Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 12
og briíðkaiips-
siðir til forna
Eftir Elinborgu Lárusdóttur
Kreddur
egar piltur og stúlka felldu hugi
saman í gamla daga, var ekki margt við
það að athuga. Væru þau umkomulaus,
skipti sér enginn af því, ef engir mein-
bugir voru á, siðferðisbrot eða því um
líkt, sem hart var tekið á í þann tíð.
Ýmsir erfiðleikar gátu þó steðjað að.
Bf pilturinn vildi ekki þekkjast stúlk-
una, eða stúlka piltinn, varð að leita
ráða til þeirra, sem eitthvað kunnu fyrir
sér og reyndari voru. En til forna kunnu
menn ráð við því og þau fleira en eitt
Meðal þeirra var brönugrasið eða hjóna-
rótin talin kröftug, það er að segja ræt-
urnar. En undir hverju grasi eru tvær
rætur, sín hvors eðlis. Skal grafa rætum
ar upp að næturlagi. En vandlega skal
þess gætt, að enginn angi slitni af, þá
missa þær mátt sinn. Til þess að ná
ástum þess sem maður hefir hug á,
skal leggja aðra rótina undir kodda hans
eða hennar, án þess það vitnist. Svo
sefur hann eða hún á hinni rótinni og
á þá allt að ganga í vil. Mörg fleiri ráð
kunnu menn í gamla daga til að ná ást-
um pilts eða stúlku. I>egar ég var telpa
heima, heyrði ég talað um rúnakefli, en
ekki hefi ég séð þau. Þeirra er þó getið
í „Mannamun", ef ég man rétt. Þar
komu að líkum kunnáttumenn til greina,
„galdramenn", sem gerðu rúnirnar Og
lásu svo vissa formúlu jrfir keflinu til
að magna kraft þess. Gott var og að
skrifa nafn sitt á svartan agat. Skafa svo
nafnið ofan í messuvín og gefa stúlk-
unni, sem maðurinn vildi eiga ástir við,
drykkinn. Eitt ráðið var að taka arnar-
fjöður, fylla hana með kvikasiltfri, og
láta hana í skóinn. Annað: tak lokk úr
þínu hári og hári stúlkunnar og brenn til
ösku í vatni þínu á blágrýtishellu á
náttarþeli og gef stúlkunni inn öskuna
í messuvíni og mæl um leið:
„Samblandist nú elska okkar sem
miskunn Guðs við ána Jórdan forðum,
þá hann lét skíra sig í nafni föður,
sonar og heilags anda, amen“.
Margt fleira gat verið gagnlegt, ef
kunnáttusamlega var farið með, en
aldrei munu þó erlendir ástardrykkir
hafa tíðkazt hé<r á landi.
Þá voru ýmis tákn, sem tekið var
mark á í sambandi við ástir og giftingar.
Ef stúlka hafði hvíta bletti á nöglun-
um, áttu jatfn margir að fella hug til
hennar og blettirnir voru margir. Ef
ógift stúlka fer í föt af karlmanni eða
setur hatt hans á höfuð sér, er það
merki þess, að henni lízt vel á hann.
Losni skóþvengur á ókvæntum manni
kvænist hann eftir stuttan tíma. Ef pilt-
ur finnur sokkaband af stúlku, á hann
að ráða giftingu hennar. Ef ókvæntur
maður er góður við köttinn, verður
hann líka góður við konuna. Sé stóra
táin lengri en sú næsta á maður að taka
niður fyrir sig, en sé hún styttri á maður
að taka upp fyrir sig. Margar fleiri
kreddur mætti til tína, en allt það yrði
of langt upp að telja. Þetta er aðeins
einskonar forspjall að brúðkaupssiðun-
um.
Á fyrri öldum og allt fram undir
síðustu aldamót munu feðurnir oftast
hafa komið sér saman um að tengja
saman börn sín. Einkum ef um heldra
fólk var að ræða eða ríka bændur. Var
þá lítið spurt um vilja barnanna sjálfra
né annarra aðstandenda. Nú stoðaði ekki
að leita á náðir hjálparmeðala því að
vilji gömlu mannanna réð örlögum barna
þeirra. Var þá venjulega allt miðað við
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ættir og þó einkum ríkidæmi. Á fyrri
öldum fór fram opinber trúlofun með
fimm vottum. Voru þá bornar fram
sömu spurningar og við venjulega
hjónavígslu nema hvað sett var trú-
lofast í staðinn fyrir að giftast. Svo var
drukkið festaröl með mikilli viðhöfn.
Trúlofunarhringir tíðkuðust ekki fyrr
en á 19. öld. Að afstaðinni trúlofun átti
að lýsa þrisvar í röð með kærustupör-
unum. Eftir lýsingarnar mátti brúð-
kaupið fara fram. Gát átti prestur að
hafa á því, að ekki liði of langur tími
frá lýsingum til brúðkaups. Væru hjón-
in treg til að fullkomna sáttmálann með
brúðkaupi, mátti þvinga þau með sekt-
um. Eftir hjúskaparlögum 30. apríl
1824 (6. gr.) var lýsing gild í 3 mánuði,
en annars átti lýsing fram að fara á ný,
ef allt átti að vera lögum samkvæmt.
Ef ekkert varð samt úr brúðkaupi, þrátt
fyrir áminningar og hótanir, var því
stundum aflýst.
Margt var nú að varast milli festa og
brúðkaups og fóru kærustupörin stund-
um ógætilega, að gamla fólkinu fannst.
Ekki mátti unnustinn gefa kærustunni
skæri, né hún honum skegghníf meðan
á trúlofuninni stóð. Þá átti að slitna
upp úr trúlofuninni. Dreymi einhvern
að trúlofunarhringur sé týndur eða
brotinn er það fyrir tryggðarofum. Gefi
maðurinn kærustunni söðul og sé söðull-
inn valtur, reynist maðurinn ótrúr og
svikull.. Á Vestfjörðum tóku menn mark
á hringunum, hve ástin var heit. Víður
giftingarhringur merkti of mikla ást,
þröngur hringur of litla.
A. 16., 17. og 18. öld fór brúðkaup
heldra fólks fram með mikilli viðhöfn
og íburði bæði í mat og drykk, því að
oft var fast drukkið. Dæmi eru um, að
veizlurnar vöruðu í viku til hálfan mán-
uð. Veizlurnar fóru oft fram á kirkju-
stað, því að óvíða var húsakostur svo
góður að hægt væri að hýsa fjölda gesta.
Sumir lágu í tjöldum, ef veður leyfðu,
að'rir riðu til næstu bæja og gistu þar,
en komu svo aftur að morgni og tóku
áfram þátt í veizlugleðinni.
Brúðgumi, brúður og veizlufólk reið
venjulega til kirkju á laugardegi og
voru þá, ef tíð leyfði, tjöld reist utan
túns. Þangað riðu karlar og tók brúð-
gumi á móti þeim þar og sveinar hans
og veittu þeim öl og vín. Síðan var riðið
heim á staðinn. Riðu þá boðsmenn á
undan, tveir og tveir samhliða, alltaf
fót fyrir fót. Síðast reið brúðgumi og
tveir vildustu vinir hans sinn til hvorr-
ar handar. Konur námu ekki staðar við
tjöldin, en riðu beina leið til bæjar, og
tók brúðurin og brúðarmeyjar þar á
móti brúðguma og hans fylgdarliði. Síð-
an var gengið til kirkju og hlýtt á
aftansöng. Þegar aftansöng var lokið
gengu karlar til stofu, en konur til
brúðarhússins. Var þar allt vel fyrir
búið. Ljós tendruð og dúkuð borðin.
Valinn var ákveðinn maður að stjórna
veizlunni og sjá um að allt færi vel
fram; Hann var kallaður siðamaður.
Voru þetta oftast mektar bændur eða
prestar. Siðamaður vísaði til sætis i
stofu. Sat húsbóndi í öndvegi. Til beggja
handa honum sátu mestu virðingarmenn
sveitarinnar. SvO hófst veizlan. Var nú
hver réttur borinn inn eftir annan. Með
hverjum rétti voru minni drukkin. Mælti
siðamaður ákveðinn formála fyrir hverju
minni og voru sungin vers á eftir. Stór
skál með víni var borin inn og áttu
allir af að drekka. Mikið þótti til koma
að minnin væru drukkin ósleitilega,
Minnaröðin var tíðast þessi:
]VIeð fyrsta rétti var sunginn borð-
sálmur, öðrum velkoirjmdaminni, þriðja
heilagsandaminni. Síðan var sunginn
sálmur um leið og staðið var upp frá
borðum.
Á sunnudagsmorgun voru boðsmenn
árla á fótum og átu „frúkost", sem kall-
aður var. Síðan gengu karlmenn úr stofu
er, konur settust þar inn og sátu á
„brúðarbekk“. Þá gengu karlar í stofu og
heilsuðu hverri konu með handabandi.
Þá risu konur úr sæti, en talsmaður
brúðguma gekk fram og hóf ræðu við
svaramann brúðarinnar og mælti til eig-
inorðs við hana fyrir hönd brúðguma og
lýsti kaupmála. Svaramaður brúðar ját-
aði kaupunum fyrir hennar hönd. Allt
var þetta form eitt og siðvenja, því að
slíkir samningar voru áður um garð
gengnir við trúlofunina og kaupölið. Svo
flutti prestur blessunarræður yfir hjóna-
eínunum. Þá kvöddu karlmenn og gengu
út aftur. Síðan var gengið til kirkju.
Var þá skipaður brúðargangur eftir
leiðsögn siðamanns.
Fyrst gengu ógiftar konur tvær og
tvær saman. Fremst þær, sem yngstar
voru og höfðu minnsta mannvirðingu,
en því aftar þær, sem tignari voru og
nákomnari brúðhjónunum. Þá kom
brúðurin síðust og leiddu hana tvær
brúðarmeyjar. Þá komu giftar konur og
gengu næst henni Þær, sem göfgastar
v°ru. Brúðargangurinn var genginn
mjög hægt og sálmur sunginn meðan
gangan varaði. Við kirkjudyr tók siða-
maður á móti brúðinni og leiddi hana
tii sætis í kórnum í hjónastólinn hjá
brúðguma. Þá hófst messugerð og stóðu
brúðarmeyjar og sveinar brúðguma bak
við stólinn meðan athöfnin fór fram. En
brúðhjónin voru gefin saman milli pist-
ils og guðspjalls.
Að guðsþjónustu lokinni var aftur
genginn brúðargangur frá kirkju til
bæjar. Gengu konur til brúðarhúss en
karlar til stofu. Var nú setzt að veizlu
eins og kvöldið áður og sat húsbóndi
fyrir miðju háborði, en við framhluta
háborðsins, er var til vinstri handar
húsbónda, og hét brúðgumakrókur, sat
brúðguminn milli sveina sinna. Fyrst
var sunginn borðsálmur, síðan voru
minni drukkin. Sá hluti háborðsins, sem
var til hægri handar við húsráðanda,
nefndist brúðarkrókur, og stóð hann
auður að sinni. Með tveim fyrstu réttun-
um var lítið drukkið, en með þriðja rétti
var drukkið heilagsandaminni. Var þá
formáli annar en kvöldið áður. Hið sama
fór fram í brúðarhúsinu. Þar sátu konur
líka að veizluborði. Þurfti þetta helzt að
ganga jafnt á báðum stöðum ef vel átti
að fara. Þegar heilagsaudaminni var
drukkið, voru sendir menn úr stofu til
brúðarhúss með vínbikara eða vínskál-
ina, er þeir færðu konunum, og báðu
þær að því búnu að ganga til stofu.
Framhald á bls. 47
n 24. desember 1965