Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Page 9
Það var kolaketill í hornskakka húsinu sem við bjuggum í um árið. Hann var of lítill fyrir húsið, þó að það megi vitanlega líka orða þetta þannig að húsið hafi frekar verið of stórt fyrir hann. En hann var auk þess kenjóttur. Það mátti ekki kinda hann nema að vissu marki, þá gaus hann upp um yfirfallið. Yfirfallið var uppi á háalofti eins og lög gera ráð fyrir, og í kuldatíð átti maður um tvo kosti að velja: að frjósa í hel í sæmilega þurrum húsakynnum ell- egar drukkna í sæmilega hlýjum hí- býlum. Maður heyrði á hljóðinu í honum hvenær hann var að hugsa um að byrja að gjósa. Það var eins og hon- um yrði bumbult, og hann byrjaði að ropa og tuldra, geðvonskulega. Þá þaut maður upp til handa og fóta, hvernig sem á stóð, og þaut fram í eldhús og þaut niður kjallarastig- ann og opnaði í ofboði trekkspjaldið á belgnum á honum. Það var eins og honum létti dálítið við það. Honum fannst annars alla tíð ansi gaman að láta stjana við sig. Hon- um leiddist eflaust einveran í kjalil- aranum. Mig grunar líka að hann hafi verið afbrýðisamur. Honum var til dæmis áreiðanlega ekkert um gesti. Það bendir til þess að honum hafi líklegast þótt eitthvað vænt um okkur heimafólkið, og slíkt ber auð- vitað ekki að foragta. Þó heíði mað- ur stundum kosið minni ást og meiri nærgætni. Það er ekkert spaug að þurfa að spretta upp frá dúkuðu borði í miðju kaffigilli, klofa eins og byssubrenndur yfir Amalíu frænku, sendast eins og kólfur út um stofudyrnar, steypa sér upp á von og óvon niður kjallarastigann og kasta sér á trekkspjaldið eins og um líf eða dauða sé að tefla. Fólk byrjar að spyrja hvert annað hvort það sé einhver veila í ættinni. Svo drattast maður upp kjallarastigann aftur og snýr sér aftur að súkkulaðitertunni og reynir að láta eins og ekkert haifi ískorist, þó maður sé náttúrlega ail- ur í sóti. Það er ómögulegt að út- skýra fyrir fólki að ef maður hefði ekki hiklaust klofað yfir Amalíu, þá hefði Ijósakrónan byrjað að leka. Og einmitt þegar Amalía er byrjuð að jafna sig eftir geðshræringuna og Ágúst frændi er hættur að glápa á mann eins og maður sé eitthvað bil- aður, þá sprettur maður á fætur á nýjan leik og hrópar: „Þei! Þögn! Þar ropar djöfsi aftur!“ — og sting- ur sér undir borðið gegnum klofið á Ágústi og er horfinn. Einu sinni sagði konan mín upp úr þurru að annaðhvort yrðum við að útvega okkur nýjan ketil eða nýtt hús eða nýja ættingja. Það varð úr að við seldum horn- skakka húsið og tókum á leigu fimrn tíu ára gamalt járnklætt timburhús í Vesturbænum sem hafði stofu og svefnherbergi og eldhús og ónýtan hanabjálka og kjallaraholu sem var svo stór upp á sig að hún hafði sér- inngang aftan á húsinu. Þar stóð kola ketill óðalsins. Hann hafði þessi venjulegu spjöld og lokur og gægju- göt, svo að það má gera ráð fyrir að það hafi verið einhver skyldleiki Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna maður varð að sparka í vinstra hornið á sótlúgunni né hversvegna ketilgarmurinn vildi hafa skörung- inn á kafi í kviðnum á sér. Það var kannski bandarískt patent. Hann hét eftir á að hyggja í höfuðið á núver- andi Bandaríkjaforseta og var frá Fíladelfíu. Það stóð á bumbunni á honum: JOHNSON, PHILADELPH- IA. Við hefðum sennilega orðið bestu vinir ef það hefði ekki verið svona langt á milli okkar. Ég veit að það er mælt með vík á milli vina, firði á milli frænda og þar fram eftir göt- unum. En fjandakornið, það þarf ekki að vera heill hafsjór milli manns sjálfs og ketilsins manns. Það er hægt að taka þessi heilræði of bók staflega. Það er líka ekkert spaug að umgangast kolaketil sem býr í raun- inni í al'lt annarri íbúð en maður AV/AUU FRCWKU OG ÁGÓ$Ti FR<tNDA UIST RKKl Á &L1KUMA, með honum og goskatlinum okikar. En þessi var hálfgerður daufingi. Maður mokaði hann fullan af kol- um, sparkaði nokkrum sinnum í vinstra hornið á sótlúgunni, tróð skörungnum eins langt og hann komst inn í öskustóna og labbaði burtu. Hann hnerraði ekki úr því, hvað þá hann ropaði. sjálfur. Það gerir mann graman að þurfa að fara út úr húsinu og hálfa þingmannaleið kringum húsið bara af því að maður þarf að bæta nokkr- um kolamolum á miðstöðina. Amalía frænka byrjaði líka aftur að ympra á því hvort það vseri áreiðanlega alls engin veila í ættinni. „Hvert er ferðinni heitið með leyfi“, spurði hún einu sinni þegar ég var að búa mig af stað. „Ekkert, Amalía mín“, sagði ég og brosti. „Ferðu alltaf í frakka og húfu og gallosíur upp í klof þegar þú ætL- ar ekki neitt,“ spurði hún dálítið þurrlega. „Ha, ha, þessi var góður“, sagði ég. „Nei, ég ætla bara að heilsa upp á hann Johnson, Amalía mín.“ „Þú geymir hann kannski undir rúminu ykkar?“ spurði hún dálítið kuldalega. „Ha, ha, ha, ha, HA!“ sagði ég. „Þessi var sannarlega góður! Nei, Johnson er auðvitað niðri í kjallara, Amalía mín.“ „Og hvað, með leyfi,“ sagði Amalía frænka dálítið flóttalega, „gerið þið Johnson niðri í kjallara.“ „Við reykjum!“ svaraði ég á auga- bragði og hnippti í hana. „Og þessi var góður og það verðurðu að játa, jafnvel þó ég hafi sagt hann, Amalía mín.“ Og svo skokkaði ég út. En daginn eftir kom Ágúst frændi í heimsókn öilum á óvænt með mann upp á síð- una sem vildi ekki þiggja súkku- laðitertu þó við héldum henni að honum, en vildi aftur á móti ólmur fá að lýsa upp í augun á mér með vasaljósi. Einn góðan veðurdag sagði konan mín upp úr þurru að annaðhvort yrðum við að saga gat á svefnher- bergisgólfið svo að ég þyrfti ekki að fara út í bæ til þess að moka á mið- stöðina, ellegar við yrðum að öðrum kosti að láta setja olíublásara í John- son, ellegar við yrðum að gera svo vel að afskrifa Amalíu og aðra ætt- ingja. Það varð úr að við byggðum okkur hús af því það virtist einfald- ast eftir að við höfðum ráðfært okk- ur við sérfræðingana. Við keyptum spánýjan olíuketil í nýja húsið sem glampar eins og koppur. Ég ætla ekki að likja saman svona apparati og til dæmis honum Fíladelfíu-John- son nú eða honum Strokk gamla. Gægjugötin eru með messingum- gjörðum og lokurnar og spjöldin eru krómuð. Allt er sjálfvirkt þangað til það bilar. Svo eru allskyns mælar sem ég þarf að læra á einhvern dag- inn. Það er líka slökkvari á katlin- um á krcmaðri plötu, og þegar mað- ur setur typpið upp, þá hleypur allt í gang, og þegar maður setur það nið- ur, þá snarstansar alltsaman. Ég var til að byrja með dálítið þenkjandi út af þessu typpi, því aðrir slökkvarar sem ég hef kynnst virka þveröfugt. En ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að ketillinn standi á haus. Flvernig má það þá vera að þegar ég er búinn að pjakka með skrúfjárninu inn um gægjugatið á regúlatornum og vefja stóru fjöðrinni utan um splittið á transmittatornum og troða lausu skrúfunum inn um rifuna á karbúratornum, þá þarf ég ekki ann að en sparka lauslega fáeinum sinn- um í vinstra hornið á trekkspjald- inu — og samstundis flýgur allt í gang hérumbil alltaf. jalca, nálgast sofandl rostunginn og lætur jakann detta á hausinn á honum. Eltingaleikur við veiðimanninn M enn hafa aldrel orðið á eitt sátt- Ir um afstöðu hvítábjarnarins til manhs- ins. Margir þeirra hafa lofað honum að skjóta sig, viðstöðulaust, en aðrjr hafa lagt á flótta er þeir sáu veiðimanninn. Samt hafa verið til aðrir, sem eltu menn, komust inn í Eskimóaþorp eða tjaldstaði og lögðu þar allt í rúst, eða léðust á báta eða gengu um borð i skip, óttalausir, að því er virtist. Kvendýr vernda alltaf unga sína og eru slæm viðureignar sé þeim ógnað. JVIæðurnar eignast unga anhaðíhvert ár, og næstum alltaf tvo, á stærð við rott- ur. Þá fer móðirin inn í land og býr sér til greni, og hefst þar við þangað til ungarnir eru fæddir Þegar vorið kemur, grefur hún sig út og leitar til ísrandarinnar og er þá reiðubúin að verja afkvæmi sín. Að mæðrunum ef til vill undantekn- um, voru hvítabirnir herskárri áður fyrr en þeir eru nú og sama mátti. segja um gnábirnina og Kodiakana. Þar sem þeir 16. tbl. 1965 eru skynsamir, hafa þeir lært, að þeir eiga nú orðið verri vígstöðu en áður gegn manni i skinntreyju. En hvítabirninum hefur tekizt að lifa í mjög erfiðu umhverfi og með hverja mannslhönd andvíga sér. Eða að minnsta kosti þar til nú. Hvort svo verður á- fram, er vafamál. En það ætti það ekiki að vera, þvi að það sem eftir er af stofninum ætti að varðveita handa kom- andi kynsióðum að kynnast. 'LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.