Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Blaðsíða 9
Nc
lú hlýtur kvenlögreglan aí
vera alveg á næsta leiti, því að svo
oft er búið að tilkynna okkur metl
nokkrum bæxlagangi að hún sé yfir-
vofandi. Ég trúi því ekki að þetta se
samskonar brella og þegar Tónlistar-
félagið kom þeim orðrómi á kreiH
að Gigli væri rétt ókominn. f>á gekk
margur maðurinn í Tónlistarfélagið
sem hélt að obo væri borg í Norður-
Noregi. Ef eitthvað var að marka til-
standið í blöðunum snemma í vetur,
þá kemur kvenlögreglan á göturnar x
allra síðasta lagi með kríunni. Kjart.
an Ólafsson brunavörður er venju-
legast fyrstur að sjá kríuna, og ég
heiti á Kjartan að hann láti okkui
nú vita jafnskjótt og hann þykisl
verða þess var að lögreglan sé byrj-
uð að ganga með brjóstahaldara.
Ég vona að Sigurjón lögregiustjór'
sjái sér fært að leggja annan mæli-
kvarða á lögreglukonurnar heldur er.
lögreglumennina. f»ví fer fjarri að ég
sé að gera að gamni mínu. Þegar ég
tala um mælikvarða þá á ég við það
hvernig löggan okkar hefur ti\
skamms tíma verið ráðin eftir máli,
Margur vaskur drengur hefur farið i
nundana í staðinn fyrir lögregluna ai
því hann slagaði ekki upp í sima-
staur. Mér finnst þetta hljóti að
norfa öðruvisi við með kventólkið,
þó að það hljóti að vísu að vera
meira gaman að slá máli á það held-
ur en á karlmennina. Samt væri mis-
ráðið að mínum dómi að krefjast
þess af stúlkunum að þær mældust
hundrað níutíu og þrír sentimetrar
á sokkaleistunum, og svo bætist kast-
skeytið ofan á allt saman. „Magiga
stöng, mjó og löng,“ söng maður í
gamla daga, og sá háski er því mið-
ur alls ekki liðinn hjá.
É
I g leyfi mér að stinga upp á
því að konurnar fái undanþágu, eins
og raunar lögreglustjóri á sínuim
tíma og Erlingur yfirlögregluþjónn.
f>að er opinbert leyndarmál að hvor-
ugur var ráðinn eftir máli, og þó
þeir væru hnýttir saman á endun-
um, þá næðu þeir ekki símastaurs-
lengd. En ef þeim finnst samt þeir
vera að brjóta einhverja hefð eða
eitthvað svoleiðis ef þeir mæla ekki
lögreglukonurnar, þá sting ég upp á
því til vara að þeir leggi að minnsta-
kosti meira upp úr víddinni en lengd
inni. Tilhugsunin um hundrað ní-
tíu og þriggja sentimetra lögreglu-
Wonu, sem þar að auki væri eins og
kústskaft, vekur mér hroll.
Það má gera ráð fyrir að Erling-
ur sé byrjaður að kenna stúlkunum
að smella saman hælunum og gera
honör. f>að er ekki seinna vænna,
því ef að líkum lætur munu framá-
menn hér fremur sækjast eftir kven-
Ég vona bara að Erlingur geri sér
Ijóst að það er hægara sagt en gert
að láta konur standa heiðursvörð svo
vel' fari. f>að er eitt út af fyrir sig
að þegar kona gerir snarborulega
honör, þá vill braka alveg hroðalega
í lífstykkinu hennar. Svona brak var
næstum búið að gera Hitler vitlaus
an einu sinni á Gestaposkemmtun í
Núrnberg, ef mér skjátlast ekki. Auk
þess er allt á ferð og flugi undir
treyjunni á kvenfólkinu þegar það
gerir honör, eins og barmurinn sé
fullur af kanínum. Ef ég væri Erling-
ur, þá mundi ég byrja á því á hverj
um morgni að leggja eýrað upp að
lífstykkjunum og hlusta; og ef ég
væri í hans sporum, þá mundi ég
tólki í heiðursvörð sinn heldur en ekki heldur gleyma að athuga lapp-
körlum, strax og kvenfólk er falL
„Sendið tíu skvísur eins og skot“,
verður viðkvæðið, en ekki eins og
núna: „Kannski þið skutlið hingað
tíu drjólum.“
T æntanlega verður einkennis-
búningur lögreglustúlknanna með
sviþuðu sniði og langintesanna. Ég á
þó ekki við að bungurnar verði allar
á nákvæmlega sama stað og hjá karl-
mönnunum. Skraddari lögreglunnar,
sem hingað til hefur vanist því að
lögregluþjónar bæru ístruna á mag-
anum, mun nú uppgötva að hún hef-
ur eins og skipt liði og að annar
helmingurinn er kominn upp fyrir
belti að framanverðu og að hinn
helmingurinn er kominn ofan í bux-
ur að aftanverðu. Manninum verður
sjálfsagt bylt við, en svona er lífið,
Heil Hitler! eins og Hitler sagði þeg-
ar brakinu linnti í Núrnberg. Ég á
annars von á því að lögreglukonurn-
ar verði reglulega snaggaralegar í
gallanum, regluleg bæjarprýði. Mað-
ur verður náttúrlega dálítinn tíma
að venjast því að löggan sé í laginu
eins og stundaglas frekar en eins og
rauðvínsflaska; en það er líka til-
hlökkunarefni að eiga eftir að mæta
löggu sem ekki er huggulegust þegar
hún er búin að setja upp gasgrímuna.
Jr egar kvenlögreglan komst á
dagskrá núna fyrir síðustu jól (rétt
einu sinni), þá var talað um að hún
mundi annast umferðarstjórn til dæm
is og svo þar að auki líta eft-
ir börnum og gamalmennum og
stöðumælum. Mér finnst þessi verka-
hringur langtum of þröngur, og ég
leyfi mér að álíta að hér sé enn
komin ekkisin hlutdrægnin og
minnimáttarkenndin og íhaldsemin í
þokkabót sem löngum hefur mótað
afstöðu íslenskra karlmanna til ís-
lenskra kvenna. Mér er spurn: Er
það ekki verkefni fyrir Kven-
réttindafélagið, ef nú á að
ganiga svo frá hnútunum að
lögreglukonur megi einungis
lumbra á eiginmönnum sínum? Ég
segi fyrir mig að mér er hjartanlega
sama hvort ég er rotaður af karlmanni
eða kvenmanni. Ég vil helst vera ó-
rotaður eins og gefur að skilja, en
ég vona að það eigi ekki eftir að
liggja fyrir mér að ég neiti að láta
rota mig nema karlmaður sé kvadd-
ur til.
Svo eigingjarn er ég ekki.
K
irnar á kvenfólkinu. Hann á eftir að
komast að því að innskeif lögreglu-
kona er verri en ekki neitt þar sem
fólk þarf að slá saman hælunum. Það
eru þær útskeifu sem blakta.
xviðrista var meðal skemmti-
atriða í Laugarásbíói fyrir skemmstu.
Ég vitna í auglýsingu bíósins:
„Harakiri er sem kunnugt er hefð-
bundin sjálfsmorðsaðferð, sem er svo
ofboðslega hroðaleg að jafnvel for-
hertasta áhorfanda getur orðið flök-
urt.“
Visast er ýmsum líkt farið og mér
og þykir ekkert varið í kviðristur.
Ég bíð eftir virkilega fjörugri
mynd þar sem gömul kona dettur
niður stiga og hálsbrotnar.
Ermingerði, sem Rögnvaldur jarl hafði
spiallað við hana. Frægust er vísa Ár-
m ðar, sem enn þekkja margir:
Ég mun Ermingerði,
nema annars sköp verði,
— margur elur sút uim svinna —
síðan aldrei finna.
Væri ég sæll ef ég svæfa,
sýn væri það gæfa,
.— brúður hefur allfagurt enni —
eina nótt hjá henni,
og eina nótt hjá henni.
En i þessari för er hin franska kona
eitt helzta yrkisefnið, og minna fer fyr-
ir kristnum skáldskap þeirra félaga,
þótt þeim auðnaðist að lauga sig í ánni
Jórdán og sækja heim alla hina helg-
ustu staði á Jórsalalandi.
u,
allan skáldskap Rögnvalds
jarls og drykkjubræðra hans varð okk-
ur næsta tíðrætt á þessari pílagrímsför
okkar, og Sigurður Nlordal átti mestan
þátt í því, að hinar fornu vísur urðu
okkur engu miður hugstæðar en sjálf
Orkneyinga saga. Hvenær sem við gát-
um komið því við, var lesið upp úr út-
gáfu hans á sögunni, og þess á milli
skeggræddum við um atburðina og lýs-
ingarnar. Vísurnar í Orkneyinga sögu
voru einmitt eitt af mörgum atriðum,
sem gerðu hana svo ljóslifandi fyrir
okkur. Þegar Nordal hafði skýrt fyrir
okkur einhverja vísuna í sögunni,
fannst okkur stundum sem við hefðum
verið að hlusta á sjálfan Rögnivald
skáldajarl.
Rögnvaldur jarl átti eftir að
verða okkur skemmtilegur föru
nautur allt til Hjaltlands, en nú erum við
staddir í kirkju þeirri, sem hann lét
reisa, og því rifjast upp fyrir okkur
ævilok hans. Svo hagar nefnilega til,
að bein hans fundust í kórnum skammt
fx’á beinahrúgu Magnúsar helga. En
hauskúpan af Rögnvaldi var að einu
leyti harla undarleg. Líffærafræðingar
þeir, sem skoðuðu beinin, urðu þess
brátt vísir ,að kjálkinn var af öðrum
manni. En hvernig getur staðið á þessu?
Svarið er að finna í Orkneyinga sögu,
þar sem dauða Rögnvalds er lýst. Rögn-
valdur var drepinn hinn 20. ágúst 1158
að Fossi á Katanesi, og hafði hann þá
ríkt um tuttugu og tveggja ára skeið.
Sagan tekur það sérstaklega fratn, að
Rögnvaldur hafi fengið sverðshögg á
hökuna, áður en hann féll, „og var það
mikið sár.“ Því hefur mönnum komið
til hugar, að tekinn hafi verið annar
kjálki, þegar farið var að hlýja að bein-
um jarls, þar sem kjálkabein hans sjálfs
hafa verið illa útleikin.
LEIÐRÉTTING
í ljóði Erlends Jónssonar, ,,Haf“, í
síðustu Lesbók slæddist ein prent-
villa í síðustu línu. Þar stóð „holf-
viðri“, en átti auðvitað að vera „í
hvolfviðri hvikulli flæði“. Eru höf-
undar og lesendur beðnir velvirðing-
ar á þessum mistökum.
12. tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9