Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1966, Blaðsíða 10
SIMAVIÐTALIÐ Simrad hugleiðir árið 1970 ■— Friðrik A. Jónsson. — Góðan dag, þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins. Ykkur gengur alltaf jafnvel með Simrad-tækin? — Já, og ég vona, að nú fari það að ganga enn betur en nokkru sinni fyrr. Við höf- um nú flutt í betra og rýmra húsnæði og ætlum að tryggja viðskiptavinum okkar aukna og enn betri þjónustu en við höfum getað veitt hingað til. — Hver er síðasta nýjungin frá Simrad? — Ja, nýjungar og endur- bætur eru alltaf að koma fnam, en síðast kom varnar- skjöldur, sem settur er yfir botnstykkið þannig, að bátur- inn getur siglt með meiri hraða en hingað til — án þess að sónar-tækin truflist. En sú þjónusta, sem ég var að tala um, er einkum fólgin í því, að nú höfum við þjálfaðan frosk- mann í okkar starfsliði og enn- fremur ný tæki til þess að prófa og finna bilanir, sem fram kunna að koma í tækj- unum í bátunum. Við getum nú, ef tilefni gefst, framkvæmt raunhæfar styrkleikamælingar á sónartækjum um borð í bát- um úti á rúmsjó, en við þá mælingu er froskmaður með elektróniska tækniþekkingu nauðsynlegur. Þessi mað- ur er Kári Jóhannesson, tækni fræðingur hjá fyrirtækinu, sem nýkominn er heim frá Noregi, en þar iærði hann einnig allt það nauðsynlega, sem lýtur að köfun og vinnu neðansjávar við þessi tæki. — Hve stór hluti af síldveiði flotanum hefur nú Simrad- tæki um borð? — Ætli það sé ekki 85—90 prósent — og hlutfallið eykst stöðugt okkur í hag. Nú eru t.d. í smíðum 30 skip fyrir ís- lendinga — heima og í erlend- uai skipasmíðastöðvum. öll þessi skip að einu undanteknu hafa sónar-tæki frá Simrad. Annars hafa framleiðendur ekki undan, eftirspurnin er orðin það mikil. Nú þýðir ekki að tala um afgreiðslu fyrr en í byrjun næsta árs. — Simrad selur um ailan heim? — Já, til útgerðarmanna í öllum heimsálfum. Annars höf- um við íslendingar verið til- tölulega mjög stórir viðskipta- menn fyrirtækisins — og við urðum einnig fyrstir til að nota þessi stóru og nýju sónar- tæki. Við vorum komnir með þau í 15 báta áður en Norðmenn pöntuðu það fyrsta — og hingað til hafa þau ekki verið seld nema til þessara tveggja landa. Framleiðslan er ekki nema kringum 100 tæki á ári. — Ýmsar endurbætur hafa þá væntanlega verið gerðar á þessum tækjum í samráði við íslendinga og með hliðsjón af þeirri reynslu, sem íslenzku skipstjórarnir hafa fengið? — Já, ég . held nú það. Reynslan, sem hér hefur feng- izt, var ákaflega mikiis virði. — En Simrad framieiðir annað en þessi svonefndu són- ar-tæki, eða asdic? — Já, m.a. dýptarmæia og talstöðvar, sem seljast víða um heim: m.a. til Suður-Afríku og Bandaríkjanna. Simrad fram- leiddi sónar-tækin í eitt full- komnasta hafrannsóknaskip Bandaríkjanna, sem nýlega var lokið við að smíða. Það eitt ætti að mæla með framleiðslunni. — Við minntumst áður á nýjungarnar. Er ekkert á döf- inni, ekkert merkilegt, sem boðað hefur verið á þessu sviði? — Það er þá helzt sérstakt tæki, sem sýnir kyrra mynd af lögun fiskitorfunnar, þegar veiðiskipið nálgast hana. Þetta er miklu líkara sjónvarpsvið- tæki en venjulegum sónar. Með aðstoð þessa nýja tækis eiga skipstjórarnir að geta áttað sig nákvæmlega á því hvernig þeir eigi að kasta á fiskinn, hve torfan er stór ummáls, hvernig hún er í lögun og svo framvegis. Annars eru þeir komnir lengra inn i framtíðina en þeir vilja gefa upp. Hjá Simrad vinna stöðugt 28 verk- fræðingar að rannsóknum á smíði nýrra tækja. Nú eru þeir að hugsa um árið lf>70. Þeir lifa og hrærast í framtíðinni, enda verður svo að vera, ef einhverjar verulegar framtfar- ir eiga að verða. — Og að lokum, þið hafið umboð fyrir aðra framleiðend- ur en Simrad? — Já, við erum með Tand- berg-segulbandstæki, norsk, á- samt sjónvarps- og útvarpstækj um frá sama fyrirtæki, enn- fremur Terma-radar, dönsk framleiðsla, sem hefur líkað vel. Við erum líka með jap- anskar miðunarstöðvar, Tayoa. Þær eru í mörgum bátum hér- lendis og hafa reynzt ágætlega. Hinir jajjönsku framleiðendur eru nú að stíga nýtt skref í þessari grein, eru að breyta öllu í transistora. Þetta eru sjólfvirkar miðunarstöðvar, einfaldari en fyrri gerð- ir — og svipaðar og aðrar í sama stærðarflokki hvað verð snertir. En fyrir minni skip eru komnar á mark aðinn miðunarstöðvar mun ó- dýrari en aðrar, sem hingað til hafa verið á boðstólum. Þessar kosta ekki nema sextán þúsund krónur. Þær fyrri voru á þetta 35 til 70 þúsund. SVIPMYND Framhald af bls. 2 „heilags stríðg“ við ísrael, sundurþykkju Egypta og Saudi-Araba o.s.frv. Til þess að tryggja frið í þessum heimsluta, verða bæði ísraelar og Arabar að falla frá landakröfum, segir Eban. „Við þykjumst hafa rétt til meira lands, en við látum það liggja í láginni, ef það getur orðið til þess að tryggja friðinn. Arabar vita innst inni, að þeir geta ekki rekið okkur í sjóinn. Til þess hafa þeir ekki hernaðarlegan mátt. Þeir eiga að láta sér nægja það land, sem þeir hafa nú þegar. Friðurinn á ekki að breyta rikjunum, heldur breyta sam- skiptum þeirra. Þegar rætt er um að treysta friðsamlega sambúð Sovétrikj- anna og Bandaríkjanna, dettur engum í hug, að Bandaríkjamenn skili Rússum Alaska eða Bandaríkjamenn eignist landskika í Síberíu“. Abba Eban beitir áhrifamiklum rök- um, þegar hann segir: „Friðarsáttmáli mundi losa Araba við hinar ægilegu f jár- ihagsbyrðar, sem þeir verða að taka á sig vegna vígbúnaðarkapphlaupsins, en þær koma beinlínis í veg fyrir efna- hagslegar framfarir í löndum þeirra. Eymdin og fátæktin væri minni í Egyptalandi, ef einræðisherrann þar hefði getað varið peningunum, sem nú fara til vopnakaupa og vígbúnaðar, til þjóðnýtra framfaramála. Ríkisstjórnir Arabalandanna hefðu meiri áhrif á al- þjóðavettvangi, ef þær losuðu sig við áhyggjur af okkur. Samskipti þeirra við ríki Evrópu, Ameríku og Afríku yrðu vinsamlegri. Bæði ísrael og Arabaríkin mundu hafa stórfelldan hag af þvi að sættast, bæði inn á við og út á við“. að er athyglisvert, að Abba Eban skyldi gefa í skyn, að „Tasjkent-lausn“ væri hugsanleg í málum ísraels og Arabaríkjanna. Talið er, að Bourguiba hafi stungið hugmyndinni að Eban, en hann hafi síðan þreifað óformlega fyrir sér hjá de Gaulle og dr. Erhard, hinum síðarnefnda líklega til þess að láta hann kanna undirtektir Bandarikjanna og annarra vestrænna þjóða. Hugmyndin virðist vera sú, að einhver þriðji aðili, sem báðir deiluaðiljar geti fellt sig við boði til slíks viðræðufundar. I fljótu bragði virðist ýmislegt líkt með Kasmírdeilunni og Palestínudeil- unni. í báðum tilfellum ríkir kalt stríð, sem annað veifið verður heitt, og síðan 1948 hafa Sameinuðu þjóðirnar reynt að leysa bæði deilumálin án nokkurs ár- angurs, nema þá til bráðabirgða. Hins vegar er margt ólíkt. Indverjar og Pakist anar hafa ekki rofið stjórnmálasamband sitt, en Arabaríkin hafa frá stofnun ísraels árið 1948 neitað að viðurkenna tilvist ríkisins. Þar við bætist, að Sovét- stjómin hefði aldrei getað boðað til Tasjkentfundarins, ef fjórða aflið kæmi ekki til, Kina, sem ógnar öllum aðiljum, Rússum, Indverjum og Pakistönum, þótt hinir síðastnefndu hafi náð sæmiiegum samningum við þá í bili. Rússar og Ind- verjar leggja alla áherzlu á að halda Kínverjum utan Kasmírdeilunnar, og Pakistanar hafa í hjarta sínu litla löng- un til þess að láta Kínverja aðstoða sig. Ástandið er að þessu leyti gerólíkt í Mið- austurlöndum. A.bba Eban fer bráðlega til Vestur- landa til þess að eiga Þar viðræður við ýmsar ríkisstjórnir. Þessi ummæli hans hér að framan eru að öllum líkind- um undirbúningur undir þá för. Hann er að gefa til kynna skoðanir sínar og um leið að minna á, að vestrænir stjórn- málamenn skyldu ekki gleyma áhuga Sovétríkjanna á Miðausturlöndum. Svo geti farið, að þeir slái sig til riddara í augum þjóðanna þar með nýjum Tasj- kent-fundi. Þessi ábending er gefin á sama tima og ísraelar fylgjast ótta- slegnir með síauknum vopnasending- um Breta og Bandaríkjamanna til Araba ríkjanna. En Vesturveldin eru þar í slæmri klípu. Leiðtogar þeirra senda Aröbum áreiðanlega ekki vopn með ljúfu geði, en þeir vita, sem er, að Arabar geta fengið öll vopn, sem þeir vilja, hjá kommúnistaríkjunum, ef þeir fá þau ekki frá Vesturveldunum. Leið- togar Vesturlanda kæra sig ekki um, að Arabaríkin verði algerlega háð Sovét- ríkjunum um varahluti og viðhald vopna sinna. Hinn nýi utanríkisráðherna Israels ríkis stendur frammi fyrir miklum vanda. Seinustu mánuðina hefur gifur- lcgt vígbúnaðaræði átt sér stað í Araba- rikjunum, þótt ekki hafi borið mikið a þvi. Bæði vantreysta Arabar hver öðrum svo mjög, að þeir geta ekki hugs- að sér að semja hver við annan án þess að hafa bitran brand í hendi, og svo hefur nýju lífi verið blásið í gamla áhugamálið eða áráttuna: að þurrka ísraelsríki út af yfirborði jarðar með sameiginlegu átaki. Arabaríkin eru sjálfu sér svo sundurþykk, að jákvætt afl, Múhameðstrúin, getur ekki samein- að þau, heldur eingöngu neikvætt afl, Gyðingahatrið. Palestína er í þeirra augum arabiskt land, þar sem margir helgistaðir þeirra eru, og Gyðingar land- ræningjar, sem hafa sölsað landið undir sig með hervaldi og klækjum og „með því að láta alla vorkenna sér í lok seinni heimsstyrjaldarinnar“. Arabar segja að Gyðingar hafi hrökklazt burtu úr Palestínu fyrir meira en þúsund árum, og eigi því ekki meiri rétt til landsins en t.d. íslendingar, sem flýðu ofríki Har- alds lúfu, eiga til óðala forfeðra sinna í Noregi, svo að nærtækt dæmi sé tekið. Þá likar þeim stórilla að hafa vestrænt fyrirmyndarríki, dugmikið og efna- hagslega sjálfstætt, við hlið hálf-frumstæðra kotríkja sinna, sem berjast í bökkum fjárlhagslega og lifa að miklu leyti á sníkjum úr austri og vestri og olíudollarabetli í Saudi-Arabíu. Hér er þó Líbanon undanskilið. Einnig svíður enn undan hrakförunum haustið 1956, þegar ljóst var, að Israelar gátu lagt undir sig Egyptaland og Sýrland samtímis án þess að blása úr nös. Eg- ypzki herinn stóðst Israelsher engan veg inn snúning, og Gyðingar hefðu haldið inn í Kairó, ef Bandaríkjamenn og Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki skor- izt í leikinn, vegna þess að Bretar og Frakkar gerðu um sama leyti (herlhlaup inn í Egyptaland til þess að knésetja Nasser einvald, sem hafði þá nýlega stolið Súezskurðinum. A. rabar hafa gert margar tilraun« ir til þess að sameinast um að sparka Júðum út úr Palestínu, en þær hafa Framhald á bls. 13. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.