Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 9
! Trieste og þá hann það enda "þótt
það væS lágt launað og hann yndi þar
illa. Hann hafði eytt mestum hluta fjár-
muna sinna í ferðalög og ritstörf hans
gáfu stopular tekjur, enda bækur hans
ærið misjafnar að gæðum.
Nú fékk hann þá hugmynd að
taka til við hálfunnar þýðingar sem
hann hafði lengi haft með höndum úr
hinu mikla þjóðsagnasafni Araba, sem
íkunnugt hefur orðið á Vesturlöndum
lundir nafninu Þúsund og ein nótt. Yms-
ir hafa fengizt við að þýða þessi fornu
ævintýri, en þýðing Burtons, ásamt þeim
skýringum sem hann miðlaði af óþrjót-
andi þekkingu sinni á siðum Araba og
Austurlanda.búa, hefur þótt bera af hin-
um eins og gull af eiri enda þótt eng-
um detti í hug að fá bækur hans börn-
um í hendur. Enda mun það mála
sannast að Burton hafi notið þess að
varpa slíkri bók framan í helgislepju
smetti Englands Viktoríualdarinnar.
Þarna glitra þessi eldfornu ævintýri í
meistaralegri þýðingu, ævintýri þar sem
allt er gert og allt er sagt. Tryggðum
og vináttu, svikum og lygi, trú og
hjátrú, töfrakynngi og dulrúnum, her-
ferðum, hirðlífi, undralöndum og ótrú-
iegum auðæfum, ástum og ástríðum,
Ikynvillu, suðrænum ofsa og austrænni
grimmd, — öllu þessu er lýst af glitr-
andi snilld og hrollvekjandi bersögli.
ísabellu konu Burtons sem var sann-
trúaður kaþólikki og barn síns tíma,
ofbauð málfar manns síns og hófst handa
um útgáfu á hreinsaðri þýðingu Burtons,
en sú bók vakti nauðalitla athygli. En
þýðing Burton sem kom út í 10 stórum
bindum 1883, vakti feikna athygli og
varð metsölufoók. Burton bjóst um tíma
við að verða lögsóttur fyrir ósæmilegt
málfar og hóf að safna hispurslausum lýs
ingum úr biblíunni og Shakespeare sér
tii varnar en þess gerðist ekki þörf.
Sjálfur sagði Burton um móttökurnar
sem bókin fékk, að hann hefði allt
sitt líf reynt að verða frægur og ríkur
é því að vinna föðurlandi sínu það
hann mætti á heiðarlegan hátt og sjald-
an haft upp úr því grænan eyri en
nú hefði hann grætt 16 þús. gullpund
(stórfé á þeim tíma) á þvi að koma á
prent ástarfarslýsingum sem væru á
hvers manns vörum frá Kaíró til Kal-
ikútta. Nú þekkti hann smekk landa
sinna og skyldi aldrei framar skorta
fé!
ísafoella kona hans reyndist honum
ella ævi hin mesta stoð og stytta. Lík-
lego er talið að meginhluti allrar hinnar
leiðinlegri vinnu við ritstörf Burtons, úr-
vinnsla og söfnun heimilda, prófarkalest-
ur o.þ.h., hafi hvílt á henni. Hún var sem
fyrr greinir eindreginn kaþólikki og
óttaðist mjög um sálarheill manns síns
vegna trúarskoðana hans sem virtust
6ambreiskja af fullkomnu guðleysi og
austurlenzkri dulspekL Arabar töldu
hann múhameðstrúar og fyrirgáfu hon-
um því laumuferðina til Kaaba.
Mr egar Burton dó í október 1890 lét
hún sækja prest og husla hann að ka-
jþólskum sið, sennilega látinn! og gerði
eíðan jarðarför hans með hákaþólskri
viðhöfn, því að hún var ákveðin í að
þurrka burtu allt, sem sett gæti blett á
minningu hans sem guðrækins sonar
hinnar einu sönnu kirkju. Það var líka
í samræmi við þessa ákvörðun sem hún
tók sig til og brenndi handrit að síð-
ustu bók hans, sem hann hafði unnið
við meginið af ævi sinni og átti að verða
meistaraverk hans. Hann hafði kallað
bók þess í handriti The Scented Gard-
en (eiginl. Hinn ilmandi garður). Þar
var að finna einhverjar fullkomnustu
lýsingu á einkalífi, ástamálum, siðum og
venjum kvennabúra Austurlanda sem
nokkurn tíma hefur getað orðið til.
Eftir Kristinu
Snæhólm Hansen
JL dag er sunnudagur síðla í
ágústmánuði, það er suðaustan strekk
ingur, þó er ekki kalt. Degi er tekið
að halla, sumri er tekið að halla.
Ég geng inn í garðinn, sem ég er
nú orðin hluthafi í. Mig langar til að
ganga um, anda að mér hreinu lofti,
hrista af mér drungann, finna regn-
vott loftið leika um andlit mér.
Hér er allt svo fallegt og snyrtilegt,
einstaka tré er farið að fölna smáveg-
is, en blómin eru svo litskrúðug um
þetta leyti árs.
Um þetta leyti árs. Um þetta leyti
árs í fyrra, þá var tilveran svo lit-
skrúðug, þá vorum við saman langt
í burtu í framandi landi. með fram-
andi fólki, vorum ung og kát, áhyggju
laus, drukkum framandi vín, vorum
sjálf framandi.
Hann var svo glaður og góður við
alla, það var svo smitandi, allir voru
svo góðir við okkur líka.
Hinir framandi vinir sögðu: „Kom-
ið með okkur! Við erum að fara út á
strönd, við erum að fara út að dansa,
við erum að fara inn í borgina.“
Hann var samnefnari íslenzkrar
gestrisni og hjartahlýju og endurgalt
allt margfalt, sem okkur var vel gert.
Og svo var endalaus músik.
Það var gaman að vera til, þá átti
ég allan heiminn, og ég var svo ham-
ingjusöm að vera piér þess meðvit-
andi.
Er ég þá ekki hamingjusöm leng-
ur? Ef til vill, það er við svo margt
að miða, en gleðin er horfin. Hann
er horfinn, farinn. Tók nokkur eftir
því?
Það heldur allt áfram, þó að einn
og einn sé úr leik, það þykir einmitt
svo dásamlegt.
Það var einn sunnudagsmorgun í
vetur að ég var hér á gangi; á leið-
inni hingað mætti ég mörgu fólki í
morgun-akstri, sólin skein og stirndi
á snjóinn. Allir voru svo glaðir og
ánægðir á svipinn, þó var hann ný-
- •
farinn fyrir fullt og allt, en þess gætti
ekki meira en þegar við segjum um
veðurfarslegar staðreyndir: „Það
rigndi í gær, en í dag skín sólin.“
Við segjum bara: „Já svona er líf-
ið.“ Og það er víst alveg rétt, það
virðist svo ofur einfalt.
Ég á orðið marga kunningja hérna
í garðinum síðan ég fór að venja kom-
ur mínar hingað og ég kann bara vel
við mig; þó finnst mér hálfskrítið að
hugsa til þess, að hér muni verða mín
hinzta hvíla, og ég veit meira að segja
nákvæmlega hvar.
Reiturinn, sem ég er að heimsækja,
er alls ekki nógu vel hirtur, engin
blóm, ekkert sem hlúa þarf að. Mað-
ur gæti haldið að hann hefði ekki ver-
ið mér kær. Ég veit ekki hvað ég á
að setja hér, þó eru hér fyrirmyndir
í þúsundatali. En ég vil ekki hafa
það svona og ekki hinsegin.
Það er svo erfitt af taka ákvörðun
þegar maður vill gera vel.
Þó er ég loksins búin að velja stein,
það er sænskur granít koksgrár, með
miðnætur-bláum flygsum í, ef til vill
ekki sérlega frumlegur, en mér finnst
hann ljómandi fallegur.
Ég ætla ekki að dýrka þennan stað,
en mér þykir vænt um hann vegna
þess, sem hann hefir að geyma.
Hér kemst ég ekki í snertingu við
minninguna um hann, aðeins angur-
værð kemst að.
Nei, hann er lífið sjálft, allt sem er
gott, glatt og bjart, þúsund ljúf atriði,
smá og stór, í daglegri umgengni við
annað fólk, það er minningin um
hann, þessvegna lifi ég.
Það er tekið að rigna, mér er kalt
og ég kvíði haustinu.
Kannski verður sól á morgun.
samda af manni, sem hafði rannsakað
og gjörþekkti þessi mál frá öllum hlið-
um. ísabella fór einnig vandlega yfir
öll þau ókjör af dagbókum, minnisfolöð-
um og greinum sem þessi sískrifandi
hamhleypa hafði látið eftir sig, — og
allt sem að dómi þessarar heitttrúuðu
dóttur Viktoríualdarinnar gat dekkt
mynd manns hennar í augum komandi
kynslóða bar hún á bál.
Hversu óheyrilegt tjón þetta var fyrir
Austurlandavísindi verður aldrei vitað.
Brennan vakti feikna úlfaþyt meðal
kunningja Burtons og menntamanna,
sem renndi grun í hvert spellvirki hér
hefði verið unnið. Sannarlega mun það,
sem eldinum varð að bráð, ekki hafa
verið nein sunnudagaskólalesning, þótt
hætt sé við, að minning Burtons hefði
lítið tjón beðið, þó að handrit hans
hefðu fengið að liggja geymd. á söfnum
handa hleypidómalausari fræðimönnum
framtíðarinnar innan um fjölmörg eldri
rit um lík efni.
Eins og hér má lítillega sjá var
Burton alla ævi umdeildur maður, enda
fór hann lítt alfaraleiðir hvorki á ferða-
lögum né í skoðunum. Á margan hátt
er ljóst að hann hefur verið langt á
undan sinni samtíð. Hann var alla tíð
ósvikinn brezkur heimsveldissinni og
sem slikur bæði harðskeyttur og lang-
sýnn. Hann snerist til dæmis öndverð-
ur gegn hinni andrússnesku stefnu Breta
í Afganistan, Krím og víðar og sagði að
Bretar ættu að stuðla að því að efla
Rússa sem mest í Asíu, því þegar tím-
ar liðu yrðu það ekki Rússar eða Jap-
anir sem ógnuðu veldi Breta eystra,
heldur Kína, aðeins öflugt rússneskt
herveldi gæti ásamt Bretum stemmt
stigu fyrir þessum ógnardreka austurs-
ins er hann risi á fætur. Þetta þótti
auðvitað ekki góð latina á miðri 19.
öld, en þessar skoðanir eru býsna at-
hyglisverðar í dag eins og flest í fari
þessa um flest sérstæða manns.
(Að mestu dregið saman úr minnis-
greinum um R. F. Burton sömdum í
Suður-Englandi sumarið 1957 eftir ýms-
um heimildum og ævisögum Burtons).
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41
24. desember 1965