Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 2
Avarpi, og hann fór réttlættur 'heitn.
Að þessu starfaði Jesús, og þetta tókst
honum með sérstakri starfsaðferð. Með
því að þjóna. Vér vitum, að hann sagði:
„Manns-sonurinn er ekki kominn til þess
að láta þjóna sér, heldur til þess að
þjóna og til þess a’ð gefa líf sitt til
lausnargjalds fyrir marga“. (Matt. 20.
23.).
Máttarverk framkvæmdi hann, en þau
stjórnuðust af sannri meðaumkun og kær
leika. Hann gat ekki annað. Neyðina sá
hann, og þá varð hann að hjálpa.
Mér virðist það ekki vera óskiljanlegt
undur, að undur fylgdu honum, sem var
hið mesta undur.
Með óviðjafnanlegum orðum og verk-
um starfaði hann. 33 ára að aldri var
hann leiddur til lífláts. I>á var verk hans
víst aðeins byrjað. Nei. Hann sagði sjálf-
ur: „Það er fullkomnáð“. — Og ég finn
að það er satt. Ég finn ekkert ófull-
komið hjá honum. Ég hefi kynnt mér
lií hans, orð hans og verk. Enga synd
sé ég hjá honum, engin svik finn ég
í munni hans. Ég sé tign hans og kær-
leiksmátt, er hann starfar, og ég sé kær-
leika hans, er hann er deyjandi á krossi.
Þá sé ég einnig starf hans. Og þegar
mennirnir tala um krossinn, hver á sinn
hátt, og hver með sínum skýringum, þá
langar mig miklu meir til að tilbiðja
heldur en að skilja, og ég get gert þessi
orð að mínum: „Hærri þótt sé ég huga
mínum, held ég mig að krossi þínum“.
Þannig talar Bernhard frá Clairvaux
um hið mikla kærleiksundur, og hjá
þeim, sem hafa séð sigur Jesú Krists, býr
enn þessi þrá: „Krans ég vil um kross
þinn flétta“.
Sænski rithöfundurinn August Strind-
berg bað þess, með dauðann fyrir aug-
um, að á leiði hans væri settur kross
með áletruninni: Ave crux, spes unica.
Þ.e. heill þér kross, einasta von.
Við krossinn á Golgata sé ég kær-
leikann sigra í sinni dýpstu niðurlæg-
ingu. En á því getur þú markað gildi
kærleikans.
EGAR ég kynnist Jesú Kristi í
lífi hans og dauða, þá finn ég að ég
undirskrifa þessi orð lærisveins hans:
„Dauðinn gat ekki haldið honum“. Líf-
ið hlaut að sigra. Og þess vegna er ég
ekki áð halda lofræðu um látinn mann,
heldur vitnisburð um lifandi frelsara.
Ég veit, að hann lifir, og það er afleið-
ing af starfi hans, af dauða hans og sigri,
að hann er við hægri hönd Guðs föður
almáttugs. Hver ætti að vera þar annar
en hann?
Þess vegna tileinka ég mér hið bezta
ráð, sem ég þekki; það ráð, sem Páll gaf
fangaverðinum í Filippí: „Trú þú á
Drottin Jesúm, og þú munt verða hólp-
inn‘. (Post. 16. 31.).
Þessa trú vil ég kannast við, og vil
ekki fyrirverða mig fyrir vitnisburð-
inn um hann, þó að ég viti, að sá boð-
skapur og sá vitnisburður er enn sem
fyrr svo mörgum hneyksli og heimska.
Án Jesú Krists get ég ekki verið. Það
væri rangt af mér að kannast ekki við
hann. Svo mikið hefir hann fyrir mig
gert, að það má ekki minna vera en að
ég kannist við hann fyrir mönnunum.
Hann er í dýrð sinni, en enn í dag
þjónar hann mönnunum og bjargar sál
þeirra, hann leysir enn úr hinum vanda-
mestu spurningum. Hann segir mér,
hvernig Guð er, að hann er faðir, sem
vakir yfir börnum sínum. Ég þarf ekki
að hræðast, mér er bent á fuglana og
liljurnar. Ég þarf ekki að hræðast, með-
an ég er hér, og ég þarf ekki að hræð-
ast, er ég fer héðan. Hjá Jesú fæ ég
svarað spurningum mínum viðvíkjandi
framhaldi lífsins. Hann hefir sagt mér
það, sem mér nægir. Orð hans hafa miklu
meira gildi fyrir mig en sannanir mann-
anna, og eftir að ég hefi kynnzt honum,
þá hefi ég eignazt tryggingu og vissu, og
sannist ekkert vísindalega, þá raskast
ekki mín trú, og þó að eitt og annað
verði vísindalega leitt í ljós, þá breytist
34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS'
ekki samband mítt við Guð, það sam-
band er hvorki vísindalegt né óvisinda-
legt, það er samband barns við föður.
Þetta samband á ég Jesú Kristi að þakka.
Það er ekki honum að kenna, þó að ég
rjú.fi það. Jesús leysir úr spurningum við
víkjandi minni eigin sál, viðvíkjandi
mínu siðferðilega lífi, og ég veit, að þessi
orð hans eru sönn: „Ef sá er nokkur,
sem vill gjöra vilja hans, hann mun
komast að raun um, hvort kenningin er
frá Guði, eða ég tala af sjálfum mér“.
(Jóh. 7. 17.). — Því meir sem vér
reynum að gjöra Guðs vilja eftir bend-
ingu Jesú, þess sjálfsagðara verður að
trúa. Þá er oss ljúft að leyfa Guði að
komast að.
Hvað er trú?
Er það ekki samband við Guð? Er það
einungis að trúa, að eitthvað sé svo og
svo? Er það ekki að trúa á — treysta
honum, sem getur hjálpað, treysta orð-
inu, sem segir mér frá Guði, reiða mig
á það? Guðs orð er það orð, sem sýnir
mér, hvernig Gúð er.
Þess vegna er það líka réttnefni, er
Jesús er nefndur orðið, af því að hann
hefir fyllilega sýnt hugarþel Guðs gagn-
vart mér, já, sýnt það í verkinu.
Ég treysti Guði. Ég veit, að mér er
borgið, hann hjálpar. Ég þarf ekki að
vita, hvernig. Ég þarf ekki að mæða mig
með ýmsum ónauðsynlegum spurning-
um. Ég þarf ekki að vita, hvernig lækn-
irinn framkvæmir uppskurðinn. Það er
mér nóg, að ég treysti því, áð hann geri
það vel.
P ERSÓNULEGT samband mílli
mín og Guðs er trú. Og hvar fæ ég þetta
samband betur en hjá Jesú? „Öllum
þeim, sem tóku við honura, gaf hann
rétt til að verða Guðs börn“. (Jóh. 1.
12.). Þegar ég tek á móti Jesú, þá nota
ég þann rétt, sem mér er ætlaður, — að
vera Gúðs barn. Trú er þá einnig þetta
— að taka á móti honum.
Þannig er að kynnast Jesú. Getur
nokkur gleymt honum, ef hann hefir
kynnzt honum? Pontus Wikner, sænsk-
ur heimspekingur, segir svo: „Þegar ég
var á æskuskeiði byggði ég Kristi altari,
en ég braut það. En það fer fyrir mér
eins og morðingjanum, að hugur minn
reikar alltaf kringum morðstaðinn“. Og
svo fór, að kynnin voru endurnýjuð og
úr varð vinátta.
Jesús Kristur hefir það áhrifavald, að
það er ekki hægt að gleyma honum.
Man ég það, áð Georg Brandes segir
frá þvi, að Anatole France láti Pílatus
hafa gleymt Jesú; þegar talað er um
Jesúm, þá segir Pílatus: „Þessu man ég
ekki eftir“.
ETTA getur ekki verið rétt sál-
arlýsing. Jesús gleymist ekki. Og hváð
hefði Pílatus sagt, ef honum hefði verið
sagt það, sem sfðar hefir orðið? Frammi
fyrir honum stóð fangi, og Pílatus
dæmdi hann. En allt til þessa dags er
nafn Pontíusar Pílatusar nefnt á hverj-
um degi af þúsundum víðsvegar um jörð-
ina: „píndur undir Pontíusi Pílatusi".
Vegna fangans, sem ekki gleymdist, varð
nafn dómarans ódauðlegt.
Ég vil ekki gleyma hinum beztu áhrif-
um. Allir, ekki sízt hinir ungu, þekkja
baráttuna og finna, að alvarlegt er að
lifa. Þeir vita margir hvað átt er við,
þegar Nietzsche talar um, að það séu
trylltir hundar, sem gelti niðri í kjall-
aranum hjá mönnunum. Og það er um
mikið tjón að ræða, ef þeim er sleppt.
— Ég gleymi ekki þessum orðum eins
stjórnmálamanns í Bandarikjunum, er
hann talar um einn æskuvin sinn, sem
var’ð að aumingja, og stjórnmálamaður-
inn veit svo vel um orsökina, og segir:
„Sin has dðne-it, and I will fight it till
I die“. (Synd hefir valdið því, og ég vil
berjast á móti henni þangað til ég dey.)
— En hvernig barðist hann og berst
enn? Fyrir kraft Jesú.
Fyrir kraft Jesú vil ég starfa og berj-
ast, — hjá honum finn ég spurníngarnar
leysast. Trú mín er Kriststrú, og ég vil
hylla hann sem konung.
Þetta er hið fegursta og bezta, sem ég
veit. En því næst er þetta: Menn höndl-
aðir af Kristi. Þannig var Páll. Þannig
var Frans frá Assisi. Þannig var Hall-
grímur Pétursson. Margir kannast við
Mynster biskup. Sumardag einn árið 1803
var hann að lesa I bók um heimspeking-
inn Spinoza. En meðan hann var a'ð
lesa, kom yfir hann friðurinn, sem er
æðri öllum skilningi, og fagnandi gat
hann sagt: „Ég á Guð og frelsara“.
Mörg nöfn er hægt að nefna. Margir
eru þeir, sem með gleði hafa játað hinni
góðu játningu. Nýlega var ég að lesa
ævisögu Jóhannesar Jörgensen, í einum
kaflanum talar hann um þá hátíð, er
hann, á heilögum stað, á mikilsverðum
augnablikum ævinnar, hafði yfir hina
kristnu játningu. 25 ár eru liðin, er hann
skrifar um þessa stund. En hann segir:
„Ég endurtek játninguna í dag og ég
vona, að ég fái að endurtaka hana á
dánardegi mínum“.
Var það ekki eitt hið síðasta orð, sem
heyrðist til Lúters, hið skýra „já“, er
hann var spurður um, hvort hann héldi
fast við játninguna?
Ég veit, að ég er ófullkominn og mér
fara ekki ætíð vel hin sterku orð. En
það segi ég sem mína dýpstu þrá: Jesú
er vert að þjóna. í nafni hans vil ég lifa
og deyja.
Prófessor Höffding lýsir trúnni á þessa
leið: „í trúnni finnur hugur mannsms
innilega vissu um gildi lífsins, gildi, sem
raskast ekki“.
í kristindóminum hefi ég fundið gildi
lífsins, það afl, sem gefur lífinu hið sanna
gildi. Ég hefi fundið það hjá honum, sem
kom til þess að þjóna.
En þá langar mig til að þjóna.
★
E R þa’ð hægt? Já, — það hvílir sú
nauðsyn á þeim sem sjá tign Jesú. Hann
segir: „Uppskeran er mikil, en verka-
mennirnir fáir; biðjið því herra uppsker-
unnar, að hann sendi verkamenn til upp-
skeru sinnar“. (Matt. 9, 37. 38.).
Eftir þessu breytti hann og kallaði á
menn sína. Veglegt hlutverk fékk hann
þeim: „Farið og gerið allar þjóðir að
inínum lærisveinum“. (Matt. 28. 19.).
Þeir fóru. Nú þjónuðu þeir Guði með
því að kalla á mennina, já, þá þjónuðu
þeir einnig mönnunum. — Þeir tóku
þetta í alvöru. Ekkert gat stöðvað vitn-
isburðinn. Ekki þrenging, ofsóknir né
dauði. Blóð píslarvottanna varð útsæði
kirkjunnar. — Þrátt fyrir megna mót-
spyrnu gat postuli Drottins sagt: „Guði
séu þakkir, sem fer með oss í óslitinni
sigurför, þar sem vér rekum erindi
Krists“. (2. Kor. 2. 14.).
Við þessa sigurför gera margir sínar
athugasemdir. Þeir sega: „Ég dáist að
Kristi, ég virði hann. En hjá kirkjunni
er svo margt ábótavant“. —
Þetta er rétt. Hjá Kristi finn ég enga
galla. Lítum á sögu Krists. Hann er lýta-
laus. — En lítum á sögu kirkjunnar. Þar
er ekki eintómt sólskin, þar eru einnig
skuggar. Er það undarlegt, þegar vér
hugsum um samanburðinn, hinn synd-
lausa og hreina — og hina veiku og ófull
komnu. Ég þekki ekki fullkomna menn.
En ég þekki menn, sem vilja þjóna
hinum fullkomna. Meðal þeirra vil ég
vera. — Þar líður mér bezt. Það væri
rangt af mér að segja annað.
En er vér sjáum hið mikla mark, og hin
miklu verkefni, þá get ég skilið að bar-
átta hefjist í sálinni, og að vér segjum:
„Sendu einhvern annan“. — Ég er ekki
að skrifta, þó að ég segi, að ég gekk ekki
baráttulaust að þessu starfi. Á stúdents-
árum mínum las ég allmikið í ritum
heimspekingsins Sörens Kierkegaards.
Þar var bent á hina miklu ábyrgð. Sören
Kierkegaard setur markið hátt, og hiíf-
ir ekki mönnunum. Fyrir honum er
kristindómurinn ekki skraut né dægra-
stytting. Að vera kristinn, — því fylgir
barátta, og sá biður tjón á sálu sinni, sem
í léttúð gengur að prestsstarfi. — Þetta
las ég og margt annað. En mig langaði til
að verða prestur. Að vera prestur er að
flytja orð frá Guði til mannanna, í nafni
æðsta prestsins, sem var orðið. Mig lang
aði til að vera prestur. En mig langa’ði
til þess að þurfa ekki að verða prestur,
af því að allar aðrar leiðir væru bann-
aðar. Þetta var mér veitt. ÉS fékk að
loknu námi annað starf, en starfaði jafn-
framt með æskunnar trú og æskunnar
veik'eika í Guðsríki, — sem sjálfboða-
liði.
Að nokkrum árum liðnum varð ég
prestur. Það, sem ég var sannfærður um,
langaði mig til að útbreiða hjá öðrum,
Og ég vona, að ég hætti aldrei áð vera
prestur, hvort sem ég gegni prestsem-
bætti eða segi því lausu. Ég vona, að
hvaða starf, sem ég tek að mér, þá
haldi ég áfram að vera prestur. Og
kristindómurinn nægir mér. Ég kemst
ekki í vandræði ef ég tileinka mér hann.
Hann nægir. Þetta hefi ég séð. Ég hefi
séð það hjá litla barninu, ég hefi séð
það hjá hinum glaða æskumanni, ég
hefi séð þáð hjá hinum sorgbitnu. Ég
hefi oft reynzt ófullkominn og vanræki
mikið, miklu meir en ég framkvæmi, og
ég get vel skilið, að menn séu ekki ávallt
ánægðir með mig. Ég er það ekki held-
ur. En ég hefi aldrei sagt: „Það vantar
mikið hjá Jesú Kristi". — Nei. Hjá
honum vantar ekkert.
HJÁ mönnunum vantar mikið.
Júdas hét einn af þeirn tólf. — En þá
máttu ekki hinir 11 hætta starfinu. Það
er gott, að menn starfa, þótt þeir séu
ekki nema menn.
Mér þykir vænt um hið fagra, hvar
sem það birt.ist.
Mér þykir væn+ um skáldskap og góð-
ar bækur. En komið hefi ég þar, sem
ekki hefir nægt að benda á slíkt. Mér
þykir vænt um fagrar listir. — En komið
hefi ég þar, sem ekki hefir stoðað að
benda á þær. Það er gott að eiga fágaða
menningu, að hafa 6—7 herbergi og nóg
til að prýða þau með. En það ná ekki
allir slíku. Það er gott að vera siðferðis-
góður og hafa álit annarra. En það nægir
ekki ávallt, að ég segi: „Vertu aðein3
siðferðisgóður". Mennirnir finna sinn van
mátt, og þó að þeim sé sagt: „Það er eng-
in synd til“, þá finnst þeim annað, þegar
þeir gráta yfir henni.
Það er sitthvað að tala um synd eða
gráta yfir henni.
Það er sitthvað að halda umræðu-
fund um samvizku eða þjást af sam-
vizkubiti.
Þó að ég segi: „Reyndu að kynnast
trúarbrögðunum", þá er það ekki á allra
færi.
En allir, sem hjálpar þurfa, geta
skilið þetta ávarp: „Vertu hughraustur,
syndir þínar eru þér fyrirgefnar. Statt
upp og gakk“.
Jesús Kristur er hinn víðsýnasti, sem
ég þekki, því að hann segir: Komið tiL
mín allir.
Það er svo margt, sem allir hafa ekkl
aðgang að. Ég hugsa um vísindin. Ég ber
lotningu fyrir vísindunum, og ég vil, að
þau séu tekin alvarlega. Alltaf geymi ég
mitt akademíska borgarabréf, af því að
það er undirskrifað af Vilh. Thomsen,
hinum nafnfræga vísindamanni. En ég
er ekki vísindamaður, þó að ég eigi
borgarabréfið.
Þó að ég væri handgengnari vísindun-
um, þá mundu þau ekki ávallt nægja.
Ég fresta því ekki að biðja, þangað til
ég fæ vísindalega sönnun fyrir því, að
mér sé það óhætt.
Ég vil heldur ekki bíða eftir því að fá
að vita, hvort lífið heldur áfróim, þangað
til það er vísindalega sannað. Ég þarfn-
ast þess nú, að vita það, og ég hefi sagt
áður á hverju ég byggi þá vissu.
Ég get undirskrifað það, sem rithöf-
undurinn Julius Magnussen, — sá hinn
sami, sem ritaði bókina „Guds Smil“, —
segir í bók sinni, „Guds Dag“: „Ef heim-
24. desember 1965