næstum kostað de Gaulle
lífið. En hún skapaði Frakklandi frið
í fyrsta sinn síðan 1939.
Jafnframt hafði þessi erki-þjóðernis-
sinni forgöngu um sundurlimun franska
heimsveldisins. Guinea hlaut sjálfstæði
1958 og aðrar franskar nýlendur í
ríku fylgdu í kjölfarið. Fransk-afríska
samveldið varð skammlíft sem lögbund-
in sto'fnun, en Frakkar voru í vinfengi
við fyrri nýlendur sínar og héldu áfram
að veita þeim ríkulega aðstoð.
tíeimia fyrir tók de Gaulle upp
þráðinn þar sem hann hafði látið hann
niður falla árið 1946. Stjórnarskrá
fimmta lýðveldisins var beinlínis sniðin
handa bonum, og með tímanum varð
hún honum enn þægilegri. Hann not-
aði vald sitt og tímabundna fjarvist
stjórnmálaflokkanna til að koma á rót-
tækum umbótum á efnahagskerfinu,
sem miðuðu að þvi að gera frankann
gjaldgengan erlendis, losa Frakka und-
an bandarískri góðgerðastarfsemi og
gera þeim fært að standa við skuld-
bindingar sínar í Efnahagsbandalaginu.
Eftir að de Gaulle hafði barizt geyn
efnahagslegri sameiningu Evrópu, not-
aði hann hana eigi að síður í póiitísk-
um tilgangi. Og að venju var tilgannur
hans sá að tryggja Frakklandi aftur
sæti meðal stórvelda heimsins. Evróna
átti að verða magnari fyrir raust Frakk-
lands — sterka, sjálfstæða raust í heimi
sem átti á hættu að skiptast milli áhrifa
svæðanna í Washington og Moskvu.
De Gaulle hefur aldrei getað gleymt
því, að hann fékk ekki að taka þátt í
ráðstefnunum í Teheran og Jalta. Hann
var staðráðinn í því, að Frakkland
skyldi tala máli Evrópu, þegar til hins
„mikla upp'gjörs“ milli Austurs og Vest-
urs kæmi. Það merkti að hans skiln-
ingi baráttu gegn þeirri viðleitni Banda-
ríkjamanna að gera „garnla heiminn“
að leppríkjum.
í þessu augnamiði hófst hann handa
upp á eigin spýtur um framleiðslu
kjarno>rkuvopna, var afar stirður til sam
starfs innan Atlantshafsbandalagsins,
beitti neitunarvaldi gegn aðild Breta
að Efnahagsbandalagi Evrópu í janúar
1963 og olli alvarleigri kreppu innan
bandalagsins ári síðar.
Charles de Gaulle er án efa meðal
stórmenna þessarar aldar og kannski
ævintýralegastur allra stjórnmálamanna
síðustu áratuga. Hann er gæddur póli-
tískri snilld og óvenjulegri mælsku.
Hann hefuir gert franska stjórnmála-
flokka og leiðtoga að dvergum í bók-
staflegum skilningi og á eftir að skila
þeim rikiskerfi sem enginn nema hann
getur stjórnað. Að þvi leyti verður
hann eitt af stóru nöfnunum í franskri
S'ÖigiU.
Churchill sagði um hann: „Ævinlega,
jafnvel þegar hann hegðaði sér verst,
virtist hann tjá persónuleika Frakka —
mikillar þjóðar, með allt sitt stolt,
myndugleik og metnað."
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. tbl. 1965,