Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Page 12
Viljann til lífs — ek!ki athafnavilja, eins og Fichte og fleiri hugsuðir, sem áður höfðu f'jallað um viljann. Þessi lífsvilji er einnig í oss mönnum, engu síður en í náttúrunni, og engu betri í mannheimi en annars staðar. Hann er einnig í oss illur og ófullkom- inn, uppfylltur af girnd og græðgi í meira en hann getur náð tökum á. Ómettanlegur og óseðjandi er lífsvilj- inn, líkur betlara, sem aldrei fær nóg. Hugsjónir rætast að vísu, en þær deyja þegar um leið. Ósk fylgir ósk, áhyggja fylgir áhyggju og ágimd vex með eyri hverjum. Þess vegna verður hinn stöð- ugi skortur að varanlegu ástandi og leiðir til þess að lífsviljinn verður að lifa á sj álifum sér, en getur aldrei orðið sjál'fum sér nógur. t>ar af leiðir bar- áttu fyrir tilverunni (á undan Darwin!) stríð allra gegn öllum, frændur verða frændum verstir, homo verður homine lupus, maður verður manni vargur. Það er þetta sífellda strið, sem sannar að lífið er i'Ht. Þegar óskir uppfyllast, taka leiðindin við. Til sönnunar á tilvist il'lskunnar í mann- heimi tekur Schopenhauer dæmi frá bamaþrælikun samtímans, enda var þá af nógu að taka. „Að fara fimm ára gamaH í spunaverksmju eða aðra sams konar, og þaðan í frá að sitja þar dag- lega, fyrst tíu, þá tólf og loks fjórtán stundir, og vinna þar sömu vélrænu vinnuna, er að kaupa dýru verði þá ánægju að draga andann . . .“ Þannig hugleiðir Schopenhauer lífið í kringum sig, allt frá bemsku til elliára. Hann öfundar ekki æskulýðinn, því að lífsviijinn leikur það aldursskeið oft og einatt æði grátt. í samibandi við mann- dómsárin, ástalífið og fjölskyldulífið tekur ekki betra við, og þar kemur fram kvenhatrið og neikvæð afstaða til kyn- lífsins, sem hann ræðir mikið um. Bezti kafli ævinnar er s-tutt tímabil á elliárun- um. Þá eigum vér aðeins stutta stund eftir í biðsal dauðans. Óttinn við dauðann er upphaf heim- spekinnar og orsök átrúnaðar. Guðfræðin er athvarf frá óttanum við dauðann. Sjálfsmorð er engin lausn, lífið hlær að þeirri leið og gerir grín að henni. En geðveikin kemur sem að- ferð til þess að komast hjá minningu um þjáningar, sbr. Freud. Hér vinnst ekki tími til að rekja kenningu Schopenhauers um vizku lífsins, en hún er athyglisverð. Þar er fjallað um gildi heimspekinnar, um snilligáfuna, gildi og hlutverk listarinn- ar og um trúarbrögðin. Til þeirra tók hann neikvæða afstöðu á yngri árum, en með aldrinum breyttist þessi afstaða hans. Þá mat hann það mest, sem kom heim við hans eigin kenningar, í kristin- dóminum, einkum allt það, sem lýtur að heimshöfnun, meinlæti, miskunn og friðsemd. Búddhadómurinn, með kenn- ingunni um Nirvana og um þjáninguna og um leiðina til að sigrast á þjáning- unni, féll honum vel í geð. Á sams konar leiðum taldi hann hina æðstu vizku vera að finna. E inn þáttinn í kenningum hans mætti nefna vizku dauðans. í sambandi við þær hugleiðingar er siðfræði hans að finna. Lausn þráir hann frá tilgangs- leysi lífsins, sem hann taldi hvarvetna blasa við augum, nema hjá örfáum snilligáfuðum hugsuðum og listamönn- um. Vizka dauðans er fólgin í afneitun eiginviljans, samtilfinningu með því sem þjáist, höfnun kynlífsins, fjarlægð frá svikabrellum ástalífsins og lygum elskulegheitanna. Sá sem getur höndlað vizku dauðans, mun á sínum tíma geta fagnað honum sem hinu æðsta hnossi. í raun og veru er þetta uppsuða úr Búddhadómi að mestu leyti, þótt heim- fært sé upp á Vesturlönd. Sjálfur lifði Schopenhauer ekki eftir kermingu sinni. Til þess var hann alltof rótgróinn þræll vestrænnar úrkynjun- ar og hræsni. En hugmyndir hans eru rammar að afli, og ekki sízt spádómar hans um framtíðina: „Undir jarðskorp- unni blunda voldug öfl, sem við fyrsta og bezta tækifæri mun óhjákvæmilega eyðileggja skorpuna og allt hennar líf . . . .“ Hefði hann verið kunnugur kjarnorkunni, líkt og vér erum nú, þá er lítil'l vafi á því að hann hefði sagt: „Hér er enn ein mynd lífsviljans, sem er sjáifum sér simdurþykkur og sundur tærir sjálfan sig Og hin litla fleyta skynseminnar mun ekki geta stjórnað þessurn ægilega mætti“. Nietzsche, sem lærði margt af — Fransmenn Framhald af bls. 8 komst hún ekki. „Austri“ komst út af Eskifirði 6. maí og hélt til Reykjavíkur. Gufuskipið „Pervi' kom 16. maí aust- an frá Hornafirði. Hafði teppzt þar í hafísnum og fór ekki lengra austur. ísinn fór ekki alveg frá Fáskrúðsfirði fyrr en 20. maí. Mestallan tímann, sem hann var inni, var ferðazt á honum á rnilli Norðurbyggðar og Suðurbyggðar. Ég man eftir því, að haldin var gifting arveizla í Hafnarnesi og mömmu og okkur börnunum boðið í veizluna. En við gátum ekki farið, því að mömmu þótti of langt að fara þangað með okkur svo ung. Nokkrar skemmdir urðu á bryggjum á Fáskrúðsfirði af ísnum, og vélskipið „Lifvelei" skemmdist það mik- ið, að smíða varð það upp að mestu leyti. Þegar ísinn var horfinn hófust sam- göngur á ný með eðlilegum hætti. Þá komu upp frá Noregi tveir norskir skipa- smiðir, sem smíðuðu „Lifvelei" upp. Frakknesku fiskiskipin komu inn eins og undanfarin sumur, og vélbátarnir fóru út á veiðar. Sumarið 1912 unnum við hjá Stange- land eins og sumrin áður. Mamma fór út á Hafnarnes um sláttinn að heyja fyrir kindunum sínum, eins og hún var vön að gera á hverju sumri, og hafði okkur börnin með sér. Ég hlakkaði alltaf til þessara ferða, sem voru ánægjulegar, en ckki datt mér þá í hug, að það yrði í semasta sinnið. Rcykjavík 1913. Frakkneskir menn settu svip á bæinn. S eint í október 1912 fluttumst við alfarin frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur. Er við höfðum komið okkur fyrir, fór ég 1 barnaskólann, sem stóð rétt við Tjörnina. Seint í apríl og í byrjun maí 1913 fóru frakknesku fiskiskipin að koma inn til Reykjavíkur. Við Steinn bróðir minn fórum þá gangandi út grandann út í Örfirisey. Þá voru ekki komnir hafn- argarðarnir. Það var skemmtilegt að koma þangað og sjá skipaferðina um Engeyjarsundið. Við sáum frakknesku Schopenhauer, sneri kerfi hans við að verulegu leyti og reyndi að setja bjart- sýnan blæ á Leþensphilosophie, heim- speki lífsins, sem um leið er heimspeki dauðans og tilgangsleysisins. Freud er náskyldur Schopenhauer, eins og viður- kennt er af hugsjónasagnfræðingum vorra tíma, en þó er mikill munur í einu atriði: Skynsemi sálfræðingsins er að dómi Freuds svo máttug að hún getur bjargað sjúklingnum frá upplausn, þótt hann sé orðinn hvötunum að bráð og hafi lagt á flótta inn í sálsýkina. En meira þarf til að bjarga heimsmenningu, fiskiskipin sigla inn með fannhvítum segl um og leggjast á ytri höfnina. Frakknesku sjómennirnir fóru í land á jullunum og tóku vatn á tunnur í lækjunum niðri við sjóinn. Þeir fóru með þvottinn sinn í hvítum segldúks- pokum, sem þeir báru á bakinu, og þrömmuðu inn Laugaveginn í klofháum stígvélabússum með trésólum. Þeir þvoðu þvottinn í Þvottalaugunum og höfðu tréklapp til að berja hann með, eins og þeir gerðu á Fáskrúðsfirði. Ég hitti þá og verzlaði við þá, seldi þeim sjóvettlinga fyrir flandrarabrauð. „Biskví for vodaling". Frakkar settu svip á bæinn í Reykja- vík eins og á Búðakaupstað: Landakot og Landakotsskólinn og íbúðarhús prest- anna, sem stóð við Túngötuna, og Landakotsspítalinn hinsvegar við Tún- götuna. Landakotskirkjan, stóð neðar við Túngötuna. Það var timburkirkja, snoturt hús. Franski snítalinn, sem þeir létu byggja 1902 við Frakkastíg og Lindargötu. Frakkastígurinn og Baróns- stígurinn minna á þá og munu gera það lengi. Konsúláhúsið Héðinshöfði, sem frakkneskur konsúll lét byggja og síðar varð eign Matthíasar Einarssonar lækn- is. Frakkneska verzlunin í Hafnarstræti, sem var í fullum blóma fram til 1915. Allt þetta setti svip á Reykjavíkurbæ. Fndalok frakkneskra fiskiskipa við ísland. E r heimsstyrjöldin hófst 1914, hættu frakknesku fiskiskipin að koma til íslands, ég sá þau ekki í Reykjavík eft- ir 1914. Eg fór austur á firði á hverju sumri, og 1916 sá ég seinast frakknesk- ar duggur á Fáskrúðsfirði. Á Fáskrúðs- firði er ekki annað orðið eftir, sem minnir á veru frakkneskra sjómanna þar, en gamla spítalahúsið og kapellan og svo grafreiturinn á Krossum. En frakkneski spítalinn á Búðakaupstað var fluttur út á Hafnarnes og gerður að íbúðarhúsi. í Reykjavík er fleira, sem minnir á þá, eins og áður segir: Landakotsbygg- ingarnar, frakkneski grafreiturinn í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, franski spítalinn sem er orðinn skólahús, og HéðinshöfðL sem er sjálfri sér sundurþykkt hús, þar sem lífsviljinn ryðst áfram með svo miklum krafti að menn tala um mann- fjöldasprengingu. Helztu heimildir, auk bóka Schopen- hauers: H. Ranheimsæter: Arthur Schopen- hauer (Vestens tenkere II.) H. K. Schjelderup: Filosofiens hist- orie. Will Durant: The Story of Philosophy. Al'bert Schweitzer: Kultur und Ethik, n. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. EINHVERRAR umbreytingar varð hann þó strax var daginn eftir komu bréfsins. Annað andrúmsloft, — annar svipur og augnaráð þeirra, sem hann mætti. Móðir hans sagði: — Það er sagt, að þú hafir fengið verðlaunabréf. Hvar er það niður komið? — Uss, það var ekkert. — Þú ættir nú áð geta sagt henni móður þinni það. — Það er bara eintóm vitleysa, skal ég segja þér. En móðir hans lét sér ekki segjast og hélt áfram að rausa um þá, er feneju meira að vita en hún, móðurmyndin hans. Og hefði hann fengið ver'ðlaun, þá ætti hann að borga eitthvað fyrir mat- inn, en hann væri þverhaus eins og faðir hans. Lars HSrd flúði. En hann hafði skammt farið, er hann mætti prestin- um á ferð með dóttur sinni og hundin- um. Lars Hárd heilsaði og beygði úr leið, en presturinn nam staðar og rétti fram höndina Ijómandi af vinsemd. — Kæri Lars, leyf mér að óska þér til hamingju. Pósturinn sagði mér, að þú hafir fengið viðurkenningu Akademí- unnar fyrir ljóð þín. Það er stór við- burður hér í sókninni. Komdu heim til mín á prestssetrið einhvern daginn og lofaðu mér að lesa kvæðin þín. Þegar Lars Hárd leit í fjóluaugu dótt- urinnar, sem geislúðu af aðdáun, hafði hann ekki þrek til að segja sannleik- ann. Meira að segja hundurinn, sem áður hafði gjammað við honum, lagði nú haus inn upp á kné hans og vildi fá klapp. Hamingjan góða, ef allt væri bara eins og þau héldu! Hann tautaði eitthvað um það, að þetta væri ekkert til að gera veður út af, en presturinn og dóttirin héldu áfram að ljóma og hrifust af óframfærni þessa unga verðlaunaskálds. Bara að Karlfeldt hefði nú þrátt fyrir allt getáð látið það vera að nota umslag og stimpil Akademíunnar, hugsaði hann, þegar hann hélt för sinni áfram. Það var Lengst t.v. minnisvarði sem Frakkar reistu Karli A. Tulinius ræðismanni. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 40. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.