Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPENSARI — Ég vona að þér muni líka vel að vinna hérna — það er dálítið, sem ég ætti að vara þig við — en j|x opnar —. og þá kemur það í ljós. — Já, vissi ég ek'ki!! A erlendum bókamarkaði Villutrú: The Heretics. Barrows Dunham. Eyre & Spottiswoode 1965. 50/— Atvik úr ævi höfundar urðu honum tilefni til þess að setja saman þessa bók. Hann er fædd- ur árið 1905 í New Jersey. Hann stundaði nám við Princeton og varð síðar prófessor í heimspeki við Temple-háskólann í Fíla- delfíu þar tU honum var stefnt fyrir Óamerísku nefndina 1953. Hann var settur frá og ástæðan var „intellectual hroki". Hann eegist hafa þagað þegar hann mætti fyrir nefndarmönnum og af því hafi dómsorðið verið dreg- ið. Þetta varð tilefni þessarar bókar. í henni segir hann sögu ýmissa manna sem upphófu and- róður gegn ríkjandi skoðunum í heimspeki, vísindum og trúmál- um, hver á sínum tíma. Slíkir menn eru alltaf forvitnUegir. Ævi þeirra flestra hefur verið þyrn- um stráð og ástæðuna telur höf- undur hafa verið þá, að þeir hafi barizt gegn ríkjandi stjórnend- um sem styðjast við ríkjandi skoðanir. Höfundur hefur bók- ina með frásögn af Sókratesi og lýkur henni með kafla um komm únisma. Meginhluti bókarinnar fjallar um kristnina, sem höf- Undur túlkar ekki á sagnfræði- legum forsendum heldur sem ein- hverskonar veraldlegan ídeal- isma og félagsfræðilegt fyrir- brigði eingöngu. Skoðnir höfund- ar eru nokkuð litaðar af marx- isma og eigin reynslu, og því verður ritið full persónuleg tján- ing til þess að vera heimildarrit eða fræðirit og ýmsar skoðanir höfundar verður að taka með varúð. Hann sækir margt til Tawneys, sem útfærði vissan hluta kenninga Max Webers í Vissa átt. Þessar skoðanir höfund- ar þrengja bókinni í vissan stakk og rýra með því gildi hennar. Frásaga hans af Jesú er á þá leið, að hann hafi verið foringi mót- spyrnuhreyfingar Gyðinga gegn Rómverjum og hafi verið tekinn af lífi eftir uppreisnartilraun, sem kæfð var í fæðingunni. Af þessu má sjá, að bandarískur marxismi getur tekið á sig ein- kennilegar myndir. Höfundur ræðir einnig um galdranornir og lýsir ástæðunum fyrir ofsóknum á hendur þeim á nokkuð annar- legan hátt. Höfundur segiv í ævi- úrdrætti sínum, að hann hafi minnzt þess að eitt af því, sem Sókrates var dæmdur fyrir á sínum tíma, hafi verið „hybris“ eða hroki, eins og höfundur sjálf- ur og flestir aðrir „villutrúar- menn“. Það er ágætt að hafa í þessu samstöðu með þessum ágætu mönnum, en þó ber þessi samflokkun höfundar á sér og þeim ofurlítinn vott um „hybris". Bókin er liðlega skrifuð og fylg- ir ritaskrá og registur. Njósnir: The Real World of Spies. Charles Wighton. Collins — Fontana Books 1965. 5/— Wighton er Skoti. Hann var lengi blaðamaður og gerðist síðar rithöfundur. Hann hefur ferðazt mikið, bæði um Evrópu og Bandaríkin, og hefur lengst af dvalið á meginlandi Evrópu frá stríðslokum. Hann hefur sett saman nokkrar bækur um fræga njósnara. í þessu safni seg- ir hann sögu ýmissa slíkra, svo sem Mata Hari, Wollwebers, Sorg es, „Cicerós" og fleiri. í inn- gangi að bókinni rekur hann sögu njósna í heiminum, en þessi starfi er jafngamall skráðri sögu. Þessi inngangur er einkar fróð- legur. í Biblíunni er getið um njósnara Móses, sem hann sendi inn í Kansansland til njósna. Montgomery marskálkur kallar Móses einn mesta hershöfðingja, sem uppi hafi verið frá öndverðu, enda er þeim nauðsynleg góð upplýsingaþjónusta. Karl V hafði fjölda njósnara í þjónustu sinni og ekki síður Fillippus II Spán- arkonungur. Sendifulltrúar og sendiherrar hafa löngum gegnt tvöföldu hlutverki, verið opin- berir fulltrúar þjóðar sinnar og jafnframt hafa þeir. átt að afla ríkisstjórnum sínum upplýsinga um ástand og tækni þess lands, þar sem þeir voi-u staðsettir. Njósnarar Richelieus voi'u frægir á sinni tíð. Sögurnar af þessum mönnum eru alltaf vinsælar; starf þeirra er hættulegt og þeir hætta öllu. Þetta er skemmtileg bók og vel skrifuð. Bókmenntir: The New American Poetry 1945- 60. Edited by Donald M. Allen. Grove Press 1960. $ 2.95. Þetta safn er þverskurður af bandarískri ljóðagerð þessara ára. í safninu eru ljóð fjörutíu og fjögurra skálda, ljóðin eru alls 215. Meðal höfunda eru: Charles Olson, Allen Ginsbei-g og Ro- bert Duncan. Uppruna þessara Ijóða er að leita á síðari stríðs- árunum, flest það sem hér er prentað hefur verið illfáanlegt hingað til, gefið út í litlu upp- lagi; birzt í tímaritum eða í flug- ritum og sumt aðeins dreifzt handritum og meiri hlutinn hef- ur aðeins verið lesinn upp á sam- komum. Auk kvæðanna birtast þarna umsagnir skálda um ljóða- gerð, æviatriði þeirra sem eiga Ijóð í bókinni og ritaskrá ásarnt höfundatali. Það er mikil gróska í bandarískri ljóðagei'ð eins og í málaralistinni. Margt er ef til vill iðnaðarkyns, en slíkt vill alltaf fljóta með í safnritum. Hér er að finna mörg eftirtekt- arverð vex-k, eins og ljóð Ol- sons og Ginsbergs. Þetta er þörf bók og þokkalega útgefin. Jóhann Hannesson: ÞANKARUNIR í STYRJÖLDUM nota borgarbúar tæki (sírenur), sem gefa frá sér hvell og jafnvel nístandi hljóð, til að vara borgar- búa við komu sprengjuflugvéla, svo að þeir geti forðað sér inn í loftvarnabyrgi eða á aðra örugga staði. Menn lærðu fljótt hvers vænta mátti í sprengjuregninu. Mér eru í minni þeir dagar þegar sjö hundruð kínversk börn streymdu út úr skólunum á einni kristniboðsstöð vorri — og þrjú hundruð stúlkur úr gagnfræðaskólanum — til að forðast árásir Japana. Samstilling og undai-leg þögn fæi-ðist yfir þessa glaðværu hópa þegar „gin bao“ heyrðist. Enginn var óhlýðinn eða kæru- laus. Oss er tjáð að til sé Heilsuverndarstofnun veraldarinnar. Hún hefir gefið frá sér aðvörunarmei’ki varðandi deyfilyfja- hættuna, sem nú ógnar æskulýð max-gra landa, en hættan magnast ár frá ári. Það úir og grúir af nöfnum á nýjum nautnalyfjum, sem seld eru í ýmsum löndum, jafnvel á frjáls- um mai-kaði. En gömul nautnalyf hafa frá fornu fari mörg nöfn. Cannabis indica, Bhang, Ganja og Hashish er t.d. eitt og sama lyfið í ýmsum myndum, en rómantík og tízkublær loðir við nýlegri mynd sama lyfs, marihuana, sem nú er einkum selt í vindlingum. Lækningagildi þess telst á vorum tímum ná- lega ekkert, og sala þess kvað vera bönnuð um víða veröld á vorum tímum, nema í mjög frumstæðum þjóðfélögum, þar sem menn hirða lítt um orsakir og afleiðingar fyrirbæra og hluta. Deyfilyfjahættan er þegar orðin að varanlegu ástandi í sum- um stórborgum frændþjóða vorra, í Kaupmannahöfn, Gauta- borg og Stokkhólmi. En meðal frænda vorra eru til frjáls- lyndir menn, er hugsa og ski-ifa sem svo: Látið neytendur velja; gefið xfclu á marihuana frjálsa. Hættið að setja afbrota- stimpil á þá menn, sem selja þessa vöru. Hún er ekki skað legri en áfengi og tóbak, segja þeir. Þá mætti spyrja hvað menn kynnu að græða á því að neyta þessa lyfs. Læknisfræðin segir oss að lyfið örvi ímynd- unaraflið meir en flest önnur nautnalyf, menn sjá ævintýra- legar sýnir og litaski-úð, líkt og í draumi, en þó missa menn ekki alla rænu, og geta yfix-leitt svarað ef ávarpaðir eru. Sé stór skammtur tekinn, finnst mönnum hin fasta jörð hverfa undir fótum sér, finnst að líkaminn verði léttur sem fis og svífi frjáls í loftinu; dreymir menn hina fegurstu drauma. Sumum finnst að þeir hafi svifið inn í foi-garða Paradísar. Það er því ekki að undrast þótt lyfið freisti margi-a nútíma- manna, sem árum saman hafa skemmt sér við ruddalegt skvaldur, hafa glatað sambandi sínu við andlegt líf, hafa reynt til þrautar öll venjuleg nautnalyf og það oft í óhófi — og leiðist mannlegt samfélag, skynsamleg vinna og lífið sjálft. Auk þess skilur lyfið ekki eftir í mönnum „timburmenn“ eða óþægindatilfinningu fyrst í stað, ef þess er neytt í hæfilegum skömmtum, og minna ber á andfélagslegu athæfi hjá hashish- neytendum en hjá ölvuðum ofdx-ykkjumönnum. Þó er hér mun- ur á viðbrögðum manna meiri en almennt gerist um deyfilyf. Þannig er skiljanlegt að ábyrgðarlausir menn og fáfróðir sjái kosti við þetta lyf sem ekki er með nokkru móti hægt að sjá í sambandi við áfengi. Ábyrgir menn og sérfróðir eru þó á öðru máli. Þannig segir dr. Evang, landlæknir Noregs: „Ef menn vilja endilega bera saman marihuana og nikótín, má örugglega segja að ef notkun marihuana væri jafn útbreidd og notkun níkótíns, þá myndu allir möguleikar til skipulegs samfélagslífs, al- mennrar menntunar og framleiðslu að engu verða.“ (VL 20-1- 1966, bls. 2). Hann ræðir þar einnig um þá gífurlegu ógæfu, sem áfengið veldur, og getur þess að enn hafi ekki fundizt leiðir til að verja þjóðfélagið gegn henni. Allt um það, segir hann, ber að leitast við að verjast því af öllum mætti að notkun marihuana verði gerð lögmæt. Hvað er þá skuggahliðin við þá þróun, sem nú á sér stað í sambandi við aukna neyzlu yngri kynslóðarinnar á téðu lyfi? Á fyrsta stigi óljós samanblöndun á draumi og raunveruleika, á sönnu og ósönnu, réttu og röngu. Að vísu má finna þetta ástand án þess að menn hafi neytt nokkurra lyfja — lítið t.d. í blöðin. En samblöndun draums og raunveruleika ágerist stórlega undir áhrifum þessa lyfs. Á öðru stigi verður um aivarlega veiklun að ræða, dáðleysi, magnleysi, framtaksleysi til allrar vinnu, andlegrar og líkam- legrar. Maðurinn skríður inn í kuðung ábyrgðarleysis og eigin nautnahyggju, verður nokkux-s konar rekald. Þar með lamast Framhald á bls. 14. 6. marz 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.