Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Side 19
„Klukkan þrjú e.h. þann 6. des. var
líkkista Mozarts flutt til St. Stefáns
lcirkjunnar, þar sem athöfnin fór
fram undir berum himni, eins og
venja var við jarðarför fátœklings.
Van Swieten, Sússmays, Salieri, Dein-
er, Roser og Orsler stóðu umhverfis
líkbörurnar. Þeir fylgdu þeim að
þorgarhliðinu, en sneru þar við, þar
$em hamslaus snjóstormur geisaði, og
án fylgdar hélt líkvagninn til St.
Markúsar kirkjugarðsins“.
(Groves Dictionary of Music,
fyrsta útgáfa).
Söguna um hinn ótímabæra
dauða Mozarts og greftrun
hans í fjöldagröf er að finna í nálega
öllum ævisögum, sem um hann hafa
verið ritaðar, og einnig í fjölmörg-
um músikuppsláttarbókum. Seinasti
kaflinn um ævi þessa meistara
fjallar venjulega á átakanlegan hátt
um útförina sjálfa, sem sögð er hafa
farið fram í stórviðri í Vínarborg
6. desember árið 1791.
Otto Jahn, þekktur ævisagnaritari,
sem uppi var á miðri 19. öld, gefur
þessa lýsingu í ævisögu sinni um Mozart:
Klukkan þrjú e.h. 6. desember,
fengu jarðneskar leifar Mozarts hina
hinztu blessun í St. Stefáns kirkj-
unni. Aftaka stormur, með snjókomu
og rigningu var þennan eftirmiðdag,
og þeir fáu vinir meistarans, sem
komið höfðu til að fylgja honum til
grafar, stóðu með regnhlífar í kring-
um líkbörurnar, sem síðan var ekið
gegnum Schulerstrasse til St. Markús
ar kirkjugarðsins. Þegar veðurofsinn
jókst, ákváðu syrgjendurnir að snúa
til baka við borgarhliðið, og þegar
líkkistan var sett í gröfina, var eng-
inn af vinum hans viðstaddur“,
Ævisaga Ottos Jahns kom út á árun-
*im 1856—’59, og hafa flestir síðari tima
aefisagnaritarar haldið sér við þessa lýs-
ingu, þó með smávægilegum breyting-
um. Hér fara á eftir tilvitnanir í nokkrar
íevisögur og uppsláttarbækur:
„Útför Mozarts fór fram & miðjum
'degi 6. desember. Þetta var þriðja-
flokks útför, sem kostaði 8 gyllini og
36 kreuzer og ennfremur 3 gyllini
fyrir líkvagninn. Útförin fór fram við
St. Stefáns kirkjuna. Fáeinir vinir
« • . fylgdu líkbörunum til borgar-
hliðsins. Syrgjendahópurinn tvístrað-
ist þar. Desemberveðrið hrakti jafn-
'vel hina einlægustu til baka. Ekki
einn einasti vinur Mozarts náði alla
leið til St. Markúsar-kirkjugarðsins
til að kasta handfylli af mold á
gröf hins látna meistara“.
(Bernhard Baumgartner, Mozart,
Vín, 1945)
annan, og ekillinn var sá eini, sem
fylgdi Mozart á leiðarenda“.
Ollum þessum sögum ber saman
um það, að ofsaveður með snjókomu
og kulda hafi dunið yfir Vínarborg
þennan umrædda dag. Þó vill svo ein-
kennilega til, að fyrstu æviágripin minn-
ast ekkert á þetta atriði. Nissen, sá er
síðar giftist ekkju Mozarts, skrifaði bók
um tónskáldið, sem út kom árið 1828,
en trúlega minnzt á það í bók sinni,
á útfarardaginn. Þetta hefur lengi þótt
undarlegt og vakið efasemdir meðal
tór.vísindamanna og sagnfræðinga. Það
þykir sannað, að Constanze var ekki
viðstödd útförina og ef það var óveður,
sem aftraði henni frá því að fylgja
eiginmanni sínum til grafar, hefði Niss-
en trúlega minnzt á það í bók sinni,
því hún virðist fyrst og fremst hafa ver-
ið skrifuð til að útskýra hegðun Con-
stanze, bæði fyrir og eftir lát Mozarts.
Nissen segir m.a.:
• „Strax eftir andlát Mozarts, fór
van Swieten til ekkjunnar, sem lagzt
hafði í rúmið við hlið hins látna
eigirimanns og hugðist smitast af
sjúkdómi hans og deyja með honum...
Fársjúk og harmi lostin vegna dauða
Mozarts, var Constanze ófœr um að
sjá um undirbúninginn að útför eigin-
mannsins og tók van Swieten það því
að sér. Vegna fátœktar hjónanna, varð
hann að láta grafa Mozart í almenn-
ingsgröf og forðast alla óþarfa eyðslu
vegna útfararinnar“.
Rétt er að geta þess að baróninn van
Swieten var auðugur maður og unnandi
lista. Hafi hann í rauninni verið vinur
og aðdáandi Mozarts, þá verður það
að teljast undarlegt, og reyndar óskilj-
anlegt, að hann skyldi ekki útbúa veg-
lega jarðarför, fyrst hann á annað borð
tók á sig þessa fyrirhöfn. Eftir sögum
að dæma var það einmitt þessi efnaði
maður, sem ráðlagði ekkjunni að leggja
I efnisskrá sjöttu tónleika Glasgow
Choral Union, 8. des. 1874, birtist eftir-
farandi grein um útför Mozarts. Talið
er að Sir George Grove hafi ritað þessa
greir., en litlu eða engu hefur verið auk-
ið við þessa sorgarsögu síðan:
„Van Swieten tók að sér að útvega
líkkistu og líkvagn — það hefði verið
honum nœr að bjóðast til að greiða
fyrir hvort tveggja. Gjald útfararstjór
ans nar 8 florinur og 36 kreuzer, og 3
Knattborðsleikur var eftirlætisdægrastytting Mozarts. Bezt féll honum að Ieika einsamall og er talið að hann hafi skynj-
að eitthvcrt jafnvægiskennt seiðmagn í hinum veltandi kúlum. Mozart liafði nót nahefti ávallt við höndina þegar hanu
sinnti þessari eftirlætisíþrótt sinni.
florinur fyrir likvagninn, samtals
25 schillingar — sama gjald og fyrir
stúku á sýningu á Don Juan í Vínar-
borg, en upphæð þessi var stór fyrir
ekkjuna. Þeir einu, sem komu til að
heimsœkja ekkjuna, voru útfararstjór
inn og van Swieten. Schikaneder, ó-
perustjóri sá, sem Mozart skrifaði
Töfraflautuna fyrir, og hafði grœtt
nœgiiega mikið fé á þessari og öðrum
óperum Mozarts til að endurbyggja
stœrsta leikhús borgarinnar, lét aldrei
6. desember, sem líkkista Mozarts
var sett í eina af kapellunum á norð-
urhlið St. Stefáns kirkjunnar. Van
Swieten, Salieri, Sússmayr og tveir
aðrir tónlistarmenn, Roser og Orsler
virðast hafa verið þeir einu viðstaddir,
utan líkburðarmannanna og prestsins.
Þetta var óblíður dagur; úrkoma mikil,
bœði regn og snjór, sjónarvottur hefur
skýrt frá því að hinn smái hópur
skjálfandi syrgjenda hafi staðið í
kringum líkvagninn með regnhlífar
Veöriö á útfarar-
degi MOZARTS
Eftir dr. Jón S. Jónsson
sjá sig í húsi meistarans eftir andlát-
ið. Þessi uppskafningur, sem lét sér
nœgja að arka um borgina og segja
að draugur Mozarts. ásækti hann,
skildi vesalings ekkjuna, Constanze,
eftir blásnauða í sorgum sínum. . . .
Það leikur enginn vafi á því að þau
voru fátœk. . . . Það vekur því enga
undrun, að það skildi ekki verða fyrr
en síðla dags, að hœgt var að gera
ráðstafanir varðandi útför þessa fá-
tœka manns. Það var kl. 3 e.h. þann
þegar hann hélt af stað frá kirkjudyr-
unum. Það var nokkuð áliðið á
þennan hráslagalega desemberdag
þegar líkvagninn loksins komst til St.
Markúsar kirkjugarðsins, þar sem hin
um mikla skapara Júpiter sinfóníunn-
ar og Sálumessunnar, var œtlaður
hvíldarstaður meðal fátœklinga og
ölmusumanna. Þegar komið var að
borgarhliðinu, reyndist veðurofsinn
öllum líkfylgdarmönnum um megn,
þeir yfirgáfu líkvagninn einn eftir
24.. desember 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51