Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 7
RICHARD Brezka heimsveldinu hefur verið þjónað af mörgum og margvíslega allt frá því að það upphófst með starfi nokkurra sjó- ræningja á ofanverðri 16. öld þar til því var tekin formlega gröfin ef svo mætti segja með hinni geysi- viðhafnarmiklu útför síðasta heims- veldissmiðsins og vindmylluriddara fornrar dýrðar, Winstons Churc- hills, nú fyrir fám misserum. Einn hinn sérkennilegasti í hópi brezkra heimsveldissmiða og stór- menna var hinn fjölmenntaði liðs- foringi og rithöfundur, Richard F. Burton, einhver víðförlasti maður sinnar tíðar og landkönnuður á borð við Marco Polo, Stanley og Sven Hedin- Richard F. Burton fæddist í Hertfords- hire 1821, og líkt og margir fjölhæfir gáfumenn meðal Breta var hann af írskum ættum. Móðurafi hans var forríkur Englend- ingur sem ætlaði að arfleiða dótturson einn að hálfri milljón punda, en móðir hans reyndi að koma í veg fyrir það og vildi að féð gengi til hálfbróður síns, sem var fátækur lögfræðingur. Gamli maðurinn ætlaði þó að fara sínu fram, ók til lögfræðings til þess að breyta erfðas'kránni í vil hinum unga dóttur- syni, en hné niður dauður er hann sté út úr vagninum. Þetta var í fyrsta en ekki síðasta sinni sem Dick litli virtist ætla að höndla gæfuna en missti af henni. Richard var sendur til Oxford að nema guðfæði er hann hafði aldur til, en hann reyndist ekki auðveldur skóla- sveinn. Hann óskaði sjálfur eftir því að mega leggja stund á arabísku og Aust- urlandafræði, en við það var ekki kom- andi hjá föður hans. Hann las þá ara- bísku myrkranna milli á eigin spýtur en skeytti ekki hætishót um áminning- ar lærimeistaranna. Honum tókst því næst að láta vísa sér burt úr skóla og varð faðir hans að láta undan. Herinn og nýlendurnar hafa jafnan tekið við þeim heldri manna sonum sem til einsk- is annars reynast nýtir í Englandi. Hann komst í herþjónustu og auðvitað kaus hann að fara til Austurlanda þ.e. Ind- Jands. Þar eystra hóf Burton hið þrot- lausa nám sitt í tungumálum, siðum og háttum Austurlandabúa. Hann lærði að skilja og tala til fullnustu persnesku, Púnjabmál, pushtu, hindi, maruti, sindi og fjölmörg önnur mál og mállýzkur. Hann lærði austurlenzkar baráttuað- íerðir með hnífum og bjúgsverðum og glimuaðferðir og gaf út leiðbeiningar um þetta fyrir brezka herinn. Ungur hafði hann tamið sér vopnaburð, eink- um skylmingar og hlaut síðar nafnbót í Frakklandi sem meistari í þeirri íþrótt. Þekkingarþró hans var óseðjandi. Hann ©ðlaðist verulega þekkingu í læknis- fræði og náttúrufræði þeirra tíma, varð gagnkunnugur námaiðnaði. Trúarspeki ©g leyndardómsfullir trúarsiðir urðu eitt helzta viðfangsefni hans um skeið og hann hlaut viðurkenningu sem meist- ari í Súfí, þ.e. trúarspeki íslams. 'T' þessum Srum var hann lengst ef undir stjórn hins kunna hershöfð- ingja Breta, Napiers, sem notaði sér óspart hinn mikla hæfileikamann til Richard F. Burton, 27 ára gamall, í austrænum búningi njósna til þess að fá hjá honum áreið- anlegar skýrslur um hugarfar lýðsins í landinu. Honum var lafhægt að dulklæð ast sem persnesk-afganskur kynblend- ingur og hlera allt sem talað var á torg- um og mannamótum. Það er talið að hann hafi komizt að samsærinu mikla sem gert var gegn Bretum 1857, löngu áður en það varð og varað yfirvöldin við því, sem auðvitað gáfu engan gaum að orðum þessa hálfþrítuga liðsforingja, sem hafði auk þess illt orð á sér fyrir nána umgengni við bústaði gleðikvenna. Eitt af mörgum hugðarefnum Burt- ons voru hin fjölbreytilegu ástamál og kynferðislíf hinna blóðheitu og tilfinn- ingaríku Austurlandabúa. Fyrstu þekk- ingu sína á því sviði hefur hann ef- laust fengið hjá innfæddum ástmeyj- um sem þá voru sjálfsögð tízka meðal enskra liðsforingja. En opinskáar lýsingar, innileg fyrir- litning hans á borgaralegum yfirdreps- skap og hispurslausrar rannsóknir hans á þessum málum, jafnt á andlega svið- inu sem því raunhæfa, féllu ekki í kramið hjá hinni teprulegu kynslóð Viktoríutímabilsins. Sálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir á þessum sterk- asta þætti mannlegs lífs hættu ekki að vera feimnismál fyrr en á dögum Jungs og Freuds. Það var auðvitað ekki líkt hinum skapmikla hæfilei'kamanni að vera með tæpitungu við landa sína hvorki í ræðu né riti. Óvinir hans sögðu að af þeim 30 tungumálum og mállýzkum sem Burton kunni, væri klám það málið, sem hann kynni bezt. Tæpi- tungulaus skýrsla hans um ólifnað og kynvillu á Indlandi kom honum út úr húsi hjó yfirmönnum hersins og batt enda á framavonir hans þar. Burton var sískrifandi a'lla æfi. Rit- vehk hans eru um áttatíu bindi, stór og smá um hvaðeina sem bar fyrir hann um dagana. Stíll hans er hraður, stund- um skrúðmáll, og oft mjög laus í reip- Eítir Egil J. Stardal unum. Það er hætt við að honum hafi gefizt lítill tími á hinum athafnasama æviferli til þess að liggja yfir og nostra við þessar umfangsmiklu ritsmíðar. Þegar Burton var 27 ára gamall og sá ekki fram á neinn frama í Indlands- hernum ákvað hann að leita fyrir sér á nýjum vettvangi. Enn voru víðlend svæði ókönnuð og ókunn hinum vest- ræna heimi, enn voru fjölmargir staðir þar sem hvítir menn hvorki máttu né þorðu að setja fót sinn á. Burton ákvað að fara til Mekka, hinnar helgu borgar Múhameðs, dulbúinn sem pílagrímur. Honum tókst að fá ársleyfi úr brezka hernum undir því yfirskyni að hann ætlaði að kaupa hross til kynbóta í Ara- biu. Hann hóf þessa háskaför frá London dulbúinn sem Arabi, og eftir furðuleg ævintýri í Egyptalandi og Arabíu þar sem hann fullkomnaði þekkingu sína á arabískum háttum og tniarvenjum tókst honum að laumast óáreittum fyi'stum allra hvítra manna inn í hið allra heil- agasta, Kaaba-hofið í Mekka. Honum tókst meira að segja að laumast til að gera uppdrætti þar inni í viðurvist of- stækisfullra pílagríma, sem mundu hafa rifið hann í tætlur hefðu þeir haft hug- mynd um að helgidómurinn var saurg- aður af kristnum vantrúarhundi. Hið austurlenzka útlit Burtons hefur mestu valdið að honum tókst þessi fífldirfska. Hann var og sólbrenndur, afar húðdökk- ur, svarthærður með kolsvört, stingandi augu eins og í nöðru. Bók hans um þetta ævintýri gerði hann á svipstundu heims kunnan mann, en í stað þess að fara til Englands og hirða ávexti frægðarinnar, þar sem menn biðu þess í ofvæni að hylla ofurhugann, sneri Burton aftur til Indlands og fór að undirbúa aðra dirfskuför, — nú til Harar í Sómalí- landi. Þessi borg laut þá keisara Abess- iníu og var í senn mikil menningar- miðstöð múhameðstrúarmanna og mið- stöð hinnar illræmdu þrælasölu í Aust- ur-Afríku. Þrjátíu ferðamenn og ævin- týramenn höfðu látið lífið við að reyna að komast til þessarar borgar sem eng- inn hvítur maður hafði litið augum. Þótt skoða megi leiðangur Burtons sem fyrsta þátt í grundvöllun brezka ný- lenduveldisins á þessum slóðum síðar fékk Burton hvorki styrk frá ríki né vísindastofnunum til þessarar farar, en varð að kosta hana af eigin fé. essi ævintýraferð gekk að ósk- um. Burton komst inn í Harar, fékk meira að segja áheyrn hjá sjálfum em- íi-num, búinn dulargervi. En þegar hann hitti félaga sína sem biðu í ofvæni utan borgarinnar urðu þeir fyrir árás fjöl- menns flokks Sómalímanna, sem drápu einn förunauta hans, en Burton og Speke félaga hans tókst að höggva sér braut og komast undan. Enn lásu Bretar nýja bók um æsileg ævintýri. Land- könnuðir þeirra tíma voru hetjur á borð við geimfara nútímans og Burton var nú kunnur maður um allan hinn vest- ræna heim. En frœgð hans varð skugg- um orpin og að líkindum hafa skaps- munir hans sjálfs valdið mestu um. Hann virðist alla ævi hafa verið hald- inn demóniskri löngun til þess að varpa hnútum að mörgu því sem almennrar viðurkenningar hafði notið, ef á annað borð var höggstað að finna. Hann leyfði sér að koma fram með þá athugasemd á frægðardögum Florence Nightingales, eftir Krímstríðið, sem hann sjálfur hafði tekið óverulegan þátt í, að hann teldi á- stæðuna fyrir hinum vaxandi kvenna- skara, sem leitaði sér lífsfróunar í að hjúkra særðum og voluðum, vera þá, að þær vildu ekki eða gætu ekki leitað sér kynferðislegrar útrásar á venjuleg- an hátt. Slíkur ótímabær freudismi var ekki líklegur til að greiða fyrir Burton í Bretlandi Viktoríutímabilsins. En hvað um það, þrátt fyrir dóna- lega, óþolandi hreinskilni var Burton hetja dagsins og frægasti landkönnuður Bretlands á sínum tima og þegar hann ákvað að fara í næsta leiðangur og brjótast inn í myrkviðu Afríku, fékk hann bæði styrk og fyrirgreiðslu hjá brezka ríkinu og vísindafélögum. Burton hafði að vísu ekki þolinmæði til þess að bíða eftir hinni seinlátu ríkisstjórn og lagði af stað með Speke félaga sínum frá Hararævintýrinu áður en birgða- leiðangurinn náði þeim. Leiðangurinn iagði upp frá Zanzibar í ársbyrjun 1857 og eftir látlaust erfiði ferðarinnar um Landkönnuöurinn og rithöfundurinn 24. desember 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.