Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 22
kki er manninum neitt eðlilegra en að leggja kristindóm- inn við hégóma. Menn segja: Krist- indómurinn er hugljúf huggun — já, því verður ekki neitað — þegar þú áður ert fús tii að deyja, deyja frá veröldinni — en það er ekki jafn hugljúft og hitt! Menn stilla Kristi upp og segja: „Heyrið hve ljúflega hann býð- ur öllum til sín, öllum þjáðum, og heitir að veita þeim hvíld handa sálum þeirra“. Og vissulega er þetta þannig, en samt sem áður er þess krafizt — áður en þessi hvíld sálarinnar nær til þín, og til þess að hún geti einnig náð til þín — eins og sá, sem býður þér heim einnig segir, og eins og hver ein- asti dagur í lífi hans á jörðinni sýndi — þá er þess krafizt að þú skulir áður deyja, deyja frá heim- inum — en er þetta sérlega aðlað- andi? Þanníg er einnig farið hinu kristilega fyrirheiti: Það er Andinn, sem lífgar. En við hvaða tilfinningu heldur maðurinn sér fastar en við lífstilfinninguna, hvað þráir hann sterklegar eða kröftuglegar en að finna til lífsins í sjálfum sér, og við hverju hryllir hann fremur en við því að deyja? En hér er einmitt verið að boða lífgefandi Anda. Göngum þá á lagið, hver þarf að hugsa sig um? Gef oss líf, meira líf, svo að lífstilfinningin geti ólgað í mér, eins og öllu lífi væri saman safnað í minu brjósti! En ætti önnur eins hræðileg villa að vera kristindómur? Nei, nei! Lífgjöfin fyrir Andans kraft, hún er ekki áfram- haldandi upphækkun hins náttúrlega lífs í manni, ekki í beinu framhaldi þar af — æ, hvílík guðlöstun væri það að taka kristindóminn svo hégómlega — hún er nýtt lif. Nýtt líf þá, og þetta er ekki neitt mál- skrúð, Iikt og þegar vér notum þetta orð í hvert sinn sem eitthvað nýtt tekur að láta á sér bæra í oss, nei, hér er nýtt Iíf, bókstaflega nýtt, — þvl að vel skalt þú athuga að hér á milli gengur dauðinn! Nýtt Iíf handan við dauðann, það er hið nýja líf. lega og postularnir hvað það er að deyja frá veröldinni og sjálfum sér? Hver hefur gert sér aðrar eins vonir Og þær, sem postulamir með fullum rétti gátu gert sér — og orðið fyrir öðrum eins vonbrigðum og þeir? Satt er það, páska- morgunn rann upp og Kristur reis úr gröf sinni, og síðan tók við himnaför hans — en hvað tók svo við? Jú, hann var nú upp numinn í sína dýrð, en hvað svo? Heldur þú að nokkur mannleg von, jafnvel hin allra hugdjarfasta, dirfðist að taka sér fyrir hendur annað eins verk- efni og postulunum var á hendur falið? Nei, hér hlýtur sérhver venjuleg mann- leg von að örvænta. Svo kom Andinn, sem lífgar frá dauðum, og postulamir voru dauðir frá öllum venjulegum mann- legum vonum, dauðir frá öllu mannlegu trausti á eigin mátt og mannlega hjálp. Þú hlýtur því að deyja frá sérhverri venjulegri mannlegri von, sérhverju al- mennu mannlegu trausti, deyja frá þinni eigin sjálfshyggju og frá veröldinni, því að það er aðeins gegnum sjálfshyggju þína að veröldin hefur vald yfir þér. Sért þú dauður frá sjálfshyggju þinni, þá ert þú einnig dauður frá veröldinni. En það er blátt áfram ekki til neitt það inn og þar með varð hann ástfanginn, og þessi dýrgripur varð hans augnayndi og innsta hjartans þrá. Og hann þreif til hans, náði honum og hélt í hendi sér. Þá berst honum til eyma þessi skipun: Slepptu þessum dýrgrip! Æ, og þar var hans augnayndi og æðsta hjartans þrá! (Gætum nú vel að öllu til þess að sjá greinilega hve djúpt verður að þrengja sér inn þegar raunverulega á að drepa s j álfshy ggj una ). í neyð sinni æpti hann: Nei ég sleppi ekki og get ekki sleppt þessum dýr- grip. Æ, sýndu mér samúð! Fái ég ekki að halda honum, þá dreptu mig nú, eða láttu að minnsta kosti einhvem annan taka hann frá mér! Auðvitað skilur þú að sjálfshyggja hans yrði nægilega djúpt særð ef einhver tæki frá honum dýr- gripinn. En hann myndi finna að sjálfs- hyggjan yrði ennþá dýpra sári særð, þegar þeirri kröfu er að honum haldið að hann skuli sjálfur svipta sig þessum dýrgrip. Höldum áfram til þess að fylgja þján- ingunni dýpra inn, þegar deyða skal þá eigingimi, sem á sér sæti ennþá dýpra niðri. Tökum einnig tiilit til dýrgrips- ins, það er þess dýrgrips, sem hann þráði og eignaðist, hans augnayndis og innstu Efiir Sören Kierkegaard u Ozr,Iaís 'lcS_ /ChJsv My yZZ. ýC'MÉf' ýíC' £+■ U •p v*-t£ ~*tS$ U/Z- éÁ Uu CcSyt nstj iSÍ rttCyíJ} „Dcr lígger i Gribí-Skov et Sled, som kaldes Otteveiskrogen; kun Den finder det, sora sogcr værdeligen, thi intet Kort angiver det. Navnet selv synes ogsaa at indeholdc en Modsigebe, thi hvorledes kan ct Sammensted af ottc Veie danne en Krog, hvorledcs kan det Alfare og Bcfarne forliges med det Afstdes og Skjultc?...“ (Strai Kicrkegaards Samlcdc Vcerktr. 3. Udg. VI, 38) Bithönd Sörens Kierkegaards. D auðinn gengur hér á milli, það er kenning kristindómsins; þú verður að ganga inn í dauðann. Það er einmitt hinn lífgefandi Andi, sem deyðir þig —- það ér hin fyrsta hræring hins lífgefandi Anda að þú verður að deyja. ;— Þannig er það til þess aS þú skulir ekki leggja kristin- dóminn við Yiégóma. Lífgefandi Andi — til hans ér boðið heim — Og hver myndi ekki þiggja það? En að deyja fyrst, það þýðir stranz! Það er Andinn, sem gerir mann lifandi, já, gegnum dauðann. Eins og segir í gömlum sálmi, sem hugga viíl aðstand- endur, þegar þeir hafa misst hina fram- liðnu: Með dauðanum byrjum vér lifið — þannig er og í andlegum skilningi: Gjöf hins lífgandi Anda byrjar með dauðanum. Hugsið til Hvítasunnunnar. Sá Andi, sem úthellt var yfir postulana, það var sannlega lífgefandi Andi, líf þeirra og dauði færði sönnur á það, og þar um ber saga kirkjunnar vitni. En hvernig var högum þeirra háttað áður? Hver hefur orðið að læra jafn áþreifan- sem maðurinn — með öllu sínu eigin- sjálfi — heldur sér jafn fast í og sjálfs- hyggjuna. Þegar sál og líkami verða sundur skilin á dauðastundínni, þá er það ekki svo sársaukafullt sem að verða í lifanda lífi að skilja við sína eigin sál! Og enginn maður heldur svo fast í sitt líkamlega líf sem eiginsjálf hans heldur sér fast við sjáifshyggjuna. T ökum- dæmi og veljum til þess efni, sem vér menn ræðum oft um: Ástina, því að ástin er einmitt ein hinna sterkustu og dýpstu tjáninga sjálfshyggj- unnar. Hugsaðu þér einhvern, sem er ástfanginn! Hann kom auga á dýrgrip- hjartans Iþrár, þess dýrgrips, sem var á sama máli og sjálfur hann, að grimmi- legt væri að skilja þau í sundur — og það er hann sem á að koma þessu til vegar! Hann á að sleppa því, sem eng- inn mannlegur máttur ætlar frá honum að taka, og sem nú er orðið tvöfalt erfiðara að sleppa, því að dýrgripurinn sjálfur grætur og biður, ákalilar lifendur og látna, Guð og menn, til þess að hindra hann í þessu.— og það er hann, sem á að láta af hendi þennan .dýrgrip! sér þú dæmi um að deyja frá einhverju. Að sjá ósk sína uppfyllta, eða hið þráða frá sér tekið, það sem 54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS— innilegast er elskað, það getur verið. nógu sárt; sjálfshyggjan særist, en þar af leiðir þó ekki dauða. Og að neita sjálfum sér um uppfyllingu sinnar heit- ustu óskar, það getur verið nógu sárt; sjálfshyggjan særist, en þar af leiðir ekki að maður deyi frá neinu. Nei, en. að gera að engu uppfyllta ósk, að svipta sjálfan sig því hinu þráða, sem maður hefur eignazt, það er að særa sjálfs- hyggjuna við rótina — eins og hún var særð hjá Abraham, þegar Guð krafðist þess að Abraham sjálfur ætti með eigin hendi að fórna ísak — ísak, hinni lang- þráðu gjöf, sem svo lengi hafði verið beðið eftir, og sem Abraham áleit af þeim sökum að hann ætti að þakka Guði alla ævi, en fengi þó aldrei full- þakkað — ísak, einasta barni hansí ell- inni, bami fyrirheitsins! Heldur þú að dauðinn fái jafnazt á við þetta í þján- ingu? Ég held ekki. Og þegar dauðinn kemvtr, þá er málinu lokið. En það er ekki öllu lokið þegar maður deyr frá einhverju, því maðurinn deyr þá reynd- ar ekki, heldur kann langt líf að Iiggja fyrir þeim, sem dauður er frá (ein- hverju dýrmætu). Að deyja frá veröldinni er líkt þvx, sem nú var sagt. Og áður en hinn líf- gefandi Andi getur komið, verður þú þannig að deyja. Þegar ég, svo sem einn dag, eða um lengri tíma, finn til þess að ég er dauður, þreyttur, dug- laus, nánast svo sem dauður væri, þá hef ég líka andvarpað með sjálfum mér: Æ, gef mér líf; er það, sem ég þarf! Eða þegar ég hef ef til vill unnið meira en þrek mitt leyfir og mér finnst að þetta þoli ég ekki lengur, eða þegar svo hefur staðið á um all- langt skeið að allt virtist mistakast og ég hneig niður í hugleysi, þá hef ég and- varpað með sjálfum mér: Líf, gefðu mér líf! En af þessu leiðir ekki að kristin- dómurinn sé á því máli, að ég þurfi á því að halda. „Nei, fyrsit skalt þú að fullu deyja. ógæfa þín er að í eigin- girninni loðir þú við lífið, við það líf, sem þú kallar plágu og byrði. Heldur skaltu hreiniega deyja!“ Ég hef séð mann síga saman í nálega algjörri örvæntingu, ég hef heyrt hann hrópa: „Gefðu líf, líf; þetta er verra en dauðinn, sem bindur enda á lífið. Sjálfur er ég sem dauður væri, og þó ekki dauð- ur!“ — Það er ekki ég, sem hér er harður. Ef ég hefði vitað af einhverju sefandi orði, þá hefði ég verið fús til að hugga og hughreysta. En vel má vera að eiginlega hafi hinn þjáði þurft á allt öðru að halda, að hann hafi þurft enn harðari þjáningar en þær, sem hann leið. Harðari þjáningar! Hver er svo grimmur að dirfast að segja annað eins? Vinur minn, það er kristindómurinn, sú kenning, sem boðin er til sölu undir þvi merki að vera hugljúf huggun — jú, sannarlega, eilífðarhuggun er hann og um eilífð alla — en vissulega verður hann að taka hörðum tökum. IC ristindómur er sem sé ekki það, sem vér menn erum alltof fúsir til aft gera úr honum: Hann er enginn skottu- læknir. Skottulæknir er strax viðbúinn, hann hagnýtir lækningameðal sitt þegar í stað og gerir klúður úr öliu. Kristin- dómurinn bíður áður en hann hagnýtir lækningameðal sitt. Hann notar ekki eilífðina til að lækna hvern smákvilla, En með eilífðinni og til eilífðarinnar læknar hann þegar sjúkdómurinn er iþannig að auðið er að nota eilífðina, þeg- ar sjúkdómurinn steínir að þvi að þú verðir að deyja frá heiminum. Þessvegna er strangleiki kristindómsins, að hana verði ekki að þvættingi og staðfesti heldur ekki þig í þínum þvættingi. Sannindin í þessu hefur þú sennilega ekki sjálfur reynt — það hef ég — að þegar þú fórst að kvarta um þinn hag og sagðir: „Ég get þetta ekki lengur“ og næsta dag var þér sýnd enn meiri harka, og hvað svo? Þá gazt ,þú! Þegar hestar stynja og blása, dauð- þreyttir að því er þeir álíta, .svo að þeir þyritu helzt af öllu að fá. hnefa- 24. desember 1965 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.