Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 17
Halldór kastar með' einhendis ílugustöng
'1 I>aS var Iengi vel trú að nota setti stór-
ar flugur í Soginu, 5/0, eða jafnvel
stærri. Á slíkar flugur hef ég við Sakkar
hólma fengið tvo sjóbirtinga, sjö og níu
pund. Aðra stóra sjóbirtinga fékk ég
stundum áður fyrr, við Sakkarhólma, á
Árskarðsbrefðu og við Tunguá, allt upp í
þrettán punda, þó ekki á flugu. í seinni
tíð mun það vera mjög fátítt, að vænn
sjóbirtingur fáist í Soginu.
V Fyrstu árin mín í Soginu félck ég svo
til allan minn lax við vesturlandið, á Ár-
skarðsbreiðu, en nú fæst hann neðar,
aöallega við Tóftarstreng. Áin hefur
I 24. desember 1965 --------------------
breytt sér, og er ekkert líkt um að litazt.
Annað hvort er vatnið minna, eða út-
rennsli af klöppinni hefur rýmkazt þann-
ig, að nú er hægt að vaða þar, sem áður
var óvaðandi, og munar miklu“.
— Heldur þú, að áhrif virkjananna
hafi verið slæm?
„Ég held, að aldrei verið góð veiði
í Sogi, meðan sífelldar vatnsbreytingar
verða í ánni, af mannavöldum. Ég get
ekki sagt nákvæmlega, hve miklu þessar
snöggu breytingar nema, sennilega þó
hólfu eða heilu feti. Seiðin hafast aðal-
lega við á grunnu vatni, og þegar fellur
allverulega, er hætt við, að seiðin verði
innlyksa, þorni upp og drepist. Þá er
nú minna um lax við Sakkárhólma, en
var, á'ður en virkjanirnar komu til sög-
unnar. Eitthváð af laxi gengur senni-
lega einnig inn í göngin við írufoss.
Það var illt, þegar virkjanirnar tóku
vatnið af Soginu. Þá hefur áreiðanlega
drepizt mikið magn af seiðum, í gaddin-
um. Þetta allt ber rafveitunum vissulega
að bæta.
Sogið er ánægjulegt. Svæðið fyrir Bíls-
fellslandi er skemmtilegt, og gullfallegt
við Sakkarhólma, þótt þar gefi áin litla
veiði. Árskarðssvæðið virðist vera
ágætt, og fyrir néðan brú er falleg flugu-
aðstaða. Þá hefur straumurinn fyrir ofan
brú verið fengsæll veiðistaður".
Tvisvar til þrisvar á sumri í Elliðaár —
„Að Elliðaánum er gaman að koma,
þegar lí'ða tekur á sumar, þó ekki fyrr
en um miðjan júlí, eða síðar. Þar veiði
ég eingöngu á flugu.
Furðu friðsælt er á efra svæðinu, þótt
oftast sé þar litla veiði að hafa í logni.
f golu eru vei'ðilíkur þó oft ljómandi.
Við Elliðaárnar hef ég oft skemmt mér
vel, og farið þangáð eftirminnilegar
veiðiferðir, þótt ég hafi ekki fengið nema
einn eða tvo, á hálfum degi. Á uppánni
er næðissamt og gaman að vera. Sjaldn-
ast hef ég fengi'ð meira en fjóra laxa,
stöku sinnum þó allt að átta til niu, og
mest þrettán. Smáflugur eru þar uppá-
halds veiðitækið. Svo bar þó við einu
sinni, að lax tók hjá mér stóra
flugu, 2/0. Þá var góð gola, og fór
vaxandi. Ég kastaði Blue Charm í
Coffin, hann tók hana svo til strax.
Hentugastar eru þó flugur nr. 8, 10 og
12. Á flugur nr. 14 hefur mér samt
tekizt áð fá lax, en á svo smáar flugur
tapast a. m. k. annar hver lax, en þeir
eru þó með öllu óskaddaðir.
Mér er það minnisstætt, er ég kom
fyrst að Elliðaánum, 1946, ásamt félaga
mínum. Við fengum lítið, einn eða tvo,
en á meðan dró gamall og reyndur
veiðimaður, Jón Þorvarðarson, marga
laxa, á annan tug“.
— Hvað heldur þú um framtíð Elliða-
ánna?
„Það er kapítuli fyrir sig, hve illa
fiskiurinn tekur þar, jafnvel í göngu, þótt
göngufiskur taki oftast vel. Sennilega er
vatninu um að kenna, og virðist laxinn
ganga þar orðið meira af vilja en mætti.
Gvendarbrunnavatnið er niú að mestu
farið til bæjarins.
Þá er stáðsetning hesthúsanna við efri
ána furðuleg og óhugguleg ráðstöfun, og
tel ég, að þeir menn, sem fyrir því
stóðu, geri sér ekki grein fyrir, hvað
um er að vera“.
Hundrað laxar og meira í „holli“ —
„f Miðfjarðará hef ég sótt árum
saman, og verði mjög heppinn, öll und-
anfarin ár. Þriggja daga „holl“, átta
stengur, hafa aldrei gefið okkur minna
en hundrað laxa, þótt á mismunandi
tímum væri farið, og veitt í misjöfnu
veðri.
Bæði í sumar og fyrrasumar snjóaði
á okkur á norðurleiðinni, og í annáð
skiftið þurftu sumir okkar aðstoð við
að komast norður yfir Holtavörðuheiði,
vegna snjóa. Er við komum að ánni í sum
ar, 25. ágúis/t, var kalt, og aðstaða ekiki
skemmtileg. Að vísu var mikið af fiski
sums staðar í ánni, en sums staðar eng-
inn. Þá gáfu annars gjöfulir staðir
ekkert, aldrei þessu vant, og aldrei fyrr
hef ég staðið í að draga fisk á flugu í
byl. Félagi minn leitaði um stund
skjóls við brúarstöpul, en mér fannst
skömim að ganga fram hjá svo fallegum
veiðistað, án þess að kasta flugu. í slíku
veðri er helzt hægt að vei'ða á maðk.
Þar íékk ég þó þrjá laxa á flugu, senni-
lega var það Blue Charm eða Blue
Melody.
Annars er Miðfjarðará ein glæilegasta
á landsins, vegna þess, hve veiðistaðir
eru margir og fjölbreyttir, mikið er af
fiski og vei'ðivon góð. Þó á hún það
til að vera dyntótt, ekki síður en aðrar
ár. Það sýndi sig í ár m.a. í því, að þá
fengum við félagi minni ekkert, á stöð-
um, þar sem við höfum að jafnaði veitt
mjög vel, undangengin ár.
Öll ástæ'ða er þó til að halda, að ísinn
í vor hafi skemmt fyrir, og rekja megi
til hans, hve illa gekk í árnar. Þó hefur
það vakið athygli mína, að í Miðfjarðará
og Víðidalsá virðist hafa verið mun
ininni lax undanfarin tvö haust, en á'ður,
og vona ég, að þar sé um árssveiflur að
ræða, ekki stofnskerðingu.
Ekki vil ég ræða um Miðfjarðará, án
þess að vekja máls á einu, sérstöku
atríði. Við félagarnir, sem þar veiðum,
og haldið höfum hópinn undanfarin
fimm ár, höfum tekið upp þann sið að
skifta ánni í fjögur svæði, en ekki átta,
eins og ráð er fyrir gert af leigutökum.
Með þvá móti erum við ávallt tveir á
hverju veiðisvæði.
Þá erum víð félagi minn, hvor með
sína stöngina, lang mest við sama hyl,
eða nærri hvor öðrum, oft öxl við öxl.
Það er ánægjulegra en standa einn sér.
Allt er upp á góðan félagsskap. Það
kann að gefa minni afla, en hefur ekki
komið að sök“.
— Þú þekkir fleiri ár fyrir norðan?
„Víðidalsá er sérkennileg fyrir breiða
og grunna veiðistaði. Þar sá ég fyrst
svart á hivítu þönfina á að nota flotholt
við laxveiðar, en það hafði mér aldrei
fundizt veiðilegt. Þar sá ég eldri mann
veiða þannig, með góðum árangri.
Annars held ég mig yfirleitt . við
þær ár, sem ég þekki, og í Laxá í Þing-
eyjarsýsilu hef ég aðeins einu sinni veitt,
fyrir tilviljun. Ég var staddur á Akur-
eyri, þegar skriðuföU urðu á Öxnadals-
heiði, og varð innlyksa. Þá þáði ég boð
hjá félaga mínum um a'ð koma austur.
Ég renndi þá einn dag í Hóimavaðs-
landi, og fékk þrjá laxa“.
— Stóra?
„Nei, ég hef aldrei veitt raunverulegan
stórlax, því miður. Það hlýtur að vera
afar skemm'tilegt. Allir held ég að vilji
lenda í stórum fiski, og mikilli orrustu
við stóra skepnu, en fáum hlotnast það“.
Víkjum nú að stangaveiðinni, og
hvernig sá, sem henni er ókunnur,
getur lœrt hana af bók. Sá, sem það
reynir, tekst á hendur erfiðara við-
fangsefni en hr. Hales (fimur og góð-
ur skylmingamaður), sem samdi bók,
og hugðist svo kenna þá list eða vís-
indi, en var í staðinn dreginn sundur
og saman í háði .... því að sú list
verður ekki af bók lœrð, heldur með
œfingu; og eins er því farið um
stangaveiðina.
The Compleat Angler.
„Það hefur líklega verið um 1950, að
ég fór a'ð taka þátt í kastæfingum, og
fannst mjög gaman. Kastæfingar eru
nauðsynlegar fyrir veiðimenn, enda ár-
leigur háar, og dýrt að æfa sig við veið-
ar. Því má líkja við mann, sem fær sér
riffil með sjónauka, án þess að stilla
sjónaukann, eða æfir ekki meðferð
tækisins.
Sú grein kastæfinga, sem nefnd hefur
verið hæfnisköst — „hittiköst", og miðar
að mikiili náfcvæmni, heÆur náð mikilum
viinsældum víða á Norðurlöndum, eink-
um í Svíþjóð. Þar stendur gjarnan í
bæjum úitfbúnaður fyrir alla, sem vilja
æfa sig, og nota sér margir af því.
Ég veit mörg dæmi um góða f lugumenn
Tvíhendis kaststöng
(Myndir tók Ólafur K. Magnússon).
sem aldrei höfðu notið leiðbeiningar, en
náðu rneiri og betri árangri, er þeir
höfðu tekið þátt í kastæfingum, og
endurbætt kastlag sitt. Árlega stunda
kastæfingar hjá Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur á annað hundrað manns,
margir byrjendur, en þó einnig vanir
veiðimenn. Þetta er afar skemmtileg
æfing, og öllum þyikir gaman að hand-
leika veiðanfæri, oftar en aðeins í veiði-
ferðum.
Á síðari árum hafa á fluguveiðarfær-
um orðið ýmsar breytingar, sem gaman
er að kynnast. Frá vesturströnd Banda-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49