Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 6
Séð yfir hluta af Prag; Niklas-hrú yfir Moldá og Niklas-stræti til hægrL End a þótt Franz Kafka hafi skrifað verk sín
á þýzku, verður að telja hann tékkne skan. í Prag bjó hann mestan hluta ævi sinnar, og þar var hann jarðsettur.
að finna eitthvað til þess að halda sér
í, að gera sér einhverja grein fyrir til-
veru sinni, reynast fálm eitt og fum.
Svo hjálparvana er maður nútímans að
áliti Kafka. Eretinn Orson Welles hefur
gert kvikmynd eftir þessari sögu Kafka,
og þykir hún mjög snjöll. Hún var sýnd
í Bæjarbíói í Hafnarfirði á síðastliðnum
yetri, Jón Eiríksson hefur þýtt kafla úr
„Málsókininni“ og birt hanh í Árbók
skálda 1958 undir heitinu „Fyrir dyrum
lögmálsins".
I skáldsögunrli „Höllin“ (Das Schloss)
segir frá landmælingamanninum K. sem
yfirgefið hefur heimahaga sína til þess
að ganga í þjónustu hallargreifa nokkurs,
sem aldrei kemur fram í sögunni. Hefst
sagan með því, að K. kemur til þorps
þess, sem tilheyrir höllinni og byrjar
tilraunir sínar til þess að komast inn
í höllina til hallaryfirvaldanna.
E. t. v. kemur trúar- og heimspeki-
viðhorf Kafka hvergi betur fram en í
þessari skáldsögu. Sérhver tilraun sögu-
hetjunnar K. til að komast inn í höllina,
þessa byggingu, sém í senn er svo nálæg
en samt óendanlega fjarlæg, já, jafnvel
sérhver tilraun hans til þess að setjast
að í þorpinu, sem höllinni tilheyrir, mis-
tekst algerlega. f>vi ákafar sem hann
leggur sig fram, þeim mun fjarlægari
reynist takmark hans og hann býður
hvern ósigurinn á fætur öðrum. Aldrei
kemur honum samt það í hug, að til-
raunir hans séu tilgangslausar, því að
eitt er víst; Höllin er til. Það eru aðeims
fyrirmæli þau, sem þaðan koma, sem
eru óskiljanleg.
í skáldsögunni „Amerika", segir frá
16 ára pilti að nafni Karl Rossmann,
sem gerzt hefur útflytjandi frá Evrópu
til Ameríku, og tilraunum hans til þess
að finna sér fótfestu í hinni nýju veröld.
Hér lýsir Kafka umkomuleysi ein-
staklingsins í risavaxinni iðnmenningu
nútímans og minna sumar myndir þær,
sem Kafka dregur hér upp, á Charlie
Ohaplin. Þess ber þó að gæ-ta, að skáld-
sagan er rituð, áður en Chaplin var með
nokkrum hætti kominn fram á sjónar-
sviðið, enda kom Kafka aldrei til Amer-
iku.
Auk þessara þriggja skáldsagna skrif-
aði Kafka, eins og getið var hér að fram-
an, nokkrar smásögur og uppdrætti í
óbundnu máli (skissur), sem hann ekki
náði að vinna fullkomlega úr.
Beztu smásögur hans eru perlur, ein-
stæðar í sinni röð. í einni þeirra, sem
um leið er þeirra lengst, lýsir Kafka
örlögum ungs manns, sem vaknar upp
við það einn góðan veðurdag, að hann
er orðinn að risavöxnu skordýri. Kafka
lýsir viðbrögðum hans gagnvart þessum
örlögum sínum sem og viðbrögðum for-
eldra hans og systur. í fyrstu eru hin' síð-
arnefndu skelfd, en síðar breytist afstaða
sinn, sem var honum köllun og dýr-
mætari en allt annað.
Mjög lítið birtist samt af verkum
Kafka í lifanda lífi, enda gerði hann
ekkert til þess að koma þeim á fram-
færi. í>au voru eintal sálarinnar í
fyllstu merkingu. Meginhluti verka
hans, skáldsögumar þrjár sem reyndar
urðu aldrei fullgerðar, auk ýmissa ann-
arra mikilvægra verka, kom fyrst fram
í dagsljósið eftir dauða skáldsins og þá
meira að segja andstætt vilja hans. Hann
hafði gefið vini sínum, sem sjá skyldi
um eigur hans eftir hans dag, ákveðin
fyrirmæli um að brenna þau. Þessi vin-
ur hans treysti sér ekki til þess að
verða við þessum fyrirmælum og hafði
látið Kafka vita af því, enda gerði hann
sér fullkomlega ljóst, hver verðmæti
myndu þar hafa farið forgörðum. Þann-
ig forðaði þessi maður einhverjum sér-
stæðustu bókmenntum þessarar aldar
frá glötun.
í lok árs 1917 veiktist Kafka af
berklum og lífsferill hans síðan ein-
kennist af árangurslítilli baráttu við
hinn óvinnandi sjúkdóm. Hann andaðist
á heilsuhæli skammt frá Vín 3. júní
1924, mánuði áður en hann hefði orðið
41 árs gamall. Lík hans var síðan flutt
til Prag og jarðsett í grafreiti Gyðinga
í Prag-Straschnitz.
Enn er ekki unnt að skera úr um
stöðu Kafka í bókmenntum þessarar
aldar. Verk hans njóta stöðugt vaxandi
athygli og viðurkenningar. Mörgum
finnst sem hann hafi sagt fyrir um,
hvaða veg þessi öld myndi ganga. Víst
Faðirinn, Hermann Kafka
þeirra brátt úr meðaumkun í viðbjóð
og fyrirlitningu, og að lokum í afskipta-
leysi. Saga þessi er á meðal þess litla,
sem þýtt hefur verið eftir Kafka á ís-
lenzku, en hún birtist árið 1960 í þýð-
ingu Hannesar Péturssonar undir nafn-
inu „Hamskiptin“.
Lengra verður hér ekki farið í að lýsa
Móðirin, Julie (fædd Löwy)
verkum Franz Kafka. Lýsing á þeim
verður aldrei annað en afar ófullkomin
mynd þess, sem þar er að finna. Eins
skal þó getið enn. Frásögn hans er lipur
og létt og sögur hans eru ekki „leiðin-
legar“, sem sumir álíta að hljóti ein-
hvern veginn að fylgja góðum bók-
menntum.
F ranz Kafka var maður einmana.
Hann trúlofaðist tveimur stúlkum, ann-
arri þeirra meira að segja tvisvar, en
þegar á átti að herða gat hann ekki
hugsað sér að ganga í hjónaband. Við-
horf hans gagnvart hjónabandi og fjöl-
skyldulífi var þó mjög jákvætt. Hann
taldi hvorttveggja æskilegt og eftir-
sóknarvert. Skýringin á breytni hans
samt er sennilega sú, að hann hefur
álitið, að hjónaband mundi ekki geta
gefið honum naegiiegan tíma né næði
til þess að leggja rækt við skáldskap
er, að óttl og vonleysi eru ríkur þáttur
í sögum hans, en þeim mun skærari er
birtan af þeim glampa fyrirheits, sem
þar er að finna. Rödd hans er rödd
hrópandans í eyðimörkinni. Hún er
óviss um takmarkið en fullviss um eitt:
að við verðum að leita þess.
»■"' " - —■ - - - —— — —
— Séra Bjarni
Framhald af bls. 35
hlustað á hina gömlu hljóma. Nætur-
galinn söng, og sólskinið lagði inn um
gluggann til keisarans, sem vaknaði aft-
ur, endurhresstur og heill heilsu. i
Menn hugðu hann dauðan, en nætur-
galinn sat hjá honum og söng, og hann
sagði við keisarann: „Ég skal sitja að
kvöldi dags á trjágreininni þarna við
gluggann og syngja fyrir þig, svo að þú
verðir glaður og þó hugsandi um leið;
ég skal syngja um þá, sem hamingju-
samir eru; ég skal syngja um hið illa
og góða, sem í kringum þig er og leyndu
er haldið“.
Er það ekki svo, að þegar á reynir, þá
spyr sálin eftir því, sem hefir staðizt
prófið? Þá gleymist svo margt, sem
menn dáðust að, umkringdir af fjöld-
anum. En þá rifjast upp minningin um
hið bezta, um hina heilögu hljóma, sem
eiga þann mátt að endurhressa sálina.
Það eru hinir himnesku hljómar, sem
þekkjast á því, að sálin eignast frið um
leið og á þá er hlustað.
Aldrei gleymist eilífa lagið við píla-
firímsins gleðisöng:
Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng, sem aldrei þver.
Guð gefi, að sá sSngur berlst til mann-
anna, að eilífa lagið aldrei gleymist, því
það hressir sál í neyð.
Guð gefi, að sá söngur þagni aldrei
í kirkju hans.
Ég vildi, að ég gæti flutt mönnunum
boðskapinn þannig, að þeir verði glaðir
og þó hugsandi um leið.
Þetta erindi vil ég eiga með orðurn
mínum.
Hagalagðar
Kastaði upp skónum. ]
Piltur, 13 ára, hét Jón, féll ofan i
um holu um vorið um vertíð í Knar- !
artungu í Breiðuvík; hans var leitað 1
af nær 20 manns; fannst nær hálf-
um mánuði síðar, þvi skór hans voru
uppi á holubarminum, hverjum hann
hafði upp kastað. Gryfjan var nær
þuKL Varð að síga ofan til hans. Var
hann þá andvana og lá á grúfu á
þurru.
Grímsstaðaannáll 1707.
Ýmislegt skeðL
Vorið mikið gott og gagnsamt bæði
til lands og sjávar. — Nú komu skip
um fardagaleyti á hverja höfn. — Þá
var bannað að taka skatt í 3 ár af
þeim, sem bú reistu. — Björn Markús-
son, lögmaður, átti barn fram hjá
konu sinni.
(Ölfusvatnsannáll 1760).
38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
24. desember 1965