Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 21
FRÁ BÆ I KRÓKSFIRDI
Eftir Sesselju Stefánsdóttur
Frú Sesselja Stefánsdóttir á
- Ægissíðu 56 á að baki sér
langa og starfsama ævL
Hún var húsfreyja mörg áír á fjöl-
mennu heimili að Kambi í Reyk-
hólasveit og stýrði heimih sínu með
miklum dugnaði, framtaki og bú-
hyggju. Maður hennar var Jón
Hjaltalín Brandsson, orðlagður
dugnaðarmaður og fyrirmyndar-
bóndi.
í eftirfarandi grein segir Sesselja
frá æskuheimili sínu að Bæ í Króks
firði, en hún ólst upp hjá Ólafi
Sigvaldasyni héraðslækni, þjóð-
kunnum ágætismanni, og konu
hans, Elísabeti Ragnhildi Jónsdótt-
ur.
Jón Thorarensen.
Foreldrar mínir voru Stefán Jóns-
son og Guðrún Andrésdóttir er bjuggu
í Berufirði. Frá 'þeim fluttist ég eins árs
gömul árið 1882 að Bæ í Króksfirði til
fósturforeldra minna, hjónanna Ólafs
læknis Sigvaldasonar og konu hans,
Elísabetar Ragnhildar Jónsdóttur.
Ólafur læknir fóstri minn var fædd-
ur 25. nóvember 1836 að Grímstungu í
Vatnsdal, sonur Sigvalda prests þar
Snæibjörnssonar og konu hans, Gróu
Bjarnadóttur. Ólafur varð stúdent 1857,
kandidat í læknisfræði 1869 með 1.
einkunn. Hann var í her Dana 1862 og
Ihlaut þar foringjatign (lautenants).
Hann varð fyrst staðgöngumaður hér-
aðslæknisins í austurhéraði suðuramts-
ins 1869 og sat á Eyrarbakka. Árið 1870
var hann settur sýslulæknir í Stranda-
sýslu og austurhluta Barðastrandarsýslu
og skipaður þar héraðslæknir fra 14.
apríl 1876.
Konia hans, Elísaibet Ragnhildur Jóns-
dóltir, var dóttir Jóns prófasts Jónsson-
ar frá Steinnesi og konu hans, Elínar
Einarsdóttur frá Skógum undir Eyja-
fjöllum.
Þau hjónin, fósturforeldrar mínir,
settust að í Bæ í Króksfirði og bjuggu
þar alla tíð. Þar andaðist fóstri minn 12.
imaí 1896 og hafði þá fengið lausn frá
embætti mánuði áður, 14. apríl. Elísa-
bet Ragnhildur kona hans og fóstra mín
lifði lengi eftir þetta, fluttist til Reykja-
víkur og andaðist hér 24. jan. 1926.
Frá fósturforeldrusm mínum og æsku-
heimili minu í Bæ á ég yndislegar
minningar. Heimilið var stórt, mann-
margt, háttprýði og menningarbragur
ríkti þar á alla lund. Það var sannkall-
að höfðingsheimili.
Ólafur læknir var sannkallað göfug-
menni, góður læknir, duglegur í löngum
og erfiðum ferðalögum, en embættis-
ekyldunni þjónaði hann af mikilli sam-
vizkusemi og jafnframt var hann væg-
ur og skilningsríkur gagnvart þeim sem
voru fátækir eða hjálpar hans þurftu
Við.
Elísabet Ragnhildur var fríð kona og
fyrirmannleg, vinnusöm og stjórnsöm
og svo kærleiksrík og umhyggjusöm við
okkur fósturbörnin, að betri hefði hún
ei getað verið við okkur, þótt hún hefði
átt okkur sjálf.
Bú þeirra hjónanna var mjög mynd-
erlegt og heimilið mannmargt. Vinnu-
konur voru 4, vinnumennirnir 5, venju-
lega var aUt heimilisfólk yfir 20 manns,
auk þess mikill gestagangur og dvöldu
margir á heimili þeirra dögum og vik-
um saman.
Þau hjónin eignuðust tvær dætur, þá
fyrri misstu þau á fyrsta ári og þá
seinni, sem hét eftir systur sinni Elín
Gróa, misstu þau, þegar hún var komin
yfir tvítugt. Hún var mesta efnisstúlka,
sem allir sáu mikið eftir.
Fósturbörn þeirra hjóna voru:
Elísabet Ragnhildur Jónsdóttir
Páll Nikulásson, sem kom með þeim
hjónum er þau hófu búskap í Bæ.
Ólína Jónsdóttir, bróðurdóttir hús-
freyjunnar.
Þar næst kom ég eins og áður er
sagt, eins árs.
egar bróðir Elísabetar Ragnhild-
ar, Jón stúdent á Ingunnarstöðum í Geira
dal, andaðist fluttist ekkja hans, Herdís
Andrésdóttir, til Elísabetar mágkonu
sinnar og Ólafs læknis, með börn sín,
Elínu Elísabetu og Jón Ólaf, og ólust
þau börnin upp þar, en Herdís vann
hjá mágkonu sinni eftir það til þess síð-
asta. Var það hvorttveggja, að þau
læknishjónin reyndust börnum Herdís-
ar sem beztu foreldrar, og eins var
það ómetanlegt að fá Herdísi á heimili
vegna dugnaðar og þess hve fjölhæf
hún var og verkasnilld hennar orðlögð.
Síðasta fósturbarn þeirra hjóna var
Elísabet Bartels, nú búsett í Kaupmanna-
höfn, sem kom kornung til þeirra og
ólst alveg upp hjá nöfnu sinni og fór
ekki úr húsum hennar fyrr en hún
giftist.
Auk þess fluttust að Bæ með húsfreyj-
unni systur hennar, Ingunn, Sigríður og
Valgerður, og reyndist Ólafur læknir
framúrskarandi vel öllu tengslafólki
sínu.
Bær í Króksfirði var eitt mesta heim-
ili við Breiðafjörð um 1880. Ólafur
læknir reisti þar öll bæjarhús frá
grunni og geta menn skilið hvílíkt stór-
virki það var eins og erfitt var með
alla aðdrætti á þeim timum. Hann dró
að sér byggingarefni bæði á sjó og
landi, rekavið norðan af Ströndum, og
borðvið úr Stykkishólmi eða úr Flatey,
og fannst flestum þegar bæjarhús voru
fullgerð þau bera af flestum bygging-
um í nálægum sveitum.
Búskapur var með miklum myndar-
brag og stjórnaði læknirinn sjálfur búi
sínu alla tíð, að undanteknum síðustu
árum. í Bæ var miðstöð póstferða. Þar
var afgreiddur aðalpóstur frá Reykja-
vík til ísafjarðar, auk þess póstur um
endilanga Barðastrandarsýslu og til
Staðar í Hrútafirði og til Kirkjubóls í
Tungusveit. Ólafur læknir hafði sumar-
póstferðir sjálfur, svo að mannmargt
var oft auk hinna mörgu heimilismanna.
A vetrum mátti sjá alla íslenzka vinnu,
hannyrðir, spuna, prjón, vefnað og fata-
gerð. Öll voru þau störf til fyrirmynd-
ar. Þá má geta þess að læknirinn hafði
stórt apótek á bæ sínum, sem einnig
þurfti mikillar vinnu við.
f Bæ voru alltaf lesnir húslestrar og
allir trúarsiðir í miklum heiðri hafðir,
og auk ágætra bóka íslenzkra, skáldrita
og sagnfróðleiks voru þar ýmis rit og
skáldverk dönsk, norsk og sænsk, auk
brezkra höfuðskálda í dönskum þýðing-
um.
Eins og ég hef sagt hér að framan,
þá voru fósturbörnin mörg á heimilinu
og æskuminningar okkar krakkanna
voru yndislegar.
Ljóðadísin á heimilinu leit oft eftir
okkur og lét þá margar hendingar fjúka.
Um okkur yngismeyjarnar mælti hún:
Ein er nett og önnur sett í fasi
þriðja í lundu þybbin er
jþó af sprundum flestum ber
um sveinana:
Einn er rjóður, annar góður drengur
þriðji tiginn tjörguver
til þín hlýjan huga ber.
Ólafur Sigvaldason
um mig orti hún þetta:
Af því hún er ætíð góð
við alla vini sína
ég má til að laga ljóð
um litlu Sellu mína.
Sesselja Stefánsdóttir
Fylgi henni jafnan gæfan góð
græti’ hana engin pína
verði faún mesta merkisfljóð
og mömmu gleðji sína.
Um Ólaf lækni Sigvaldasón segir í
vísu einni, sem um hann var ort:
„Sjúka græðir geðlipur"
og það var mikill sannleikur.
Ljúfmennska hans og lipurð var róm-
uð, en jafnframt því var reisn og fyrir-
mennska yfir honum, þar fór allt saman:
höfðinglegur og fallegur maður, fágað
dagfar og virðuleiki og festa í orðum og
athöfnum, enda hafði herþjónustan mót-
að agann, stundvísina og reglusemina,
og þessi aðalsblær fylgdi honum til
dauðadags.
Elisabet Ragnhildur kona háns var
honum á allan hátt samboðin og prýði
hans. Hún var af göfugum ættum, fríð
og fyrirmannleg, fjölhæf og farsæl bús-
móðir og gædd óvenjulegri samúð og
næmum skilningi gagnvart þeim sem
voru fátækir og þurfandi, og umhyggj-
an fyrir okkur fósturbörnunum sem
hún tók úr öllum áttum var svo dæma-
laus, að því verður ekki með orðum lýst.
Og að lokum vil ég aðeins segja þetta:
Hjá fósturforeldrum mínum í Bæ ólst
ég upp við mikinn kærleika, frábæra
umhyggju, fagran heimilisbrag og þann
yl, sem enn hefur ekki kulnað út í
hjarta mínu.
Þessi andlegi arfur frá Bæ í Króksfirði
varð grundvöllur minn og styrkur, í
einu orði sagt ómetanleg blessun fyrir
mig, þegar ég sjálf gekk út í lífið og fór
að sinna húsmóðurstörfum.
Sesselja Stefánsdóttir.
Rímrúnir
Rekkur hrekkur reginleiðir.
Rekkur stekkur feginn heim.
Flekkur þekkur þeginn greiðir
þekkum hvekkinn veginn tveim-
Skýring.
Fjármaður œtlar að refsa tveim ó-
dœlum hundum sínum. Flekk og
Rekk. Rekkur flýr, en Flekkur bítur
hann.
Jóhann M. Kristjánsson.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 53
24. desember 1965