Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 18
ríkjanna, þar sem menn veiða í stórum
ám, iiaía komið svonefndar „skotlínur“.
Auka þær mjög lengd kasta, og til
dæanis má nefna, að með einhendis-
flugustöng, og slíkri línu, má kasta fimm
til tíu metrum lengra, en ef notuð væri
eldri gerð flugulína. Svipuð hlutföll
gilda um köst með tvíhendisstöngum“.
— Þú hefur eitt sinn kastað lengra
en giidandi heimsmet var í spónkasti?
„Heimsmet verður_ aldrei sett, nema á
heimsmeistaramóti. Ég hef stundum náð
ljómandi góðum árangri í spónkasti, t.d.
í sumar, á móti Landssambands ísl.
Etangaveiðimanna. Ná'ði ég með níu feta
„glasfiber“-stöng, rúlluhjóli og 18
gramma lóði, góðri „seríu“, frá 95—98
m köstum. Lengsta kastið var 97,60 m.
Þá var keppt með þyngri lóðum, 30
gramma. Köstin verða þá mun lengri, og
lengst hef ég þannig náð 139,70 m kasti“.
— Þú tekur jöfnum höndum þátt í
flugukastkeppni?
„Já. Keppt er með bæði einhendis og
tvíhendisstöngum, og nást þá rúmlega
50 m og 60 köst. í keppni eru þó notaðar
sérhæfðar stengur, sem ekki myndu not-
aðar við veiðar. Með venjulegum stöng-
um myndu köstin verða mun styttri.
Erlendis er áhuginn hvað mestur fyrir
hæfnisköstum. Þá er notaður 30 tommu
hlemmur, og reyna menn að hæfa hann
með flugu, eða kastlóðum, úr 12 til
25 m fjarlægð. Hér fara æfingarnar aðal-
lega fram á vegum SVFR við Rauðavatn,
á ýmsum grasflötum í bæjarlandinu, og í
KR-húsinu, síðari hluta vetrar.
Lítil regla um flugur og veöur —
„Fluguveiðin er skemmtilegust, þó að
gaman sé einnig að veiða á aðrar beitur.
Ánægjulegast er áð mega nota beitu eftir
vild, en flugu tek ég þó alltaf fram yfir
annað, ef veður og aðstæður leyfa.
Vfðhorfin hafa svo sannarlega
breytzt. Ég minnist þess, er ég sat með
félaga mínum við Grásteinshyl, í Langa-
dalsá, fyrir mörgum árum. Við tókum
upp úr pússi okkar tvær eða þrjár flug-
ur, sem okkur höfðu verið gefnar. Þá
rifum við fjaðrirnar af þeim, til að geta
beitt maðk, en vorum fátækir af öngl-
um. Það er langt um liðið síðan“.
— Hallast þú að ljósum flugum í
björtu, og dökkum flugum í dimmviðri?
„Ég held, að það sé lítil regla um
flugur og ve'ður. Þó hallast ég heldur
að ljósum flugum í þjörtu veðri, en
önnur heildarregla er ekki síður sú,
áð þekkja, hvenær nota skal litlar flug-
ur og stórar. Stærðin er meira atriði. Ég
nota yfirleitt litlar tvíkrækjur, en stórar
einkrækjur.
Þá verð ég áð minnast á eitt atriði
um flugur. Ég tel, að margar erlendar
flugur séu of mikið klæddar, og held,
að við votfluguveiði sé bezt að nota létt-
klæddar flugur, allt niður í „Low-
Vvrater“ flugur, sem miða áð því að
veiða á litlar flugur, með stórum öngli.
Undangengin ár hef ég mikið veitt á flot-
flugulínu, og dreg hana stundum svo
hægt, að liggur við að nálgist „greased
line fishing", Til eru þeir, sem stundum
renna flugu eins og maðki“.
I
Boð og hönn, stangaveiði og netaveiði —
„Ég tel varla mögulegt að eyðileggja
laxár með stangaveiði, þótt til séu ein-
stakar ár, þar sem lax tekur ótrúlega vel,
miðáð við aðrar ár.
Hins vegar er vitað, að bann vi'ð sjó-
veiði á laxi er ekki haldið. Þá er lítill
gaumur gefinn að netaveiði á sumum
svæðum, og það þótt rúmlega níutíu af
hundraði alls afla svæ'ðisins komið í net.
Það veiðast árlega um eða yfir 10.000
laxar á ölfusársvæðinu í net, enda vitað,
að laxinn dvelst mikið í jökulvatninu,
áður en hann heldur upp í bergvatns-
árnar.
Lax, sem er á leið í Laxá í Hreppum,
á langa lei'ð fyrir höndum, og verður
að fara fram hjá mörgum torfærum.
Ég er þeirrar skoðunar, að netaveiðin
á Ölfusársvæðinu, í jökulvatninu, hafi
verið og sé áð eðlisbreyta stofninum. Það
er furðulegt, hve lítið gengur af laxi í
bergvatnsárnar. í Brúará og Laxá var
löngum mikið af laxi, en nú er þar allt
laxlaust, að kalla. Ég er þeirrar skoðun-
ar, að aðéins allra fyrsti hluti fyrstu
göngu laxins af bergvatnsárstofninum
komist klakklaust lei'ðar sinnar, síðari
göngur lendi að langmestu leyti í og
lálmist af netunum. Sá hluti laxins, sem
hins vegar hrygnir í eða við jökulvatn-
ið, hefur sloppið betur. Því hefur sífellt
Framh. á bls. 52.
Ilalldór Erlendsson með nokkra af verðlaunagripum sínum.
Dauði Nafans Ketiissonar
Eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka
i.
Eldur og bærinn brennur,
brennur, snarkar og logar
hérna yfir höfðinu á mér,
hvort skal þá Natan deyja?
Brennur, logar og blæðir,
brjóstið er allt í sárum.
Naum varð þér næturvistin,
nú ert þú dauður, Pétur.
Þeir sækja þig ei oftar til saka,
þú sigraðir með því að tapa.
Vitnið að valför Natans
verður í för með honum.
Hittumst þar heilir, Pétur!
II.
Þungt er, erfitt að anda,
einhver er frammi að gráta,
æ, það er blessað barnið,
barnið mitt litla, sem kallar.
„Hann babbi minn á svo bágt.“
— Barnið, flytjið það héðan. —
Hvað get ég gegnumstunginn?
Guðmundur bróðir fjarri.
Eins og Illugi Gretti
yrðir þú mér til varnar.
Nei, svona er það betra bróðir,
byrði, sem mér er valin,
bera skal einn á baki.
III.
Þið valdsmenn og verðir laga,
víst er hér Natan feigur.
Maður svo ólíkur öðrum,
einarður, kaldur í svörum
við ykkur. Hann bjó sig betur
en bændurnir almennt gerðu.
Níðskár, höfðingjum háðskur,
hlýr við konur og sjúka,
fæddur til förumennsku,
fundvís á birtu og gleði,
elskhugi ófárra kvenna,
einfari þó á jörðu.
Hvar er nú húnvetnska reisnin,
hérna er læknir að deyja,
sem óþarft með öllu telur
þá afsökunar að biðja,
sem ætluðu ærunni að ræna,
sem ætluðu að brennimerkja
Natan sém níðing og þjóf,
sem þó var aldrei þjófur.
En gys hef ég gert að ykkur
og geri það hiklaust í eldi,
því líf ykkar lifandi dauðu
er líf, sem er alið í heimsku
með hrokann að helgidagsklæðum.
IV.
Það brennur og blóðið rennur,
bráðum kemur að lokum.
Góð var oft gangan með þér
glókollur, telpan mín litla,
batzt þú mér blómsveig í túni.
Börn mín, þið skuluð ei gráta.
Logar, sem lykjast um mig,
leiftra heitir sem varir
ungra elskandi meyja,
æska, gleði og fegurð.
Eldur, þinn óður er bjartur,
að eldinum hefur leikið
skáld, sem skartar í blóði.
V.
Og Natan á aðeins eftir
einlæglega að þakka
ykkur, sem kunnið að elska,
ykkur, sem getið skilið
kaldranahjúpinn, sem hylur
hjörtu fátækra drengja,
sem hafa smíðað sér hörpu
úr hamingju sinni og trega,
sem brotna fyrr en þeir bogna,
þótt bliki á valdsins svipur,
sem heyra dvergmál í dökkva,
sjá draumborgir álfa í klettum,
sem ferðast án þess að fara.
★
Þakkir, kveðjur í klökkva,
kaldranahjúpurinn bráðnar.
Bergmál frá bernskudögum
berast í snöggum leiftrum,
Brenna í blóði rauðu
blávötn í sólarlagi.
Þar hafa svanir í sárum
sungið á björtum kvöldum.
Nú er Natan að deyja,
nú fer skip hans að sigla
ljóshöf lausnarans mikla.
Þið öll, sem elskuðuð Natan,
að elska er að fyrirgefa.
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
24. desember 1965