Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Blaðsíða 10
StHAVIH IALIU
Gott verk aldrei selt lágu veröi
13715.
— Sigurður Benediktsson.
— Góðan dag, þetta er hjá
Lesbók Morgunblaðsins. Er
nokkurt uppboð á næstunni?
— Já, ég ætla að halda má'l-
verkaupplbð í Hótel Sögu, 8.
apríl.
— Hefur mikið borizt til þín
af málverkum?
— Já, talsvert, en ég gæti
samt tekið við meiru. Það er
mjöig óhagkvæmt, bæði fyrir
mig og væntanlega seljendur,
að komið sé með málverkin til
imin á síðustu stundu. Það er
nú einu sinni svo, að maður
þarf að kynnast mynd, sem á
að selja til þess að kunna að
mæla með henni, þ.e.a.s. ef
hún er þá meðmælaverð.
— Hafa ekki verið óvenju-
lega fá uppboð í vetur?
— Nei, það er ósköp svipað
og í fyrra. Fyrir jólin var eitt
málverkauppboð, eitt listmuna-
uppboð og tvö málverkaupp-
uppboð. Síðan hef ég haldið
eitt bókauppboð. Þá mun ég
væntanlega hafa listmunaupp-
boð eftir 20. apríl og hefur
talsvert borizt á það. Þar verða
margir skemmtilegir og fáséð-
ir hlutir á boðstólum, og senni-
lega á eitthvað eftir að koma
af góðum munum.
— Er mikið framboð á bók-
u.m?
— Nei, mér berst mjög lítið
a.f söluhæfum bókum. Alltaf
er verið að hringja til mín og
spyrja um verð á einstökum
bókum. Sama máli gegnir um
þær og það, sem að bsrst. Sára
lítið er söluhæft, en mest af
því eitthvert dót, sem fólk
veit ekki hvað það á að gera
við.
— Þá er fólk alltaf að spyrja
mig af hverju ég haldi ekki
oftar málverkauppboð. Ástæð-
an er sú, að ég vil ekki halda
málverkauppboð fyrr en ég
hef talsvert af góðum verkum
að bjóða. Til þess að valda ekki
mínum ágætu uppboðsgestum
vonbrigðum, verð ég að hafa
ákveðinn fjölda góðra lista-
verka í höndum, áður en ég
álcveð að halda uppboð.
— Hvað um verðlagið?
— Það fer sífellt hækkandi
á öllu því, sem ég býð upp,
ekki sízt á góðum bókum.
Stundum spyr fólk mig, hvern-
ig ég geti ábyrgzt, að eitthvert
listaverk fari ekki á alltof lágu
verði. Það er óhugsandi, að
góðir hlutir fari á lágu verði,
eða undir sannvirði, á uppboð-
um. Til dæmis eru verk Kjar-
vals aldrei „seld ódýrt“, eins
og fólk segir. Það er vegna
þess, að eitthvað er við myndir
þessa listamanns, sem gerir það
að verkum, að um þær er allt-
af keppzt. Svo er og um fleiri
— Stundum er ég einnig,
spurður um það, hvers verk
hækkuðu mest hin síðari árin.
Reynsla mín er sú, að verk
Kristinar Jónsdóttur hafi snögg
Svcvar Gests skrífar um:
NÝJAR P
TUR
NÝJAR PLÖTUR. Ennþá
eru það nokkrar nýjar plöt-
ur og að þessu sinni úr
þremur verzlunum. Fálkinn
hefur fyrir niokkru fengið
fjögurra laga plötu með
hljómsveitinni „The Pretty
Things“ og á henni eru tvö
laga þeirra sem náðu met-
sölu í Englandi fyrir nokkr-
um mánuðum, lögin „Rosa-
lyn“ og „Don’t bring me
down“. Hin tvö heita „Big
boss man“ og „We’ll be tog-
ether“. Pretty Things eru á
svipaðri bylgjulengd og
Rollings Stones, Kinks og
fleiri og eru að vinna mjög
á hvað vinsældir snert-
ir í heimalandi sínu
síðustu vikurnar. Þá
eru það aðrar tvær plötur
með enskum hljómsveitum,
þessar plötur eru úr Hljóð-
færahúsinu. Sú fyrri er með
Kinks og er þar á ferðinni
metsölulagið þeirra „Tired
of waiting for you“. Kinks
vinna á hér og verður þessi
plata þeirra áreiðanlega vin
sæl hér á landi, hún er nokk
uð góð. Hin platan er með
stórri hljómsveit, lagið „Cast
your fate to the wind“ náði
vinsældum í Englandi fyr-
ir nokkrum vikum þó ekki
væri það sungið, og meira
að segja leikið rólega. Hljóm
sveitinni stjórnar Robert
Mellin og eru nokkrir fyrsta
flokks jazzleikarar í henni.
Þetta eru PYE-hljómplötur
og fást ekki annars staðar
en í Hljóðfærahúsinu. Það
má merkilegt heita að PYE
plötur hafa ekki fengizt hér
á landi fyrr en síðustu mán
uðina. PYE er í hópi þekkt-
ari plötufyrirtækja með
fjöldann allan af frábærum
listamönnum á sínum snær-
um.
Tónaver stillir inn á am-
erískar plötur og þar er
margt girnilegt á boðstólum,
sérstaklega eru 33 snúninga
plötur þeirra fjölbreyttar.
En sendingar af 45 snúninga
plötum með nýjustu lögun-.
um koma reglulega og ný-
lega komu m.a. eftirfarandi
þrjár plötur. „Let’s lock the
door“ með Jay and the Am-
ericans, „Paper Tiger“ með
Sue Thompson og „The jolly
green giant“ með „The
Kingsman". Allt voru þetta
metsölulög í Ameríku fyrir
stuttu og verða vaíalaust
vinsæl hér að eínhverju
marki. Sue Thompson muna
allir eftir fyrir. lag hennar
„Norman" frá því 1962.
essg.
hækkað meira en nokkurs ann-
ars listamanns, því að þau fer-
föiduðust í verði á einu ári.
— Eykst aðsókn fólks að miál
verkauppboðunum?
— Já, ég býst við að upp-
boðsgestum fari heldur fjölg-
andi. Ég hef átt því láni að
fagna að hafa góðan hóp og
nokkuð stóran, sem hefur haft
ánægju af því að sækja upp-
boðin og fylgjast með því, sem
þar fer fram. Þessi hópur hef-
ur að vísu breytzt dálítið, erid-
urnýjast smám saman, sum
andlit hverfa, en ný koma í
staðinn.
Úr annáIum miðald
c
Gubmundur Guðni Guðmundsson lók saman
1272
Kublai khan Mongólahöfðingi
gerir Peking að höíuðborg alríkis
síns og tekur sér keisaranaín.
Eðvarð I verður konungur Eng-
lands eftir lát föður síns, Hin-
riks III. Ríkið eflist um daga
Eðvarðs.
ísland.
Sturla Þórðarson verður fyrstur
manna lögmaður yfir öllu land-
inu, og er það til 1276.
Járnsíða lögleidd nema erfða-
bálkurinn. Sturla Þórðarson og
Þorvarður Þórarinsson rituðu
lögbókina fyrir Magnús konung.
Lögmenn væru æðstu dómendur,
en áfrýja mátti til konungs.
Árni biskup, Hrafn og Þorvarður
og fleiri höfðingjar fara utan.
1273
Rúdólf af Habsburg tekinn til
keisara í Þýzkalandi. Keisari til
1291.
Island.
Járnsíða lögtekin í heild á Al-
þingi, eftir að gerðar höfðu verið
á henni allmiklar breytingar.
(
Magnús konungur Hákonarson
játar íslendingum að eiga í haf-
skipum.
Staðarmál koma fyrir dóm erki-
biskups £ Niðarósi, og þar dæmd
mál Oddastaðar og Vatnsfjarðar
á þá lund, að kirkjan skuli hafa
yfirráð þessa umdeildu staða.
Hrafn Oddsson óg Þorvarður
Þórarinsson settir yfir allt ísland
af konungi.
1274
Mongólar reyna að vinna Japan,
en tekst ekki.
Norskir biskupar og íulltrúar
islenzku kirkjunnar sækja kirkju-
þing í Lýon á Frakklandi.
Magnús lagabætir Hákðnarson
setur ein lög um allan Noreg. Það
voru fyrstu allsherjarlög Norð-
manna.
1275
Kublai-khan, Mongólahöfðingi,
fer suður yfir kínversku ána
Jang-tse-kíang.
Marco Polo kemur til Kína.
ísland.
Kristniréttur Staða-Árna lögtek-
inn á Alþingi.
íslenzkum prestum bannað að
kvænast.
Rómarskattur eða Péturspeningur
tekinn í lög.
Hafís liggur um næstum allt ís-
land.
Drepnir 22 hvítabirnir hér við
land.
1276
Magnús lagabætir lýkur við að
setja ein lög um allan Noreg.
Erkibiskupinn í Noregi fær bréf
frá páfa. Þar er honum boðið að
ferðast um allt ríki sitt til að
heimta tíund. En þar sem slík
ferð um Garðabiskupsdæmi á
Grænlandi mundi taka um fimm
ár, er honum leyft að senda um-
boðsmenn fyrir sig. Garðabiskups
dæmi hefur þá náð til Vínlands.
(Ameríku).
ísland.
Missætti Árna biskups og Þorvarð
ar Þórarinssonar.
Þorvarður Þórarinsson brýtur
skip sitt við Vestmannaeyjar.
1277
9-8. Undirritaður £ Tunsbergi í
Noregi samningur milli konungs
og kirkjuvalds, þar sem hún hafði
ekki haft áður, svo sem tíundir
af sjófangi.
Magnús lagabætir lögleiðir nýj-
ar nafnbætur.
ísland.
Lögmenn verða tveir í stað
eins áður og lögréttunni skipt í
tvennt. Lögréttu sunnan og aust-
an og lögréttu norðan og vestan.
Lögmaður hvors lögdæmis var þá
formaður sinnar deildar og nefndi
lögréttumenn til hennar.
Sturla Þórðarson verður lögmað-
ur norðan og vestan og er það til
1282.
Hrafn Oddsson, Sturla og Þórar-
inn fara utan.
Jón rauði erkibiskup, felur bisk-
upum landsins að afleysa Odd
Þórarinsson bróður Þorvarðar
Þórarinssonar er legið hafði i ó-
vígðri mold frá því hann var felld
ur í Ge'dingahloti í Skagafirði.
1278
Rudolf I af Habsborg vinnur Aust
urríki. í orrustu við Dúrnkrut
fellur Ottokar af Bæheimi. Með
því að leggja Austurríki undir
syni sína, leggur Rudolf grundvöll
inn að hinu svokalláða Arfalandi
Habsborgara.
ísland.
Sturla Þórðarson, lögmaður, herr
aður af Magnúsi konugi Hákonar-
syni fyrstur allra íslezkra manna,
og kemur heim sama ár.
1279
Sungrikið í Kína líður undir lok
þegar floti Mongóla vinnur sig-
ur á kínverskum flota úti íyrir
enni Ai-shan. Keisarinn sem var
barn, var sjálfur með í flotanum,
en þegar aðmíráll hans sá ósigur-
inn vísan, tók hann keisarann á
herðar sér og stakk sér í djúpið
með hann og sáust ekki meir.
Dínis verður konungur í Portúgal.
Hann er talinn mestur maðtir og
bezt gerður í sögu Portúgala.
Island.
Hrafn Oddsson Álasonar, gerður
að merkismanni konungs og sett-
ur hirðstjóri yfir íslandi.
Aflausn Odds Þórarinssonar að
Seylu. Bein hans greftruð í Skál-
holti með yfirsöng Árna biskups.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
12. tbl. 1965.