Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 1
'iftftrgtitiWfttato* 9. tbl. 6. marz 1966 41. árgangur ángar liomu sunnan úr Vestur-Skafta- fellssýslu gangandi sunnan yíir Breið- dalsheiðí yíir Skriðdal og Velli til sjó- róðra í Mjóafjörð o.fl. Austfirði. Sama árið og Seyðisfjörður fékk bæjarrétt- indi bjó níundi hluti þjóðarinnar í Múiasýsium, og þaðan kom þá sjötti hiuti ailra iandssjóðsteknanna. Höfðu þó taisvert margir Austfirðingar flutt vestur ti.1 Ameríku, og hófust þeir út- fiutningar eftir Dyngjufjallagosið mikla 1875, sem hafði stórskemmt um 200 jarðir á Fijótsdalshéraði og í Fjörð- um og nær eyðiiagt sumar þeirra að luilu. Um það leyti, sem Seyðisfjörður fékk bæjarréttindi, hafði nær öil verzlun Héraðsmanna dregizt þangað. Og um þær mundir og fram yfir aldamót mátti Austuriands. En á fáurn árurn gerast ýmsir þeir atburðir, sem valda því, að blómaskeið Seyðisfjarðar var senn iokið. A: Höfuðstaður Austurlands Asl. ári voru liðin 1000 ár frá því, að landinu var skipt í íjórðunga og fjórðungsdómar voru settir á Alþingi. Um tíma munu fjórðungsþing hafa verið háð, en um þau er lítið vitað. Löngu seinna, þegar landinu var skipt í ömt, var að mestu farið eft- ir hinni fornu fjórðungaskiptingu, en lengi var samt Norðurland og Austurland eitt amt. Með lögum frá 1890 var Austuramtið skilið frá Norðuramtinu, og með lögum frá 16. des. 1893 var að fullu gengið írá amtaskiptingunni. Einu breyt- ingarnar, er gerðar voru á takmörk- um amtanna frá takmörkum fjórð- unganna, voru þær, að Vestur- Skaftafellssýsla, sem hafði tilheyrt Austfirðingafjórðungi, var lögð und- ir Suðuramtið. Með stjórnarskránni, er gekk í gildi 1. febrúar 1904, voru ömtin lögð niður. En þótt landsfjórðungarnir hefðu nú ekki lengur neina sérmálastjórn, þá hélzt í vitund þjóðarinnar skipting lands- ins í fjórðunga með sömu takmörk- ium og amtanna, að öðru en því, að Norður-Þingeyjarsýsla er jafnan talin með Norðurlandi sem sjálfsagt er. Er ömtin voru lögð niður 1904, var þingmönnum fjölgað um 4, einn fyrir hvern fjórðung, þannig að fjórir kaup- staöir með bæjarréttindum, sinn í hverj- •«im fjórðungi, fengu sinn þingmanninn hver. Þessir kaupstaðir voru: Reykja- Vik, er áður hafði haft einn þingmann, Isafjörður, Akureyri og Seyðisfjörður. Þrir hinir síðasttöldu voru þá fyrst gerðir að sérstökum kjördæmum, og með þessum réttindum má telja, að þeir haíi verið viðurkenndir sem höfuðstað- jr, hver fyrir sinn fjórðung. Þessir kaup- staðir hafa eflzt mikið frá 1904, nema Seyðisfjörður. Ö eyðisfjlöi-ður er fremur ungur kaupstaður. Ýmsir aðrir verziunarstað- jr á Austurlandi eru miklu eldri en hann. Það er ekki fyrr en um 1850, að verzlun hefst að nokkru ráði á Seyðis- firði. Þá setti Örum og Wulff upp verzlun þar, og fleiri komu svo í kjöl- far þeirra, og 1873 fer Gránufélagið að hafa þar fasta verzlun. Eftir að Pönt- únarfélag Fljótsdalshéraðs var stofnað 1884, hafði það verzlunarhús sín og aðalbækistöð á Seyðisfirði. Árið 1868 stofnaði ungur, norskur skipstjóri, Otto Wathne, verzlun og sildarútgerð á Seyð- isfirði, og árið 1880 settist hann þar að að fullu. Frá þeim tíma má segja, að meðan hann lifði hafi hann verið atkvæða- mesti og hugfrjóasti athafnamaðux sinnar samtíðar á Austurlandi. Rak hann fiskiveiðar og hafði skip í sigl- ingu bæði til strandferða og millilanda- ferða. Fluttu skip hans bæði fólk og vörur. Hann setti fyrstur manna á Austurlandi vatnsleiðslu í hús sitt, og man ég það, að það þótti miklum tið- indum sæta, að vatnið rynni upp í móti í húsi Ottós Wathnes. Hann hafði mikinn hug á því að gera Lagarfljót skipgengt, en ekki entist honum aldur til að koma þeirri hugsjón sinni í framkvæmd Seyðisfjörður fékk bæjarréttindi 8. maí 1894. Um þessar mundir var þar blómlegt athafnalíf, sem raunar víðar á Austfjörðum. Komu menn í atvinnu- leit þangað austur aila leið sunnan úr Reykjavík. Man ég þá tíð, að Skaftfell- svo heita, að öll skip, sem frá útlöndum komu, kæmu fyrst upp til Seyðisfjarð- ar eða þá í einhverra annarra Aust- f jarða. Prentsmiðja, sem Jón Öiafsson hafði haft á Eskifirði, var keypt til Seyðis- fjarðar 1883, og hófst þar blaðaútgáfa EFTIR ÞORSTEIN M. JÓNSSON sama ár, en hvort tveggja lenti í þrot eftir nokkur ár, en var endurreist aftur af Otto Wathne. Um aldamótin voru tvær prentsmiðjur reknar á Seyðis- firði, og þar komu út tvö stjórnmála- blöð, Austri og Bjarki, er voru mjög ilivíg hvort í annars garð. Dálítið var og prentað þar af bókum. Og nú var svo komið, að Seyðisfjörður var óumdeil- anleg menningar- og atvinnumiðstöð rð 1898 féll í valinn, aðeins 54 ára gamall, öfiugasti athafnamaður bæj- arins, Otto Wathne. Sex árum siðar var önnur prentsmiðjan, sem verið hafði á Seyðisfirði um skeið, flutt til Reykjavíkur, og annað vikublað bæjar- ins hætti að koma út. Það dró smátt og smátt úr útgerð á Seyðisfirði, en að sama skapi efldist útgerð á Norðfirði, og fólki þar fór að fjölga, en fækka á Seyð- isfirði. Mesta áfall Seyðisfjarðar var þó það, að á nokkrum árum missti hann nær aila Hóraðsverzlunina. Skömmu eftir aldamótin var Lagar- fijót brúað utan við Egilsstaði og ak- vegur iagður frá Seyðisfirði gegnum Fagradal og ytri hluta Eyvindarárdals og að Lagarfljótsbrú. Fáum árum siðar leið Pöntunarfélag Héraðsmanna á Seyðisfirði undir lok, en það hafði áður haít í sinni hendi mikinn hluta Héraðs- verzlunarinnar. En er Föntunarfélagið var undir lok liðið, stofnuðu Héraðs- menn árið 1907 Kaupfélag Héraðsbúa undir stjórn Jóns 3ergssonar á Egils- stöðum, og hafði það aðalbækistöð sína á Reyðarfirði. Dróst nú verzlun Héraðs- manna frá Seyð.isfirði til Reyðarfjarðar, og undir iok annars áratugs þessarar aldar voru Héraðsmenn að mestu hætt- ir verzlunarviðskiptum sínum við Seyð- isfjörð, því auk þess að verzlunarsvið- skipti þeirra hurfu til Reyðarfjarðar, þá dróst mestur hluti af viðskiptum Hjalta- staðaþinghármanna til Borgarfjarðar. Fólki fækkaði nær árlega á Seyðisfirði, en Neskaupstaður í Norðfirði varð fjöl- mennasti kaupstaður Austurlands. En vegna þess, að samgönguleiðir frá Hér- aði voru torsóttari þangað en til flestra annarra Austfjarða, ráku Héraðsmenn aldrei neitt af verzlun sinni við Norð- fjörð. T ar nú svo komið, að enginn stað- á Austurlandi gat talizt höfuðstaður fjórðungsins, eða samgöngu- og menn- ingarmiðstöð. Á Seyðisfirði, Mjóafirði og víðar á Austfjörðum hnignaði út- gerðinni. Illkynjuð fjárpest varð bænd- um á Héraði og víðar svo þung í skauti, Framhald á bls. 4. * f-s-V-<"■ f •»' , Egilssiaöakauptún, snævi þakiö. Hvíta r ákin oíarlega á mynúinni er Lagaríljót, og slentlur býliö Egilsstaöir á bakka þess.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.