Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 20
eldd i neinn au'ka'kostnað vegna út-
íarar meistarans. Réttmætt verður að
telja að ástæðan fyrir því að jarðar-
för Hozarts var gerð eins vesældarleg
og frekast var unnt, hafi alls ekki get-
að verið fjárhagsleg, heldur einhver
önnur og dularfyllri. Þessi ömurlegi
þáttur í útfararsögu Mozarts verður lík-
lega aldrei skýrður til hlítar.
E ins og áður hefur verið vikið að,
þá er ekkert minnst á „aftakaveður“
é útfaradaginn i neinni af þeim ævi-
sögum um Mozart, sem út komu á
íyrstu 65 árunum eftir dauða hans.
Fyrsta ævisagan, sem getur þess stór-
viðris er sú sem Otto Jahn ritaði. Hvar
fékk Jahn þessar upplýsingar? Svarið
er að finna í neðgnmálsathugasemd
í fjórða bindi ævisögunnar eftir Jahn.
Þar er þess getið, að upplýsingar þess-
ar séu telcnar úr grein, sem birt-
ist í Wiener Morgen-Post árið 1856. AU-
ir ævisöguritarar síðari tíma hafa hald-
ið sér við útfararlýsingu Jahns, án
þess að geta um frumheimildina. Þessi
merkilega, en nafnlausa grein birtíst í
Wiener Morgen-Post á aldarafmæli Mo-
zarts, 28. jan. 1856. Þess er getið að
frásögnin sé höfð eftir „einum við-
stöddum", og að þetta sé í fyrsta skipt-
ið, sem þessar upplýsingar komi fram.
Hér birtist hluti úr þessari grein:
„Mozart var jarðsunginn jrá St.
Stefáns, 6. des. kl. 3 eftir hádegi . . .
Útförin var þriðjaflokks og kostaði 8
florinur og 36 kreuzer, auk þess 3
florinur fyrir líkvagninn. Nóttin, sem
Mozart andaðist, var drungaleg og
stormasöm. Þegar útförin hófst byrj-
aði að hvessa. Það rigndi og snjóaði,
eins og náttúran vildi með því hella
úr skálum reiði sinnar yfir þann fá-
menna hóp, sem kom til að vera við
jarðarförina. Fáeinir vinir og þrír
kvenmenn voru viðstaddir. Eigin-
kona Mozarts var ekki meðal þeirra.
Þessi litli hópur stóð með regnhlífar í
kringum líkkistuna, sem síðar var
flutt eftir Schulerstrasse til St. Mark-
úsar kirkjugarðsins. Þegar storminn
herti stöðugt, ákváðu vinir hins látna
að snúa til baka við borgarhliðið, og
héldu þeir til bjórstofunnar „Silfur-
ormsins“.
Af þessu verður séð, að allar þær
frásagnir um útför Mozarts, sem finna
má í flestöllum ævisögum um hann,
byggjast á þessari nafnlausu grein og
er heimildarmanns hvergi getið. Otto
Jahn eignar framkvæmdastjóra bjórstof-
unnar „Silfurormsins", Joseph Deiner,
þessa grein, en í henni er ekkert það
að finna, sem stutt geti þá tilgátu. Hluti
þessarar blaðagreinar fjallar reyndar
um seinustu heimsókn Mozarts á þessa
bjórstofu. Þar er getið um orðaskipti,
sem sögð eru hafa átt sér stað milli
Mozarts og Deiners. Samtal þetta, sem
er á háfleygu og vönduðu máli, er allt
innan tilvitnunarmerkja, og sömuleiðis
hugsanir Deiners, meðan hann er að
drekka leifarnar úr glasi því, sem Moz-
art er sagður hafa skilið eftir þegar
hann yfirgaf staðinn.
að sem styður þá skoðun, að
frásögnin um fárviðrið á útfarardaginn
sé ekki annað en rómantískur uppspuni,
er að sagnaritarar virðast ekki hafa lagt
trúnað á frásögn „heimildarmannsins"
um heimsókn Mozarts á bjórstofuna. Otto
Jahn hefur sem sagt ekki lagt trúnað
á nema hluta af þeim „nýju“ upplýsing-
um, sem blaðagreinin hefur að geyma,
og lagðar voru fram 65 árum eftir að
atburðurinn átti sér stað. Þar eð litlar
líkur eru á því, að barn hafi verið við-
statt útför tónlistarmanns í „aftaka-
veðri“, þá bendir allt til þess að heim-
ildarmaðurinn hafi verið orðinn fjör-
gamall maður þegar hann lét skrásetja
vitneskju sína. Er ekki varasamt að
treysta slíkum sjónarvotti? Þessi al-
þekktá sorgarsaga hefur lengi mætt efa-
52 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
semdum hjá tónvísindamönnum, sem
reynt hafa á ýmsan hátt að grafast fyr-
ir um sannleikann. Þetta tókst ekki fyrr
en fyrir sex árum, að rússnesk-banda-
ríski tónvísindamaðurinn, Nicolas Slon-
imsky, fékk snjalla hugmynd, sem átti
eftir að gjörbreyta mikilvægum þætti
tónlistarsögunnar. Hugmynd hans getur
varla talist sérlega frumleg, en hún var
sú, hvort ekki væri möguleiki á að
fmna einhverjar hlutlausar frásagnir af
veðrinu í Vínarborg 6. desember 1791.
í von um að geta máske fengið vísinda-
legar upplýsingar um þetta atriði, sendi
hann fyrirspurn til Zentralanstalt fúr
Meteorologie und Geodynamik í Vínar-
borg, og honum til mikillar gleði, fékk
hann um hæl svar frá prófessor F.
Steinhauser. Veðurstofa hafði verið
starfandi í borginni á síðari hluta 18.
aldar og í bókum hennar er að finna
eftirfarandi upplýsingar fyrir 6. des.
1791:
Veðurathuganir voru gerðar kl. 8, kl.
15, og kl. 22.
Loftvog: 27”7W”, 27"T”, 27”8’”
Hitastig: +2.6° R, +3.0° R, +3.0° R.
Vindur: hægur austanvindur við all-
ar þessar athuganir.
Loftþrýstingurinn er hér gefinn upp í
Vínar tommum og línum, en meðal
þrýstingurinn 27.71/2 er u.þ.b. 966.1 milli-
bar. Hitastigið er gefið upp í Reaumur-
gráðum, en umreiknað í Celsíus, verður
þetta +3.26° og +3.75°.
P
Jl rófessor Steinhauser sendi einnig
inerkilegar viðbótar upplýsingar, sem
hann hafði tekið úr dagbók greifans
Karl Zinzendorf, sem geymd er í ríkis-
bókasafninu austurríska. — Greifi þessi
hafði fyrir vana að rita nákvæma
lýsingu á veðrinu og gefur hann eftir-
farandi upplýsingar fyrir umræddan
dag: „Temps doux et brouillard fréqu-
ent“. „Milt veður og tíður þokuslæðing-
ur“. Veðurlýsing greifans kemur vel
heim við athuganir veðurstofunnar; svo
til enginn vindur og hitastig nokkuð fyr-
ir ofan frostmark allan daginn, en það
virðist útiloka að stórfelld snjókoma hafi
verið þennan dag.
Það er harla ólíklegt að rigningarúði
og tæplega fjögurra stiga hiti í hægri
austangolu hafi aftrað vinum Mozarts
frá því að fylgja honum til grafar. Eins
og frá hefur verið skýrt, hafa ættmenn
hans og vinir aldrei gefið til kynna, að
það hafi verið vegna veðurs, að enginn
fylgdi honum til hinzta hvílustaðar.
Prófessor Steinhauser hefur veitt þær
upplýsingar, að á þessum tíma hafi það
ekki verið venja að fylgja látnum til
grafarinnar, — nema kirkjugarðurinn
væri mjög nálægur kirkjunni. Það er
alllöng vegalengd frá St. Stefáns kirkj-
unni til St. Markúsar kirkjugarðsins, eða
rúmlega hálfrar annarrar klukkustundar
gangur. Kvenfólk var mjög sjaldan við-
statt jarðarfarir á þessum tíma, og það
er hugsanleg skýring á fjarveru ekkj-
unnar. Rétt er að taka það fram, að
Nissen gerði enga tilraun til að útskýra
fjarveru ekkjunnar, aðeins að vegna las-
leika hafi hún verið ófær um að annast
undirbúninginn að útförinni.
Þótt þjóðsagan um hinn stormasama
desemberdag hafi nú verið vísindalega
hrakin, er mörgum spurningum varð-
andi andlát og útför Mozarts ennþá
ósvarað. Hverjir voru syrgjendurnir?
Fullkomið svar við þessari spurningu
fæs. líklega aldrei. I ævisögu sinni nefn-
ir Otto Jahn eftirfarandi menn: van
Swieten, Salieri, Sússmayr, Deiner,
celloleikarann Orsler og fiðluleikarann
Roser. Síðari tíma sagnaritarar hafa
aukið við þennan lista, en rétt er að
geta þess, að fyrstu ævisögurnar eru
einkennilega þöglar um þetta atriði.
Nafn Salieris er það sem mesta at-
hygli vekur á þessum lista, því eftir
að Mozart dó, flaug sú fiskisaga að hann
hefði myrt Mozart á eitri af einskærri
öfund. Hinar furðulegustu sögur komust
á kreik í þessu sambandi. Saga þessi
fékk skáldlega meðferð hjá Pushkin; í
leikriti hans Mozart og Salieri, sem
hann skrifaði árið 1830, fimm árum eft-
ir dauða Salieris. Rimsky-Korsakov
skrifaði síðan óperu við þennan texta.
Eftir að Pushkin andaðist, fannst í papp-
írum hans miði með eftirfarandi:
lrÁ. frumsýningu á Don Giovanni,
þegar allir viðstaddir, þar á meðal
mikilsmetnir gagnrýnendur, hlýddu
hugfangnir á undrahljóma Mozarts,
heyrðist „hiss“ í salnum. Allir litu
við til að grennslast fyrir um upp-
tök þessa óánœgjuhljóðs og sáu þá
hvar hinn þekkti Salieri stóð upp
sótrauður í framan og strunsaði út
þrunginn öfund. Nokkur þýzk tímarit
hafa haldið því fram, að á dánarbeð-
inum hafi Salieri viðurkennt þann
hroðalega glœp að hafa myrt Mozart
á eitri. Svo mikið er víst, að öfundar-
maður sem gat „hissað“ á Don Gio-
vanni, hlaut að vera fœr um að myrða
skapara verksins“.
Þ að hafa aldrei komið fram óyggj-
andi sannanir fyrir því, að Salieri hafi
á nokkurn hátt verið viðriðinn dauða
Mozarts. í dag er okkur kunnugt, að
þeir voru góðir kunningjar (þó keppi-
nautar væru) og að Salieri varð Mozart
samferða á sýningu á Töfraflautunni 13.
okt. 1791. Mozart skrifaði um þetta í
bréfi til Constanze daginn eftir. Þar
segir meðal annars: „Salieri var það
hrifinn af verkinu, að frá því forleikur-
inn hófst og þar til lokakórnum lauk gat
hánn ekki stillt sig um að hrópa bravó!
eða belló! á eftir hverju einasta atriði“.
Það: þykir sannað að seinustu vikurnar
sem Mozart lifði, hafi hann oftsinnis
talað um að einhver hefði byrlað hon-
um eitur. Þeir sem umgengust hann tóku
þetta aldrei alvarlega, en þegar eftir and-
lát hans fékk hugmyhd þessi byr undir
báða vængi. Auðvitað var nauðsynlegt
að hengja þennan hroðalega glæp á
einhvern og varð Salieri fyrir valinu,
því álitið var að hann hefði verið Moz-
arts erkióvinur og öfundarmaður. Eng-
ar sannanir komu fram og hafði atvik
þetta mikil áhrif á Salieri, en enginn
dómur verður lagður á það hér, hvort
þessar sögusagnir urðu valdar að vit-
skerðingu þeirri, sem átti fyrir Salieri
að liggja, en hann andaðist árið 1825.
f ýmsum bókum og tímaritum hefur þess
verið getið, að á dánarbeðinu hafi Sali-
eri fundið sig knúinn til að gefa sektar-
yfirlýsingu, sem einnig hafði að geyma
nákvæma lýsingu á því, hvernig hann
fór að því að myrða Mozart. Þetta skjal
er hann sagður hafa undirskrifað í votta
viðurvist, en það hefur aldrei fundizt.
Þó líkurnar fyrir sekt Salieris séu harla
litlar, þá verður sakleysi hans líklega
aldrei sannað.
Þ ó aldrei muni koma fram ná-
kvæm skýring á dánarorsök Mozarts,
verður það að teljast sannað mál, að
þeir vinir hans, kollegar og keppinautar,
sem fjarverandi voru við útförina, gátu
ekki skellt skuldinni á slæmt veður. Sag-
an um „aftakaveðrið“, sem átti upptök
sín í rómantísku stefnunni, kom fram
á aldarafmæli meistarans, og er hún í
sjálfu sér ekkert furðuleg þegar tillit
er tekið til tíðarandans. Melodramatísk-
ir sagnaritarar þessa tíma gátu ómögu-
lega látið Mozart deyja umkringdan
umhyggjusömum vinum og látið grafa
hann í góðviðri. Nei. Útför meistarans
varð að fá skáldlegri búning með mann-
skæðum snjóstormi og gaddi, og þess
vegna slæddist þessi skekkja inn í tón-
listarsöguna.
Sagnaritararnir höfðu reyndar skáld-
lega fyrirmynd að útfararsögu Mozarts.
Allar ævisögur Beehovens greina frá
miklu þrumuveðri í Vínarborg daginn
sem hann andaðist; 26. marz 1827. Þetta
þrumuveður átti sér raunverulega stað!
Prófessor Steinhauser hefur lagt fram
eftirfarandi veðurlýsingu, tekna úr
skrám veðurstofunnar í Vín: „Kl. 3 e.h.
26. marz 1827 fór að hvessa og kl. 4
var komið ofsarok með þrumum og eld-
ingum.“
Þessar gömlu veðurskýrslur hafa sem
sé fært okkur hlutlausar sannanir fyrir
þrumuveðrinu á dánardegi Beethovens
og sömuleiðis afmáð hina rómantísku
sviðsetningu kringum útför Mozarts.
Þrátt fyrir það, að útförin fór fram að
vetrarlagi, þá vildi svo til að þessi um-
ræddi desemberdagur var venju frem-
ur mildur, og veðrið gat því ómögulega
aftrað neinum frá því að fylgja meist-
aranúm alla leið tii grafarinnar og kasta
mold á kistu hans, — ef vilji hefði ver-
ið fyrir hendi.
— Djengis Khan
Framh. af bls. 43.
eigur undir lás og slá né læsa húsum
sínum. Ef hross, uxar eöa önnur dýr
finnast í villu, eru þau annaðhvort lát-
in eiga sig eða færð til húsbænda sinna.
Þeir eru auðugri af hestum, merum,
uxum, 'kúm og kindum en nokkrir aðrir
jarðarbúar. Þeir eru góðir hverjir við
aðra og deila eignum sínum á báða
bóga með öðrum. Þeir eru mjög harð-
gerðir, því að jafnvel, ef þeir svelta
í einn dag eða tvo, syngja þeir og gera
að gamni sínu sem þeir hafi fengið
nægju sína. Þeir hjálpa fúslega hverjir
öðrum við að ná virðingarstöðum. Upp-
reisnir eru fátíðar meðal þeirra, og það
er engin furða, því að, eins og ég hef
áður sagt, er lögbrjótum refsað misk-
unnarlaust“.
í lok frásagnar sinnar lýsir de .Bridia,
munkur, bardagaaðferðum Mongóla,
hvernig þeir ferðist með fjölskyldur
sínar á herferðum sínum og undirbúi
árásir. Loks lýsir hann þeim aðferð-
um, sem bezt muni reynast til að verj-
ast árásum þeirra. Og frásögn sinni lýk-
ur hann með svofelldum orðum:
,,Ég bið yðar föðurlega vald því, aS
tengja hverja þá viliu í þeim efnum,
sem ég hef um ritað, fávizku minni en
ekki ásetningi. Lokið hinn 30. júlí 1247
eftir holdtekju vors Herra. Þannig
lýkur þessari frásögn af Tartörum".
Björn Bjarnason, þýddi.
— Afmælisferð
Framh. af bls. 50.
hallað á ógæfuhliðina á Ölfusársvæð-
inu fyrir bergvatnsárstofninum, á und-
anförnum árum.
Ég hef þá trú, áð þótt netaveiðin legð-
ist niður, þá yrði það í senn tímafrekt
og kostnaðarsamt að bæta skaðann,
vegna eðlisbreytingarinnar. Yrði ef til
vill að taka laxinn í gildrur í jökulvatn-
inu, og flytja hann í bergvatnsárnar,-
taka upp hliðstæða flutninga þeim, sem
eiga sér stað í Elliðaánum, ásamt ann-
arri umfangsmikilli klak- og ræktunar-
starfsemi. Til þess konar ráðstafana hef-
ur víða orðið áð grípa í Bandaríkjunum,
til að ná upp stofni á efri svæðum".
— Að lokum, Halldór, hvað er lax-
veiðin þér?
„Góður veiðimaður fer til veiða með
það fyrir augum að hafa ánægju af ferð-
inni, ekki til að veiða sem mest. Þó tel
ég það ekki ósportlegt að veiða mikið,-
þá sjaldan veiðigyðjan reynist hliðholl.
Sumum veiðimönnum hættir til að miða
veiðiánægju við aflamagn, og fara helzt
ekki til veiða, nema þeir hafi svo til vissu
fyrir því, að aflinn verði mikill. Góðuí
íélagsandi er fyrir mestu, og þeim mönn-
um, sem ekki hafa ánægju af vefðiferð,
þar sem fallegt er veiðivatn, gott veður
og góður félagsskapur er fyrir hendi,
enda þótt lítið veiðist, myndi ég ráð-
leggja að fást ekki við stangaveiði“.
Við ljúkum spjallinu við Halldór,
me'ð gömlum sannindum, sem ég veit,
að hann er sammála.
Minnizt þess, að manninum voru
góðar gáfur gefnar til annars en að
blekkja heimska fiska; hversu ánœgju
leg sem stangaveiðin er, þá glatar húrt
sakleysi sínu, ef hún er stunduð til
annars en dœgrastyttingar. j
Richard Brookes, 1766. j
-------------------- 24. desember 1965