Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 24
Hin Ianga deila um þetta efni skal ekki rakin hér, heldur aðeins gripið það taekifæri, sem nú gefst til þess að ræða um Eirík rauða, sem talið er að hafi fundið Grænland. Enginn ber brigður á, að Eiríkur hafi verið bóndi á íslandi áður en hann fór að leita Gunn- bjarnarskerja og fann Grænland. En Norðmenn segja að hann hafi verið norskur, fæddur og upp alinn í Noregi. í bókinni ,,01d og Heltetid“ eftir norska fornfræðinginn Haakon Shete- lig, segir hann svo: „Eiríkur rauði fæddist í Noregi um 950 e. Kr. Þegar hann var um tvítugt varð hann að fara úr landi fyrir víga sakir og fór þá til íslands og reisti bæinn Eiríksstaði í Haukadal". frá Drongum. Önundur spurði hvort numin væri öll lönd um Strandirnar. Þeir kváðu lítið ónumið á Innströnd- um, en ekki norður þangað.“ ” etta varð til þess, að Önundur sigldi inn með Ströndum, í stað þess að fara vestur fyrir landið, eins og hann virðist hafa ætlað. Nam hann svo þann landskika, er var á milli land- náma Eiríks snöru og Bjarnar í Bjarn- arfirði syðra, eða frá Ófæru í Veiði- leysufirði allt til Kaldbakskleifar, en í því landnámi eru víkur þrjár, Byrgis- vík, Kolbeinsvík og Kaldbaksvík. Á þessari frásögn má sjá, að um eða fyrir aldamótin 900 býr Þorvaldur Ás- valdsson að Dröngum, og hefir verið landnámsmaður þar, eins og segir í Landnámu. En um það leyti getur Eirík ur rauði ekki verið fæddur, því að þá hefði hann átt að hafa verið rúmlega hálfníræður, er hann fór að byggja Grænland, og orðið rúmlega 100 ára gamall. Þessi stutta frásögn í Grettis sögu hefir á sér öll einkenni þess, að hún sé sönn. Hún segir frá fyrstu mönnun- um, er þeir Önundur hittu, og fundum þeirra bar saman á sjó. Þetta voru húskarlar Þorvalds á Dröngum í fiski- róðri, og það er auðséð, að landnáms- Þetta getur verið sýnishorn afstöðu Norðmanna: Eiríkur fer ekki til íslands fyrr en um 970 og er þá tvítugur; hann dvelst ekki nema 12 ár á íslandi, og er jafn norskur sem áður fyrir því. íslendingar hafa vissulega stuðlað nokkuð að því að rótfesta þessa skoð- un, því að dr. Guðbrandur Vigfússon segir svo í Tímatali við íslandingasög- ur (Safn I.): ,,Þorvaldur faðir Eiríks rauða var Ósvaldsson, Rauðúlfssonar, Öxna-Þórissonar. Þeir fóru til íslands báðir feðgar, Þorvaldur og Eiríkur fyr- ir víg; öllu fyrr en svo sem 940—950 get- ur það ekki hafa verið, því að Eiríkur rauði var gamall nokkuð er hann fór til Grænlands 985, og andaðist ellihnig- inn og hrumur um það leyti er Græn- land var kristnað". Á öðrum stöðum í Tímatali er því svo haldið fram, að þeir Þorvaldur og Eiríkur hefði „numið land um 950 eða svo“. Hér mun nú verða reynt að sýna fram á, að Þorvaldur hafi verið með fyrstu landnámsmönnum, og að Eirik- ur rauði hefir verið fæddur hér á landi, en ekki í Noregi. Og til þess að byrja á byrjuninni, skal fyrst athugað hvað Landnáma segir um landnámsmenn og landnám á Ströndum: — Hella-Björn, son Herfinns og Höllu var víkingur mikill. Hann var jafnan óvin Haralds konungs. Hann fór því til íslands og kom í ,Bjarnarfjörð með alskjölduðu skipi. Síðan var hann Skjalda-Björn kallaður. Hann nam land frá Straumnesi til Dranga og bjó í Skjaldabjarnarvík. — Geirólfur hét maður, er braut skip sitt við Geirólfsgnúp. Hann bjó þar síðan undir Gnúpinum að ráði maður. Hann var drepinn að ráðum Haralds konungs. En synir hans þrir fóru til íslands og námu land á Strönd- um: Eyvindur Eyvindarfjörð, Ófeigur Ófeigsfjörð og Ingólfur Ingólfsfjörð. Þeir bjuggu þar síðan. — Eiríkur snara hét maður er land nam frá Ingólfsfirði til Veiðilausu og bjó í Trékyllisvík. Hann átti Ólöfu dótt- ur IngóLfs úr Ingólfsfirði. Þeirra son var Flosi, er bjó í Vik þá er Austmenn brutu þar skip sitt og gerðu úr hræn- um skip það, er þeir kölluðu Trékylli. Hér er um samfelld landnám að ræða og tekur hvert við af öðru frá Straum- nesi sunnan Barðsvíkur, suður í Veiði- leysufjörð. Landnám Þorvalds nær frá Bjarnarfirði ytra suður að Eyvindar- firði, ekki stórt en þó tiltölulega stærra en landnám bræðranna þriggja þar fyrir sunnan. Það er auðséð, að sá sem Drangaskörð. marga vetur Önundur hafði verið vest- anhafs, eftir að hann skildist við Geir- mund (heljarskinn); því getur ekki skakkað meira en einu ári eða tveim, þó vér setjum útkomu Önundar árið 900“. En úr því að Grettissaga er svona áreiðanleg heimild, þá hefði ekki átt að sleppa því, sem hún segir um komu Önundar til íslands: ,,Nú er að segja frá Önundi tréfót, að þá rak undan nokkur dægur. Síðan gekk veðrið á haf. Sigldu þeir þá að landinu. Kennd- ust þá við þeir, er áður höfðu farið, að þeir voru komnir vestur um Skaga. Sigldu þeir inn á Strandaflóa og nær Suður-Ströndunum. Þá reru að þeim sex menn á teinæringi og kölluðu upp á hafskipið hver fyrir réði. Önundur nefndi sig og spurði hvaðan þeir værL Þeir kváðust vera húskarlar Þorvalds maðurinn hefir verið fáliðaður vegna þess að hann verður að láta sér nægja að hafa sex menn á teinæringi. Bendir það og til þess, að hann hafi ekki átt annan bát, og er þarna brugðið upp skyndimynd af erfiðleikum frumbýlings áranna. Fréttir þær, sem húskarlar Þorvalds segja þeim Önundi af land- námum, verða til þess, að Önundur nemur Kaldbaksland. Það er því sögu- legur atburður er hann hittir hiúskarla Þorvalds á hafi úiti, og þeina a'tburði mátti söguritarinn eigi sleppa. Annars segir sagan ekki frá þessu til þess að sanna, að Þorvaldur hafi þá búið á Dröngum, Það var aðeins tilviljun að þeir Önundur skyldi rekast á húskarla hans, og þess vegna er hans getið og bústaðar hans. En þessi atburður tekur af öll tvímæli um hvar Eiríkur rauði sé fæddiur. Hann hefir fæðzt á Dröng- um og líklega um 30 árum eftir þenna atburð. Árni Óla: Eiríkur rauði hefur verið nam Drangaland hefir ekki fengið það úr landnámi annars, enda eru landnáma skil öll hin gleggstu í Landnámu. ,,Menn kann að furða á því, að Strand ir voru að mestu byggðar fyrir 900, og voru fá héruð, sem fyrr byggðust", segir G.V. í Tímatalinu. Og svo rekur hann nöfn landnámsmanna þarna, en getur ekki Þorvalds á Dröngum. Þetta er eðlilegt, þar sem hann telur að Þor- valdur hafi ekki komið út fyrr en hálfri öld seinna. En þá er ekki tekið neitt mark á Landnámu, sem segir skýlaust að Þorvaldur hafi numið ,,Drangaland allt til Enginess og búið að Dröngum alla ævi“. En hér kemur þá Önundur tréfótur til sögunnar. 1 tímatali við Grettissögu, sem Benedikt Sveinsson alþm. gaf út 1921, telur hann að Önundur hafi komið út 892. En í Tímatali segir G.V.: „Nú má í Grettis sögu nákvæmlega sjá hve fæddur á íslandi V ínlandsbókin nýja hefir komið róti á hugi manna, eins og oftast hefir farið, þegar rætt hefir verið um hverj- ir hafi fundið Grænland og Norður- Ameríku. Þetta er mjög viðkvæmt mál. En viðkvæmnin hefir ekki öll verið sannleikans vegna, heldur hefir fremur ráðið þjóðernismetnaður út af því hvaða þjóð beri heiðurinn af því að hafa fundið þessi lönd. Þar stendur reip- tog milli íslendinga og Norðmanna. Ekki er neinn ágreiningur um nöfn þeirra manna, sem talið er að hafi fund ið þessi lönd, heldur um hitt, hverrar þjóðar þeir hafi verið. íslendingar segja þá hafa verið íslenzka, Norðmenn segja að þeir hafi verið norskir. Skjalda-Bjarnar. (Geirólfsgnúpur er rétt fyrir norðan Skjaldabjarnarvík og hefir Geirólfur því numið í landi Skjalda-Bjarnar og sennilega búið í Reykjarfirði. Þar fyrir norðan náði landnám Bjarnar yfir Þaralátursfjörð, Furufjörð og Bolungavík, sem er sunn- an Straumness). — Þorvaldur Ásrvaldsson, Úlfssonar, Yxna-Þórissonar nam Drangaland og Drangavík til Enginess og bjó að Dröng um alla ævi. Hans sonur var Eiríkur rauði, er byggði Grænland. — Herröður hvítaský var göfugur 56 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.