Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 8
HVAR ERU ÞEIR NÚ? MORGUNBLAÐIÐ 3. Það er undarleg tilviljun, en einmitt, þegar þið hringið nú og ég er að fara í gegnum póst- inn minn, kemur upp í hendur mér bréf, þar sem mér er tilkynnt um lát þess manns, sem reyndist mér bezt og ég lærði hjá í Belgíu á ár- unum fyrir stríð. Það er Pétur Pétursson, stórkaupmað- ur, sem mælir svo, er við hringdum til hans á dögunum og báðum hann um viðtal vegna ævintýra, sem hann 1 stríðsbyrjun lenti í. Pétur hafði lagt stund á glerslípun og speglagerð í Belgíu og var staddur þar við nám föstudaginn 10. maí 1940, sama dag og Þjóðverjar hernámu landið. Lenti hann í miklum ævintýrum og raunum, 3vo sem þriggja dálka fyrirsögn í Mbl. hinn 22. október þetta ár gefur til kynna, en hún hljóðar svo: „í flótta- mannastraum, vélbyssuskothríð og sprengjuregni í Belgíu og Frakklandi í vor.“ Við spyrjum Pétur, hver hafi verið tildrög þess, að hann ákvað að fara utan og leggja stund á þessa iðn- grein, og hann svarar: —1. aðir minn, Pétur Gíslason, stýrimaður, lézt þegar ég var þriggja ára og ólst ég upp hjá móðurafa mínum Jóni Indriðasyni þar til um fermingu, en þá * I flóltínnannastrauin, vjelby§su§kolhríð- og sprengjuregni í Belgíu og Frakk- landi i íor hlaut lífstíðarfangelsi eftir stríð, en var sleppt fyrir 3-4 árum, en hinn yngsti skipti sér aldrei af pólitík og var látinn laus í stríðslok. Gömlu hjónin voru og tekin föst, en látin nær strax laus. Þetta voru auðugar manneskjur fyrir sríð, menntað aðalsfólk, sem tap- aði öllu sínu vegna hollustu sinnar við Þjóðverja, en gagnvart mér voru þau aldrei neitt annað en góðmennskan. Ég heimsótti þau eftir stríðið og bjuggu þau þá í mjög hrörlegu húsi, samanbrotin á sál og likama. — Hinn 10. maí koma svo Þjóðverj- arnir til Belgíu. J Ungur íslendingur Pjetur Pjetursson segir írá jivi sem fyrir hann bar d Pjetur Pjetursaon. Sóknarnefndir kosnar i nýu prestaköllin O ufnaðarl'undir voru liaWuir AF öllum þeim farþegum, sem heim komu með Esju, hefir Pjetur Pjetursson sennilega ratáð í raestu raunir og æfintýri. Hann er ungur, gerfilegur piltur, sonur Pjeturs heitins Gíslasonar. stýri.r manns sem var á Gullfossi, fór í fyrra til Antwerpen til að læra þar ýmislegt, er að gleriðnaði lýtur, gJerslípUn, speglagerð o. m. fl. Pjetur fór frá Antwerpen morguninn, sem Þjóðverj- ar tóku borgina, flúði til Frakklands, lenti í mesta flótta- mannastraumnum, komst aldrei nema stutt suður í Frakki land, og við illan leik til Antwerpen aftur eftir þrjár vikur. Pjetur er athugull maítur, atiltur og gætinn. Jcg hitti hani í gær a6 máli, og sagði hann mjer 1 fám orðum frá hrakningun sínum. ' 10. maí. Ti'rtctítrl«nn 10. maf kl. 5 Fyrirsögn fréttarinnar af svaðilförum Péturs ásamt mynd af honum. Á flótta undan Þjóðverjnm Rætt vib Pétur Pétursson stórkaupmann um atburði er hentu hann i byrjun seinni — J á, ég vaknaði snemma, um kl. 7, við mikinn flugvéladyn. Áttu menn sér einskis ills von og þær vörpuðu engum sprengjum fyrr en um kvöldið, þá voru gerðar loftárásir á höfnina og flugvelli í útjaðri borgarinnar. Fór þá fólk að búa sig undir að flýja suður á bóginn, Gyðingar einna fyrstir. Daginn eftir hófst svo flóttinn fyrir alvöru, stjórnin hafði tekið allar bifreiðar í sína vörzlu, svo að allflestir voru fótgangandi og var það ömurleg sjón að sjá fólkið með eigur sínar á bakinu og á handkerrum ganga í hópum eftir þjóðvegunum. Ég fór frá Antwerpen 14. maí, eftir að stjórnin hafði gefið út tilkynningu um algjört útgöngubann í tvo sólar- hringa. Útvarp og blöð höfðu alltaf haldið því fram, að Þjóðverjum væri veitt viðnám, herinn stæði sig vel og allt væri í góðu gengi, en því miður voru fréttir þessar ekki á rökum reistar. Við fórum, eins og ég sagði áðan, hinn 14. úr borginni. Kunningi minn finnski konsúllinn lánaði okkur bílinn sinn og við fengum sendisveitarbréf. Ókum við til Gent, sem er í 50 km fjar- lægð frá Antwerpen og þaðan áfrani til landamæranna. Eftir miklar króka- leiðir og basl í tvo daga komumst við loks að landamærunum við Dunkerque. Það var mikið þvarg við landamærin og gengu Hollendingar og Belgíumenn fyrir um að komast yfir. Við vorum þrír saman, Svíi, Norðmaður og ég. Gekk Svíanum alltaf bezt að komast áfram, enda Svíar hlutlausir í styrjöldinni. Ég komst yfir landamærin, sagðist vera ís- lendingur, og virtist landamæravörður- inn kannast við ísland sem einhverja hollenzka eyju. í Dunkerque gistum við á brezku sjómannaheimili, sem var niðri við höfnina. Við vorum rétt að byrja að heimsstyrjaldar fór ég á sjóinn. Ég ætlaði mér að verða sjómaður, hafði sparað svolítið saman til þess að geta komizt í Stýrimanna- skólann, en þá frétti ég af því, að skip- rúim væri laust á Brúarfossi og ákvað ég þá eftir að hafa ráðfært mig við skólastjórann, Pál Halldórsson, að fara einn túr til Englands. Ráðgerði ég að verða aðeins um mánaðartíma í ferðinni og bjóst við að setjast á skólabekk að henni lokinni. í London var ég svo settur til að gæta lestarinnar, því að hafnarverkamennirnir voru ekki alls kostar frómir og vildu seilast í sykur- pokana og hnupla sér nokkrum kíló- um, en farmurinn var sykur. Við vor- um settir þarna til höfuðs þeim og þeir voru.að sjálfsögðu hálfargir út í okk- ur og það endaði með því, að þeir hentu ofan á mig heilli sykurlengju og brutu í mér hrygginn. Eftir þetta slys gerði ég mér að sjálfsögðu Ijóst, að ég myndi ekki þola hið harða sjómannslíf og allar þær stöður, sem því fylgja. Þannig var þeim draumi lokið, og ég varð að finna mér eitthvað, sem ég gæti lifað af í framtíðinni. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- Eg hafði sem strákur verið sendill hjá Storr og kynnzt glerslípun og speglagerð í gegnum það. Nú datt mér í hug, að ef til vill væri það ekki svo vitlaust að leggja það fyrir mig, og því varð það, að ég fór utan til Belgíu til þess að læra. É, I g réð mig til náms hjá stærstu glerslípunar- og speglagerðinni í Ant- werpen, leigði mér -herbergi úti í borg- inni og var í kosti hjá verkstjóra í verk- smiðjunni, þar til eigandinn Karel-1 van Suetendael bauð mér að dveljast á heimili sínu, hvar ég bjó megnið af tím- anum. Það var einmitt lát hans, sem ég var að frétta í morgun, þegar þið hringd- uð. Hann lézt eignalaus og saddur líf- daga. — Tapaði hann í stríðinu? — Já, öll fjölskyldan var mjög Þjóð- verjasinnuð eins og margir Belgíumenn voru á þessum tímum. Báðar dæturnar giftust t.d. þýzku-m mönnum, næstelzti sonurinn var drepinn á austur-vígstöðv- unum, hinn þriðji var SS-maður, sem Pétur Péturssou 3 marz j.966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.