Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Qupperneq 29
Böðvar á Bakka
Við komum í Bakkadal. Allstaðar átti
Þorvaldur vini, og hef ég líklega aldrei
kynnzt vinsælli manni á sæmilega langri
*evi minni.
A Bakka bjó Böðvar Pálsson, þá kaup-
félagsstjóri þar og síðar á BíldudaL
I'arna sat höldur í heimaranni, stundaði
verzlunarstörf, útgerð og landbúnað, ein-
hver gestristnasti og skemmtilegasti
maður, sem ég hef kynnzt. í dagbókinni,
síðu 498, föstudaginn 12. september 1941,
6tanda þessi orð um heimsóknina til
Böðvars:
„Við komum að Bakka og stönzuðum
fcjá Böðvari, þágum veitingar en geng-
um síðar um útivið, og komum m.a. í
geysistóran kartöflugarð. Var verið að
taka upp, og góð var sprettan. Tók ég
eftir mjög góðu áhaldi til að taka upp
með. Fyrst var kippt í grasið, og kartöfl-
urnar klóraðar upp á eftir með þar til
gerði klóru. Er lítill vandi að útbúa
hana. Það eru bara beygðir steypujárns-
pinnar og negldir á klossa með hand-
fangi“. — Þannig var iðnvæðingin í þá
daga með kartöflur.
Skyggnzt um í Selárdal
„Rétt utan við Bakkadal, horfðum við
lengi á skarf, sem var sikafandi eftir
Bíld. 5 gulendur sáum við hjá Skarfa-
klettum við Selárdal. Fremst í Selárdal
liggur dys, og er sagt, að þar hvíli jarð-
neskar leifar sjórekins Englendings, og
eé dysið gott til áheita, og setur þá við-
komandi kross á dysið, ef áheitið hefur
eftir gengið, og eitthvað hefur þetta dys
reynzt vel, því að fjölmargir krossar
prýddu það“.
Ég man enn, hve mér þótti Selárdal-
ur sérkennilega fallegur. Vestan í fjöll-
um hans eru gríðarmikil rauð lög, senni-
lega sama rauða bergið og víða er i fjör-
Steinninn með vínviðarblaðiniu úr Þórishlíðarfjalli.
'
'■'rtife,. .Ssi ■ . ■ |t'
1 V
.......’’ ■ ii'\
Beykiskógur, eftir málverki Kjarvals.
Nú er Selárdalur að mestu í eyði, utan
einn einsetumaður, sem býr þar á Upp-
sölum með einni belju og fáeinum kind-
um, fjarri öllum mannabyggðum, en
nærri gömlum steingerfingum. Nú hefur
heyrzt um nýja innflytjendur, svo að
máski tekst upp á ný kukl og kunnátta
í Sclárdal.
En víkjum nú aftur að ferð okkar
Þorvaldar út í Selárdal 1941.
Gestur á Skeiði.
Fremst fram við sjó í Selárdal heitir
á Skeiði. Um þennan tíma bjó þar
gestrisinn öðlingsmaður, mjög við ald-
ur, sem hét Gestur. Þangað lögðum við
mágarnir leið okkar. Gestur á Skeiði
bauð okkur til baðstofu og þáðum við
þar hressingu. Gestur var reglulega ræð-
inn og skemmtilegur karl.
Jóhannes Áskelsson jarðfræðikennari
minn, hafði heimsótt Gest sumarið áður,
að því er Gestur sagði okkur, og margt
fleira bar á góma, sem fróðlegt var og
skemmtilegt, því að okkur varð skraf-
hefur oft verið tengd göldrum og galdra-
mönnum. Merkir prestar hafa einnig
setið þar í embætti, þótt prestsetur sé
þar ekki lengur neitt.
Sei árdals-Páll.
Þeirra á meðal var Páll Björnsson,
prestur þar frá 25. marz 1645 til æviloka
23. okt. 1706. Afi hans var Arngrímur
lærði í móðurætt. Séra Páll var mikill
grískumaður og einn mesti ræðuskörung-
ur á sinni tíð hérlendis. Hann var trú-
aður mjög á galdra og stóð framarlega
í ofsóknum á galdramenn.
Gestrisinn var hann og höfðingi í allri
rausn, auðmaður mikill og hagsýnn. í
Selárdal hafði hann mikinn útveg, fann
upp betra bátalag. Þess utan var hann
stærðfræðingur góður og mikilvirkur
rithöfundur. Meðal ritverka hans eru
Píningarprédikanir og bókin um Chara-
cter bestiae-skepnuskapferli.
wm © .
Þórishlíðarfjall í Selárdal. örin bendir á steingervingalagið.
fjallahvilftir vera einskonar musteri
guðs, einhver tign og mikilleiki hvílir
yfir þeim. Þetta er stórbrotið landslag
og vekur menn til umhugsunar um
mannlega smæð hjá mikilfengleik fjall-
anna. Þessi umgetna hvilft hjá Hvestu,
heitir raunar Hundshvilft, og mætti
segja mér, að sá, sem þá nafngift á, hafi
ekki verið upp á marga fiska, því að hún
hefði átt skilið tignarlegra nafn.
um í Hvalfirði og einnig í Hólabyrðu í
Hjaltadal, úr því efni er Hólakirkja hlað-
in, og er svona sæmilega langt á milli
allra þessara staða. Landslagið andar á
móti manni forneskju, enda hefur áður
verið að því vikið, að saga Selárdals
drjúgt yfir kaffibollunum í gömlu bað-
stofunni á Skeiði.
Og tíminn gleymdist okkur í viðræð-
um við gamla manninn, því að klukkan
var orðinn 6, þegar við loksins lögðum
á brattann fram dalinn, baðaðan í haust-
sólinni. Við stöldruðum örlítið á Upp-
sölum, fremsta bænum í dalnum. Þeir
á Uppsölum, buðu okkur steingerfinga
til sölu, höfðu orðið sér úti um nokkurt
magn, en svo var þrái okkar mikil), að
engin kaup voru gerð. Við vildum finna
okki.i steingerfinga sjálfir, þótt áliðið
væri orðið dags.
Leiðin upp Þórishlíðarfjall.
Lá nú leið okkar upp Þórishlíðarfjall.
Fórum við á hestunum alllangt uppeftir
grasivöxnum geirum, en síðasta spölinn
gengum við.
Þórishlíðarfjall er að vestanverðu í
Seiárdal, nærri fyrir botni dalsins. Það
er um 470 metrar á hæð. Líkt og önnur
Vestfjarðafjöll er það hlaðið úr blágríts-
hamrabeltum með molabergs- og leir-
lögum í bland.
Eins og af einskærri eðlLsávísun geng-
um við nærri beint að steingerfingalag-
inu. Stéingerfingalög láta venjulega lítið
yfir sér hið ytra, og eru að sjá í engu
frábrugðin öðrum leirlögum. — Þau
bera engin blaðför utan á sér. Verða
menn því fyrst að kljúfa lárétt leirlögin
til þess að steingerfingarnir komi í ljós.
Sýnist allt benda til þess, að tilgátan
sú sé sennileg, að blöð þessi hafi fallið,
borin af vindum, í fyrndinni af trjánum
í leirtjarnir, síðan pressast af fargi
hraunlaganna, sem á ofan hlóðust, og
aðhylltist Jóhannes sálugi Áskelsson
mjög þá kenningu.
Auðvelt reyndist okkur að finna á
stuttum tíma mikið magn af steingerðum
laufum margra trjátegunda, og er efnið
í ieirnum mun harðara og óbrotgjarn-
ara en hjá Brjánslæk, og kem ég að því
síðar.
Fornir furðuskógar í fjalli.
Þarna var um margar tegundir að
ræða, og skulum við nú bregða töfra-
kíki fyrir augað, og reyna að sjá fyrir
okkur, hvernig umhorfs var í þessum
aldagamla Vestfjarðaskógi. Aðaltrjáteg-
undin hefur verið beyki. — Beykiblöð
eru algerlega yfirgnæfandi, og vafa-
laust hefur beykið verið meðal ein-
kennistrjáa Vestfjarðarskógarins á surtar
brandsskeiðinu.
Sú beykitegund, sem þarna er um að
ræða, vex nú aðeins í austanverðum
Blað af beykitegund, fundið i
Þórishliðarfjalli.
24. desember 1965
■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 61