Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Blaðsíða 11
s I 9 9 i 5 i x P e n s a r • r „Láttu hana vita, að þér þyki værnt um hana. Nokkur bliðleg orð á réttu andar- taki.... “ — Þú hefur staðið við hlið mér í tuttugu ár og ég vil að þú vitir hve mikið — — Minnstu ekki á það góði. Hvaða fífl sem er hefði gert það! Saga. Daily Life in the French Revolu- tion. Jean Roboquet. Weidenfeld and Nicolson, London 1964. 36s. Jean Roboquet er listfræðing- ur og hefur sett saman bækur um söguleg og listfræðileg efni. Þessi bók kom fyrst út á frönsku 1938 og er nú gefin út á ensku í safni þessa forlags um daglegt líf á ýmsum tímum. Daglegt líf manna á stjórnarbyltingarárunum hefst með lýsingu á París 1789. Borgar- strætin voru mjóar smugur flest hver, samgöngur allar innan borg- ar og utan stirðar. Höfundur lýs- ir helztu samkomustöðum borgar búa, klæðnaði manna og lífsmáta og hinni almennu bjartsýni sem mótaði skoðanir manna fyrsta ár byltingarinnar. Höfundur styðst við samtíma heimildir, prentaðar og óprentaðar. Hann dregur upp mynd af þessum árum; mynd sem ekki er að finna í venjulegum sagnfræðiritum um þessa tíma. Þetta er nokkurs konar bakdyra- inngangur að byltingarárunum. Lýsing höfundar er mjög lifandi, hversdagslíf borgarinnar iðar á þessum síðum. Bókinni fylgja sam tíma myndir, heimildaskrá og registur. Celtic Britain. Nora K. Chadwick. Ancient Peoples and Places. Thames and Hudson 1964. 30s. Höfundurinn hefur ritað marg- ar bækur um fornminjarannsókn- ir og haldið fyrirlestra og stund- að uppgröft fornminja. Þessi bók kemur út í sérstökum bókaflokki, sem fjallar um fyrri tíðar ríki og þjóðir. Alls eru nú komnar út yfir fjörutíu rit þessa efnis. Kelt- neskar þjóðir eru elztu íbúar Bret landseyja, sem sögur fara af og skilið hafa eftir sig menningar- verðmæti. Framfarir í fornminja- rannsóknum hafa á síðari árum aukið mjög þekkingu manna á forsögu Bretlandseyja. Rannsókn- ir á þessu sviði benda til mun meiri áhrifa Kelta á menningu eyjarskeggja, en áður var álitið. I þessari bók er dregin upp mynd nf menningu þeirra af höfundi, sem er meðal þeirra fróðustu um þessi efnl. íslendingar til forna höfðu mikil viðskipti við þessar þjóðir og áhrif þaðan eru merkj- anleg 1 skreytilistinnl. Bókin er Bmekklega útgefin með ágætum myndum og nauðsynlegum skrám. Illustraled English Social History I-IV. G. M. Trevelyan. Penguin Books 1964. 34s. Þessi vinsæla bók var fyrst prentuð 1942, kom út myndskreytt á árunum 1949-52 og hefur oft verði endurprentuð. Þetta er fyrsta útgáfa í Penguin og ódýr- ari útgáfa er ekki fáanleg. Hér er hún prentuð með öllum myndum. Þetta er einstaklega ánægjulegt rit, skrifað af einum fremsta sagn fræðingi Breta. Hér er rakin saga ensks þjóðfélags frá því á 14. öld og fram til 1900. Þetta er hin mesta náma um enska sögu og þjóðfélagsþróun og myndirnar gera sitt til þess að lýsa hinum einstöku tímabilum og lífsmáta. Þetta rit hefur fengið hina beztu dóma og er eitt það merkasta sem út hefur komið á þessari öld um enska sögu. Um sumt minnir ritið á hið ágæta rit Troels-Lund um 16. öldina, en þetta er mun víðtækara og víðfeðmara um flest. Það er mikill fengur að þessu riti í svo ódýrri útgáfu. Blað síðutal allra bindanna er um 1400 síður og myndir eru um 600. Bókmenntir. Gemischte Gefiihle. Notizen zum Lauf der Zeit. Friedrich Sieburg. Deutsche Verlags-Anstalt, Stutt- gart 1964. DM 19.80. Höfundur þessara brota er vel þekktur fyrir ágæt sagnfræðirit, svo sem Robespierre, Napóleon og Chateaubriand og fleiri. Safn það af hugrenningum og athugagrein- um birtist í fyrstu í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine og er nú gefið út í bókarformi. Þetta eru hugrenningar höfundar um stjórn mál, kvikmyndir, sjónvarp, listir og bókmenntir um þýzk mál, aug lýsingar, tízku og aðrar tjáningar þeirra tíma, sem við lifum. Höf- undur er áhorfandi og lítur á þetta allt úr nokkurri fjarlægð. „Hvaða ávinning hefur maðurinn af öllu striti sínu undir sólinni", segir prédikarinn. Oft virðist höf- undur vera svipaðs sinnis. Hann lítur yfir iðandi mannkösina, sem er á hlaupum eftir þeim verðmæt- um, sem hún telur einhverju varða. Höfundur virðir þetta fvrir sér og viðbrögð hans eru góðlát- legt bros. Margar þessara hug- renninga eru skrifaðar í tilefni vissra atburða, en innsæi höfund- ar er þesskonar, að greinar hans missa ekki gildi sitt þótt löngu hafi fyrnst yfir tilefni þess, sem vakti hugrenningar han.s. The Oxford Chekhov: Volume III. Uncle Vanya Sisters, The Cherry Orchard, The Wood-De- mon. Translated and edited by Ronald Hingley. Oxford Univer- sity Press 1964. 42s. Þetta er fyrsta bindið, sem kem ur út af nýrri útgáfu af Chekhovs hjá Oxford útgáfunni. Bidin verða aíls níu. Öll verkin verða þýdd af Ronald Hingley. Leikritin fylla tvö bindi og styttri leikritin eitt. Eitt bindið verður úrval smá- sagna fyrir 1888 og smásögur Chekovs frá árunum 1888-94 fylla fimm bindi. Leikritin í þessu bindi eru í nýrri þýðingu Hing- leys, sem ritar einnig inngang, at- hugagreinar og skrá um helztu rit varðandi höfund og verk hans. Það hefur verið lögð mikil á- herzla á að vanda þýðinguna sem allra mest og þýðandi hefur kapp- kostað að gefa sem sannasta mynd af frumtextanum á nútíma ensku. Það er mikið vandaverk að þýða rit þessa höfundar, ekki sízt leikritin, ekki síður en að leika þau. Minningar St. Michael and the Dragon. Pierre Leulliette. Translated by Tony White. Heinemann 1964. 30s. Þessi bók kom út í Frakklandi 1961 og varð gerð upptæk nokkr- um klukkustundum eftir að henni var dreift í bókabúðir. O.A.S. samtökin létu ekki á sér standa með árásir á útgefanda og höfund, því efni bókarinnar féll enganveginn í þeirra kram. Það var gerð önnur tilraun til að dreifa bókinni, en hún varð aft- ur gerð upptæk. Útgefandi og höf undur reyndu að fá banninu af- létt, en beiðnum þeirra var ekki sinnt af yfirvöldum. Þetta stapp vakti allt mikla athygli og loks var bókinni dreift eftir að höfund ur hafði tvívegis skrifað innan- ríkisráðherranum, en ekki verið virtur svars. Hér birtast minningar höfund- ar um stríðið í Alsir og ýmsar skuggahliðar þeirrar baráttu. Höf undur skýrir frá reynslu sinni sem hermaður í einföldum orðum án allra látaláta og áróðurs. Bók- in er nokkuð stytt í ensku þýð- ingunni, með samþykki höfundar. í augum höfundar er strið margt fleira en hetjuskapur og hann á- lítur að hermennska skemmi menn og ali með þeim skepnu- skap og margar hinar verstu ó- dyggðir. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR Rafheili er kominn til lands vors og reynist mesta þarfa- þing. Tröllasögur ganga af þeim afrekum, er frændur hans erlendir hafa af hendi leyst. Alþýða manna undrast afköst þessara vel gerðu og hóigværu snillinga. Bkki fara þó sögur af þvi að rafheilar hafi gerzt rithöfundar, leikdiktarar eða ljóðskáld. En þegar rafheilarnir taka til við listir af sömu snilld og þeir hafa sýnt í stærðfræði, má ætla að upp renni ný öld og nýjar stefnur stígi fram, ólíkar þeim absurdismus og obscurantismus tfjarstæðuhyggju og skuggahyggju), sem vér verðum nú að sætta oss við. Almenningur hugsar sér stundum rafheiia líkan eins konar ofvita eða furðuskepnu, sem kann að gera uppreisn gegn skap- ara sínum. En í raun og veru geta þeir ekki hagnýtt annað en það, sem þeim hefir verið gefið í vcggugjöf og „mat“, en afrek þeirra sjálfra felast einkum í hraðvirkni og vandvirkni; en að matbúa vel við þeirra hæfi er mikið vandaverk. Reynandi væri að fela rafheila vorum eitt einfalt verk, að reikna út rétt listalaun. Þar sem menning er mæld með út- gáfu blaða og bóka, er málið ekki flókið. Rafheilinn gæti reikn að launin upp á eyri ,ef honum er aðeins gefinn réttur matur, þ.e. um listir og verðmæti þeirra í krónum og aurum. Þetta yrðu óháðir lista-matsmenn að annast, líkt og fiski-mats- menn sjá um rétt mat á fiski. Hæfir matsveinar yrðu síðan að matreiða þetta á viðeigandi spjöldum handa rafheilanum, og árangurinn yrði vísindaleg niðui'staða í máli, sem menn halda að sé óleysanlegt. Lygamælar eru hins vegar tæki, sem lítt munu flutt inn, e.t.v. af því að mönnum kann að standa af þeim nokkur ótti, enda má um þá lesa furðulegar sögur í bókum og blöðum. Væri þó ekki úr vagi að þjóðin ætti svo sem tíu lygamæla. Nú má spyrja h\<ort lygi manna verði mæld likt og mjólk úr kú. Ekki kvað siíkt vera gerlegt, en nokkrum árangri má samt ná í því að ákveða vísindalega hvort einhver lýgur eða ekki. Væri lygamælir líkur áttavita, þar sem annar endi nálar benti í sannleiksátt og hinn í lygaátt, eða væri hann líkur hitamæli, sem sýndi lygina undir, en sannleikann ofar núlli, þá hygg ég að margir keyptu slíka mæla og notuðu oft við lestur bóka og blaða, ekki sízt frétta og leiðara. Ef til væri svo handhæigur lygamælir, væri hann til mikils hagræðis í leit að sannleika. Lygamælar byggja á því að sál og líkami persónu haga sér á aðra lund þegar persónan segir satt en þegar hún lýgur. Það er meiri orkueyðsla að ljúga en segja satt þegar ástæða er til að óttast að lygin verði uppgötvuð M.ö.o.: Manneskjan virðist sköpuð til þess að segja satt, en ekki til að ljúga, þ.e. að segja vúsvitandi ósatt. í raun og veru eru lygamælar nú- tímans gömul tækm, sem hagnýtt er á nýjan hátt (t.d. mæl- ing blóðþrýsting og andardráttar). Notkun er í stuttu máli á þá lund, að persóna, sem undir lygapróf gengur, er látin verða fyrir ýmsum sálrænum áhrifum i sambandi við þau mál, sem athuga skal, og um leið eru mæld líkamleg viðbröigð sömu persónu með þar til gerðum tækjum, sem ekki eru hættuleg að neinu leyti. Ekki fara sögur af því að menn hafi látið lífið af völdum nútímalygamæla né heldur beðið tjón á heilsu sinni. Mikil útbreiðsla lygamæla í sambandi við stöðuveitingar á rætur sínar að refcja til þess tjóns, sem leitt hefir hrun og gjaldþrot yfir mörg fyrirtæki sökum svika, lyga og þjófnaðar starfsmanna. Þetta hefir ekki sízt bitnað á sanngjörnum verzl- unarfyrirtækjum, sem ekki þoldu ótakmarkaða skammta af svikum, lygum, vanskilum og þjófnaði. Menn hafa gert nýj- ar uppgötvanir: Mikil málakunnátta starfsmanna bjargar ekki fyrirtæki, ef hún er notuð til lyga og svika. Ágætiseinkunnir emlbættismanna gagna ek-ki þjóð ef kunnáttan er no-tuð til svika O'g pretta. Kunningsskapur veldur því að menn hika ekki við að koma vandræðamönnum inn í stofnanir með lognum meðmælum og grafa þarinig undan stofnunum innan frá. _______ Þeir s-em ábyrgð bera hafa því gripið til lygamælanna líkt og björgunarbeltis, þegar þeir sjá stofnanir sö-kkva í fen sið- spillingar. Uppeldi er ekki að treysta þar sem mönnum er kennt að allt sé relativt, og að öðru leyti grafinn grundivöllur undan manngildi o.g siðferði manna. Lygamaelar eru, þrátt fyrir galla, miklu mannúð-legri en blóðugar hreinsanir einræð- isherra. Þó er væntanleg tilkoma þeirra til vor — og hugs- anleg tenging við rafheila — ekki nein ánægjuleg tilhugsun, en þó skárri en sjónvarpið. Sérhver maður afleggi lygi o-g tali sannleik við sinn náuniga — og hinn stelvísi hætti að stela. Smo býður oss Heilög ritn- ing. Breytum eftir því og spörum kaup lygamæia eitt ár enn. 12. tb-1. 1965. TjESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.