Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Side 10
<:*y
I i
-i
1 í:
l
v-
D
? 1> v4 A i j ^ . V«iL4Á M'i /*r V 4":
I lf iih £?'•*'* ■>• -
I
riti Yale-háskóla um Yín-
landskortið er einn þáttur
nefndur Tartarafrásögnin. Inntak
frásögu þessarar er skýrsla, sem
Fransiskusarmunkur einn, C. de
Bridia, ritaði um Tartara eða Mong-
óla, árið 1247, að beiðni yfirboðara
síns, Boguslausar, æðsta manns
Fransiskusarreglunnar í Bæheimi
og Póllandi. Efni sögunnar fékk de
Bridia frá sendinefnd þriggja
munka, sem Innocentius IV páfi
sendi til Mongólanna, og komust þeir
alla leið til Karakorum höfuðborgar
Mongóla, en fóru um Pólland á leið
sinni til baka til Lyon, þar sem páfi
sat þá. Meginviðfangsefni de Bridia
er saga Mongóla og sigurvinninga
þeirra, lýsing á siðum þeirra og
venjum, lífsháttum, trúarbrögðum
og hernaði.
Hér á eftir munu fara nokkrir
kaflar úr frásögn munksins C. de
Bridia í lauslegri þýðingu.
í
upphafi frásagnarinnar ávarpar
C. de Bridia yfirboðara sinn, föður
Boguslaus, fögrum orðum, og aðra les-
endur ritverksins og lofar dýrð Alföð-
ur. Síðar segir:
„Það er því kunngert, að Tartarar og
ýmsir aðrir álíta veröldina tvískipta, í
Austur og Vestur og sé breidd henn-
ar afmörkuð með sumri og vetri, sólar-
upprás og sólarlagi. Upphaf Vesturs er
við Livonía (Eistland, þýð.) og nær frá
*rr -f jL|
^ ~ j*: t A.1ÍC. ^
rft
HBBBMhBHl
Djengis Khan. Letrið t.v. á myndinni er mongólskt, en til hægri kínverskt.
Djengis Khan og Tartarar
Prússlandi ailt til Grikklands og þaðan
lengra og eru þar lönd þau, er yfirráð
hinnar heilögu alþjóðlegu Rómversku
kirkju taka til. Samkvæmt því viður-
kenna Tartarar hin kirkjulegu yfirráð
páfans í Vestri. Hinn hlutinn er aftur
á móti kallaður Austur, þar er land
Tartara, á mörkum Austurs og Norður-
heimskautsins, og liggur að heimskauts-
hafinu, og er kallað Moal.
i,
• þessu landi bjó maður nokkur
göfugrar ættar, en grimmur að eðli, og
var kallaður Djengis, af honum eru Tart-
arar komnir. Með hjálp fárra fylgi-
sveina hóf hann að rupla og ræna, og
er tímar liðu varð hann æ grimmari,
rændi hann mönnum og jók þannig flokk
misindismanna sinna. Þegar hann hafði
aflað sér 30 trúrra förunauta greip hann
algjört æði, og lagði hann undir sig
föðurland sitt, Moal. Þá hóf hann, að sið
dramblátra, að krefjast meira, safnaði
að sér her manna og hélt í átt til ná-
grannalands Tartara í Austri, sem þeir
kalla Zumoal. íbúarnir kalla sig þó sjálf-
ir Tartara eftir boðamikilli á, sem nefnd
er Tatar, og fellur um lönd þeirra.
Það var siður þeirra að kjósa sér leið-
toga, og um þessar mundir höfðu þeir
valið sér til foringja mann að nafni
Cauli, sem Djengis sigraði, og var hinum
sigraða her hans bætt við hersveitir
Djengisar. Því að hann var vanur að
skrá hermenn sigraðs hers í sinn eigin,
42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
með það fyrir augum að undiroka hina
sigruðu með hinu aukna afli sínu, svo
sem eftirmenn hans gera einnig, og leika
þeir þar eftir hinu bölvaða og spillta
hyggjuviti hans.“
Síðan eru raktar herferðir Djengisar
í hverju landinu á fætur öðru, sigrum
hans, grimmd og harðneskju lýst frek-
ar. Hann ræðst á Norður-Kína, en geld-
ur í þeim hernaði mikið afhroð og verð-
ur þá nokkurt hlé á herferðum. En Djeng
is unir sér ekki lengi í friði og spekt,
hann heldur í vesturátt og leggur þar
undir sig mikið konungsríki, og fleiri
lönd.
„En þar eð valdagræðgi hans lét hann
ekki í friði, safnaði hann liði vaskra
manna og fór aftur með ófrið á hendur
keisaranum í Kítai (Norður-Kína. Þýð.)
Eftir langt strið, hrakti hann svo loks
her keisarans á flótta og settist um
herinn við hina traustbyggðu höfuðborg
rikisins (Peking, þýð.), þangað til um-
sátursmennirnir voru svo aðframkomnir
af hungri, að þeir neyddust til að leggja
séi til munns einn mann af hverjum tíu,
en Djengis var þar undanskilinn. Hinir
umsetnu, aftur á móti, hrjáðir af örva-
hríð og steinkasti, hófu að varpa silfri
á óvinina, aðallega bræddu, því að borg-
in var auðug að silfri. Að lokum grófu
umsátursmennirnir neðanjarðargöng að
miðhluta borgarinnar, gerðu árás að
nóttu til, drápu keisarann og embættis-
menn hans og slógu eign sinni á allt
innan borgarmúranna. Þannig skipaði
Djengis málum í þeim hluta landsins,
sem hann hafði undir sig lagt (því að
sá er hluti landsins, sem Tartarar hafa
ekki enn þann dag í dag sigrað og heitir
Sung (Suður-Kína. Þýð.), og hélt heim
sigri hrósandi. Frá þessari stundu skipaði
Djengis, að hann skyldi kallaður Khan,
það er keisari.“
Enn hyggur Djengis Khan á stríð.
Hann gerir út þrjá heri til hinna þriggja
hluta jarðar og er ætlunin að leggja
gjörvallan heiminn undir yfirráð Tart-
ara. Sjálfur heldur hann í átt til Kaspia-
fjallanna (Kákasusfjalla). Ferðast hann
í þrjá mánuði um auðnir og óbyggðir.
„Þegar hann nálgaðist Kaspiafjöllin,
þar sem Gyðingar segja, að Alexander
mikli hafi lokað ættmenn þeirra Gog
og Magog inni, þá gerðust þau undur,
að allt það er var úr járni gjört, örvar
úi örvamælum, hnífar og sverð úr slíðr-
um, ístöð frá hnrkkum, méla af beizlum,
skeifur af hestahófum, brjósthlífar af
brjóstum, hjálmar af höfðum, þutu af
miklum krafti og ógnar hávaða í átt að
fjallinu....... Menn álíta fjöll þessi
segulmögnuð.
jengis flýði fullur ótta ásamt
her sínum, og hélt í norðaustur, með
fjöllin á hægri hönd. Loksins eftir
þriggja mánaða erfitt og hvíldarlaust
ferðalag, skipaði hann mönnum sínum,
þar eð fæði var af skornum skammti,
að leggja sér til munns einn mann af
hverjum tiu. Eftir þessa þrjá mánuði
kemur hann að fjalli einu miklu í land-
inu Narayrgen........Þegar þeir finna
þar troðnar slóðir en enga íbúa verða
Djengis og menn hans furðu lostnir.
Brátt verður þó fyrir honum maður einn
og kona hans, og er sá spurður með
aðstoð fjölmargra túlka, hvar landsmenn
haldi sig. Djengis kemst að því, að þeir
búi í neðanjarðarbyrgjum undir fjallinu,
sendir hinn handtekna til að spyrja þá,
hvort þeir vilji koma út og berjast, en
heldur konunni sem fanga. Þegar mað-
urinn var á leiðinni til baka rann dag-
ur, og Tartararnir köstuðu sér til jarðar
við óminn frá hinni rísandi sólu og lét-
ust þar margir samstundis. Landsmenn
sáu fjendurna og gerðu árás að nætur-
þeli, drápu fjölda Tartara, en þá flýði
Djengis Khan og aðrir sem af komust.
En hann tók samt sem áður hina hand-
teknu konu með sér.
fX ð því er Tartararnir sjálfir sögðu
munkunum, dvaldist hún meðal þeirra
lengi eftir þetta og fullyrti afdráttar-
laust að hið fyrrnefnda land lægi á
endimörkum heimsins, og handan þess
fyndist ekkert land, en aðeins úthafið
eitt........
...... Á hraðri heimför sinni frá
þessu landi, eftir ósigurinn, sá Djengis
Khan Kaspia-fjöll, en fór ekki nærri
þeim vegna fyrri tormerkja. Hann sá þó,
að menn höfðu komið út úr fjöllunum
vegna áðurgreinds hávaða, þegar járn-
hlutir Tartara skullu á þeim, og vildi
hann reyna krafta sína við menn þessa.
Þegar fylkingarnar tvær nálguðust, sjá
hvílík furða, reis upp ský eitt mikið
milli þeirra og stuggði hvorum frá öðr-
um, svo sem var um náttúruundur þau
er aðskildu Egypta og börn ísraels forð-
um daga. Þetta rennir stoðum undir þá
skoðun, að þetta hafi verið Gyðingarnir,
sem Drottinn verndaði og varaði við með
táknum. í hvert sinn sem Tartararnir
nálguðust skýið blinduðust þeir, og
nokkrir voru helteknir, enda þótt þeir
sæju hver annan ógreinilega í skýinu.
En, þar sem þeim tókst ekki að komast
hjá skýinu, eftir að hafa ferðazt í tvo
daga á báða bóga, héldu þeir áfram ferð
sinni.
Fótgangandi og þjáðir af hungri, fundn
þeir hálf-úldinn maga eða iður skepnu,
sem Tartararnir álitu, að þeir hefðu
skilið eftir að loknum snæðingi á útleið-
inni. Iður þessi voru færð Djengis Khan,
sem skipaði, að þau skildu matreidd,
eftir að þeir höfðu með höndum þrýst
út mestum saurnum án nokkurrar klígju
eða viðbjóðs. Djengis Khan og menn
hans tóku til matar síns, nær dauða en
Jífi úr hungri.
Djengis Khan tilkynnti nú, að engu
skyldi framar fleygja af innyflum, nema
mestum saur, er í þeim leyndist.........
Að svo búnu komst hann heim og var
að dómi Guðs sleginn eldingu".
Af öðrum herferðum Tartara fer svip-
uðum sögum. Rata þeir í hin furðuleg-
ustu ævintýri á endimörkum jarðar. Seg-
ir de Bridia munkur frá herferðum
þeirra, en þar lýkur frásögninni er
þeir komast til Ungverjalands árið 1242
og ógna gjörvöllum hinum kristna
heimi, en þá sneru þeir til baka vegna
láts höfðingja síns, Ogedei Khans.
Kaflar úr Tartara-frásögn
C. de Bridia frá 1247
24. desexnber 1965