Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Síða 4
SEINNI HLUTI Fjórði kafli Allir wmkaði við sér þegar fuglinn byrjaði á ræðunni, og fannst honum að vonum höfðinglega mæit. Allir sagði: Ég þakka yður, herra fugl, fyrir fög- ur og snjöll ummaeli yðar um mig. Það gleður mig að þið skógarbúar hafið ekki látið blekkjast um of af hjali Einskis, og snúið nú frá villu ykkar vegar. Mér hefur aldrei dottið í hug að gera á hluta ykkar því ég dái skógarlífið frjálsa, en get því miður ekki notið þess vegna staerðar minnar, sem meinar mér að vera annars staðar á ferð en úti á víða- vangi. En ég lofa því að Ihugsa hlýtt til ykkar, og þið eruð velkomnir að húsi mínu hvenær sem er. Mun ég þá koma hérna út á stéttina og ræða við ykkur eins og gamla félaga og vini. Það gleð- ur mig mjög að komast að raun um sannleiksgildi þess sem ég hef alltaf vitað, að þið skógarbúar elskuðuð sann- leikann og færuð jafnan að þeim lögum sem ríkja hverju sinni. Fu,gl sá sem bankar í hurðina á útsýnisturninum verður fljótlega þreyttur og mun ég ekki erfa það við hann þótt för sjáist á henni. Þið alið hann vonandi vel upp, svo hann verði ykkur ekki til skamm- ar í framtíðinni. Þegar bonum vex fiskur um hrygg verður hann eflaust nýtur þegn í skóginum. Ég þekki vel hvernig þeir eru þessir ungu fuglar. Það er mikil hætta á að þeir falli í hendur samsærismanna eins og Einskis. Ég þakka ykkur fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér og bið ykkur vel að lifa eins og alla þegna mína aðra. Allir tók ofan hjálminn og þurrkaði sér á höfðinu með vasaklút. Honum var logandi heitt, og hann ákvað að láta það verða sitt fyrsta verk eftir að skóg- arbúar væru farnir, að fara úr brynj- unni og ganga síðan til matsalarins. Það kom bragð í munninn á honum þegar hann hugsaði til kræsinganna. Skógarbúar tíndust nú á brott. Fremst fóru trén, síðan hérarnir á harða stökki og fiskarnir sem nú höfðu breytt farvegum ánna í sama horf og áður, þá snákarnir heldur en ekki vígalegir að sjá, og loks fuglarnir sem voru alltaf að snúa sér við á leiðinni og hneigja sig. Þeir voru ábúðarmiklir og reyndir á svipinn, enda álitu þeir sig helst kjörna til forustu af skógarbúum. Þeir seinustu voru að hverfa inn í skóginn þegar Allir fann að eitthvað kom óþyrmilega við hausinn á honum. Hann kenndi sárlega til, og þegar hann gáði að var það fuglinn sem hafði gef- ist upp á að banka í hurðina, og lagði nú í sveittan skallann á honum, og það var engu líkara en fuglsófétið ætlaði sér að höggva gat á hauskúpuna. Auk þess gargaði fuglinn ámátlega svo það skaut Öllum skelk í bringu. En með miklu snarræði tókst honum að hand- sama fuglinn, og halda honum föstum í járnklóm sinum svo fuglinn gat ekki einu sinn blakað vængjunum. Þetta var skrautlegur fugl í öllum regnbogans litum, og hann lét ókvæðisorðin dynja á Öllum. EFT/R JÓHANN Morðingi, kúgari, otfstopamaður, heimskingi, skrækti fuglinn. Allir setti fuglinn í búr frammi í ein- um salnum, en hélt sjálfur að matar- borðinu og fór að háma í sig réttina. Honum fannst hann nú sannarlega eiga skilið að. taka ærlega til matarins eftir atburði dagsins. Hann sá fram á rólegt og þægilegt kvöld með málverkunum, og hann ætlaði einnig að bregða sér upp í útsýnisturninn til þess að vita hvort hann sæi eimhverja sjaldgæía stjörnu. Hann hafði lengi veitt athygli lítilli stjörnu langt úti í geimnum. Það var eins og eitthvað værj kvikt á henni. Bf til vill tækist honum loksins í kvöld að gera sér grein fyrir hvers konar líf það væri eiginlega sem þarna þróaðist. Og Allir var mjög forvitinn. Honum gekk mjög vel að borða, eigin lega of vel, því maturinn virtist hverfa jafnóðum og hann snerti við honum með gafflinum. Þetta fannst Öllum undar- legt, þótt hann kannaðist við svipað af gamalli reynslu. En ekki gat það átt sér stað að Enginn væri kominn aftur, að hann hefði þorað að laumast inn í húsið þegar hann sá ekki til. Var þá HJÁLMARSSON Enginn svona hugrakkur eða var hann að sálast úr hungri? Vegna stærðar sinnar átti Allir erf- itt með að beygja sig niður til að gá undir borðið, og þótt hann gerði marg- ar tilraunir til þess sá hann Engan hvergi. En hann hafði grun um að Eng- inn sæti undir borðinu. Allir mælti: Enginn, ég veit að þú ert þarna undir borðinu. Þú ættir heldur að kioma fram úr myrkrinu og fá þér sæti í stólnum á móti mér. Þér er velkomið að borða nægju þína. Það hlýtur að vera leiðin- legt að fiá aldrei að borða við almenni- legt borð. Vertu nú ekki að fela þig. Mig hefur lengi langað til að ræða við þig í bróðerni Ekkert heyrðist undan borðinu. En eftir dálitla stund mátti sjá Engan klifra upp á stólinn. Enginn var flóttalegur að sjó þegar hann sagði: Kæri Allir, ég þakka gott boð. Nú hef ég verið hungraður svo lengi að ég get ekki annað en þegið boð þitt. Annars myndi ég deyja úr hungri, og mig langar til að lifa rétt eins og þig. Síðan tók Enginn til matar síns, og mátti þá ekki á milli sjá hvor borðaði meira, Allir eða Enginn. En Enginn hefði ekki átt að þiggja boð Allra, því Allir gat líka verið slótt- ugur. Og þegar Enginn var í óða önn að tína upp í sig vínber, greip Aliir með annarri hendinni um hann miðjan og hélt honum föstum sigri hrósandi. Þarna hef ég þig loksins, skö'inmin þín, sagði Allir. Þetla var ódrengilegt, og ekki líkt þeim sem telja sig höfðingja, sagði Enginn. Hvað sem þú segir, óttu þetta marg- falt skilið, sagði Allir Enginn barðist um af öllum mætti í klónum á Öllum, en það kom ekki að nokkru gagni, því Allir var sterkur eins og kolakrani. Nú skulum við koma og hitta hann félaga þinn, sagði Allir. Þvi næst fór hann með Engan í búrið til fuglsins og lokaði því vandlega með tveimur hengilósum. Hann hrósaði happi að hafa báða uppreisnarseggina undir lási og slá. Þarna sátu þeir ósköp vesældarlegir inni í búrinu, og það var ekki laust við að þeir sendu hvor öðrum illileg augna- ráð. Þegar Allir var farinn, sagði fuglinn: Allt þetta er þér að kenna, Enginn. Þú leiddir mig út í þetta og hést mér gulli og grænum skógum. Ekki er öll nótt úti enn, sagði Eng- inn. Úr þessu hef ég ekki áhuga á öðru en komast aftur heim til mín í skóginn og hitta kærustuna mína, sagði fuglinn. Við sleppum á einhvern hátt, sagði Enginn. Allir er svo mikið flón að hann tapar okkur út úr höndunum á sér. Og að því mæltu tók Enginn upp þjöl úr vasa sínum, og bar hana að rimlunum sem voru úr járni. Þú hefur ráð undir rifi hverju, sagði fuglinn. Lífið hefur kennt mér margt, sagði Enginn, og þjalarlaus er ég aldrei. Ég hef gogginn, sagði fuglinn, hvert sem ég fer. Þá mundi Enginn að goggurinn á fugi inum var nýbrýndur og þótt hann hefði eytt honum nokkuð á hurðinni hla'Ut hann samt að koma að gagni. Ef við notum bæði þjölina og gogg- inn á þér, hljótum við að geta sagað sundur rimlana, sagði Enginn. Þeir tóku nú til óspilltra málanna, og að lokum heppnaðist þeim eftir mik- ið erfiði og marga svitadropa að rjúfa búrið og komast út úr því. Hvað eigum við nú að gera, spurði fuglinn. Eg opna glugga, sest á bak þér og þannig fljúgum við út í áttina til skóg- arins, sagði Enginn. Ég veit ekki hvort ég lotfta þér eftir alla þessa áreynslu, sagði fuglinn. >á ertu auvirðilegur fugj, ef þú get- ur ekki borið mig, sagði Enginn, og er þá lítið orðið úr þeirri otfdirfsku sem þú hefur sýnt fyrr í dag. Þetta var nóg til þess að fá fuglinn til að leggja á sig hættuna, og Enginn krönglaðist upp á bakið á honum og hélt dauðahaldi um þreldegan hálsinn. En Enginn gat ekki unnið bug á löng- uninni í að fá sér dálítið meira að borða. Hann læddist inn í matsalinn og stal sér heilum vínberjaklasa og stakk upp í 'sig kjötbita, bragðaði á víninu sér til •hressingar, og eftir það var hann fær í flestan sjó. Hann horfði með saknaðarsvip á mat- arborðið sem hann nú varð að yfirgefa. Hér hafði hann átt margar góðar stund- ir, og það mátti Allir eiga hversu vit- laus sem hann annars var að hann kunni að bjóða gesti sínum upp á ljúf- fenga og fjölbreytilega rétti. Og því til staðfestingar fékk Enginn sér meira af víninu áður en hann lagði upp í flug ferðina. Fimmti kafli Allir stóð í útsýnisturninum, og hafði einmitt tekist að beina kikinum að litlu stjörnunni þar sem einhver hreyfing virtist vera. Hann sá mióta fyrir lands- lagi, og þóttist jafnvel greina einhverjar Framhald á bls. 12. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.