Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Síða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Síða 31
r Grarnur og reiðuir aif voníbri'gðum, steytti hann hnetann í átt tiL þessarar hvitu stoeLfingar og ófreskj.a, sem andaði íköldu á hans norska nef — o.g sagði: „ísland skaltu heita“. — Og það varð. Á leiff til Brjánslækjar, Flókatóftir heita fyrir miðjum Vatns- firði vestanverðum. Þar utar við eyjar folár, liggur stórbýlið Brjánslækur, og það verður nú sögusviðið um sinn. Um sama tíma og vinur minn, sem með mér var, hélt af stað til að veiða ok'k ur og fjölskyldum okkar í matinn, bleikju í vatninu og lax í ánni, snemma morguns, lagði ég af stað á bifreið minni og ók sem leið lá í loftinu út með firði, eftir ikrókóttum skógarstígunum að Hellu, og þaðan út áfram framhjá Flókatóftum, atla leið að höfuðbólinu Brjánslæk. Ég var einn á ferð, hafði bæði með- ferðis bakpoka og strigapoka, einn ágætan jarðfræðihamar þýzkan, og sitt- hvað fleira mér til halds og trausts við steingerfingarannsóknir, en ferð minni var heitið í Steingerfingagil hjá Brjáns- læk, sem frægt er í jarðsögu íslands. Þegar óg kom í hlað höfuðbólsins, hafði fjósameistarinn nýlokið störfum, og gekk ég rakleitt á fund hans og spurði til vegar að Steingerfingagili. Sagði ég sem var, að 20 ár væru liðin síðan ég síðast átti við vestfirzka steingerfinga, og væri ég ekki viss um að finna lag þetta án leiðbeiningar, þóitt ég hefði nokkra hugmynd um, hvar þetta gil væri. Steingerfingagiliff. Mér til mikil'lar gleði, sagði þessi ágæti maður, að hann ætti frí, — þetta var á sunnudegi í byrjun júní, — og eikyldi hann ganga með mér í gil þetta, Bem ég auðvitað þáði með þökkum. Lögðum við svo af stað norðan árinn- ar, sem framhjá Brjánsiæk rennur, máske er það sjálfur Brjánslækurinn. Gengum við þar um mela og móabörð, nærri hálftíma ieið og komum þá að árgljúfri, fórum þar yfir, og þegar yfir var komið blasti við mér í fyrsta skipti á ævinni hið fræga Steingerfingagil við Brjánslæk. Ég varð hei'llaður. Ég fylltist stol'ti á stundinni. Þið virtist svo auð- gert að rannsaka steingerfinga þarna, mun auðveldar en í Selárdal. Síðan tókum við ti'l óspilltra mál- anna við að kanna lagið. Það reyndist gijúpt og auðunnið, en þeim mun erfið- ara er að geyma steingerfingana þaðan heila, og var það á annan veg með þá frá Selárdal. En frá Brjánslæk hef ég eamt fengið margan góðan og fallegan Bteingerfinginn og margra tegunda. í viðbót við flóruna frá Þórishlíðar- fjalli, hafði mér bætzt við Magnoliublöð, sem hafa fundizt samskonar austur í Japan frá Pliósen-tímabilinu. En nú gerðist nokkuð nýtt, og þó ekki, fyrr en óg var aftur kominn heim til Bolunga- víkur og farinn að huga að safni mínu frá Brjánslæk. Skyggnzt í klæðaskáp Evu. Lað k'om semsagt í ljós, að ég hafði skyggnzt inn í klæðaskáp Evu, formóður okkar aillra. Þarna var semsé áli'tlegur tounki af fíkjublöðum, mjög greinilegum. Gott hefur verið í fyrndinni um fíkju- i , 24. desember 19ö5 _____________________ skóga að ganga þarna hjá Brjánsiíælk, og var sá skógur samt ekki við lýði, þeg- ar Hrafna-Flóki eyddi þar sumrinu, en líklega væri ekki prestslaust á Brjáns- læk, ef prestur gæiti týnt gráfikjur af trjanum og annað góðgæti. Þótt eikki komi það beint þessu máli við, er það furðulegt, að enginn prest- ur skuli lengur vilja búa á Brjánslæk, þessari miiklu kosta- og hlunnindajörð, með fegurð alLt um kring, hvert sem auga er litið. Fylgdarmaður minn frá Brjánslæk á þakkir ski'lið, hve þifnga byrði hann bar fyrir mig frá Steingerfingagili til byggða. Verst er, að ég er búinn að gieyma nafni hans. Máske les hann þessar línur og sikrifar mér síðar. Þegar aftur var komið í tja.ldstað var allt fólk vaknað og til hádegisverðar höfð- um við bleikjuna úr vatninu, sem freist- aði Flóka forðum daga, og segir ekki af ferðum okkar frekar, Málalok. Nú fer að styttast mál mitt, en að lok- um þetta: Hin forna flóra Vestfjarða gefur okkur auga leið í ferð um forna furðuskóga. — Á þeim tíma, sem þessi tré uxu á Vestfjörðum, var hitinn þar notalegur. fsland lá þá sennilega enn meir um þjóðbraut þvera en nú í mörgu tkiiiti, skógarnir uxu óhindrað ofan á berginu, hitinn kom svitanum út á ölluim skepnum, sem við höfum samt engar menjar um, en máski eiga þær eftir að finnast. Leirtjarnirnar geyma blöðin af trjánum, sem ella hefðu orðið að ösku undir glóandi eimyrjunni frá eld'fjöllun- um. Reynum að ímynda okfcur Vestfirði alla vaxna þessum fornu furðuskógum. Ég er viss um, að ef svo væri enn þann dag í dag, þyrfti hvorki að eyða neinu jafnvægisifé í þann landshluta né kenna neina sérstaka áætlun við hann honum til bjargar. Vestfjarðakjálkinn myndi þá sjá um sig sjálfur í því tilliti, jafnhliða út'vegi og land'búnaði myndi fólkið þá lifa á skógum og aldinum, jafnvel vín- við. — Langur tími er liðinn, síðan þessir fornu furðuskógar voru til á landi okk- ar, en staðreynd er það engu að síður, að til voru þeir. Það sýna steingerfing- arnir, sem hér hafa verið gerðir að um- talsefni. Sá, sem þessar linur ritar, á að lokum enga ósk heitari, en þá, að sem flestir, ungir sem aldnir íslendingar, gefi sig að athugunum á fornri og nýrri nóttúru landsins. Öll slík náttúruskoðun er holl og heiisubætandi, og ætti það ekki að spilla á þessum timum hjarta- og æða- varna, en aðalatriðið er, að með náttúru- slcoðun komast menn nær landinu sjálfu, skynja það betur, kunna betur að meta það og gæði þess, og með því er allt fengið. — Gönguferð Framh. af bls. 59. félagsins þar hina fyrstu plöntu í lundi, er ætlunin er að rækta þar. (Einars- garður). Umsjónarmaður gróðrarstöðv- arinnar er Einar Helgason. V ið herðum nú gönguna og för- um vestur Kirkjustræti. Nor'ðan megin götunnar er Reykjavikur Apótek, lyf- sali Michael Lund, en sunnan megin hús Kristjáns Þorgrímssonar (næst fyr- ir .vestan hús Halldórs Kr. Friðriksson- ar), sem var bókaútgefandi í bænum og sænskur konsúll. Þá eru þar nokk- ur hús er við hirðum ekki um og loks Herkastalinn á horninu. Við veitum því athygli, að Uppsalir eru enn ekki til, en í þeirra stað er lítið hús, þar sem býr Magnús Árnason trésmiður ásamt konu sinni Vigdísi Ólafsdóttur. Magn- ús hafði lært smfðar hjá Diðriki Knud- sen, er var einn af brautryðjendum i trésmíði í Reykjavík, og síðar í Kaup- inhöfn, enda var hann orðlagður fyrir smíðar meðal bæjarbúa og vandvirkur nijög. Þegar við komum fyrir hornfð hjá Herkastalanum blasir við okkur stórt og myndarlegt hús (ber hæst húsa fyr- ii ofan hús Halldórs Kr. Friðrikssonar). Þetta hús er hús Dómkirkjuprestsins, séra Jóhanns Þorkelssonar og Egils Jónssonar bókbindara. Hús þetta stend- ur enn og er nú Suðurgata 8. Rétt vestan við hús Magnúsar snikk- ara, eins og bæjarbúar jafnan kalla hann er stórt og nýtt hús. Hús þetta er Túngata 2 og er það í eign Magn- úsar. Síðan reisti sonur Magnúsar, Kristinn hús á hússtæði gamla hússins, Uppsali. Þau eru ekki mörg húsin við Tún- götuna. Eitt hið helzta er hús dóm- stjórans í Landsyfirréttinum, Lárusar E. Sveinbjörnssonar (með tveimur gluggum á kvisti). Lárus var kjör- og stjúpsonur Þórðar Sveinbjörnssonar, sem einnig var dómstjóri í Landsyfir- réttinum. Mun Lárus hafa verið meðal brautryðjenda í laxveiðum hér á landi, en þá íþrótt stundaði hann jafnan á sumrin í Elliðaánum. Vi’ð höldum nú áfram upp brekk- una og komum að litlu húsi í miðri brekku. Þar býr Kristín Laxdal, dóttir Egils Jónssonar bókbindara og fyrri kona Jóns Laxdals tónskálds. Uppi á hæðinni er Landakot. Þar hefur hinn gamli siður loks hafið innreið sína í landið, eftir af- hroðið er hann galt fyrir 350 árum. Reist var fyrir þremur árum kirkja í Landa- koti og sést hún á myndinni og ber hæst fyrir mi’ðju. Húsið vinstra megin við kirkjuna mun vera prestssetrið. Tveimur árum síðar var svo reistur spítali norðan við kirkuna eða árið 1902. Kirkjan er enn til að stofni, þar eð IR-húsi’ð svokallaða á mótum Tún- götu og Hofsvallagötu er hin gamla kirkja. Ofarlega á Hlíðarhúsavelli, skammt fyrir norðan kaþólska prestssetrið stendur stórt tvílyft hús, stýrimanna- skólinn. Forstöðumaður skólans er Páll Halldórsson skipstjóri, en hann er ný- tekinn við því starfi í stað Markúsar Bjarnasonar skipstjóra, sem verið hef- ur forstö’ðumaður skólans frá stofnun hans 1891. Við röltum nú austur Hlíðarhúsavöll og komum að doktorshúsinu, húsi, sem kennt var við Jón Thorstensen land- lækni, sem lézt 1855 og var jafnframt þingmaður Reykvíkinga. Þegar hann lézt þurfti því að efna til þingkosn- inga og kjósa eftirmann Jóns. Var þá kosinn sá þingmaður Reykvíkinga, sem líklega hefur náð kosningu með minnstu atkvæ'ðamagni allra, en það var Jón Pétursson yfirdómari, sem hlaut 8 atkvæði. Varamaður hans Halldór Kr. Friðriksson hlaut hins veg- ar 4 atkvæði. Ekki var pólitiskur áhugi meiri hér í bæ á þeim árum. Jón Pét- ursson hafði hins vegar verið kosinn varamaður í öðru kjördæmi árið á’ður (Strandasýslu) og þess vegna mætt á þingi það ár, var á það litið svo af Al- þingi, að hann hefði með því afsala'ð sér þingmannssæti fyrir Reykjavík á þessu kjörtímabiti og Halldóri ú.rskurð- að sætið sem varaþingmanni Reykvík- inga. Þannig atvikaðist það, áð þing- maður Reykvíkinga hafði einungis 4 at- kvæði að baki sér. Við höldum áfram göngu okkar og förum niður í bæ aftur. Þegar vi'ð kom- um niður Fischersund verður á hægri hönd okkar stórt rautt hús, Vinaminni. Vinaminni hafði frú Sigríður Magnús- son frá Cambridge látið reisa á Brekku bæjarlóð vi’ð Mjóstræti 1886, í þeim til- gangi að koma þar á fót kvennaskóla, en fé til þess höfðu gefið ríkir Eng- lendingar. Skólinn hóf síðan starfsemi sína 1891. Voru 15 námsmeyjar í skól- anum þennan fyrsta vetur — sem jafn- framt var sá síðasti. Um þessar mundir mun búa í Vinaminni Jón Vídalín kons úll og kaupmaður. ■A á vinstri hönd okkar er Glasgow (með stórum kvisti lengst til vinstri) stórhýsi mikfð, er brezkt verzlunarfyr- irtæki lét reisa 1863. Stóð þetta hús til ársins 1903, en þá brann það til kaldra kola ásamt geymsluhúsum að baki og býlinu Vigfúsarkoti. Þar sem við hugleiðum þetta erum við komnir niður í Aðalstræti. Gagn- vart Austurstræti vestan vi’ð Aðalstræti er langt tvílyft hús (Aðalstræti 6). Þetta er hús Þórðar heitins Jónassen dómstjóra, en nú býr í því Sigurður járnsmiður Jónsson, einn mesti völund- ur bæjarins og hefur hann smiðju að húsabaki. Hús Sigurðar stóð þar til það vék fyrir Mbl. húsinu nýja og var þá flutt ínn í Efstasund. Við höldum nú austur stræti það, sem við þá átt er kennt og erum brátt komnir á móts við hús ísafoldar. Þar ræður ríkjum einn merkasti blaðamað- ur þessa tíma, Björn Jónsson ritstjóri og síðar foringi Sjálfstæðismanna og ráðherra. Rekur hann prentsmiðju og bóksölu í húsinu og hver skyldi ímynda sér að að 13 árum liðnum stæði þar vagga Morgunblaðsins. Norðan megin Austurstrætis á horn- inu við Pósthússtræti stendur hið tveggja ára, glæsilega stórhýsi Lands- bankans. Bankastjóri er Tryggvi Gunn- arsson, en við embættinu hafði hann teki’ð árið 1893 af Lárusi E. Svein- björnssyni. Skáhallt hinum megin við Pósthús- stræti litlu norðar er pósthúsið, sem fyrir tveimur árum var barnaskóli (nú lögreglustöð). Þar ræður ríkjum Sig- urður Briem póstmeistari og er nýbyrj- aður á þeirri nýlundu að láta bera út póst til bæjarbúa, fyrst í sta'ð á eiginn kostnað. v t estanvert við Austurvöll eru tvo hús, sem vert er að veita athygli. Hið nyrðra er Kvennaskólinn, sem reistur var 1874 af Þóru Melsted. Var skólinn þar til húsa þar til hann fluttist á Fríkirkjuveg árið 1908. Síðast keypti Sjálfstæðisflokkurinn húsi’ð og breytti því í samkomuhús. Syðra húsið er íbúð- arhús þjóðskáldsins Steingríms Thorst- einsson yfirkennara við Latínuskólann í Reykjavík og síðar rektors. Við höldum áfram göngunni og kom- um a’ð garði austan megin við brauð- gerð Emils Jensen, sem áður er getið. Þessi garður er við hús, sem ekki sést á myndinni, en í því húsi býr séra Friðr- ik Friðriksson, sá mikli mannvinur. Húsið er eign KFUM og á móts við þa’ð kveðjum við leiðsögumann okkar Arna Thorsteinsson, þar sem hann fer inn í húsið andspænis, hús föður síns landfógetans (nú Hressingarskálinn), en að húsabaki þar er Ijósmyndastofa hans. Við hins vegar höldum aftur upp Bakarabrekkuna. Sólin skín enn í heiði og við undrumst kyrrðina, sem yfir bænum er, henni eigum við nútíma- mennirnir svo sannarlega ekki a'ð venj- ast. -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 63

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.