Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 3
Nýársndtt dgæfumanns — Eftir Jean Paul Richter (1763-1825) >■ U m miðnastti á nýársnótt stóð gamall maður við gluggann sinn og starði örvæntingafullum augum, ýmist upp á við, á óbifanlegan, alstirndan himininn, eða niður á hvíta, snaevi- jþakta, hreina og lognkyrra jörðina, og hugsaði um það, að af öllum börnum Ihennar mundi á þessari stundu enginn vera eins andvaka og ógæfusamiur og hann sjálfur. Gröfin beið hans skammt undan, aðeins hulin snævi ellinnar, ekki grænum gróðri æskunnar, og eftir langa ævi hafði hann ekki borið annað úr býtum af allri auðlegð og fj/jlbreytni lífsins en mistök, syndir, sjúkdóma, út- slitinn hrörlegan líkama, einmana hrellda sál, hjarta fullt af eitri og elli fulla af iðrun og samvizkubiti. Hinir fögru æskudagar liðu fyrir hugarsjónum hans ein,s og mynd- ir á tjaldi, og hann sá greini- lega fyrir sér daginn, þegar faðir hans hafði fyrst leitt hann út á krossgötur lífsins, þar sem til hægri handar liggur sólsikinsbjartur vegur dyggðarinnar, sem stefnir til friðsælla, víðáttumikilla landa, með gnægð góðrar uppskeru, yl og birtu og fjölda góðra engla, en til vinstri handar hallar und- an fæti niður í moldvörpugöng lastanna og inn í niðdimmar gjótur, þar sem eit- ur drýpur niður yfir þá, sem þar eru á ferli, allt úir og grúir af áleitnum högg- ormum, loftið er lævi blandið og allt löðrandi í daunillum, hráköldum sagga. Æ, höggormarnir hringuðu sig um brjóst hans og eitrið brann á tungu hans.......Og nú vissi hann, hvar hann var. í örvita skelfingu og ólýsanlegri sorg hrópaði hann til himins: „Ó, gefðu mér aesku mína aftur!.........Ó faðir! Láttu mig standa aftur á krossgötum lífsins, svo ég geti valið öðruvísi en ég gerði!“ En faðir hans og æska hans voru fyrir löngu farin veg allrar veraldar. H ann sá æðislegar þokuverur dansa yfir mýrarnar og eyðast og hverfa í kirkj ugarðinum, og hann sagði: „Þetta eru dagar heimsku minnar! ...“ Hann sá stjörnu hrapa, sá hana smáblikna í fallinu, eyðast og hverfa um leið og hún snerti jörðina. „Þetta er ég,“ stundi helsjúkt hjarta hans, og höggormstenn- ur illrar samvizku grófu sig enn dýpra inn í blæðandi und þess. Ofþanið ímyndunarafl hans sýndi honum svefngengla, ráfandi eftir húsa- þökunum, og vindmylla hóf upp trölls- lega arma sína og hótaði honum tortím- ingu. Höfuðkúpa, sem hafði gleymzt og dagað uppi í beinageymslu kirkju- garðsins, sem að öðru leyti var tóm, tók smátt og smátt á sig andlitsdrætti hans sjálfs. I miðri þessari martröð hljómaði skyndilega klukknahringing frá kirkju- turninum, eins og fjarlægur lofsöngur. Það var verið að hringja inn nýtt ár. Hugur hans mildaðist . . . Hann horfði í kringum sig, út að sjóndeildarhringn- um og á veröldina, sem blasti við um- hverfis hann, og hann hugsaði til æsku- vina sinna, sem voru betri og gæfu- samari en hann. Nú voru þeir, sumir hverjir, leiðandi menn í heiminum, feð- ur hamingjusamra barna, og blessun hvíldi yfir þeim og lífi þeirra. . . og hann hrópaði: „ó, einnig ég hefði get- að sofið vært, ógrátnum augum, þessa nýársnótt eins og þið, ef ég hefði valið mér það hlutskipti ... Ó, ég hefði get- að orðið hamingjusamur, kæru foreldr- ar, ef ég hefði uppfyllt nýársóskir ykk- ar og farið eftir leiðbeiningum ykkar“. J afnframt því sem endurminning- ar frá æsku hans ruddust nú fram í huga hans í óráðskenndri ringulreið, þóttist hann hjá höfuðkúpuna með and- litsdráttum hans sjálfs rísa upp úti í beinageymslunni. Gagntekinn þeirri ný- ársnætur-hjátrú, sem gerir allskonar dularverur sýnilegar og lætur menn jafnvel sjá fram í tímann, ókomna at- burði, sýndist honum að lokum höfuð- kúpan vaxa og ummyndast í lifandi ungmenni, og hann sá fyrir sér ímynd sjálfs sín, eins og hann var í blóma æskunnar. Sú sýn vakti í brjósti hans svíðandi trega. Honum var um megn að horfa á þessa sýn .... hann tók höndunum fyrir augun. Stríðir straumar heitra tára runnu niður vanga hans og hurfu í snjóinn . . . Nú hrópaði hann ekki leng- ur, aðeins andvarpaði lágt, vonieysis- lega og utan við sig: „Ó komdu aftur, horfna æska! Komdu aftur!“ Og hún kom aftur, því að þessi hræðilega nýársnótt var aðeins draum- ur . . . Hann var ennþá ungur . . Það voru aðeins yfirsjónir hans, sem voru enginn draumur. En hann þakkaði Guði fyrir, að hann var ennþá ungur og gat snúið við á andstyggilegri braut lastanna og í þess stað hafið göngu sína eftir þeim sólbjarta vegi, sem leiðir til lands hinnar góðu uppskeru. Snúið við með honum, ungu lesendur, ef þið hafið lent á glapstigum. Þessi hræðilegi draumur mun annars verða dómari ykkar síðar lífinu, þegar ellin sækir ykkur heim, en ef þið þá skyld- uð hrópa í angist og örvæntingu: „Komdu aftur, yndislega æska!..." þá mun hún ekki koma aftur. Ragnhildur Jónsdóttir þýddi. vegalaus í vorsins nýja skrauti, villist ég og hrasa um mig sjálfa. Er ég kannski stormurinn, sem strauk um hár þitt forðum, svo strítt og grátt og haustlegt einu sinni, og þú andaðir til mín öllum þessum ástleitnu orðum, og ætlaðir að halda mér í hendi þinni (svo lauflausri og naktri undir haustsólinni) og eiga mig — en það er önnur saga? Því ég verð að fara friðstola um vitalausa tanga, og vota kalda haga. ---------------1--------------------------------------1 LJÓÐ Eftir Eygló Eyjólfsdóttur Ég verð að fara friðstola um vitalausa tanga og vota kalda haga þar sem ég er ein á auðum sjó og landi, undrandi og hrædd við hafmeyjar og kálfa, hlæjandi á hnjánum að huga að gulum blómum, hlaupandi á fund við huldumenn og álfa, 6. marz 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.